„Ég vissi bara ekkert um þetta mál fyrr en ráðuneytisstjórinn sagði mér frá því“

Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra segist ekki hafa vitað um samskipti ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins og Páls Steingrímssonar skipstjóra.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra telur það mjög mik­il­vægt að íslenskir blaða­menn fái að sinna sínum störf­um, sínu aðhaldi og eft­ir­liti með stjórn­völdum og öðrum „með sem frjálsustum hætt­i“. Þetta kom fram í máli hans í und­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag en Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, spurði hann meðal ann­ars hvað honum fynd­ist um njósn­a­leið­angra stór­fyr­ir­tækja gagn­vart íslenskum blaða­mönn­um.

Þór­hildur Sunna hóf mál sitt á því að segja að sam­skipti hinnar svoköll­uðu skæru­liða­deildar Sam­herja, sem Kjarn­inn og Stundin hefðu fjallað um að und­an­förnu, sýndu að útgerð­ar­fyr­ir­tækið njósn­aði um ferðir íslenskra frétta­manna á erlendri grundu.

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að Jón Óttar Ólafs­son ráð­gjafi Sam­herja hefði í upp­hafi febr­ú­ar­mán­aðar á þessu ári sagt að „skoð­un“ væri hafin á því hvort frétta­mað­ur­inn Helgi Seljan væri mögu­lega staddur í Namib­íu.

Auglýsing

Vissi ráð­herr­ann af þessu sam­tali, spurði þing­mað­ur­inn

Þór­hildur Sunna benti jafn­framt á að í njósn­a­starf­semi sinni hafði Sam­herji leitað á náðir stjórn­sýsl­unnar og þannig hefði skip­stjóri Sam­herja sett sig per­sónu­lega í sam­band við fyrr­ver­andi sendi­herra í Þýska­landi og núver­andi ráðu­neyt­is­stjóra utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins í upp­hafi þessa árs.

„Ætl­unin var að fá upp­lýs­ingar um hvort fyrr­nefndur Helgi Seljan hefði fylgt Jóhann­esi Stef­áns­syni, upp­ljóstr­ara í Sam­herj­a­mál­inu, til Berlínar árið 2019. Í sam­tali við Kjarn­ann stað­festir ráðu­neyt­is­stjór­inn að skip­stjór­inn hafi leitað til hans, þeir séu mál­kunn­ugir, en ekki hafi verið unnt að verða við beiðni skip­stjór­ans því að hún hafi fallið utan verk­sviðs utan­rík­is­þjón­ust­unn­ar. Sam­skipti skæru­liða­deild­ar­innar bera með sér að skip­stjór­inn hafi ekki fengið upp­lýs­ingar hjá ráðu­neyt­is­stjór­anum en að sam­tal þeirra hafi ver­ið, með leyfi for­seta, „mjög gott“, eins og skip­stjór­inn orð­aði það. Skip­stjór­inn hafi ætl­að, með leyfi for­seta, „að segja mönnum af“ spjalli þeirra enda teldi hann það end­ur­spegla „svo­lítið hvað fólk er að hugs­a“,“ sagði hún.

Spurði hún hvort ráð­herr­ann hefði verið einn þeirra manna sem ráðu­neyt­is­stjór­inn sagði frá þessu sím­tali.

Guð­laugur Þór svar­aði og sagð­ist ekk­ert hafa vitað um þetta mál fyrr en ráðu­neyt­is­stjór­inn sagði honum frá því fyrir nokkrum dögum að haft hefði verið sam­band við hann. „Í kjöl­farið sendi ráðu­neyt­is­stjór­inn yfir­lýs­ingu, sem ég hygg að hátt­virtur þing­maður hafi verið að vitna í. Að öðru leyti veit ég ekk­ert um þetta mál.“

Helga látið líða eins og hann væri ekki 100 pró­sent öruggur

Þór­hildur Sunna steig aftur í pontu og sagði að þetta sím­tal hefði átt stað í kjöl­far þess að fréttir bár­ust af því að setið hefði verið um Helga Seljan á kaffi­húsi, hann fengið ógn­andi skila­boð frá Sam­herj­a­mönnum og almennt í því gert að fylgja honum eftir – og láta honum líða eins og hann væri ekki hund­rað pró­sent örugg­ur.

„Nú veit ég að hæst­virtum utan­rík­is­ráð­herra er annt um öryggi blaða­manna, að minnsta kosti á erlendri grund­u,“ sagði hún og spurði Guð­laug Þór hvort ekki hefði verið til­efni til þess að láta Helga vita af þessum eft­ir­grennsl­unum fyr­ir­tæk­is­ins, hvort honum fynd­ist eðli­legt að svona sam­tal ætti sér stað án þess að um það væri til­kynnt og hvað honum fynd­ist almennt um það að stór­fyr­ir­tæki væru að reyna að njósna um ferðir íslenskra frétta­manna á erlendri grundu.

„Hvað segir hæst­virtur ráð­herra við slíkum njósn­a­leið­öngrum stór­fyr­ir­tækja gagn­vart íslenskum blaða­mönn­um?“ spurði hún.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Engar reglur um hvernig „menn koma skila­boðum áleið­is“

Guð­laugur Þór sagði í kjöl­farið að þing­mað­ur­inn legði „svo sann­ar­lega út af ýmsu“. Stóra málið væri nátt­úr­lega það að stjórn­völd hefðu tekið sér­stak­lega upp mál­efni blaða­manna. „Það á við hvar sem er í heim­inum þó svo að ólíku sé saman að jafna. Því miður er staða blaða­manna víðs vegar um heim­inn orðin hræði­leg eins og við þekkj­u­m.“

Sagð­ist hann aftur á móti ekki átta sig á því hvert þing­mað­ur­inn væri að fara varð­andi hin fjöl­mörgu sam­töl sem menn ættu almennt.

„Það eru engar reglur um hvernig menn koma skila­boðum áleið­is. Ég held hins vegar að aðal­at­riðið sé að það er mjög mik­il­vægt að íslenskir blaða­menn fái að sinna sínum störf­um, sínu aðhaldi og eft­ir­liti, getum við kallað það, með stjórn­völdum og öðrum með sem frjálsustum hætti. Það er nokkuð sem ég styð, hef stutt og mun styðja áfram,“ sagði hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent