„Ég vissi bara ekkert um þetta mál fyrr en ráðuneytisstjórinn sagði mér frá því“

Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra segist ekki hafa vitað um samskipti ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins og Páls Steingrímssonar skipstjóra.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra telur það mjög mik­il­vægt að íslenskir blaða­menn fái að sinna sínum störf­um, sínu aðhaldi og eft­ir­liti með stjórn­völdum og öðrum „með sem frjálsustum hætt­i“. Þetta kom fram í máli hans í und­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag en Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, spurði hann meðal ann­ars hvað honum fynd­ist um njósn­a­leið­angra stór­fyr­ir­tækja gagn­vart íslenskum blaða­mönn­um.

Þór­hildur Sunna hóf mál sitt á því að segja að sam­skipti hinnar svoköll­uðu skæru­liða­deildar Sam­herja, sem Kjarn­inn og Stundin hefðu fjallað um að und­an­förnu, sýndu að útgerð­ar­fyr­ir­tækið njósn­aði um ferðir íslenskra frétta­manna á erlendri grundu.

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að Jón Óttar Ólafs­son ráð­gjafi Sam­herja hefði í upp­hafi febr­ú­ar­mán­aðar á þessu ári sagt að „skoð­un“ væri hafin á því hvort frétta­mað­ur­inn Helgi Seljan væri mögu­lega staddur í Namib­íu.

Auglýsing

Vissi ráð­herr­ann af þessu sam­tali, spurði þing­mað­ur­inn

Þór­hildur Sunna benti jafn­framt á að í njósn­a­starf­semi sinni hafði Sam­herji leitað á náðir stjórn­sýsl­unnar og þannig hefði skip­stjóri Sam­herja sett sig per­sónu­lega í sam­band við fyrr­ver­andi sendi­herra í Þýska­landi og núver­andi ráðu­neyt­is­stjóra utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins í upp­hafi þessa árs.

„Ætl­unin var að fá upp­lýs­ingar um hvort fyrr­nefndur Helgi Seljan hefði fylgt Jóhann­esi Stef­áns­syni, upp­ljóstr­ara í Sam­herj­a­mál­inu, til Berlínar árið 2019. Í sam­tali við Kjarn­ann stað­festir ráðu­neyt­is­stjór­inn að skip­stjór­inn hafi leitað til hans, þeir séu mál­kunn­ugir, en ekki hafi verið unnt að verða við beiðni skip­stjór­ans því að hún hafi fallið utan verk­sviðs utan­rík­is­þjón­ust­unn­ar. Sam­skipti skæru­liða­deild­ar­innar bera með sér að skip­stjór­inn hafi ekki fengið upp­lýs­ingar hjá ráðu­neyt­is­stjór­anum en að sam­tal þeirra hafi ver­ið, með leyfi for­seta, „mjög gott“, eins og skip­stjór­inn orð­aði það. Skip­stjór­inn hafi ætl­að, með leyfi for­seta, „að segja mönnum af“ spjalli þeirra enda teldi hann það end­ur­spegla „svo­lítið hvað fólk er að hugs­a“,“ sagði hún.

Spurði hún hvort ráð­herr­ann hefði verið einn þeirra manna sem ráðu­neyt­is­stjór­inn sagði frá þessu sím­tali.

Guð­laugur Þór svar­aði og sagð­ist ekk­ert hafa vitað um þetta mál fyrr en ráðu­neyt­is­stjór­inn sagði honum frá því fyrir nokkrum dögum að haft hefði verið sam­band við hann. „Í kjöl­farið sendi ráðu­neyt­is­stjór­inn yfir­lýs­ingu, sem ég hygg að hátt­virtur þing­maður hafi verið að vitna í. Að öðru leyti veit ég ekk­ert um þetta mál.“

Helga látið líða eins og hann væri ekki 100 pró­sent öruggur

Þór­hildur Sunna steig aftur í pontu og sagði að þetta sím­tal hefði átt stað í kjöl­far þess að fréttir bár­ust af því að setið hefði verið um Helga Seljan á kaffi­húsi, hann fengið ógn­andi skila­boð frá Sam­herj­a­mönnum og almennt í því gert að fylgja honum eftir – og láta honum líða eins og hann væri ekki hund­rað pró­sent örugg­ur.

„Nú veit ég að hæst­virtum utan­rík­is­ráð­herra er annt um öryggi blaða­manna, að minnsta kosti á erlendri grund­u,“ sagði hún og spurði Guð­laug Þór hvort ekki hefði verið til­efni til þess að láta Helga vita af þessum eft­ir­grennsl­unum fyr­ir­tæk­is­ins, hvort honum fynd­ist eðli­legt að svona sam­tal ætti sér stað án þess að um það væri til­kynnt og hvað honum fynd­ist almennt um það að stór­fyr­ir­tæki væru að reyna að njósna um ferðir íslenskra frétta­manna á erlendri grundu.

„Hvað segir hæst­virtur ráð­herra við slíkum njósn­a­leið­öngrum stór­fyr­ir­tækja gagn­vart íslenskum blaða­mönn­um?“ spurði hún.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Engar reglur um hvernig „menn koma skila­boðum áleið­is“

Guð­laugur Þór sagði í kjöl­farið að þing­mað­ur­inn legði „svo sann­ar­lega út af ýmsu“. Stóra málið væri nátt­úr­lega það að stjórn­völd hefðu tekið sér­stak­lega upp mál­efni blaða­manna. „Það á við hvar sem er í heim­inum þó svo að ólíku sé saman að jafna. Því miður er staða blaða­manna víðs vegar um heim­inn orðin hræði­leg eins og við þekkj­u­m.“

Sagð­ist hann aftur á móti ekki átta sig á því hvert þing­mað­ur­inn væri að fara varð­andi hin fjöl­mörgu sam­töl sem menn ættu almennt.

„Það eru engar reglur um hvernig menn koma skila­boðum áleið­is. Ég held hins vegar að aðal­at­riðið sé að það er mjög mik­il­vægt að íslenskir blaða­menn fái að sinna sínum störf­um, sínu aðhaldi og eft­ir­liti, getum við kallað það, með stjórn­völdum og öðrum með sem frjálsustum hætti. Það er nokkuð sem ég styð, hef stutt og mun styðja áfram,“ sagði hann að lok­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent