„Ég vissi bara ekkert um þetta mál fyrr en ráðuneytisstjórinn sagði mér frá því“

Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra segist ekki hafa vitað um samskipti ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins og Páls Steingrímssonar skipstjóra.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra telur það mjög mik­il­vægt að íslenskir blaða­menn fái að sinna sínum störf­um, sínu aðhaldi og eft­ir­liti með stjórn­völdum og öðrum „með sem frjálsustum hætt­i“. Þetta kom fram í máli hans í und­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag en Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, spurði hann meðal ann­ars hvað honum fynd­ist um njósn­a­leið­angra stór­fyr­ir­tækja gagn­vart íslenskum blaða­mönn­um.

Þór­hildur Sunna hóf mál sitt á því að segja að sam­skipti hinnar svoköll­uðu skæru­liða­deildar Sam­herja, sem Kjarn­inn og Stundin hefðu fjallað um að und­an­förnu, sýndu að útgerð­ar­fyr­ir­tækið njósn­aði um ferðir íslenskra frétta­manna á erlendri grundu.

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að Jón Óttar Ólafs­son ráð­gjafi Sam­herja hefði í upp­hafi febr­ú­ar­mán­aðar á þessu ári sagt að „skoð­un“ væri hafin á því hvort frétta­mað­ur­inn Helgi Seljan væri mögu­lega staddur í Namib­íu.

Auglýsing

Vissi ráð­herr­ann af þessu sam­tali, spurði þing­mað­ur­inn

Þór­hildur Sunna benti jafn­framt á að í njósn­a­starf­semi sinni hafði Sam­herji leitað á náðir stjórn­sýsl­unnar og þannig hefði skip­stjóri Sam­herja sett sig per­sónu­lega í sam­band við fyrr­ver­andi sendi­herra í Þýska­landi og núver­andi ráðu­neyt­is­stjóra utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins í upp­hafi þessa árs.

„Ætl­unin var að fá upp­lýs­ingar um hvort fyrr­nefndur Helgi Seljan hefði fylgt Jóhann­esi Stef­áns­syni, upp­ljóstr­ara í Sam­herj­a­mál­inu, til Berlínar árið 2019. Í sam­tali við Kjarn­ann stað­festir ráðu­neyt­is­stjór­inn að skip­stjór­inn hafi leitað til hans, þeir séu mál­kunn­ugir, en ekki hafi verið unnt að verða við beiðni skip­stjór­ans því að hún hafi fallið utan verk­sviðs utan­rík­is­þjón­ust­unn­ar. Sam­skipti skæru­liða­deild­ar­innar bera með sér að skip­stjór­inn hafi ekki fengið upp­lýs­ingar hjá ráðu­neyt­is­stjór­anum en að sam­tal þeirra hafi ver­ið, með leyfi for­seta, „mjög gott“, eins og skip­stjór­inn orð­aði það. Skip­stjór­inn hafi ætl­að, með leyfi for­seta, „að segja mönnum af“ spjalli þeirra enda teldi hann það end­ur­spegla „svo­lítið hvað fólk er að hugs­a“,“ sagði hún.

Spurði hún hvort ráð­herr­ann hefði verið einn þeirra manna sem ráðu­neyt­is­stjór­inn sagði frá þessu sím­tali.

Guð­laugur Þór svar­aði og sagð­ist ekk­ert hafa vitað um þetta mál fyrr en ráðu­neyt­is­stjór­inn sagði honum frá því fyrir nokkrum dögum að haft hefði verið sam­band við hann. „Í kjöl­farið sendi ráðu­neyt­is­stjór­inn yfir­lýs­ingu, sem ég hygg að hátt­virtur þing­maður hafi verið að vitna í. Að öðru leyti veit ég ekk­ert um þetta mál.“

Helga látið líða eins og hann væri ekki 100 pró­sent öruggur

Þór­hildur Sunna steig aftur í pontu og sagði að þetta sím­tal hefði átt stað í kjöl­far þess að fréttir bár­ust af því að setið hefði verið um Helga Seljan á kaffi­húsi, hann fengið ógn­andi skila­boð frá Sam­herj­a­mönnum og almennt í því gert að fylgja honum eftir – og láta honum líða eins og hann væri ekki hund­rað pró­sent örugg­ur.

„Nú veit ég að hæst­virtum utan­rík­is­ráð­herra er annt um öryggi blaða­manna, að minnsta kosti á erlendri grund­u,“ sagði hún og spurði Guð­laug Þór hvort ekki hefði verið til­efni til þess að láta Helga vita af þessum eft­ir­grennsl­unum fyr­ir­tæk­is­ins, hvort honum fynd­ist eðli­legt að svona sam­tal ætti sér stað án þess að um það væri til­kynnt og hvað honum fynd­ist almennt um það að stór­fyr­ir­tæki væru að reyna að njósna um ferðir íslenskra frétta­manna á erlendri grundu.

„Hvað segir hæst­virtur ráð­herra við slíkum njósn­a­leið­öngrum stór­fyr­ir­tækja gagn­vart íslenskum blaða­mönn­um?“ spurði hún.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Engar reglur um hvernig „menn koma skila­boðum áleið­is“

Guð­laugur Þór sagði í kjöl­farið að þing­mað­ur­inn legði „svo sann­ar­lega út af ýmsu“. Stóra málið væri nátt­úr­lega það að stjórn­völd hefðu tekið sér­stak­lega upp mál­efni blaða­manna. „Það á við hvar sem er í heim­inum þó svo að ólíku sé saman að jafna. Því miður er staða blaða­manna víðs vegar um heim­inn orðin hræði­leg eins og við þekkj­u­m.“

Sagð­ist hann aftur á móti ekki átta sig á því hvert þing­mað­ur­inn væri að fara varð­andi hin fjöl­mörgu sam­töl sem menn ættu almennt.

„Það eru engar reglur um hvernig menn koma skila­boðum áleið­is. Ég held hins vegar að aðal­at­riðið sé að það er mjög mik­il­vægt að íslenskir blaða­menn fái að sinna sínum störf­um, sínu aðhaldi og eft­ir­liti, getum við kallað það, með stjórn­völdum og öðrum með sem frjálsustum hætti. Það er nokkuð sem ég styð, hef stutt og mun styðja áfram,“ sagði hann að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent