Fjórði efnahagspakki ríkisstjórnarinnar metinn á 20 milljarða króna

Útgjöld ríkissjóðs fyrir yfirstandandi ár verða 14,6 milljörðum krónum meira en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Áætlaður halli í ár nemur um 320 milljörðum króna. Kostnaður vegna sértækra aðgerða stjórnvalda hefur reynst minni en áætlað var.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Útgjöld rík­is­sjóðs vegna fjórða aðgerð­ar­pakka stjórn­valda til að takast á við efna­hags­leg áhrif kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins eru áætluð 22,7 millj­arðar króna. 

­Mestur er kostn­að­ur­inn vegna fram­leng­ingu og útvíkk­unar á við­spyrnu­styrkj­um, eða 7,4 millj­arðar króna. Þá kosta ráðn­inga­styrkir fyrir þá sem eru þegar á hluta­bótum 4,4 millj­arða króna og áætlað er að kostn­aður við sum­ar­störf fyrir náms­menn og ráðn­ing­ar­styrki fyrir atvinnu­leit­endur undir hatti átaks­ins „Hefjum störf“ verði sam­an­lagt 4,3 millj­arðar króna. Barna­bóta­auki mun kosta 1,6 millj­arða króna og áætlað er að ný ferða­gjöf kosti 1,4 millj­arða króna. Af þeirri upp­hæð sem áætlað er að fari í nýju ferða­gjöf­ina falla þó til 650 millj­ónir króna vegna ferða­gjafa sem voru ekki nýttar í fyrra. 

Á móti er áætlað að rík­is­sjóður fái um 2,4 millj­arða króna í auknar tekjur vegna skatt­heimtu af úttekt sér­eign­ar­sparn­að­ar, en heim­ild fólks til að taka út þann sparnað til ráð­stöf­unar nú gegn því að greiða af honum skatt var fram­lengd í aðgerð­ar­pakk­an­um. Því stendur eftir að áhrif pakk­ans á afkomu rík­is­sjóðs eru áætluð 20,3 millj­arðar króna. 

Þetta kemur fram í frum­varpi til fjár­auka­laga sem lagt var fram fyrir helgi. Þar segir enn fremur að afkomu­horfur árs­ins 2021, sem unnar voru í tengslum við vinnslu fjár­mála­á­ætl­unar árin 2022–2026, geri ráð fyrir halla sem nemur 320 millj­örðum króna, eða 10,2 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu.

Sér­tæku aðgerð­irnar hafa kostað um 80 millj­arða króna

Í skýrslu starfs­hóps um nýt­ingu heim­ila og fyr­ir­tækja á úrræðum vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, sem birt var í lok apr­íl, kom fram að heild­ar­um­fang stærstu sér­tæku stuðn­ings­að­gerða stjórn­valda til heim­ila og fyr­ir­tækja væru ríf­lega 80 millj­arðar króna. Af þeirri upp­hæð hafi um 72 pró­sent verið í formi til­færslna úr rík­is­sjóði um 15 pró­sent í formi rík­is­tryggðra lána og 13 pró­sent frestun skatt­greiðslna. Þá hafi 27 millj­arðar króna verið greiddir úr sér­eigna­sjóð­um, en af þeirri upp­hæð hafa verið greiddir næstum níu millj­arðar króna í skatta. Þá hafa þeir sem nýttu sér það að fá end­ur­greiddan virð­is­auka­skatt af ýmis­konar vinnu fengið um sjö millj­arða króna í end­ur­greiðsl­ur. ÞAr er að uppi­stöðu um að ræða end­ur­greiðslu iðn­að­ar­manna vegna nýbygg­ingar eða við­halds á íbúð­ar­hús­næði.

Auglýsing
Upphaflegt mat á heild­ar­kostn­aði þriggja fyrstu aðgerða­pakk­anna var 232,2 millj­arðar króna. Líkt og ofan­greindar tölur sýna þá reynd­ist hann mun minni.

Til við­bótar koma svo hinir svoköll­uðu sjálf­virku sveiflu­jafn­arnar sem metið er að kosti um 200 millj­arða króna á árunum 2020 og 2o21. Það hug­tak nær yfir lækkun á tekjum rík­is­sjóðs þegar áfall á borð við kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skellur á og þann aukna kostnað sem fylgir því þegar atvinnu­leysi hækkar jafn hratt og það gerði í kjöl­far far­ald­urs­ins.

Hægt að finna hluta pen­inga í þegar sam­þykktum heim­ildum

Hluta þeirra útgjalda sem falla til vegna fjórða aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­innar er hægt að sækja í þegar sam­þykktar fjár­heim­ildir sem hafa ekki verið full­nýtt­ar. Því gerir fjár­auka­laga­frum­varpið ekki ráð fyrir nema 14,5 millj­arða króna við­bót­ar­út­gjöldum við það sem fjár­lög höfðu áður ákveð­ið. 

Inni í þeirri tölu er líka ýmis kostn­aður sem teng­ist ekki inn­lendum efna­hags­að­gerðum vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins beint. Má þar nefna eins millj­arðs króna fram­lags vegna tíma­bund­innar skil­yrtar hækk­unar á dag­gjöldum hjúkr­un­ar­heim­ila og 250 milljón króna fram­lags til COVAX (sem þróar og dreifir bólu­efni gegn COVID-19 til þró­un­ar­ríkja).

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent