AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda

Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.

AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
Auglýsing

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur uppfært mat sitt á umfangi stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins. Sjóðurinn birti nýlega á vef sínum gagnasafn þar sem farið var yfir umfang beinna og óbeinna stuðningsaðgerða vegna áhrifa veirunnar í löndum heims.

Það vakti töluverða athygli hérlendis að stuðningur íslenskra stjórnvalda var metinn á undir 2,5 prósent af landsframleiðslu. Þessu mati hefur nú verið breytt, eftir aðfinnslur og ábendingar íslenskra stjórnvalda og stuðningsaðgerðir Íslands, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu ársins 2020, nú sagðar nema um 9,2 prósentum í gagnasafni AGS.

Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu í gær sagði að matið fyrir Ísland hefði verið skekkt. Sú skekkja hefði leitt af því að aðeins hefði verið horft til nokkurra aðgerða, einkum hlutabóta, greiðslu launa á uppsagnarfresti og útgjalda innan heilbrigðiskerfisins í tilfelli Íslands. Þá hefði mat AGS um Ísland einungis náð til ársins 2020 og en ekki til ársins í ár og þeirra næstu ólíkt því sem almennt gilti um önnur lönd í gagnagrunninum.

Margar aðgerðir hefðu því ýmist ekki verið taldar með í mati AGS fyrir Ísland eða aðeins taldar með að hluta. Það hefðu til dæmis átt við um fjárfestinga- og uppbyggingarátak, tekjufallsstyrki, viðspyrnustyrki og framlengingu tekjutengdra atvinnuleysisbóta.

Þá væri í mati AGS stuðst við nýtingu úrræða í tilfelli Íslands, en áætlanir um aðgerðir notaðar vegna aðgerða ýmissa annarra ríkja. Þessu hefur nú verið breytt og áætlanir um umfang aðgerða sem eiga að koma til framkvæmda hér á landi, þrátt fyrir að hafa ekki þegar gert það, nú tekið með í reikninginn.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra vakti athygli á uppfærðu gagnasafni AGS í morgun.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tekur fram á vef sínum að gögnin séu ekki ætluð til samanburðar á mili hagkerfa, þar sem viðbrögð stjórnvalda séu margbreytileg vegna mismunandi aðstæðna í mismunandi ríkjum, meðal annars með tilliti til áhrifa faraldursins og annarra áfalla.

Þá séu sjálfvirkir sveiflujafnarar á borð við almannatryggingakerfi misöflugir á milli ríkja. Sömuleiðis er tekið fram að um bráðabirgðatölur sé að ræða, þar sem ríki séu enn að bæta við stuðningsaðgerðum eða að klára að koma þeim í framkvæmd.

Miklu minni halli á ríkissjóði í fyrra en búist var við

Þegar fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra kynnti fjár­­laga­frum­varp fyrir árið 2021 var að finna í því áætlun um rekstur rík­­is­­sjóðs í fyrra, á árinu 2020. Tekjur rík­­is­­sjóðs voru áætl­­aðar 769 millj­­arðar króna en útgjöld 1.038 millj­­arðar króna. Það þýddi að fjár­­laga­hall­inn átti að verða 269,2 millj­­arðar króna, sem yrði mesti halli frá því að byrjað var að mæla slíka í íslenska rík­­is­­rekstr­in­­um. Meiri en á hru­­nár­unum 2008 og 2009.

Auglýsing

Fyrir um mán­uði síðan birti Hag­­stofa Íslands síðan bráða­birgða­­tölur um afkomu hins opin­bera á síð­­asta ári. Í þeim tölum kom fram að tekjur íslenska rík­­is­ins hefðu verið mun hærri en áætlað var, eða 890,4 millj­­arðar króna. Tekjur sem skil­uðu sér til íslenska rík­­is­ins voru því, á end­an­um, 121,4 millj­­örðum krónum meiri en reiknað var með við fram­lagn­ingu fjár­­laga en 45 millj­­örðum krónum minni en þær voru árið 2019. Útgjöld voru líka hærri en reiknað hafði verið með, eða 1.091 millj­­arður króna, en þar skeik­aði minna en á tekju­hlið­inn­i.

Nið­­ur­­staðan var sú að hall­inn á rík­­is­­sjóð var mun minni en áætlað var við fram­lagn­ingu fjár­­laga­frum­varps­ins, eða 201 millj­­arðar króna. Fjár­­laga­hall­inn 2020 var því 68,2 millj­­örðum krónum minni en rík­­is­­stjórnin reikn­aði með, eða fjórð­ungi minn­i.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent