AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda

Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.

AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
Auglýsing

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur uppfært mat sitt á umfangi stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins. Sjóðurinn birti nýlega á vef sínum gagnasafn þar sem farið var yfir umfang beinna og óbeinna stuðningsaðgerða vegna áhrifa veirunnar í löndum heims.

Það vakti töluverða athygli hérlendis að stuðningur íslenskra stjórnvalda var metinn á undir 2,5 prósent af landsframleiðslu. Þessu mati hefur nú verið breytt, eftir aðfinnslur og ábendingar íslenskra stjórnvalda og stuðningsaðgerðir Íslands, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu ársins 2020, nú sagðar nema um 9,2 prósentum í gagnasafni AGS.

Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu í gær sagði að matið fyrir Ísland hefði verið skekkt. Sú skekkja hefði leitt af því að aðeins hefði verið horft til nokkurra aðgerða, einkum hlutabóta, greiðslu launa á uppsagnarfresti og útgjalda innan heilbrigðiskerfisins í tilfelli Íslands. Þá hefði mat AGS um Ísland einungis náð til ársins 2020 og en ekki til ársins í ár og þeirra næstu ólíkt því sem almennt gilti um önnur lönd í gagnagrunninum.

Margar aðgerðir hefðu því ýmist ekki verið taldar með í mati AGS fyrir Ísland eða aðeins taldar með að hluta. Það hefðu til dæmis átt við um fjárfestinga- og uppbyggingarátak, tekjufallsstyrki, viðspyrnustyrki og framlengingu tekjutengdra atvinnuleysisbóta.

Þá væri í mati AGS stuðst við nýtingu úrræða í tilfelli Íslands, en áætlanir um aðgerðir notaðar vegna aðgerða ýmissa annarra ríkja. Þessu hefur nú verið breytt og áætlanir um umfang aðgerða sem eiga að koma til framkvæmda hér á landi, þrátt fyrir að hafa ekki þegar gert það, nú tekið með í reikninginn.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra vakti athygli á uppfærðu gagnasafni AGS í morgun.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tekur fram á vef sínum að gögnin séu ekki ætluð til samanburðar á mili hagkerfa, þar sem viðbrögð stjórnvalda séu margbreytileg vegna mismunandi aðstæðna í mismunandi ríkjum, meðal annars með tilliti til áhrifa faraldursins og annarra áfalla.

Þá séu sjálfvirkir sveiflujafnarar á borð við almannatryggingakerfi misöflugir á milli ríkja. Sömuleiðis er tekið fram að um bráðabirgðatölur sé að ræða, þar sem ríki séu enn að bæta við stuðningsaðgerðum eða að klára að koma þeim í framkvæmd.

Miklu minni halli á ríkissjóði í fyrra en búist var við

Þegar fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra kynnti fjár­­laga­frum­varp fyrir árið 2021 var að finna í því áætlun um rekstur rík­­is­­sjóðs í fyrra, á árinu 2020. Tekjur rík­­is­­sjóðs voru áætl­­aðar 769 millj­­arðar króna en útgjöld 1.038 millj­­arðar króna. Það þýddi að fjár­­laga­hall­inn átti að verða 269,2 millj­­arðar króna, sem yrði mesti halli frá því að byrjað var að mæla slíka í íslenska rík­­is­­rekstr­in­­um. Meiri en á hru­­nár­unum 2008 og 2009.

Auglýsing

Fyrir um mán­uði síðan birti Hag­­stofa Íslands síðan bráða­birgða­­tölur um afkomu hins opin­bera á síð­­asta ári. Í þeim tölum kom fram að tekjur íslenska rík­­is­ins hefðu verið mun hærri en áætlað var, eða 890,4 millj­­arðar króna. Tekjur sem skil­uðu sér til íslenska rík­­is­ins voru því, á end­an­um, 121,4 millj­­örðum krónum meiri en reiknað var með við fram­lagn­ingu fjár­­laga en 45 millj­­örðum krónum minni en þær voru árið 2019. Útgjöld voru líka hærri en reiknað hafði verið með, eða 1.091 millj­­arður króna, en þar skeik­aði minna en á tekju­hlið­inn­i.

Nið­­ur­­staðan var sú að hall­inn á rík­­is­­sjóð var mun minni en áætlað var við fram­lagn­ingu fjár­­laga­frum­varps­ins, eða 201 millj­­arðar króna. Fjár­­laga­hall­inn 2020 var því 68,2 millj­­örðum krónum minni en rík­­is­­stjórnin reikn­aði með, eða fjórð­ungi minn­i.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir
Aðalsmenn og almenningur á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent