Valdefling Samherja?

Árni Finnsson segir Samherja hafa safnað miklum auði í krafti þeirra forréttinda að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Óviðunandi sé að stórfyrirtækið Samherji standi að árásum á fjölmiðla eða fjölmiðlafólk.

Auglýsing

Á dög­unum var upp­ljóstr­ar­inn Jóhannes Stef­áns­son sæmdur WIN WIN Sjálf­bærni­verð­launum Gauta­borg­ar. Með fylgdu 120.000 doll­arar sem sam­kvæmt gengi dags­ins eru 14.568.000 krón­ur.

Ekki er kunn­ugt um að Jóhannes Stef­áns­son hafi getið sér orð fyrir pæl­ingar í sjálf­bærni eða sjálf­bærri þróun en þema WINWIN-verð­laun­anna þetta árið er bar­áttan gegn spill­ingu. Segir í frétta­til­kynn­ingu WIN WIN að árlega tap­ist 4000 millj­arðar doll­ara vegna spill­ingar og í því sam­hengi er vitnað til úttekta Alþjóða­bank­ans, Efna­hags- og fram­fara­stofn­unar Evr­ópu (OECD) og AGS. 

Til sam­an­burðar má nefna að árlega þarf 2.930 millj­arða doll­ara til að ná heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna fyrir lok þessa ára­tug­ar. 

Með lífið að veði

Að mati dóm­nefndar hefur Jóhannes Stef­áns­son – með lífið að veði – upp­ljóstrað um víð­tæka spill­ingu í Namibíu sem teng­ist fisk­veiði­kvót­um. Dóm­nefnd segir að á tíma­bil­inu 2011 til 2016 hafi Jóhannes Stef­áns­son haft leið­andi stöðu innan hins íslenska fisk­veiði­fé­lags Sam­herja og að hann hafi áttað sig á að fyr­ir­tækið væri þátt­tak­andi í víð­tækri spill­ingu í tengslum við úthlutun fisk­veiði­kvóta í Namib­íu. Jafn­framt segir að Wiki­Leaks hafi gefið út skjöl til stað­fest­ingar á spill­ing­unni sem hafi skekið iðn­að­inn og for­ustu­fólk í stjórn­mál­um. Enn­frem­ur, að Jóhannes Stef­áns­son hafi þrátt fyrir árás­ir, hót­anir og hafa verið byrlað eitur sýnt að ein­stak­lingar í við­skipta­heim­inum geti tekið þátt í bar­átt­unni gegn spill­ingu.

Meðal fyrri verð­launa­hafa eru Gro Harlem Brundtland (2002), Al Gore (2007) og Margot Wall­ström, 2008. 

Auglýsing
Segir þetta eitt­hvað um sekt eða Sak­leysi Sam­herja? Nei, að sjálf­sögðu ekki en það er örugg­lega áhyggju­efni fyrir stjórn­endur Sam­herja að dóm­nefnd virtra umhverf­is­verð­launa ákveði að verð­launa upp­ljóstr­ar­ann Jóhannes Stef­áns­son. 

Verð­launin eru til marks um hversu van­hugsuð fjöl­miðla­her­ferð Sam­herja hér á landi er. Til hvers að vega að Helga Seljan ef nið­ur­staðan á alþjóða­vett­vangi er að starf hans hafi verið mik­il­vægt fram­lag til bar­átt­unnar gegn spill­ingu?

Þarf tvo til

Verði namibískir ráða­menn dæmdir fyrir spill­ingu gefur auga leið að þeir voru ekki einir að verki. Rányrkja sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í krafti mútu­greiðslna er veik­leiki stjórn­kerfa í þriðja heim­inum en spill­ingin er einnig hjá þeim sem eiga banka­reikn­inga í skatta­skjólum á Kýpur eða ann­ars staðar sem hentar til mútu­greiðslna. Spill­ingin er einnig á ábyrgð auð­ugra þjóða.

Rík­is­stjórnin við­ur­kenndi vand­ann og á rík­is­stjórn­ar­fundi 19. nóv­em­ber 2019 en þá var ákveðið að 

Sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra mun hafa frum­kvæði að því að Mat­væla- og land­bún­að­ar­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (FAO) vinni úttekt á við­skipta­háttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í við­skiptum með afla­heim­ildir þ. á m. í þró­un­ar­lönd­um.

Af þessu hefur þó ekki orðið enda óvíst að slík ráð­stefna myndi efla traust á íslensku atvinnu­lífi.

Teng­ist Youtu­be-her­ferð Sam­herja kvóta­kerf­inu?

Ein aug­ljós ástæða þess að eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins létu skapið hlaupa með sig í gönur er að þeir hafa aðgang að ógrynni fjár. Menn þurfa ekki að hugsa um kostn­að­inn og þá er ákveðið þeir að láta starfs­menn RÚV finna fyrir því. Rétt eins og þeir ætla að láta starfs­menn Seðla­banka Íslands vita hvar Davíð keypti ölið. Menn­irnir haga sér eins og þeir hafi unnið þorska­stríðin þrjú; að kvót­inn hafi fært þeim full yfir­ráð yfir 200 mílna efna­hags­lög­sögu Íslands. Ófáir þing­menn virð­ast á sama máli og þá er erfitt að stilla skap sitt. 

Fær­eyj­ar?

Kjarn­inn greindi frá því að dótt­ur­fé­lag Sam­herja í Fær­eyjum hefði greitt 345 millj­ónir króna vegna van­gold­inna skatta. Einnig bár­ust fréttir um að skæru­liða­deild Sam­herja hafi haft uppi áform um skaða trú­verð­ug­leika frétta­manna fær­eyska sjón­varps­ins sem upp­ljóstr­uðu um meint skatt­svik Sam­herja. En stjórn­endur Sam­herja eru ekki svo vit­lausir að þeir fjár­festi í slíku heldur greiddu umrædda upp­hæð umyrða­laust. Stjórn­endur Sam­herja skilja mæta vel að árás á fær­eyska fjöl­miðla­menn geri illt verra.

Útspil sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Nor­egs

Norski sjáv­ar­út­vegs­ráð­herrann, Odd Emil Ingebrigt­sen, sá nýverið ástæðu til að benda á að mann­orð Sam­herja sé laskað eða vafa­samt. Ingebrigt­sen lét þess einnig getið að Nor­egur beiti sér mjög bar­átt­unni gegn glæpum sem teng­ist fisk­veið­um.

Sam­herji lýsti von­brigðum sínum með þessi ummæli norska ráð­herr­ans og segir þau mjög ósann­gjörn. Má vera, en það verður að telj­ast afar ólík­legt að Sam­herji láti fram­leiða Youtu­be-­mynd­bönd til að klekkja á norska ráð­herr­an­um.

Eftir situr spurn­ing­in: Hvernig gat Sam­herj­a­mönnum dottið í hug að hefja hernað gegn frétta­stofu RÚV og Helga Selj­an? Eitt svar við þeirri spurn­ingu er að Sam­herji hefur staðið mjög lengi í þessu stríði við RÚV. Fram kemur í spjalli skæru­lið­anna að gott væri að láta Óðinn Jóns­son, f.v. frétta­stjóra hjá RÚV fá á bauk­inn en Óðinn hætti störfum sem frétta­stjóri fyrir heilum sjö árum síð­an. 

Nið­ur­staðan

  • ekki verður sagt að eig­endur Sam­herja hafi dregið stysta stráið við skipt­ingu gæða hér á landi. Þeir eru vissu­lega dugn­að­ar­forkar en hafa líka safnað miklum auði í krafti þeirra for­rétt­inda að nýta sam­eig­in­lega auð­lind þjóð­ar­inn­ar. 
  • óvið­un­andi er að stór­fyr­ir­tækið Sam­herji standi að árásum á fjöl­miðla eða fjöl­miðla­fólk. 
  • við­brögð erlendis benda til að umfjöllun Kveiks sé áreið­an­leg. 
  • ef mis­brestir reyn­ast vera í rekstri útgerð­ar­ris­ans liggur bein­ast við að eig­end­urnir veiti alla þá hjálp sem þeir geta til að upp­lýsa mál­ið.
  • þol­in­mæði fyrir glæp­a­starf­semi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja fer þverr­andi í lýð­ræð­is­ríkj­u­m. 

Höf­undur er for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Vésteinn Ólason
Að láta allt dankast
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar