Hver á að borga? Samherji á að borga

Þingframbjóðandi vill færa arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja til öryrkja svo þeir geti tekið þátt í samfélaginu.

Auglýsing

Samkvæmt skoðanakönnun sem ég gerði á umræðusíðu um málefni öryrkja er matarskortur helsta fjárhagsvandamál öryrkja. Fjölmörg önnur atriði nefna öryrkjar í tengslum við skort sinn og spanna þau flestar, ef ekki allar hliðar eðlilegs lífs og sjálfsagða hluti fólks á vinnumarkaði. Ekki eru til peningar fyrir áhugamálum, sjúkraþjálfara, sumarfríum út á land, tannlækni, sálfræðingi, fötum, keilu, golf eða bíó, lyfjum og heilbrigðisþjónustu, rekstri bíls eða reikningum og þegar eitthvað kemur upp á þá bitnar það á matarpeningum mánaðarins sem duguðu ekki til að byrja með út mánuðinn. Athygli vekur að enginn svarenda nefnir greiðslu húsaleigu sem vandamál en þó er það vissulega kostnaðarliður sem bitnar á öðrum kostnaðarþáttum þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar heldur uppi téðri fátæktarstefnu í garð öryrkja. Vekja verður athygli á því að flokkur frelsisins eins og þeir vilja kalla sig, Sjálfstæðisflokkurinn, er ekki á því að veita öryrkjum landsins frelsi heldur einungis vissum aðilum. Frelsisskerðingarnar eru einnig farnar að ná til verkafólks landsins með tilkomu nýs fyrirtækis sem stendur gegn verkalýðshreyfingunni. Hér er neyðarástand á ferðinni og landsmenn verða að bregðast við.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er búinn að gegna starfi fjármálaráðherra síðastliðin 9 ár og hefur allan þann tíma neitað öryrkjum og eldri borgurum landsins um fjárhagslegt réttlæti og grunnframfærslu sem dugar fyrir nauðsynjum. Og hann hefur sína ástæðu fyrir því. Að hans mati er nefnilega ekki til peningur til þess að veita fólkinu fjárhagslegt frelsi. Bjarni spyr því jafnan „hver á að borga?“ á milli þess sem hann tekur afstöðu gegn fátæku fólki landsins. Sami Bjarni framkvæmir árlegar skerðingar á heilbrigðisþjónustu Landspítalans sem einnig veldur aukinni neyð öryrkja sem og annarra landsmanna gagnvart aðgengi þeirra að heilbrigðisþjónustu.

Auglýsing
Árið 2019 greiddu sjávarútvegsfyrirtæki landsins 10,3 milljarða í arðgreiðslur og umræðan um spillingu Samherja hefur verið mikil í fjölmiðlum undanfarið. Helsti varnaraðili Samherja í fjölmiðlum hefur verið flokkur Bjarna, Sjálfstæðisflokkurinn, sami flokkur og heldur veiðigjöldum lágum og neitar jafnframt öryrkjum um mikilvæg grunnmannréttindi þ.á.m. frelsið. En einnig hafa önnur stórfyrirtæki í sjávarútvegi tekið málstað Samherja og ég velti því fyrir mér hvort það geti verið að svipuð spilling sé uppi á teningnum hjá þeim. Ég tel að þingflokkar í stjórnarandstöðu þurfi að kalla til allsherjar rannsóknar á rekstrarháttum hinna sjávarútvegsfyrirtækjanna stóru, þeim háttum sem Samherji hefur orðið uppvís um spillingu gagnvart. Ég tel að landsmenn þurfi að fá að vita hversu mörg fyrirtæki í sjávarútvegi landsins stunda stórfellda spillingu og sjálftöku á sama tíma og öryrkjum landsins er hafnað um þátttöku í þjóðfélaginu af ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokksins.

Þessa 10 milljarða króna Samherja tel ég eigi að færa beint til öryrkja landsins og þar sem fyrirtækin munu ekki sinna því, af því að þau eru upptekin af því að sýna fram á hagnað sinn til viðskiptafélaga sinna þá þarf íslensk ríkisstjórn, án Sjálfstæðisflokksins, að vinna að því að taka kvótann af Samherja, færa auðlindina aftur til landsmanna og hækka veiðigjöld á hinar stórútgerðirnar til að fæða og klæða öryrkja landsins, aðra landsmenn og til uppbyggingar samfélagsins.

Mig langar í lokin að láta stutta vísu fylgja þessum pistli byggðri á gamalli vísu um ofbeldi. Vísan bendir á af hverju allir landsmenn ættu að standa með öryrkjum strax í dag og hafa áhyggjur af ástandinu og ofbeldinu í garð öryrkja, þessum fjárhagslegu árásum ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins á fátæka landsmenn og opinbera þjónustu. Samstaða mismunandi samfélagshópa skiptir lykilmáli til þess að tryggja að ekki sé vaðið yfir einn hóp með offorsi og svo næsta hóp og koll af kolli.

Fyrst réðust þeir á hælisleitendur og ég sagði ekki neitt því ég var ekki hælisleitandi,

svo réðust þeir á öryrkja og ég sagði ekki neitt því ég var ekki öryrki,

svo réðust þeir á eldri borgara og ég sagði ekki neitt því ég var ekki eldri borgari,

svo réðust þeir á verkafólk og ég sagði ekki neitt því ég var ekki verkamaður

næst réðust þeir á mig og það var enginn eftir til þess að verja mig.

Í Alþingiskosningum þessa árs verðum við að vera tilbúin til þess að standa saman og vísa SS spillingunni (Sjálfstæðisflokki og Samherja) út.

Höfundur er þingframbjóðandi og forystumaður í Velferðarhópi Samfylkingarinnar með 170 þúsund krónur í heildartekjur á mánuði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar