Hver á að borga? Samherji á að borga

Þingframbjóðandi vill færa arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja til öryrkja svo þeir geti tekið þátt í samfélaginu.

Auglýsing

Sam­kvæmt skoð­ana­könnun sem ég gerði á umræðu­síðu um mál­efni öryrkja er mat­ar­skortur helsta fjár­hags­vanda­mál öryrkja. Fjöl­mörg önnur atriði nefna öryrkjar í tengslum við skort sinn og spanna þau flestar, ef ekki allar hliðar eðli­legs lífs og sjálf­sagða hluti fólks á vinnu­mark­aði. Ekki eru til pen­ingar fyrir áhuga­mál­um, sjúkra­þjálf­ara, sum­ar­fr­íum út á land, tann­lækni, sál­fræð­ingi, föt­um, keilu, golf eða bíó, lyfjum og heil­brigð­is­þjón­ustu, rekstri bíls eða reikn­ingum og þegar eitt­hvað kemur upp á þá bitnar það á mat­ar­pen­ingum mán­að­ar­ins sem dug­uðu ekki til að byrja með út mán­uð­inn. Athygli vekur að eng­inn svar­enda nefnir greiðslu húsa­leigu sem vanda­mál en þó er það vissu­lega kostn­að­ar­liður sem bitnar á öðrum kostn­að­ar­þáttum þegar rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Vinstri grænna og Fram­sóknar heldur uppi téðri fátækt­ar­stefnu í garð öryrkja. Vekja verður athygli á því að flokkur frels­isins eins og þeir vilja kalla sig, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, er ekki á því að veita öryrkjum lands­ins frelsi heldur ein­ungis vissum aðil­um. Frels­is­skerð­ing­arnar eru einnig farnar að ná til verka­fólks lands­ins með til­komu nýs fyr­ir­tækis sem stendur gegn verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Hér er neyð­ar­á­stand á ferð­inni og lands­menn verða að bregð­ast við.

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er búinn að gegna starfi fjár­mála­ráð­herra síð­ast­liðin 9 ár og hefur allan þann tíma neitað öryrkjum og eldri borg­urum lands­ins um fjár­hags­legt rétt­læti og grunn­fram­færslu sem dugar fyrir nauð­synj­um. Og hann hefur sína ástæðu fyrir því. Að hans mati er nefni­lega ekki til pen­ingur til þess að veita fólk­inu fjár­hags­legt frelsi. Bjarni spyr því jafnan „hver á að borga?“ á milli þess sem hann tekur afstöðu gegn fátæku fólki lands­ins. Sami Bjarni fram­kvæmir árlegar skerð­ingar á heil­brigð­is­þjón­ustu Land­spít­al­ans sem einnig veldur auk­inni neyð öryrkja sem og ann­arra lands­manna gagn­vart aðgengi þeirra að heil­brigð­is­þjón­ustu.

Auglýsing
Árið 2019 greiddu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins 10,3 millj­arða í arð­greiðslur og umræðan um spill­ingu Sam­herja hefur verið mikil í fjöl­miðlum und­an­far­ið. Helsti varn­ar­að­ili Sam­herja í fjöl­miðlum hefur verið flokkur Bjarna, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sami flokkur og heldur veiði­gjöldum lágum og neitar jafn­framt öryrkjum um mik­il­væg grunn­mann­rétt­indi þ.á.m. frels­ið. En einnig hafa önnur stór­fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi tekið mál­stað Sam­herja og ég velti því fyrir mér hvort það geti verið að svipuð spill­ing sé uppi á ten­ingnum hjá þeim. Ég tel að þing­flokkar í stjórn­ar­and­stöðu þurfi að kalla til alls­herjar rann­sóknar á rekstr­ar­háttum hinna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna stóru, þeim háttum sem Sam­herji hefur orðið upp­vís um spill­ingu gagn­vart. Ég tel að lands­menn þurfi að fá að vita hversu mörg fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi lands­ins stunda stór­fellda spill­ingu og sjálftöku á sama tíma og öryrkjum lands­ins er hafnað um þátt­töku í þjóð­fé­lag­inu af rík­is­stjórnum Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Þessa 10 millj­arða króna Sam­herja tel ég eigi að færa beint til öryrkja lands­ins og þar sem fyr­ir­tækin munu ekki sinna því, af því að þau eru upp­tekin af því að sýna fram á hagnað sinn til við­skipta­fé­laga sinna þá þarf íslensk rík­is­stjórn, án Sjálf­stæð­is­flokks­ins, að vinna að því að taka kvót­ann af Sam­herja, færa auð­lind­ina aftur til lands­manna og hækka veiði­gjöld á hinar stór­út­gerð­irnar til að fæða og klæða öryrkja lands­ins, aðra lands­menn og til upp­bygg­ingar sam­fé­lags­ins.

Mig langar í lokin að láta stutta vísu fylgja þessum pistli byggðri á gam­alli vísu um ofbeldi. Vísan bendir á af hverju allir lands­menn ættu að standa með öryrkjum strax í dag og hafa áhyggjur af ástand­inu og ofbeld­inu í garð öryrkja, þessum fjár­hags­legu árásum rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks­ins á fátæka lands­menn og opin­bera þjón­ustu. Sam­staða mis­mun­andi sam­fé­lags­hópa skiptir lyk­il­máli til þess að tryggja að ekki sé vaðið yfir einn hóp með offorsi og svo næsta hóp og koll af kolli.

Fyrst réð­ust þeir á hæl­is­leit­endur og ég sagði ekki neitt því ég var ekki hæl­is­leit­andi,

svo réð­ust þeir á öryrkja og ég sagði ekki neitt því ég var ekki öryrki,

svo réð­ust þeir á eldri borg­ara og ég sagði ekki neitt því ég var ekki eldri borg­ari,

svo réð­ust þeir á verka­fólk og ég sagði ekki neitt því ég var ekki verka­maður

næst réð­ust þeir á mig og það var eng­inn eftir til þess að verja mig.

Í Alþing­is­kosn­ingum þessa árs verðum við að vera til­búin til þess að standa saman og vísa SS spill­ing­unni (Sjálf­stæð­is­flokki og Sam­herja) út.

Höf­undur er þing­fram­bjóð­andi og for­ystu­maður í Vel­ferð­ar­hópi Sam­fylk­ing­ar­innar með 170 þús­und krónur í heild­ar­tekjur á mán­uði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar