Hver á að borga? Samherji á að borga

Þingframbjóðandi vill færa arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja til öryrkja svo þeir geti tekið þátt í samfélaginu.

Auglýsing

Sam­kvæmt skoð­ana­könnun sem ég gerði á umræðu­síðu um mál­efni öryrkja er mat­ar­skortur helsta fjár­hags­vanda­mál öryrkja. Fjöl­mörg önnur atriði nefna öryrkjar í tengslum við skort sinn og spanna þau flestar, ef ekki allar hliðar eðli­legs lífs og sjálf­sagða hluti fólks á vinnu­mark­aði. Ekki eru til pen­ingar fyrir áhuga­mál­um, sjúkra­þjálf­ara, sum­ar­fr­íum út á land, tann­lækni, sál­fræð­ingi, föt­um, keilu, golf eða bíó, lyfjum og heil­brigð­is­þjón­ustu, rekstri bíls eða reikn­ingum og þegar eitt­hvað kemur upp á þá bitnar það á mat­ar­pen­ingum mán­að­ar­ins sem dug­uðu ekki til að byrja með út mán­uð­inn. Athygli vekur að eng­inn svar­enda nefnir greiðslu húsa­leigu sem vanda­mál en þó er það vissu­lega kostn­að­ar­liður sem bitnar á öðrum kostn­að­ar­þáttum þegar rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Vinstri grænna og Fram­sóknar heldur uppi téðri fátækt­ar­stefnu í garð öryrkja. Vekja verður athygli á því að flokkur frels­isins eins og þeir vilja kalla sig, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, er ekki á því að veita öryrkjum lands­ins frelsi heldur ein­ungis vissum aðil­um. Frels­is­skerð­ing­arnar eru einnig farnar að ná til verka­fólks lands­ins með til­komu nýs fyr­ir­tækis sem stendur gegn verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Hér er neyð­ar­á­stand á ferð­inni og lands­menn verða að bregð­ast við.

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er búinn að gegna starfi fjár­mála­ráð­herra síð­ast­liðin 9 ár og hefur allan þann tíma neitað öryrkjum og eldri borg­urum lands­ins um fjár­hags­legt rétt­læti og grunn­fram­færslu sem dugar fyrir nauð­synj­um. Og hann hefur sína ástæðu fyrir því. Að hans mati er nefni­lega ekki til pen­ingur til þess að veita fólk­inu fjár­hags­legt frelsi. Bjarni spyr því jafnan „hver á að borga?“ á milli þess sem hann tekur afstöðu gegn fátæku fólki lands­ins. Sami Bjarni fram­kvæmir árlegar skerð­ingar á heil­brigð­is­þjón­ustu Land­spít­al­ans sem einnig veldur auk­inni neyð öryrkja sem og ann­arra lands­manna gagn­vart aðgengi þeirra að heil­brigð­is­þjón­ustu.

Auglýsing
Árið 2019 greiddu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins 10,3 millj­arða í arð­greiðslur og umræðan um spill­ingu Sam­herja hefur verið mikil í fjöl­miðlum und­an­far­ið. Helsti varn­ar­að­ili Sam­herja í fjöl­miðlum hefur verið flokkur Bjarna, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sami flokkur og heldur veiði­gjöldum lágum og neitar jafn­framt öryrkjum um mik­il­væg grunn­mann­rétt­indi þ.á.m. frels­ið. En einnig hafa önnur stór­fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi tekið mál­stað Sam­herja og ég velti því fyrir mér hvort það geti verið að svipuð spill­ing sé uppi á ten­ingnum hjá þeim. Ég tel að þing­flokkar í stjórn­ar­and­stöðu þurfi að kalla til alls­herjar rann­sóknar á rekstr­ar­háttum hinna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna stóru, þeim háttum sem Sam­herji hefur orðið upp­vís um spill­ingu gagn­vart. Ég tel að lands­menn þurfi að fá að vita hversu mörg fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi lands­ins stunda stór­fellda spill­ingu og sjálftöku á sama tíma og öryrkjum lands­ins er hafnað um þátt­töku í þjóð­fé­lag­inu af rík­is­stjórnum Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Þessa 10 millj­arða króna Sam­herja tel ég eigi að færa beint til öryrkja lands­ins og þar sem fyr­ir­tækin munu ekki sinna því, af því að þau eru upp­tekin af því að sýna fram á hagnað sinn til við­skipta­fé­laga sinna þá þarf íslensk rík­is­stjórn, án Sjálf­stæð­is­flokks­ins, að vinna að því að taka kvót­ann af Sam­herja, færa auð­lind­ina aftur til lands­manna og hækka veiði­gjöld á hinar stór­út­gerð­irnar til að fæða og klæða öryrkja lands­ins, aðra lands­menn og til upp­bygg­ingar sam­fé­lags­ins.

Mig langar í lokin að láta stutta vísu fylgja þessum pistli byggðri á gam­alli vísu um ofbeldi. Vísan bendir á af hverju allir lands­menn ættu að standa með öryrkjum strax í dag og hafa áhyggjur af ástand­inu og ofbeld­inu í garð öryrkja, þessum fjár­hags­legu árásum rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks­ins á fátæka lands­menn og opin­bera þjón­ustu. Sam­staða mis­mun­andi sam­fé­lags­hópa skiptir lyk­il­máli til þess að tryggja að ekki sé vaðið yfir einn hóp með offorsi og svo næsta hóp og koll af kolli.

Fyrst réð­ust þeir á hæl­is­leit­endur og ég sagði ekki neitt því ég var ekki hæl­is­leit­andi,

svo réð­ust þeir á öryrkja og ég sagði ekki neitt því ég var ekki öryrki,

svo réð­ust þeir á eldri borg­ara og ég sagði ekki neitt því ég var ekki eldri borg­ari,

svo réð­ust þeir á verka­fólk og ég sagði ekki neitt því ég var ekki verka­maður

næst réð­ust þeir á mig og það var eng­inn eftir til þess að verja mig.

Í Alþing­is­kosn­ingum þessa árs verðum við að vera til­búin til þess að standa saman og vísa SS spill­ing­unni (Sjálf­stæð­is­flokki og Sam­herja) út.

Höf­undur er þing­fram­bjóð­andi og for­ystu­maður í Vel­ferð­ar­hópi Sam­fylk­ing­ar­innar með 170 þús­und krónur í heild­ar­tekjur á mán­uði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar