Heimsmet í skerðingum

Finnur Birgisson skrifar umfjöllun um nýja skýrslu um kjör lífeyrisþega.

Auglýsing

Nýút­komin skýrsla Stef­áns Ólafs­sonar o.fl. er verð­mætt inn­legg í umræð­una um líf­eyr­is­kerfið og birt­ist einmitt á réttum tíma. Í þess­ari grein er varpað fram nokkrum spurn­ingum um efni henn­ar, s.s. hvert grunn­við­miðið eigi að vera; elli­líf­eyr­ir­inn einn og sér eða að við­bættri heim­il­is­upp­bót, og hvort upp­hæð óskerts elli­líf­eyris ætti að mið­ast við lág­marks­tekju­trygg­ingu. Gerð er athuga­semd við að lítið sé fjallað um stór­virkasta skerð­inga­verk­færið, þ.e. skerð­ing­ar­hlut­föllin og hugs­an­lega lækkun þeirra. Loks er bent á að það kunni að stang­ast á við jafn­ræð­is­reglu að hækka frí­tekju­mark atvinnu­tekna langt umfram frí­tekju­mark líf­eyr­is­greiðslna.

Umrædd skýrsla var kynnt á mál­þingi ÖBÍ 26. maí s.l. en hún er unnin í sam­vinnu við Efl­ingu - stétt­ar­fé­lag og gefin út af félag­inu. Það segir sína sögu um efni hennar að mál­þingið og hún voru kynnt með slag­orð­inu „Heims­met í skerð­ing­um.“ Í skýrsl­unni er fjallað ítar­lega um íslenska líf­eyr­is­kerfið og það borið saman við það sem ger­ist með öðrum þjóð­um, á Norð­ur­lönd­unum og innan OECD. Rakið er að íslenska vel­ferð­ar­kerfið sker sig frá́ hinum nor­rænu vel­ferð­ar­kerf­unum vegna víð­tækra tekju­teng­inga og sýnt hvernig beit­ing þeirra í kerfi almanna­trygg­inga hefur auk­ist jafnt og þétt með þeirri afleið­ingu að upp­söfnun rétt­inda í líf­eyr­is­sjóðum skilar sér ekki sem skyldi í bættri afkomu líf­eyr­is­taka. Í skýrsl­unni gera höf­undar síðan til­lögur um aðgerðir til að draga úr ágöllum kerf­is­ins, aðal­lega um hækkun grunn­upp­hæða og frí­tekju­marka.   

Fátt kemur á óvart 

Fyrir þá sem unnið hafa að málum á þessu sviði kemur reyndar fátt á óvart af því sem skýrslan segir um eig­in­leika  íslenska kerf­is­ins og sér­stöðu þess í alþjóð­legum sam­an­burði. Að mestu eru það löngu kunnar stað­reyndir sem m.a. hafa verið grunn­ur­inn að bar­áttu og mála­rekstri Gráa hers­ins gegn skerð­ingum elli­líf­eyr­is­ins. Engu að síður er það mik­ils virði að fá þetta stað­fest og und­ir­byggt á óyggj­andi hátt með fræði­legum aðferð­u­m. 

Auglýsing
Í skýrsl­unni segir m.a. að tekju­teng­ingar að ný-­sjá­lenskri fyr­ir­mynd hafi fylgt íslenska almanna­trygg­inga­kerf­inu alveg frá því að lögin um það voru sett 1946. Þetta er reyndar dálítið mis­vísandi, því að mein­ing þeirra sem settu þau lög var að elli­líf­eyr­ir­inn ætti ekki að vera tekju­tengd­ur. Í var­úð­ar­skyni var samt sett í lögin bráða­birgða­á­kvæði um tekju­teng­ingu sem átti að gilda í fimm ár, en fór ekki end­an­lega út fyrr en 1961. Þá tók við rúm­lega 30 ára tíma­bil ótekju­tengds elli­líf­eyris sem stóð til 1992. Í milli­tíð­inni (1971) kom hins vegar til sög­unnar tekju­trygg­ing til við­bótar við elli­líf­eyr­inn og hún var að fullu tekju­tengd. Eftir það varð þró­unin sú að hækkun greiðslna varð fyrst og fremst með tekju­tengdum greiðslu­flokk­um, en sjálfur elli­líf­eyr­ir­inn sat eftir og varð stöðugt lægra hlut­fall eins og rakið er í skýrsl­unni (bls. 25).

Skerð­ing­ar­pró­sent­urnar og jað­ar­skatt­ur­inn?

Und­ar­legt finnst þeim sem þetta skrifar hversu litla umfjöllun skerð­ing­ar­hlut­föllin fá í skýrsl­unni. Það er að segja grunn-skerð­ing­ar­hlut­föllin 45% hjá sam­býl­is­fólki og 56,9% hjá ein­bú­um, og svo enn hærri pró­sentur hjá þeim sem fresta líf­eyr­i­s­töku. Þessi hlut­föll ákveða hversu mikið elli­líf­eyr­ir­inn skerð­ist vegna ann­arra tekna umfram frí­tekju­mörk, s.s. launa fyrir vinnu, greiðslna frá líf­eyr­is­sjóði eða fjár­magnstekna. Í skýrsl­unni er að vísu getið um mikil jað­ar­skatta­á­hrif sem verða þegar tekju­skatt­arnir leggj­ast við þessar skerð­ingar og gera það að verkum að líf­eyr­is­takar halda bara eftir 20 - 30 krónum af hverri 100 krónu tekju­aukn­ingu. En meg­in­or­sök jað­ar­skatta­á­hrifanna, - hin ofur­háu skerð­ing­ar­hlut­föll, - fær þó mjög litla umfjöllun í skýrsl­unni og höf­undar gera enga til­lögu um breyt­ingar á þeim til lækk­un­ar.

Heim­il­is­upp­bótin skekkir mynd­ina

Ástæða er til að gagn­rýna þá fram­setn­ingu í skýrsl­unni, að fjalla alltaf um sam­an­lagðar greiðslur til ein­stæðra, - elli­líf­eyri plús heim­il­is­upp­bót, - sem við­mið­un­ar­upp­hæð og titla hana „óskertan hámarks­líf­eyr­i.“ Þetta er reyndar sama „trikk­ið“ og rík­is­stjórnin hefur notað síðan 2016 til þess að geta hælt sér af hærri upp­hæð­um. Það sem mælir á móti þess­ari fram­setn­ingu er í fyrsta lagi að ein­ungis minni­hluti aldr­aðra, eða rúm­lega fjórð­ung­ur, getur átt kost á þess­ari upp­hæð, þ.e. þeir sem búa einir og geta fengið heim­il­is­upp­bót. Stóri meiri­hlut­inn fær ein­göngu elli­líf­eyri og enga heim­il­is­upp­bót. Í öðru lagi er eðl­is­munur á þessum greiðslu­flokk­um. Elli­líf­eyr­ir­inn er skv. almanna­trygg­ing­ar­lögum og er greiddur óháð búsetu. Heim­il­is­upp­bótin er hins vegar skv. lögum um félags­lega aðstoð og greið­ist ekki Íslend­ingum sem eru búsettir í útlönd­um. Þetta er því ekki bara sami grautur í sömu skál.

Elli­líf­eyr­ir­inn einn og sér er sú stærð sem snýr að þremur af hverjum fjórum líf­eyr­i­s­tökum og ætti því að sjálf­sögðu að vera grunn­við­mið­ið. Heim­il­is­upp­bótin ætti svo að vera afleidd stærð af því grunn­við­miði. Sá sem þetta skrifar er reyndar sam­mála skýrslu­höf­undum um það að heim­il­is­upp­bótin sé orðin óeðli­lega há miðað við elli­líf­eyr­inn. Hún er nú um 67 þús. kr. eða sem svarar til 25% við­bótar ofan á elli­líf­eyr­inn sem er um 266 þús. kr. Skýr­ingin á þessu er sú að lands­stjórnin hefur á nýliðnum árum mis­notað heim­il­is­upp­bót­ina til þess að falsa sam­an­burð á líf­eyri almanna­trygg­inga við lág­marks­laun, - með því að hækka hana sér­stak­lega langt umfram hækkun elli­líf­eyr­is­ins.

Til­lögur til úrbóta

Sem fyrr segir bein­ast til­lögur sem settar eru fram í skýrsl­unni einkum að tveimur þátt­um: Hækkun á óskertum grunn­upp­hæðum og hækkun frí­tekju­marka bæði gagn­vart greiðslum frá líf­eyr­is­sjóði og atvinnu­tekj­um. Önnur tól í „verk­færakist­unni“ eins og t.d. lækkun skerð­ing­ar­hlut­falla eða end­ur­upp­taka ótekju­tengds grunn­líf­eyris eru látin ónot­uð.

Lagt er til að „óskertur hámarks­líf­eyr­ir“ hækki í 375 þús. kr. Af umfjöllun á bls. 34-35 má álykta að höf­undar telji hæfi­legt að heim­il­is­upp­bótin sé 10-12% af sam­an­lagðri upp­hæð, sem þýðir að þeir leggja til að elli­líf­eyr­ir­inn fari í 330.000 - 337.500 kr. Það er allt að 21. þús. kr. lægra en núgild­andi lág­marks­tekju­trygg­ing og allt að 38 þús. kr. neðan við vænt­an­lega tekju­trygg­ingu árs­ins 2022. Þetta er sá tölu­legi sam­an­burður sem mestu máli skiptir og hann kallar á skýr­ingar á því hvers vegna látið er staðar numið þarna með hækkun elli­líf­eyr­is­ins, en ekki farið með hann alla leið að tekju­trygg­ing­unni, sem myndi þýða að eng­inn líf­eyr­is­taki þyrfti að una því að tekjur hans til fram­færslu væru undir lág­marks­tekju­trygg­ingu.

Auglýsing
Núgildandi almennt frí­tekju­mark er 25 þús. kr. og er sam­eig­in­legt gagn­vart fjár­magnstekjum og greiðslum frá líf­eyr­is­sjóði. Í skýrsl­unni er lagt til að gagn­vart líf­eyr­is­sjóðs­greiðslum verði sér­stakt frí­tekju­mark upp á 100 þús. kr. sem er veru­leg hækkun og í sam­ræmi við kröfur sem sam­tök aldr­aðra hafa sett fram. Sam­hliða leggja höf­und­arnir til að sér­stakt lágt frí­tekju­mark verði gagn­vart fjár­magnstekj­um, þannig að vaxta­tekjur af „hóf­leg­um“ sparn­aði valdi ekki skerð­ing­um.

Frí­tekju­mörk atvinnu­tekna

Í þriðja lagi leggja höf­und­arnir til að frí­tekju­mark atvinnu­tekna hækki úr 100 þús. kr. sem það er nú, upp í upp­hæð lág­marks­tekju­trygg­ingar á hverjum tíma, en hún er nú 351 þús­und. Þar með yrði frí­tekju­mark atvinnu­tekna aftur orðið miklu hærra en frí­tekju­mark líf­eyr­is­sjóðs­greiðslna. Alkunna er að margir aðil­ar, þ.á.m. sam­tök aldr­aðra, hafa kallað eftir því að dregið verði úr skerð­ingum vegna atvinnu­tekna eða þær afnumdar með öllu. Rökin sem færð hafa verið fyrir þessu eru m.a. þau að þetta myndi kosta rík­is­sjóð sára­lítið og einnig hefur verið vísað til þess að í öðrum lönd­um, s.s. í Nor­egi geti líf­eyr­is­takar unnið að vild án skerð­inga á elli­líf­eyri.

Bent hefur verið á það m.a. af þeim sem þetta skrif­ar, að ákaf­lega hæpið sé að  með­höndla tekjur fólks á mis­mun­andi hátt að þessu leyti, eftir því hvort um er að ræða nýjar atvinnu­tekjur eða atvinnu­tekjur frá fyrri tíð, sem fólk hefur geymt í líf­eyr­is­sjóðnum sínum og tekur nú aftur til sín í ell­inni. Til sam­an­burðar myndu vænt­an­lega fáir telja það sann­gjarnt og eðli­legt að þessar tekjur væru skatt­lagðar í stað­greiðsl­unni á mis­mun­andi hátt, -  greiðsl­urnar úr líf­eyr­is­sjóðnum bæru fullan tekju­skatt, meðan atvinnu­tekj­urnar væru að mestu skatt­frjáls­ar. 

Með gildum rökum má halda því fram að ólík með­höndlun á þessum tekjum gagn­vart skerð­ingum elli­líf­eyris sé ein­fald­lega óleyfi­leg mis­munun sem stang­ast á við meg­in­reglur rétt­ar­rík­is­ins, - hvorki meira né minna. Slíka mis­munun er auð­vitað ekki hægt að rétt­læta með því að hún kosti nú svo lít­ið. Og ekki heldur með vísun í að þetta tíðk­ist í Nor­egi. Þar er nefni­lega ekki um neinar skerð­ingar elli­líf­eyr­is­ins að ræða, hvorki vegna atvinnu­tekna né ann­arra tekna. Allar tekjur eru þar með­höndl­aðar á sama hátt og því getur ekki verið um neina mis­munun að ræða.

Miklu betri til­laga varð­andi frí­tekju­mörkin væri því sú, að ein­ungis yrði um að ræða eitt sam­eig­in­legt frí­tekju­mark gagn­vart hverskyns tekj­um. Ef upp­hæð þess væri sett t.d. í 150 þús­und til að byrja með væri það hags­bót fyrir alla. Fyrir þau sem ein­göngu hafa tekjur frá líf­eyr­is­sjóði væri það 125 þús. kr. hækkun frí­tekju­marks frá því sem nú er, og fyrir þau sem hafa atvinnu­tekjur í bland við líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur væri það hækkun um 25 þús­und kr.

Höf­undur er arki­tekt á eft­ir­launum og skipar 6. sæti S-lista í Reykja­vík norð­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar