Græna miðjan og þýska spurningin

Jón Ormur Halldórsson skrifar um komandi valdaskipti í Þýskalandi og möguleg áhrif sterkrar stöðu þýskra græningja.

Auglýsing

Valda­skipti eru framundan í Berlín. Margt bendir til að þau verði meira afger­andi en oft­ast á síð­ustu ára­tug­um. Þetta kemur okkur Evr­ópu­búum öllum við vegna stöðu Þýska­lands og sömu­leiðis öðrum eins og til að mynda Banda­ríkj­un­um, Rúss­landi, Kína, Tyrk­landi og Íran sem öll eiga nokkuð undir því hvað ger­ist með haustinu í Berlín.

Sviss­neski draum­ur­inn

Þýska­land er í þeirri sér­stöku stöðu að vilja ekki vera stór­veldi en að kom­ast samt illa hjá því. Ára­tuga­langt upp­gjör Þjóð­verja við sögu sína, sem er án hlið­stæðu í heim­in­um, hefur leitt til ríkrar andúðar þar í landi á öllu sem menn gætu talið til stór­velda­til­burða. Þetta nær svo langt að finna má fyrir útbreiddri and­stöðu Þjóð­verja við að land þeirra beiti sér mikið á alþjóða­vett­vangi þótt eftir því sé kall­að. Þessa almennu afstöðu má líka sjá í þeirri sér­kenni­legu stöðu að harða þýska þjóð­ern­is­sinna dreymir ekki um heims­yf­ir­ráð eins og for­vera þeirra gerði, heldur virð­ast þeir eiga þeir sér þann draum dýrastan að losna við evr­una, helst við Evr­ópu­sam­bandið líka og fá bara að vera í friði með sam­fé­lag, sem er þó ekki lengur til. Þjóð­verjar bæði til hægri og vinstri, sagði ein­hver, vildu helst að land þeirra væri ein­hvers konar Sviss, bæði í friði og til friðs.

Huldu­efni Evr­ópu

Þjóð­verjum hefur hins vegar gengið illa síð­ustu árin að vera stórt Sviss. Aðstæður þröngva þeim til ann­ars. Fjöl­menni lands­ins og ríki­dæmi þess skapar þessa stöðu en ekki er síður mik­il­vægt það traust sem nágrannar Þjóð­verja bera nú til Þýska­lands. Þetta er ekki síst vegna upp­gjörs Þjóð­verja við tutt­ug­ustu öld­ina en önnur fyrrum stór­veldi Evr­ópu hafa reynst treg til að horfast í augu við blóði drifna sögu sína og sum næra sig enn á goð­sög­um. Merkel sagði nýlega að Þýska­land væri nú umkringt vin­um. Það var öðru vísi áður. Mál hafa þró­ast með þeim hætti að ekk­ert sem varðar Evr­ópu alla er lengur útrætt án þess að leitað sé eftir áliti og oft atbeina Þýska­lands. Þetta sést ekki alltaf á yfir­borð­inu. Þýsk áhrif í Evr­ópu, sagði ein­hver, eru eins og huldu­efnið í alheim­inum sem er ósýni­legt og ill­mæl­an­legt en menn vita að það heldur heim­inum sam­an.

Þýska spurn­ingin

Fyrrum utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna sagði að Þýska­land væri of lítið fyrir heim­inn en of stórt fyrir Evr­ópu. Þetta var í for­seta­tíð Nixons. Síðan þá hefur Þýska­land sam­ein­ast og vaxið bæði að stærð og afli en Evr­ópa hefur sum­part misst mátt. Þessi ummæli voru í reynd enn ein útfærslan á því sem menn kalla þýsku spurn­ing­una sem Þjóð­verjar og Evr­ópu­menn hafa spurt um ald­ir. Og svarað með nokkrum af verstu stríðum mann­kyns­sög­unn­ar.

Stað­reyndin er ein­fald­lega sú að nái þýska menn­ing­ar­svæðið saman sem póli­tísk heild myndar það til mik­illa muna sterk­ustu ein­ingu Evr­ópu. Jafn­vel í sundr­ungu sinni drottn­uðu þýsk ríki öldum saman yfir öllum löndum allt austur til Rúss­lands og suður eftir Balkanskaga. Þess vegna hafa öll stór­veldi álf­unnar um aldir haft það að meg­in­mark­miði að forða póli­tískri ein­ingu þýsku­mæl­andi manna. Þetta hent­aði líka þýskum ríkjum oft ágæt­lega, eins og til dæmis Prúss­landi framan af, Bæj­ara­landi, Aust­ur­ríki og tugum minni ríkja. Sundr­ung þýskra ríkja var öldum saman uppi­staðan í Evr­ópu­stefnu Bret­lands og að sínu leyti bæði Frakk­lands og Rúss­lands líka.

Græn­ingjar til valda?

Nú blasa við valda­skipti í Þýska­landi eftir 16 ára stjórn Merkel kansl­ara. Græn­ingjar mæl­ast stærstir í könn­un­um. Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn sem græn­ingjar njóta hylli í skoð­ana­könn­un­um. En lík­urnar á stór­auknum áhrifum þeirra í stærsta og öfl­ug­asta ríki ESB hafa senni­lega aldrei verið meiri. Stemm­ingin er með þeim, það er eins og fólk bíði eftir kyn­slóða­skipt­um, breyttum áherslum og ferskum vind­um. Leið­toga þeirra, hinni fer­tugu og eld­kláru Anna­lena Baer­bock, er af mörgum spáð kansl­ara­emb­ætt­inu. Einn styrkur græn­ingja sést á því að Robert Habeck, fimm­tugur rit­höf­undur og ljóða­þýð­andi, sem leiddi flokk­inn með Baer­bock í nokkur ár hefði ekki síður komið til greina sem trú­verð­ugt kansl­ara­efni. Hvor­ugt þeirra hefði átt mik­inn sjens í þýskum stjórn­málum fyrir tutt­ugu árum eða svo og þá er ekki átt við ald­ur­inn. Þýska­land hefur mikið breyst þrátt fyrir þá öfunds­verðu rósemi og yfir­vegun sem einkennir stjórn­mál í land­inu. Merkel, sem aldrei virð­ist bifast, hefur haldið utan um þjóð­fé­lag í örari gerjun en margir myndu ímynda sér.

Er græn­ingjum treystandi?

Þetta er spurn­ingin sem bæði vinstri menn og hægri menn innan og utan Þýska­lands spyrja um græn­ingja. Efinn á sér rætur í upp­runa flokks­ins í hreyf­ingum hippa, stjórn­leys­ingja, vinstri sinn­aðra bar­áttu­hreyf­inga, umhverf­is­vernd­ar­sinna og afvopn­un­ar­sinna fyrir fjöru­tíu árum. Það er einkum þrennt sem menn spyrja um. Eitt er hvort flokkur með rætur í rótt­tækum frið­ar­hreyf­ingum sé treystandi fyrir örygg­is- og varn­ar­málum öfl­ug­asta ríkis Evr­ópu. Annað er hvort flokkur sem stofn­aður var í kringum rótt­tækar hug­myndir í umhverf­is­málum geti rekið stærsta hag­kerfi Evr­ópu. Og það þriðja er hvort þessi lit­skrúð­ugi flokkur sé yfir­leitt stjórn­tæk­ur, eins og það heitir á Íslandi.

Græn­ingjar og Mercedes Benz

Síð­ustu spurn­ing­ar­innar er spurt utan Þýska­lands en sjaldnar innan þess. Græn­ingjar hafa meiri reynslu af völdum en fólki er tamt að álíta. Þeir eiga aðild að rík­is­stjórnum í meiri­hluta þýsku sam­bands­land­anna og í einu þeirra, Baden Wuerttem­berg, hafa þeir farið með stjórn­ar­for­ustu í fimm ár. Þeir unnu kosn­inga­sigur þar fyrir fáum vikum og fengu 33% atkvæða en kristi­legir demókratar sem stjórn­uðu fylk­inu í hálfa öld fengu 24%.

Það sér­staka við þetta er að Baden Wuerttem­berg er ein mesta mið­stöð iðn­aðar í Evr­ópu. Þar er heim­ili Mercedes Benz, Porsche og Bosch á meðal stór­fyr­ir­tækja og um leið er þarna lík­lega mesta sam­þjöppun í heim­inum á mjög sér­hæfðum iðn­fyr­ir­tækjum sem eru leið­andi á heims­vísu, hvert á sínu sviði.

Auglýsing

Sam­búð þeirra við græn­ingja gengur vel. Mál­ið, sagði einn græn­ingi, er ekki að hætta að búa til bíla heldur að gera þá sem umhverf­is­væn­asta. Það mun líka bjarga þýskum bíla­iðn­aði frá því að daga uppi og um leið forða Stutt­gart frá þeim dap­ur­legu örlögum sem biðu Detroit. Þeir vilja sumsé hrein­lát­ari Benz og Audi fyrir þá sem ekki hjóla. Fólkið í við­skipta­líf­inu sér sífellt betur að umhverf­is­vernd er spurn­ing um líf eða dauða fyrir heilar iðn­grein­ar. Í nýlegri könnun sem þýskt við­skipta­blað gerði á meðal for­stjóra reynd­ist leið­togi græn­ingja vera sú mann­eskja sem flestir vildu að tæki við af Merkel.

Fólk án far­ang­urs

Þótt græn­ingjar eigi rætur í marg­vís­legum bar­áttu­hreyf­ingum 20. aldar er eitt af því fyrsta sem menn taka eftir í sam­ræðum við leið­andi fólk í flokknum sú til­finn­ing að þar fari fólk án mik­ils póli­tísks far­ang­urs. Einn af yngri þing­mönnum flokks­ins lýsti þessu sem svo að hún hefði frá upp­hafi haft djúpa sann­fær­ingu fyrir umhverf­is­málum en það hefði skipt hana mjög miklu máli við mótun skoð­ana á öðrum málum að horfa á sam­tíð­ina, og á mögu­leika fram­tíð­ar, án póli­tískra gler­augna. Það er líka eft­ir­tekt­ar­vert hvað græn­ingjar sýna gömlum póli­tískum víg­línum úr for­tíð­inni litla virð­ingu og hvað þeir spyrja oft opið um leið­ina fram á við frekar en útfrá þeim átökum for­tíðar sem skip­uðu fólki í flokka.

Miðjan fær­ist til græn­ingja

Græn­ingjum hefur líka tek­ist á síð­ustu árum að koma sér úr hlut­verki predik­ara, eða „góða fólks­ins“ eins og það heitir á Íslandi. Tals­menn flokks­ins ræða sjaldn­ast af yfir­læti þeirra sem telja sjálfa sig hafa sið­ferði­lega yfir­burði og forð­ast að dæma fólk fyrir að fylgja ekki nýj­ustu línum um hvað má og hvað má ekki.

Það vita hins vegar allir að þeir eru ein­lægir í vilja sínum um aukið jafn­rétti og jöfnuð og að þeir vilja stórar breyt­ingar á umgengni manna við nátt­úr­una. Í stað þess að básúna hneykslan sína á öðrum virka þeir oft eins og fólk með almenna sam­kennd í leit að góðum lausn­um.

Græn­ingjar eru rót­tækir í umhverf­is­málum og jafn­rétt­is­málum og þeir vilja líka hækka skatta, auka efna­hags­legan jöfn­uð, bæta vel­ferð­ar­kerfið og gera enn betur við flótta­menn. Þeir sækja hins vegar um leið mjög inná miðj­una og höfða þar til fólks sem finnur sig ekki lengur í stóru flokk­unum tveim­ur, kristi­legum demókrötum og jafn­að­ar­mönn­um. Einn for­ustu­manna þeirra sagði nýlega að flokk­ur­inn hefði fært sig inná miðj­una en það væri samt eft­ir­tekt­ar­verð­ara að miðjan hefði færst til græn­ingja. Í þessum efnum er Þýska­land ekki und­an­tekn­ing, það má víða finna hávær­ari kröfur um jöfn­uð, jafn­rétti og umhverf­is­vernd. Þýska­land er hins vegar á undan í að mynda far­veg fyrir þessa póli­tík inná miðju stjórn­mála.

Heim­ur­inn og Evr­ópa

Fyrir græn­ingja, líkt og gömlu stóru flokk­ana, er stuðn­ingur við dýpri ein­ingu og sam­runa í Evr­ópu afdrátt­ar­laus. Í utan­rík­is­málum blasir hins vegar við ákveðin þver­sögn. Græn­ingjar eru enn ólík­legri en aðrir Þjóð­verjar til að ala með sér drauma um þýsk völd í heim­in­um. Þeir eru hins vegar óhrædd­ari en gömlu flokk­arnir við að láta í sér heyra á alþjóða­vett­vangi þegar kemur að mann­rétt­ind­um, jafn­rétti og lýð­ræð­i.

Þetta gæti þýtt auknar deilur við Kína, Rúss­landi, Tyrk­landi, Saúdí Arab­íu, Bela­rús og miklu fleiri ríki. Þeir hafa líka sýnt minni þol­in­mæði gagn­vart þeim löndum ESB sem margir telja að nú gangi á svig við mann­rétt­indi, jafn­rétti og lýð­ræð­is­lega stjórn­ar­hætti, eins og Pól­land og Ung­verja­land. Grænir hafa gagn­rýnt Kín­verja harð­lega fyrir mann­rétt­inda­brot og sömu­leiðis stjórn­völd í Rúss­landi, Tyrk­landi og vilja stöðva vopna­sölu til Saúdí Arab­íu. Þeir hafa líka verið mót­fallnir því að lokið verði við nýja gasleiðslu frá Rúss­landi, Nord Str­eam 2, sem hefur verið mikið deilu­mál á milli Banda­ríkj­anna og Þýska­lands.

Fyrir hauka á Vest­ur­löndum yrðu aukin völd græn­ingja hins vegar ekki sér­stakt fagn­að­ar­efni. Flokk­ur­inn hefur mikla fyr­ir­vara við aukin fram­lög til varn­ar­mála en Þýska­land ver nú aðeins 1,3% af þjóð­ar­fram­leiðslu til her­mála sem er eitt lægsta hlut­fall í heimi þótt þýskur vopna­iðn­aður sé raunar einn hinn öfl­ug­asti í heimi. Leið­togar flokks­ins segj­ast frekar vilja byggja upp varnir gegn netárásum en að kaupa fleiri skrið­dreka, kaf­báta eða orustuflug­vél­ar. Um leið eykst sífellt þrýst­ingur frá banda­mönnum Þjóð­verja á að þeir taki meiri þátt í her­vörnum í Evr­ópu og blandi sér meira í örygg­is­mál í Afr­íku norðan Sahara og í við­búnað við vax­andi áhrifum Kína við Ind­lands­haf og Kyrra­haf, auk landamæra­varna á Mið­jarð­ar­hafi. Í engu af þeim málum verða græn­ingjar léttir í taumi. Það má þó má benda á að eini utan­rík­is­ráð­herra græn­ingja til þessa, Joscha Fischer, braut eitt helg­asta tabú þýskra stjórnmála og sendi þýska her­menn til þátt­töku í hern­aði erlend­is.

Höf­undur er alþjóða­­stjórn­­­mála­fræð­ing­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit