Mútur sem hefðbundnir viðskiptahættir

Prófessor í hagfræði skrifar um þá sem enduróma röklausa réttlætingu hinna siðblindu mútuboðs- og skattasniðgöngumanna.

Auglýsing

Í kjöl­far afhjúpana Kveiks, Stund­ar­innar og Al Jazz­era á starfs­að­ferðum stórs íslensks sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækis í Namib­íu, Angóla og víðar leitar fólk skýr­inga.  Atferlið sem lýst er felur í sér að múta emb­ætt­is- og stjórn­mála­mönnum til að fá aðgang að fisk­veiði­kvóta sem ella væri ekki til­tæk­ur, að nota skatta­skjól og flókið net aflands­fé­laga til að snið­ganga ákvæði skatta­laga um skatt­greiðslur í Namibíu og víð­ar­. Það er til marks um alvar­leika þess­ara brota að sá sem mútar erlendum eða inn­lendum emb­ætt­is­manni eða ráð­herra á yfir höfði sér allt að fimm ára fang­elsi. Fyrrum starfs­menn þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­unar lýsa einnig hvernig atferli fyr­ir­tæk­is­ins (m.a. veiðar með verk­smiðju­skipum sem sjaldan koma í höfn og þar sem yfir­menn eru ekki heima­menn) hafi stór­skaðað þá þekk­ing­ar­upp­bygg­ingu sem var í höfn þegar stofn­unin hvarf á braut 2010. Slíkt fram­ferði er bein árás á fram­færslu­mögu­leika framtíðar­kyn­slóða í Namibíu og er ekki síður afdrifa­ríkt en mútu­greiðsl­ur.

Margir þeirra sem ég ræddi við í kjöl­far Kveiks­þátt­ar­ins sögð­u: „Tja, eru mútur og „ómaks­greiðsl­ur“ ekki hefð­bundin við­skipti í Afr­ík­u“. ­Reyndar brugðu flestir fyrir sig alþjóð­legu útgáf­unni „Business as usual in Africa“. Og end­ur­óma þannig röklausa rétt­læt­ingu hinna sið­blindu mútu­boðs- og skatta­snið­göngu­manna. 

Með­virkni við­mæl­enda minna kallar á umhugs­un. Það er vissu­lega svo að hver dregur dám af sínum sessu­naut. Í fjöl­þjóð­legri könnun (Betrancea et al, 2019) sem ég átti aðild að komumst við að því að styrkur eft­ir­lits­stofn­ana (e. power) og traust til stjórn­valda hefur mikil áhrif á skattasið­ferð­i. Þar sem skatt­svik eru tíð eru margir til­búnir til þátt­töku í svika­at­ferli. Þar sem skatt­svik eru fátíð­ari eru færri til­búnir til slíkra hluta. Það er því eðli­legt að fólk hugsi eitt­hvað á þessa leið: „Sá sem gerir gott heima, gefur skíða­lyftur og flygla og styrkir íþrótta­starf ung­linga, hann vill vel. Og ef hann sýnir annað and­lit utan­lands; ber fé á opin­bera starfs­menn til að auka sér auðg­un­ar­tæki­færi, þá er á því sú skýr­ing að þetta sé business as usu­al, og ef „mátt­ar­stólp­inn trausti“ bæri ekki fé á þetta fólk þá myndi bara ein­hverjir Spán­verjar eða Portú­galar eða Kín­verjar fylla skarð­ið. Þannig myndi staða hinna fátæku í Afr­íku ekki batna, en geta „mátt­ar­stólpans trausta“ til að gera gott heima myndi minn­ka!“  

Auglýsing

En er sú ályktun að einn mútu­greið­andi leysi annan af eitt­hvað skárri ályktun en rök­leysa hins sið­lausa skattsvik­ara og ómaks­fjár­greið­anda? ­Nei! Í fyrsta lagi er það sá sem mútar sem er upp­haf og endir hins sið­lausa og lög­lausa athæf­is. Ef hann býður ekki borgun eða vill ekki borga „ómaks­fé“ þá fellur sá þáttur við­skipt­anna um sjálft sig. Ef emb­ætt­is­maður „bið­ur“ um ómaks­greiðslu, þá á sá sem er beð­inn ávallt þann kost að til­kynna athæfið til þar til bærra yfir­valda. Reyndar ber honum skylda til þess í sumum til­vikum að minnsta kosti. Með því að þegja og borga „ómaks­greiðsl­una“ er við­kom­andi að sam­þykkja rang­láta máls­með­ferð og ýta undir að mútu­þeg­inn beiti aðra aðila sömu brögð­u­m.  

Sá sem beð­inn er um „ómaks­greiðslu“ stendur frammi fyrir vali. Að greiða og ýta þannig undir óheil­brigða við­skipta­hætti í fram­tíð­inn­i. Kom­ist mút­urnar í hámæli geta við­brögð alþjóða­sam­fé­lags­ins á hinn bóg­inn orðið harka­leg og lang­tímatapið meira en skamm­tíma­á­vinn­ing­ur­inn. Sá sem neitar „ómaks­greiðslu“ kann að baka sér óvin­sældir og fjár­hagstap til skamms tíma. En til lengri tíma hagn­ast bæði hann og allir aðr­ir.  

Höf­undur er pró­fessor í hag­fræði við háskóla Íslands.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar