Mútur sem hefðbundnir viðskiptahættir

Prófessor í hagfræði skrifar um þá sem enduróma röklausa réttlætingu hinna siðblindu mútuboðs- og skattasniðgöngumanna.

Auglýsing

Í kjöl­far afhjúpana Kveiks, Stund­ar­innar og Al Jazz­era á starfs­að­ferðum stórs íslensks sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækis í Namib­íu, Angóla og víðar leitar fólk skýr­inga.  Atferlið sem lýst er felur í sér að múta emb­ætt­is- og stjórn­mála­mönnum til að fá aðgang að fisk­veiði­kvóta sem ella væri ekki til­tæk­ur, að nota skatta­skjól og flókið net aflands­fé­laga til að snið­ganga ákvæði skatta­laga um skatt­greiðslur í Namibíu og víð­ar­. Það er til marks um alvar­leika þess­ara brota að sá sem mútar erlendum eða inn­lendum emb­ætt­is­manni eða ráð­herra á yfir höfði sér allt að fimm ára fang­elsi. Fyrrum starfs­menn þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­unar lýsa einnig hvernig atferli fyr­ir­tæk­is­ins (m.a. veiðar með verk­smiðju­skipum sem sjaldan koma í höfn og þar sem yfir­menn eru ekki heima­menn) hafi stór­skaðað þá þekk­ing­ar­upp­bygg­ingu sem var í höfn þegar stofn­unin hvarf á braut 2010. Slíkt fram­ferði er bein árás á fram­færslu­mögu­leika framtíðar­kyn­slóða í Namibíu og er ekki síður afdrifa­ríkt en mútu­greiðsl­ur.

Margir þeirra sem ég ræddi við í kjöl­far Kveiks­þátt­ar­ins sögð­u: „Tja, eru mútur og „ómaks­greiðsl­ur“ ekki hefð­bundin við­skipti í Afr­ík­u“. ­Reyndar brugðu flestir fyrir sig alþjóð­legu útgáf­unni „Business as usual in Africa“. Og end­ur­óma þannig röklausa rétt­læt­ingu hinna sið­blindu mútu­boðs- og skatta­snið­göngu­manna. 

Með­virkni við­mæl­enda minna kallar á umhugs­un. Það er vissu­lega svo að hver dregur dám af sínum sessu­naut. Í fjöl­þjóð­legri könnun (Betrancea et al, 2019) sem ég átti aðild að komumst við að því að styrkur eft­ir­lits­stofn­ana (e. power) og traust til stjórn­valda hefur mikil áhrif á skattasið­ferð­i. Þar sem skatt­svik eru tíð eru margir til­búnir til þátt­töku í svika­at­ferli. Þar sem skatt­svik eru fátíð­ari eru færri til­búnir til slíkra hluta. Það er því eðli­legt að fólk hugsi eitt­hvað á þessa leið: „Sá sem gerir gott heima, gefur skíða­lyftur og flygla og styrkir íþrótta­starf ung­linga, hann vill vel. Og ef hann sýnir annað and­lit utan­lands; ber fé á opin­bera starfs­menn til að auka sér auðg­un­ar­tæki­færi, þá er á því sú skýr­ing að þetta sé business as usu­al, og ef „mátt­ar­stólp­inn trausti“ bæri ekki fé á þetta fólk þá myndi bara ein­hverjir Spán­verjar eða Portú­galar eða Kín­verjar fylla skarð­ið. Þannig myndi staða hinna fátæku í Afr­íku ekki batna, en geta „mátt­ar­stólpans trausta“ til að gera gott heima myndi minn­ka!“  

Auglýsing

En er sú ályktun að einn mútu­greið­andi leysi annan af eitt­hvað skárri ályktun en rök­leysa hins sið­lausa skattsvik­ara og ómaks­fjár­greið­anda? ­Nei! Í fyrsta lagi er það sá sem mútar sem er upp­haf og endir hins sið­lausa og lög­lausa athæf­is. Ef hann býður ekki borgun eða vill ekki borga „ómaks­fé“ þá fellur sá þáttur við­skipt­anna um sjálft sig. Ef emb­ætt­is­maður „bið­ur“ um ómaks­greiðslu, þá á sá sem er beð­inn ávallt þann kost að til­kynna athæfið til þar til bærra yfir­valda. Reyndar ber honum skylda til þess í sumum til­vikum að minnsta kosti. Með því að þegja og borga „ómaks­greiðsl­una“ er við­kom­andi að sam­þykkja rang­láta máls­með­ferð og ýta undir að mútu­þeg­inn beiti aðra aðila sömu brögð­u­m.  

Sá sem beð­inn er um „ómaks­greiðslu“ stendur frammi fyrir vali. Að greiða og ýta þannig undir óheil­brigða við­skipta­hætti í fram­tíð­inn­i. Kom­ist mút­urnar í hámæli geta við­brögð alþjóða­sam­fé­lags­ins á hinn bóg­inn orðið harka­leg og lang­tímatapið meira en skamm­tíma­á­vinn­ing­ur­inn. Sá sem neitar „ómaks­greiðslu“ kann að baka sér óvin­sældir og fjár­hagstap til skamms tíma. En til lengri tíma hagn­ast bæði hann og allir aðr­ir.  

Höf­undur er pró­fessor í hag­fræði við háskóla Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar