Samherji í gráum skugga

Indriði H. Þorláksson skrifar um málefni Samherja, og sjávarútvegsins.

Auglýsing

Ég get ekki sagt að athafnir Sam­herja hafi komið alveg á óvart. Starfs­um­hverfi útgerða og umgerð fjár­mála­við­skipta hér­lendis er með þeim hætti að ólík­legt hefði verið að eng­inn færi yfir laga­leg og sið­leg mörk í gróða­sókn sinni. Vís­bend­ingar síð­ustu miss­era um við­skipti tengdra félaga vítt um lönd hafa vakið spurn­ingar sem ekki hefur verið svarað fyrr en nú. Þar sem reykur er þar er líka eldur stendur ein­hvern stað­ar. Það sem kom á óvart var hve upp­lýs­ingar Kveiks og Stund­ar­innar eru umfangs­miklar og afhjúp­andi um þá marg­brotnu og skipu­lögðu leyni­starf­semi sem fram fór.

Hvað segir Sam­herj­a­málið okk­ur. At­hyglin hefur eðli­lega beinst að meintum mútum sem, ef sannar reynast, eru refsi­vert laga­brot. En málið afhjúpar margt annað sem ekki má líta fram hjá. Það gefur í fyrsta lagi slá­andi mynd af því arðráni sem við­gengst í þró­un­ar­lönd­un­um. Í öðru lagi sýnir málið brest í við­skiptasið­ferði og opin­berar tvö­falt sið­ferði gagn­vart fátækum þró­un­ar­lönd­um. Í þriðja lagi birt­ist í því aðhald­leysi eft­ir­lits­að­ila. Í fjórða lagi afhjúpar það var­an­ar­leysi gagn­vart pen­inga­þvætti og skattsvikum og síð­ast en ekki síst er það enn eitt dæmi um eitr­aðan kokk­teil valds og við­skipta hér­lendis sem erlend­is. Þess atriði mega ekki gleym­ast í hita leiks­ins.

Auð­lindaarðrán­ið í Namibíu í sam­vinnu íslensks félags og spilltra stjórn­mála­manna þar í landi er dap­ur­legt dæmið um að svona arð­rán dó ekki út með hruni nýlendu­veld­anna, en lifir góðu lífi hjá aðilum sem í krafti auðs og valda hafa tryggt sér aðgang að auð­lindum í eigin löndum eða erlend­is. Flestar nátt­úrauð­lindir þró­un­ar­land­anna, olía, málmar og önnur verð­mæt jarð­efni eru fénýttar af erlendum aðilum án þess að skilja mikið eftir til hags­bóta fyrir fólkið í land­inu aðra en þá sem sitja að völdum og nýta sér þetta til fjár­hags­legs fram­dráttar eða póli­tískrar vald­efl­ing­ar. Þetta vekur óhjá­kvæmi­lega líka athygli á stöð­unni í orku­sölu til stór­iðju hér á landi og það stingur í auga að hér á í hlut fyr­ir­tæki sem að nátengdum aðilum með­töldum hefur ókeypis aðgang að nærri fimmt­ungi fisk­veiði­auð­lind­ar­innar þjóð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Gráir listar og svart­ir. Ísland var sett á gráan lista FATF fyrir skömmu. Féll það í grýttan jar­veg hér á landi og töldu stjórn­völd þá ráð­stöfun ómak­lega. Sam­herj­a­málið sýnir hins vegar að öll skil­yrði til pen­inga­þvættis eru fyrir hendi og vekur þá spurn­ingu hvort FATF hafi ein­fald­lega verið betur upp­lýst um raun­veru­legt ástand í þessum málum en íslensk stjórn­völd. Það er gömul saga og ný að íslensk stjórn­völd hafa ætíð dregið lapp­irnar oft­ast vegna þrýst­ings frá hags­muna­að­il­um” þegar að aðgerðum gegn skattsvikum og pen­inga­þvætti hefur kom­ið.

Því verður ekki á móti mælt með rökum að hér á landi er mikið ógagn­sæi í starf­semi fyr­ir­tækja einkum þeirra sem jafn­fram eru með starf­semi, raun­veru­lega eða til mála­mynda, í erlendri lög­sögu. Skrán­ing erlendra félaga í eigu íslenskra aðila er í mol­um, skrán­ing raun­veru­legra eig­enda og stjórn­enda sömu­leiðis og árs­reikn­ingar eru ófull­komnir og oft óðgengi­legir þótt um sé að ræða stór­fyr­ir­tæki sem sýsla með auð­lindir þjóð­ar­inn­ar.

Í skatta­málum er staðan engu betri. Götótt skatta­lög skapa ótal tæki­færi til að fela hagnað og kom­ast hjá skatt­lagn­ingu hans m.a. með því að flytja hann úr landi. Því til við­bótar er stefna lands­ins í alþjóða­skatta­málum óljós og virkni í sam­stafi á þeim vett­vangi er ekki nægi­lega mikil m.t.t. þess sem er undir í þessum mál­um. Skatt­eft­ir­lit er van­búið til að sinna þeim flóknu málum sem fylgja alþjóð­legum við­skiptum og skatt­und­anskot­um. Staða skatt­rann­sókna er stjórn­sýslu­lega veik og tregða er í rann­sóknum á saka­málum og sak­sókn á grund­velli þeirra.

Milli­verð­lagn­ing og auð­lind­ir. Þar er stað­reynd að mik­ill hluti útflutn­ings þeirrar verð­mæta sem unnin eru úr eða með auð­lindum lands­ins er seldur erlendum aðilum sem eru í eigu eða eigna­tengslum við fram­leið­and­ann. Sama á við fjár­mögnun innan þess­ara félaga­sam­stæða. Mögu­leikar til fjár­mála­legra sýnd­ar­gjörn­inga og falskrar milli­verð­lagn­ingar eru mikl­ir. Íslensk lög­gjöf um milli­verð­lagn­ingu eru óljós og eft­ir­lit með henni erfitt. Skatt­yf­ir­völd eru ekki í stakk búin til að sinna því verk­efni.

Mál Sam­herja hefur svipt hul­unni af starfs­háttum sem ekki eru við­un­andi og allra síst hjá þeim sem fengið hafa leyfi til að nýta sam­eig­in­lega eign þjóð­ar­inn­ar. Það er sprottið upp úr starfs­um­hverfi sem stuðlar að hátt­semi sem þess­ari og mun hún halda áfram sé ekk­ert að gert. Það er ekki nægi­legt að afgreiða þetta mál með skyndi­lausnum, afsögnum ein­stakar máls­að­ila frá störfum eða refs­ingum fyrir ein­stök laga­brot. Við­horfs­breyt­ing og aðgerðir til fram­búðar eru nauð­syn.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar