Samherji í gráum skugga

Indriði H. Þorláksson skrifar um málefni Samherja, og sjávarútvegsins.

Auglýsing

Ég get ekki sagt að athafnir Sam­herja hafi komið alveg á óvart. Starfs­um­hverfi útgerða og umgerð fjár­mála­við­skipta hér­lendis er með þeim hætti að ólík­legt hefði verið að eng­inn færi yfir laga­leg og sið­leg mörk í gróða­sókn sinni. Vís­bend­ingar síð­ustu miss­era um við­skipti tengdra félaga vítt um lönd hafa vakið spurn­ingar sem ekki hefur verið svarað fyrr en nú. Þar sem reykur er þar er líka eldur stendur ein­hvern stað­ar. Það sem kom á óvart var hve upp­lýs­ingar Kveiks og Stund­ar­innar eru umfangs­miklar og afhjúp­andi um þá marg­brotnu og skipu­lögðu leyni­starf­semi sem fram fór.

Hvað segir Sam­herj­a­málið okk­ur. At­hyglin hefur eðli­lega beinst að meintum mútum sem, ef sannar reynast, eru refsi­vert laga­brot. En málið afhjúpar margt annað sem ekki má líta fram hjá. Það gefur í fyrsta lagi slá­andi mynd af því arðráni sem við­gengst í þró­un­ar­lönd­un­um. Í öðru lagi sýnir málið brest í við­skiptasið­ferði og opin­berar tvö­falt sið­ferði gagn­vart fátækum þró­un­ar­lönd­um. Í þriðja lagi birt­ist í því aðhald­leysi eft­ir­lits­að­ila. Í fjórða lagi afhjúpar það var­an­ar­leysi gagn­vart pen­inga­þvætti og skattsvikum og síð­ast en ekki síst er það enn eitt dæmi um eitr­aðan kokk­teil valds og við­skipta hér­lendis sem erlend­is. Þess atriði mega ekki gleym­ast í hita leiks­ins.

Auð­lindaarðrán­ið í Namibíu í sam­vinnu íslensks félags og spilltra stjórn­mála­manna þar í landi er dap­ur­legt dæmið um að svona arð­rán dó ekki út með hruni nýlendu­veld­anna, en lifir góðu lífi hjá aðilum sem í krafti auðs og valda hafa tryggt sér aðgang að auð­lindum í eigin löndum eða erlend­is. Flestar nátt­úrauð­lindir þró­un­ar­land­anna, olía, málmar og önnur verð­mæt jarð­efni eru fénýttar af erlendum aðilum án þess að skilja mikið eftir til hags­bóta fyrir fólkið í land­inu aðra en þá sem sitja að völdum og nýta sér þetta til fjár­hags­legs fram­dráttar eða póli­tískrar vald­efl­ing­ar. Þetta vekur óhjá­kvæmi­lega líka athygli á stöð­unni í orku­sölu til stór­iðju hér á landi og það stingur í auga að hér á í hlut fyr­ir­tæki sem að nátengdum aðilum með­töldum hefur ókeypis aðgang að nærri fimmt­ungi fisk­veiði­auð­lind­ar­innar þjóð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Gráir listar og svart­ir. Ísland var sett á gráan lista FATF fyrir skömmu. Féll það í grýttan jar­veg hér á landi og töldu stjórn­völd þá ráð­stöfun ómak­lega. Sam­herj­a­málið sýnir hins vegar að öll skil­yrði til pen­inga­þvættis eru fyrir hendi og vekur þá spurn­ingu hvort FATF hafi ein­fald­lega verið betur upp­lýst um raun­veru­legt ástand í þessum málum en íslensk stjórn­völd. Það er gömul saga og ný að íslensk stjórn­völd hafa ætíð dregið lapp­irnar oft­ast vegna þrýst­ings frá hags­muna­að­il­um” þegar að aðgerðum gegn skattsvikum og pen­inga­þvætti hefur kom­ið.

Því verður ekki á móti mælt með rökum að hér á landi er mikið ógagn­sæi í starf­semi fyr­ir­tækja einkum þeirra sem jafn­fram eru með starf­semi, raun­veru­lega eða til mála­mynda, í erlendri lög­sögu. Skrán­ing erlendra félaga í eigu íslenskra aðila er í mol­um, skrán­ing raun­veru­legra eig­enda og stjórn­enda sömu­leiðis og árs­reikn­ingar eru ófull­komnir og oft óðgengi­legir þótt um sé að ræða stór­fyr­ir­tæki sem sýsla með auð­lindir þjóð­ar­inn­ar.

Í skatta­málum er staðan engu betri. Götótt skatta­lög skapa ótal tæki­færi til að fela hagnað og kom­ast hjá skatt­lagn­ingu hans m.a. með því að flytja hann úr landi. Því til við­bótar er stefna lands­ins í alþjóða­skatta­málum óljós og virkni í sam­stafi á þeim vett­vangi er ekki nægi­lega mikil m.t.t. þess sem er undir í þessum mál­um. Skatt­eft­ir­lit er van­búið til að sinna þeim flóknu málum sem fylgja alþjóð­legum við­skiptum og skatt­und­anskot­um. Staða skatt­rann­sókna er stjórn­sýslu­lega veik og tregða er í rann­sóknum á saka­málum og sak­sókn á grund­velli þeirra.

Milli­verð­lagn­ing og auð­lind­ir. Þar er stað­reynd að mik­ill hluti útflutn­ings þeirrar verð­mæta sem unnin eru úr eða með auð­lindum lands­ins er seldur erlendum aðilum sem eru í eigu eða eigna­tengslum við fram­leið­and­ann. Sama á við fjár­mögnun innan þess­ara félaga­sam­stæða. Mögu­leikar til fjár­mála­legra sýnd­ar­gjörn­inga og falskrar milli­verð­lagn­ingar eru mikl­ir. Íslensk lög­gjöf um milli­verð­lagn­ingu eru óljós og eft­ir­lit með henni erfitt. Skatt­yf­ir­völd eru ekki í stakk búin til að sinna því verk­efni.

Mál Sam­herja hefur svipt hul­unni af starfs­háttum sem ekki eru við­un­andi og allra síst hjá þeim sem fengið hafa leyfi til að nýta sam­eig­in­lega eign þjóð­ar­inn­ar. Það er sprottið upp úr starfs­um­hverfi sem stuðlar að hátt­semi sem þess­ari og mun hún halda áfram sé ekk­ert að gert. Það er ekki nægi­legt að afgreiða þetta mál með skyndi­lausnum, afsögnum ein­stakar máls­að­ila frá störfum eða refs­ingum fyrir ein­stök laga­brot. Við­horfs­breyt­ing og aðgerðir til fram­búðar eru nauð­syn.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar