Samherji í gráum skugga

Indriði H. Þorláksson skrifar um málefni Samherja, og sjávarútvegsins.

Auglýsing

Ég get ekki sagt að athafnir Sam­herja hafi komið alveg á óvart. Starfs­um­hverfi útgerða og umgerð fjár­mála­við­skipta hér­lendis er með þeim hætti að ólík­legt hefði verið að eng­inn færi yfir laga­leg og sið­leg mörk í gróða­sókn sinni. Vís­bend­ingar síð­ustu miss­era um við­skipti tengdra félaga vítt um lönd hafa vakið spurn­ingar sem ekki hefur verið svarað fyrr en nú. Þar sem reykur er þar er líka eldur stendur ein­hvern stað­ar. Það sem kom á óvart var hve upp­lýs­ingar Kveiks og Stund­ar­innar eru umfangs­miklar og afhjúp­andi um þá marg­brotnu og skipu­lögðu leyni­starf­semi sem fram fór.

Hvað segir Sam­herj­a­málið okk­ur. At­hyglin hefur eðli­lega beinst að meintum mútum sem, ef sannar reynast, eru refsi­vert laga­brot. En málið afhjúpar margt annað sem ekki má líta fram hjá. Það gefur í fyrsta lagi slá­andi mynd af því arðráni sem við­gengst í þró­un­ar­lönd­un­um. Í öðru lagi sýnir málið brest í við­skiptasið­ferði og opin­berar tvö­falt sið­ferði gagn­vart fátækum þró­un­ar­lönd­um. Í þriðja lagi birt­ist í því aðhald­leysi eft­ir­lits­að­ila. Í fjórða lagi afhjúpar það var­an­ar­leysi gagn­vart pen­inga­þvætti og skattsvikum og síð­ast en ekki síst er það enn eitt dæmi um eitr­aðan kokk­teil valds og við­skipta hér­lendis sem erlend­is. Þess atriði mega ekki gleym­ast í hita leiks­ins.

Auð­lindaarðrán­ið í Namibíu í sam­vinnu íslensks félags og spilltra stjórn­mála­manna þar í landi er dap­ur­legt dæmið um að svona arð­rán dó ekki út með hruni nýlendu­veld­anna, en lifir góðu lífi hjá aðilum sem í krafti auðs og valda hafa tryggt sér aðgang að auð­lindum í eigin löndum eða erlend­is. Flestar nátt­úrauð­lindir þró­un­ar­land­anna, olía, málmar og önnur verð­mæt jarð­efni eru fénýttar af erlendum aðilum án þess að skilja mikið eftir til hags­bóta fyrir fólkið í land­inu aðra en þá sem sitja að völdum og nýta sér þetta til fjár­hags­legs fram­dráttar eða póli­tískrar vald­efl­ing­ar. Þetta vekur óhjá­kvæmi­lega líka athygli á stöð­unni í orku­sölu til stór­iðju hér á landi og það stingur í auga að hér á í hlut fyr­ir­tæki sem að nátengdum aðilum með­töldum hefur ókeypis aðgang að nærri fimmt­ungi fisk­veiði­auð­lind­ar­innar þjóð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Gráir listar og svart­ir. Ísland var sett á gráan lista FATF fyrir skömmu. Féll það í grýttan jar­veg hér á landi og töldu stjórn­völd þá ráð­stöfun ómak­lega. Sam­herj­a­málið sýnir hins vegar að öll skil­yrði til pen­inga­þvættis eru fyrir hendi og vekur þá spurn­ingu hvort FATF hafi ein­fald­lega verið betur upp­lýst um raun­veru­legt ástand í þessum málum en íslensk stjórn­völd. Það er gömul saga og ný að íslensk stjórn­völd hafa ætíð dregið lapp­irnar oft­ast vegna þrýst­ings frá hags­muna­að­il­um” þegar að aðgerðum gegn skattsvikum og pen­inga­þvætti hefur kom­ið.

Því verður ekki á móti mælt með rökum að hér á landi er mikið ógagn­sæi í starf­semi fyr­ir­tækja einkum þeirra sem jafn­fram eru með starf­semi, raun­veru­lega eða til mála­mynda, í erlendri lög­sögu. Skrán­ing erlendra félaga í eigu íslenskra aðila er í mol­um, skrán­ing raun­veru­legra eig­enda og stjórn­enda sömu­leiðis og árs­reikn­ingar eru ófull­komnir og oft óðgengi­legir þótt um sé að ræða stór­fyr­ir­tæki sem sýsla með auð­lindir þjóð­ar­inn­ar.

Í skatta­málum er staðan engu betri. Götótt skatta­lög skapa ótal tæki­færi til að fela hagnað og kom­ast hjá skatt­lagn­ingu hans m.a. með því að flytja hann úr landi. Því til við­bótar er stefna lands­ins í alþjóða­skatta­málum óljós og virkni í sam­stafi á þeim vett­vangi er ekki nægi­lega mikil m.t.t. þess sem er undir í þessum mál­um. Skatt­eft­ir­lit er van­búið til að sinna þeim flóknu málum sem fylgja alþjóð­legum við­skiptum og skatt­und­anskot­um. Staða skatt­rann­sókna er stjórn­sýslu­lega veik og tregða er í rann­sóknum á saka­málum og sak­sókn á grund­velli þeirra.

Milli­verð­lagn­ing og auð­lind­ir. Þar er stað­reynd að mik­ill hluti útflutn­ings þeirrar verð­mæta sem unnin eru úr eða með auð­lindum lands­ins er seldur erlendum aðilum sem eru í eigu eða eigna­tengslum við fram­leið­and­ann. Sama á við fjár­mögnun innan þess­ara félaga­sam­stæða. Mögu­leikar til fjár­mála­legra sýnd­ar­gjörn­inga og falskrar milli­verð­lagn­ingar eru mikl­ir. Íslensk lög­gjöf um milli­verð­lagn­ingu eru óljós og eft­ir­lit með henni erfitt. Skatt­yf­ir­völd eru ekki í stakk búin til að sinna því verk­efni.

Mál Sam­herja hefur svipt hul­unni af starfs­háttum sem ekki eru við­un­andi og allra síst hjá þeim sem fengið hafa leyfi til að nýta sam­eig­in­lega eign þjóð­ar­inn­ar. Það er sprottið upp úr starfs­um­hverfi sem stuðlar að hátt­semi sem þess­ari og mun hún halda áfram sé ekk­ert að gert. Það er ekki nægi­legt að afgreiða þetta mál með skyndi­lausnum, afsögnum ein­stakar máls­að­ila frá störfum eða refs­ingum fyrir ein­stök laga­brot. Við­horfs­breyt­ing og aðgerðir til fram­búðar eru nauð­syn.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar