Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni

Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.

Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Auglýsing

Sajid Javid, sem tók nýlega við sem heil­brigð­is­ráð­herra í Bret­landi, baðst í dag afsök­unar á því að hafa sagt að kom­inn væri tími til þess að læra að lifa með veirunni, í stað þess að fólk „hnipraði sig sam­an“ gagn­vart henni.

Ýmsir tóku ummælin óstinnt upp og var heil­brigð­is­ráð­herr­ann sagður ófær um að átta sig á áhyggjum þeirra sem eru með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og sér­stak­lega við­kvæmir gagn­vart veirusmiti. Sömu­leiðis þótti aðstand­endum þeirra sem hafa lát­ist vegna veirunnar ráð­herr­ann ekki hafa valið góð orð.

Ráð­herr­ann setti ummæli sín fram á Twitter í gær, en hefur í dag beðist afsök­unar sem áður segir og eytt fyrri færslu sinni.

„Ég var að lýsa yfir þakk­læti fyrir það að bólu­efnin eru að hjálpa okkur að ná við­spyrnu sem sam­fé­lag, en þetta var lélegt orða­val og ég biðst ein­læg­lega afsök­un­ar,“ ­skrifar Javid á Twitter í dag.

Auglýsing

Hann seg­ist jafn­framt, eins og margir aðrir Bret­ar, hafa misst nákomna vegna veirunnar og myndi aldrei gera lítið úr áhrifum henn­ar.

Sjálfur greind­ist heil­brigð­is­ráð­herr­ann með COVID-19 um miðjan mán­uð­inn og þurftu bæði Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra og Rishi Sunak fjár­mála­ráð­herra að fara í sótt­kví eftir að hafa fundað með honum skömmu áður en smitið kom í ljós.

Öllum tak­mörk­unum vegna veirunnar á borð við fjölda­tak­mark­an­ir, hömlum á opn­un­ar­tíma skemmti­staða og grímu­skyldu var aflétt í Bret­landi þann 19. júlí.

Þá voru um 50 þús­und smit að grein­ast á hverjum degi, en síðan þá hefur fjöldi dag­legra smita farið undir 30 þús­und. Sér­fræð­ingar hafa þó áhyggjur af því að smit­kúr­van kunni að taka aðra sveiflu upp á næstu dög­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 47. þáttur: Síðasta Heian-skáldið
Kjarninn 20. janúar 2022
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent