Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni

Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.

Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Auglýsing

Sajid Javid, sem tók nýlega við sem heilbrigðisráðherra í Bretlandi, baðst í dag afsökunar á því að hafa sagt að kominn væri tími til þess að læra að lifa með veirunni, í stað þess að fólk „hnipraði sig saman“ gagnvart henni.

Ýmsir tóku ummælin óstinnt upp og var heilbrigðisráðherrann sagður ófær um að átta sig á áhyggjum þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og sérstaklega viðkvæmir gagnvart veirusmiti. Sömuleiðis þótti aðstandendum þeirra sem hafa látist vegna veirunnar ráðherrann ekki hafa valið góð orð.

Ráðherrann setti ummæli sín fram á Twitter í gær, en hefur í dag beðist afsökunar sem áður segir og eytt fyrri færslu sinni.

„Ég var að lýsa yfir þakklæti fyrir það að bóluefnin eru að hjálpa okkur að ná viðspyrnu sem samfélag, en þetta var lélegt orðaval og ég biðst einlæglega afsökunar,“ skrifar Javid á Twitter í dag.

Auglýsing

Hann segist jafnframt, eins og margir aðrir Bretar, hafa misst nákomna vegna veirunnar og myndi aldrei gera lítið úr áhrifum hennar.

Sjálfur greindist heilbrigðisráðherrann með COVID-19 um miðjan mánuðinn og þurftu bæði Boris Johnson forsætisráðherra og Rishi Sunak fjármálaráðherra að fara í sóttkví eftir að hafa fundað með honum skömmu áður en smitið kom í ljós.

Öllum takmörkunum vegna veirunnar á borð við fjöldatakmarkanir, hömlum á opnunartíma skemmtistaða og grímuskyldu var aflétt í Bretlandi þann 19. júlí.

Þá voru um 50 þúsund smit að greinast á hverjum degi, en síðan þá hefur fjöldi daglegra smita farið undir 30 þúsund. Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að smitkúrvan kunni að taka aðra sveiflu upp á næstu dögum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent