Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni

Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.

Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Auglýsing

Sajid Javid, sem tók nýlega við sem heil­brigð­is­ráð­herra í Bret­landi, baðst í dag afsök­unar á því að hafa sagt að kom­inn væri tími til þess að læra að lifa með veirunni, í stað þess að fólk „hnipraði sig sam­an“ gagn­vart henni.

Ýmsir tóku ummælin óstinnt upp og var heil­brigð­is­ráð­herr­ann sagður ófær um að átta sig á áhyggjum þeirra sem eru með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og sér­stak­lega við­kvæmir gagn­vart veirusmiti. Sömu­leiðis þótti aðstand­endum þeirra sem hafa lát­ist vegna veirunnar ráð­herr­ann ekki hafa valið góð orð.

Ráð­herr­ann setti ummæli sín fram á Twitter í gær, en hefur í dag beðist afsök­unar sem áður segir og eytt fyrri færslu sinni.

„Ég var að lýsa yfir þakk­læti fyrir það að bólu­efnin eru að hjálpa okkur að ná við­spyrnu sem sam­fé­lag, en þetta var lélegt orða­val og ég biðst ein­læg­lega afsök­un­ar,“ ­skrifar Javid á Twitter í dag.

Auglýsing

Hann seg­ist jafn­framt, eins og margir aðrir Bret­ar, hafa misst nákomna vegna veirunnar og myndi aldrei gera lítið úr áhrifum henn­ar.

Sjálfur greind­ist heil­brigð­is­ráð­herr­ann með COVID-19 um miðjan mán­uð­inn og þurftu bæði Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra og Rishi Sunak fjár­mála­ráð­herra að fara í sótt­kví eftir að hafa fundað með honum skömmu áður en smitið kom í ljós.

Öllum tak­mörk­unum vegna veirunnar á borð við fjölda­tak­mark­an­ir, hömlum á opn­un­ar­tíma skemmti­staða og grímu­skyldu var aflétt í Bret­landi þann 19. júlí.

Þá voru um 50 þús­und smit að grein­ast á hverjum degi, en síðan þá hefur fjöldi dag­legra smita farið undir 30 þús­und. Sér­fræð­ingar hafa þó áhyggjur af því að smit­kúr­van kunni að taka aðra sveiflu upp á næstu dög­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent