Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Auglýsing

Á fundi sínum á Egils­stöðum á föstu­dag velti rík­is­stjórnin því fyrir sér hvað það þýði fyrir Ísland að vera búið að bólu­setja hátt hlut­fall þjóð­ar­innar en samt sem áður vera að eiga við COVID-19, sagði Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra í við­tali við Krist­ján Krist­jáns­son stjórn­anda þjóð­mála­þátt­ar­ins Sprengisands á Bylgj­unni í morg­un.

Ráð­herra sagð­ist telja að öll þau sem sátu við rík­is­stjórn­ar­borðið í Hótel Vala­skjálf fyrir helgi hefðu verið með­vituð um að verið væri að stíga inn í nýjan kafla. Hún sagði að sam­staða hefði verið í stjórn­inni þegar stigið hefði verið út af fundi um þær aðgerðir sem ákveðið var að grípa til og hún sem heil­brigð­is­ráð­herra ber stjórn­skipu­lega ábyrgð á.

Svan­dís sagði að í gegnum far­ald­ur­inn hefði rík­is­stjórnin ávallt haft þann hátt­inn á að hún hefði rætt nið­ur­stöð­una við rík­is­stjórn­ina, því þrátt fyrir að hin stjórn­skipu­lega staða sé skýr „þurfum við líka að hafa póli­tískt skýra stöð­u“. Hún sagði þó í við­tal­inu ljóst að far­ald­ur­inn og við­brögð við honum yrðu til umræðu fyrir alþing­is­kosn­ing­ar, sem fara fram eftir tvo mán­uði.

„Um þetta verður rætt og þetta er eitt af því sem verður á dag­skrá,“ ­sagði Svan­dís og ját­aði því að „spurn­ingar og efa­semd­ir“ hefðu verið settar fram í hverju skrefi í umræðum innan rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem hefði þó „í meg­in­at­rið­um“ verið sam­stíga um þær aðgerðir sem gripið hefur verið til.

Hún sagði að hver stjórn­mála­maður þyrfti að svara fyrir sig þegar nær dragi kosn­ing­um, þótt á henni væri að heyra að hún vildi forð­ast það að sótt­varna­ráð­staf­anir yrðu „póli­tískt bit­bein“ fyrir kosn­ing­ar.

Svan­dís sagði að í löndum þar sem sjón­ar­mið um við­brögð við veirunni hefðu mót­ast fyrst og fremst af póli­tískri afstöðu um hvað ætti að gera hefði það smit­ast út í sam­fé­lagið og haft áhrif á það hvernig fólk tæki þátt í sótt­varna­ráð­stöf­un­um. Hér á landi myndi reyna á stjórn­málin á næstu vik­um, um að falla ekki í þá freistni að gera sótt­varnir að póli­tísku bit­beini.

Staðan skýrist á næstu tveimur vikum

Í gær greindust 88 smit inn­an­lands og hlut­fall smit­aðra af þeim sem mættu í ein­kenna­sýna­töku var hærra en und­an­farna daga, eða 4,58 pró­sent. Svan­dís sagði að á meðan að óvissa væri um hvernig þeim smitum sem þegar hafa greinst und­an­farna daga í upp­hafi þess­arar nýju bylgju vindur fram væri óásætt­an­legt að grípa ekki í taumana með hertum aðgerð­um.

Auglýsing

„Við höfum alltaf talað um þetta tvennt, að verja kerfið okkar og verja við­kvæma hópa. Og þá seg­ir, okkar besta fólk, bíddu nú við, við þurfum að sjá hvernig þessum smitum vindur fram. Hvað þýða þessi 70-80-90 smit á dag, hvert munu þau leiða?“ spurði Svan­dís og svar­aði því síðan sjálf að svarið við því myndi fást á næstu 10-14 dög­um, er í ljós kæmi hversu margir af þeim sem smit­ast hafa veik­ist alvar­lega.

Hún nefndi nokkrum sinnum það sem fram hefur komið í máli Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­lækn­is, að verið sé að vinna í raun­tíma og upp­lýs­inga sé verið að afla jafn­harð­an, nú þegar hið svo­kall­aða delta-af­brigði veirunnar er komið til sög­unnar og orðið ráð­andi í útbreiðslu COVID-19.

Bólu­setn­ingar hluti af fram­tíð­inni?

Rúm 85 pró­sent lands­manna yfir 16 ára aldri eru nú full­bólu­sett og um 5 pró­sent til við­bótar á þeim aldri hafa fengið eina sprautu. Svan­dís sagði ljóst að bólu­setn­ingar væru „í grunn­inn að verja okkur mjög vel fyrir alvar­legum veik­ind­um“ en að til fram­tíðar litið væri staðan sú að ef kór­ónu­veiran yrði hluti af lífi okkar yrðu reglu­legar bólu­setn­ingar það mögu­lega líka. Þá þyrfti einnig að velta fyrir sér hvaða ráð­staf­anir þyrfti að hafa uppi, á landa­mærum og inn­an­lands og hversu var­an­legar þær þurfi að vera.

Viðr­aði stofnun sótt­varna­stofn­unar

Svan­dís sagði einnig í við­tal­inu að það væri spurn­ing hvort mögu­lega þyrfti að styrkja heil­brigð­is­kerfið til fram­tíð­ar. Veiru­far­ald­ur­inn hefði verið unn­inn eins og „átaks­verk­efni“ sem nú hefur staðið yfir í bráðum eitt og hálft ár. Hún sagði að þrátt fyrir að íslenska kerfið væri sterkt á alþjóða­vísu og starfs­fólk vel menntað væri „mjög þunnt smurt“.

Hún sagði að við þyrftum að segja við okkur sjálf, „þurfum við ekki var­an­lega styrk­ingu fyrir heil­brigð­is­kerfið okk­ar“ og viðr­aði því næst að mögu­lega þyrfti að setja upp ein­hverja sótt­varna­stofnun inn­an­lands.

Heilbrigðisráðherra segir álag á sóttvarnalækni hafa verið langt umfram það sem eðlilegt sé og viðrar stofnun sóttvarnastofnunar. Mynd: Almannavarnir

Svan­dís sagði að við­brögðin við far­aldr­inum hefðu upp­haf­lega átt að verða auka­verk­efni fyrir sótt­varna­lækni en hefði síðan orðið að álagi sem væri langt umfram það sem eðli­legt væri að leggja á einn mann og hans nán­asta sam­starfs­fólk í eitt og hálft ár.

Heil­brigð­is­ráð­herra mærði Þórólf Guðna­son sótt­varna­lækni og sagði að við hefðum verið „með ólík­indum heppin með sótt­varna­lækni, ekki bara vegna þess hve hann er öfl­ugur vís­inda­maður heldur hversu gott lag hann hefur á að miðla upp­lýs­ingum og ræða við almenn­ing.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent