Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Auglýsing

Á fundi sínum á Egils­stöðum á föstu­dag velti rík­is­stjórnin því fyrir sér hvað það þýði fyrir Ísland að vera búið að bólu­setja hátt hlut­fall þjóð­ar­innar en samt sem áður vera að eiga við COVID-19, sagði Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra í við­tali við Krist­ján Krist­jáns­son stjórn­anda þjóð­mála­þátt­ar­ins Sprengisands á Bylgj­unni í morg­un.

Ráð­herra sagð­ist telja að öll þau sem sátu við rík­is­stjórn­ar­borðið í Hótel Vala­skjálf fyrir helgi hefðu verið með­vituð um að verið væri að stíga inn í nýjan kafla. Hún sagði að sam­staða hefði verið í stjórn­inni þegar stigið hefði verið út af fundi um þær aðgerðir sem ákveðið var að grípa til og hún sem heil­brigð­is­ráð­herra ber stjórn­skipu­lega ábyrgð á.

Svan­dís sagði að í gegnum far­ald­ur­inn hefði rík­is­stjórnin ávallt haft þann hátt­inn á að hún hefði rætt nið­ur­stöð­una við rík­is­stjórn­ina, því þrátt fyrir að hin stjórn­skipu­lega staða sé skýr „þurfum við líka að hafa póli­tískt skýra stöð­u“. Hún sagði þó í við­tal­inu ljóst að far­ald­ur­inn og við­brögð við honum yrðu til umræðu fyrir alþing­is­kosn­ing­ar, sem fara fram eftir tvo mán­uði.

„Um þetta verður rætt og þetta er eitt af því sem verður á dag­skrá,“ ­sagði Svan­dís og ját­aði því að „spurn­ingar og efa­semd­ir“ hefðu verið settar fram í hverju skrefi í umræðum innan rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem hefði þó „í meg­in­at­rið­um“ verið sam­stíga um þær aðgerðir sem gripið hefur verið til.

Hún sagði að hver stjórn­mála­maður þyrfti að svara fyrir sig þegar nær dragi kosn­ing­um, þótt á henni væri að heyra að hún vildi forð­ast það að sótt­varna­ráð­staf­anir yrðu „póli­tískt bit­bein“ fyrir kosn­ing­ar.

Svan­dís sagði að í löndum þar sem sjón­ar­mið um við­brögð við veirunni hefðu mót­ast fyrst og fremst af póli­tískri afstöðu um hvað ætti að gera hefði það smit­ast út í sam­fé­lagið og haft áhrif á það hvernig fólk tæki þátt í sótt­varna­ráð­stöf­un­um. Hér á landi myndi reyna á stjórn­málin á næstu vik­um, um að falla ekki í þá freistni að gera sótt­varnir að póli­tísku bit­beini.

Staðan skýrist á næstu tveimur vikum

Í gær greindust 88 smit inn­an­lands og hlut­fall smit­aðra af þeim sem mættu í ein­kenna­sýna­töku var hærra en und­an­farna daga, eða 4,58 pró­sent. Svan­dís sagði að á meðan að óvissa væri um hvernig þeim smitum sem þegar hafa greinst und­an­farna daga í upp­hafi þess­arar nýju bylgju vindur fram væri óásætt­an­legt að grípa ekki í taumana með hertum aðgerð­um.

Auglýsing

„Við höfum alltaf talað um þetta tvennt, að verja kerfið okkar og verja við­kvæma hópa. Og þá seg­ir, okkar besta fólk, bíddu nú við, við þurfum að sjá hvernig þessum smitum vindur fram. Hvað þýða þessi 70-80-90 smit á dag, hvert munu þau leiða?“ spurði Svan­dís og svar­aði því síðan sjálf að svarið við því myndi fást á næstu 10-14 dög­um, er í ljós kæmi hversu margir af þeim sem smit­ast hafa veik­ist alvar­lega.

Hún nefndi nokkrum sinnum það sem fram hefur komið í máli Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­lækn­is, að verið sé að vinna í raun­tíma og upp­lýs­inga sé verið að afla jafn­harð­an, nú þegar hið svo­kall­aða delta-af­brigði veirunnar er komið til sög­unnar og orðið ráð­andi í útbreiðslu COVID-19.

Bólu­setn­ingar hluti af fram­tíð­inni?

Rúm 85 pró­sent lands­manna yfir 16 ára aldri eru nú full­bólu­sett og um 5 pró­sent til við­bótar á þeim aldri hafa fengið eina sprautu. Svan­dís sagði ljóst að bólu­setn­ingar væru „í grunn­inn að verja okkur mjög vel fyrir alvar­legum veik­ind­um“ en að til fram­tíðar litið væri staðan sú að ef kór­ónu­veiran yrði hluti af lífi okkar yrðu reglu­legar bólu­setn­ingar það mögu­lega líka. Þá þyrfti einnig að velta fyrir sér hvaða ráð­staf­anir þyrfti að hafa uppi, á landa­mærum og inn­an­lands og hversu var­an­legar þær þurfi að vera.

Viðr­aði stofnun sótt­varna­stofn­unar

Svan­dís sagði einnig í við­tal­inu að það væri spurn­ing hvort mögu­lega þyrfti að styrkja heil­brigð­is­kerfið til fram­tíð­ar. Veiru­far­ald­ur­inn hefði verið unn­inn eins og „átaks­verk­efni“ sem nú hefur staðið yfir í bráðum eitt og hálft ár. Hún sagði að þrátt fyrir að íslenska kerfið væri sterkt á alþjóða­vísu og starfs­fólk vel menntað væri „mjög þunnt smurt“.

Hún sagði að við þyrftum að segja við okkur sjálf, „þurfum við ekki var­an­lega styrk­ingu fyrir heil­brigð­is­kerfið okk­ar“ og viðr­aði því næst að mögu­lega þyrfti að setja upp ein­hverja sótt­varna­stofnun inn­an­lands.

Heilbrigðisráðherra segir álag á sóttvarnalækni hafa verið langt umfram það sem eðlilegt sé og viðrar stofnun sóttvarnastofnunar. Mynd: Almannavarnir

Svan­dís sagði að við­brögðin við far­aldr­inum hefðu upp­haf­lega átt að verða auka­verk­efni fyrir sótt­varna­lækni en hefði síðan orðið að álagi sem væri langt umfram það sem eðli­legt væri að leggja á einn mann og hans nán­asta sam­starfs­fólk í eitt og hálft ár.

Heil­brigð­is­ráð­herra mærði Þórólf Guðna­son sótt­varna­lækni og sagði að við hefðum verið „með ólík­indum heppin með sótt­varna­lækni, ekki bara vegna þess hve hann er öfl­ugur vís­inda­maður heldur hversu gott lag hann hefur á að miðla upp­lýs­ingum og ræða við almenn­ing.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent