Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael

Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.

Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Auglýsing

Fjöldi sjúk­linga sem eru alvar­lega veikir af COVID-19 hefur ekki verið meiri í Ísr­ael í þrjá mán­uði. Í tölum frá heil­brigð­is­ráðu­neyti lands­ins, sem voru gefnar út í morgun og dag­blaðið Haar­etz greinir frá, segir að 97 sjúk­lingar séu með alvar­leg ein­kenni og hefur þeim fjölgað um 30 pró­sent á einni viku. Ástand 22 er sagt tví­sýnt og sautján eru í önd­un­ar­vél á gjör­gæslu. Ekki hefur enn komið fram hvort og þá hversu margir þeirra sem liggja á sjúkra­húsi eru bólu­sett­ir.

Auglýsing

Í gær greindust 966 ný smit í Ísr­ael en á sama degi fyrir viku voru til­fellin 430. Sharon Alroy-Preis, lýð­heilsu­sér­fræð­ingur heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins, sagði í við­tali í morgun að umfangs­miklar bólu­setn­ingar í land­inu drægju aug­ljós­lega úr alvar­legum veik­indum en þeim færi þó fjölg­andi. „Fjöldi alvar­legra veikra sjúk­linga mun halda áfram að aukast ef við grípum ekki til aðgerða til að draga úr fjölgun smita,“ sagði hún í við­tal­inu. Ísra­elar eru að hennar sögn á allt öðrum stað í far­aldr­inum en þeir voru í fyrstu bylgju hans í mars á síð­asta ári vegna bólu­efn­anna.

Nack­man Ash, sem fer fyrir aðgerðateymi í tengslum við veiru­far­ald­ur­inn, sagði í morgun að þrátt fyrir að bólu­setn­ingin kæmi í veg fyrir gríð­ar­lega fjölgun alvar­legra til­fella sam­hliða fjölgun smita þá væri sá fjöldi engu að síður umtals­verð­ur. Í dag væru um 100 manns alvar­lega veikir af því „erum við byrjuð að hafa áhyggj­ur“.

Nú eru 11.390 eru með virkt smit í Ísr­ael og alvar­lega veikir því innan við 1 pró­sent þeirra.

Um níu millj­ónir manna búa í Ísr­a­el. Kann­anir sýna að um ein milljón vill ekki láta bólu­setja sig. For­sæt­is­ráð­herra lands­ins sagði í sjón­varps­ávarpi fyrir helgi að þennan hóp þyrfti að sann­færa um gildi bólu­setn­ing­ar­innar nú þegar „delta-far­ald­ur­inn“ tröll­ríður öllu.

Þegar hefur verið ákveðið að grípa til hertra aðgerða í Ísr­ael sem m.a. fel­ast í því að óbólu­settir þurfa að fram­vísa nei­kvæðu PCR-­prófi á ýmsum sam­komu­stöðum þar sem yfir 100 manns koma saman inn­an­dyra. Hinir óbólu­settu þurfa sjálfir að greiða fyrir próf­ið. Þá verður grímu­skylda á ákveðnum stöðum einnig tekin upp að nýju.

Um 60 pró­sent ísra­elsku þjóð­ar­innar eru full­bólu­sett. Bólu­setn­ingar barna niður í allt að 12 ára eru hafn­ar.

Ísr­ael samdi við lyfj­aris­ann Pfizer í byrjun árs um að sam­hliða almennri og hraðri bólu­setn­ingu yrðu gerðar rann­sóknir á virkni efn­is­ins. Sú nýjasta bendir til að vörnin gegn smiti og mildum ein­kennum af delta-af­brigð­inu er mikið minni en gegn öðrum, eða rétt um 40 pró­sent. Sama rann­sókn bendir einnig til að vörn gegn alvar­legum veik­indum sé milli 80-90 pró­sent.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent