„Delta-faraldurinn“ kallar á hertar aðgerðir í Ísrael

Forsætisráðherra Ísraels útilokar ekki að útgöngubann verði sett á að nýju ef milljón landa hans láti ekki bólusetja sig. Grímuskylda innandyra verður tekin upp enda bendir ný rannsókn til að bóluefni Pfizer veiti um 40 prósent vörn gegn sýkingu.

Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels.
Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels.
Auglýsing

„Heimsbyggðin er nú í auga stormsins sem delta-afbrigðið hefur valdið,“ sagði Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels, í sjónvarpsávarpi í gær þar sem hann hamraði á því margsinnis að fólk ætti að láta bólusetja sig. Ein milljón Ísraela sem boðaðir hafa verið í bólusetningu, hafa ekki enn þegið hana.

Bennett fór í ávarpinu yfir hversu miklu meira smitandi delta-afbrigðið væri í samanburði við önnur og sagði veirumagn þeirra sem af því smitast geta verið þúsundfalt á við það sem áður þekktist. Því væru varnir ísraelskra stjórnvalda í „delta-faraldrinum“ eins og hann kallaði hann, nú framsettar í þremur lögum. Í fyrsta lagi bólusetningu og allir eldri en tólf ára eru hvattir til að láta bólusetja sig. Þeir sem neiti eru að sögn forsætisráðherrans að stefna sinni heilsu og annarra í mikla hættu. Hann varaði við því að til útgöngubanns gæti komið á ný ef fram haldi sem horfi í þróun faraldursins. Útgöngubann í fyrri bylgjum varði í samtals 200 daga. Um níu milljónir manna búa í Ísrael.

Fólk verður ekki skyldað í bólusetningu en hins vegar verður frá 8. ágúst tekið fyrir aðgang þeirra að margvíslegri dægradvöl svo sem kvikmyndahúsum, bænahúsum og íþróttaleikvöngum eða hvar þar sem yfir 100 manns eða fleiri geta komið saman, hvort sem er innandyra eða utan. Til að komast inn á slíkar samkomur verða óbólusettir að framvísa neikvæðu COVID-prófi og prófið verður á þeirra eigin kostnað, ekki skattgreiðenda.

Auglýsing

Í öðru lagi snúa varnirnar að eldra fólki sem er hvatt til að hitta aðeins barnabörnin utandyra á næstunni og þá með grímu fyrir vitum. „Við viljum hafa landið okkar opið og öruggt,“ sagði hann.

Þriðja lag varnanna er grímuskylda sem verður aftur leidd í lög innandyra. Minnti Bennett á að rannsóknir sýndu að grímur dragi gríðarlega úr smithættu, um allt að 98 prósent.

„Látið bólusetja ykkur,“ sagði hann og endurtók þessa brýningu: „Látið bólusetja ykkur“. Vísindin sýndu að bóluefnin væru að virka, vel á yngra fólk en ekki eins vel á það eldra.

Enn góð vörn gegn alvarlegum einkennum

Heilbrigðisráðuneyti Ísraels greindi frá því í gær að bóluefni Pfizer-BioNTech veitti, samkvæmt nýrri rannsókn, um 40 prósent vörn gegn sýkingu og mildum einkennum COVID-19. Niðurstaðan er unnin út frá gögnum sem safnað hefur verið síðastliðinn mánuð eða frá því delta-afbrigðið hóf að dreifast í landinu.

Sýnatökurnar sem rannsóknin byggir á gefa þó ekki rétta mynd af virkni bóluefnisins almennt því þær voru flestar gerðar í tengslum við hópsýkingar og meðal eldra fólks. Aðeins lítill hluti gagnanna eru úr skimunum meðal yngra og bólusetts fólks. Sérfræðingar telja því ekki hægt að draga almennar ályktanir út frá niðurstöðunum. Samkvæmt sömu gögnum er vörn bóluefna gegn alvarlegum einkennum og sjúkrahúsinnlögnum en mikil eða á bilinu 88-91 prósent.

Tæplega 10 þúsund manns eru með COVID-19 í Ísrael og hefur fjöldi tilfella að undanförnu verið um og yfir 900 dag hvern.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent