„Delta-faraldurinn“ kallar á hertar aðgerðir í Ísrael

Forsætisráðherra Ísraels útilokar ekki að útgöngubann verði sett á að nýju ef milljón landa hans láti ekki bólusetja sig. Grímuskylda innandyra verður tekin upp enda bendir ný rannsókn til að bóluefni Pfizer veiti um 40 prósent vörn gegn sýkingu.

Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels.
Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels.
Auglýsing

„Heims­byggðin er nú í auga storms­ins sem delta-af­brigðið hefur vald­ið,“ sagði Naftali Benn­ett, for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els, í sjón­varps­ávarpi í gær þar sem hann hamr­aði á því marg­sinnis að fólk ætti að láta bólu­setja sig. Ein milljón Ísra­ela sem boð­aðir hafa verið í bólu­setn­ingu, hafa ekki enn þegið hana.

Benn­ett fór í ávarp­inu yfir hversu miklu meira smit­andi delta-af­brigðið væri í sam­an­burði við önnur og sagði veiru­magn þeirra sem af því smit­ast geta verið þús­und­falt á við það sem áður þekkt­ist. Því væru varnir ísra­el­skra stjórn­valda í „delta-far­aldr­in­um“ eins og hann kall­aði hann, nú fram­settar í þremur lög­um. Í fyrsta lagi bólu­setn­ingu og allir eldri en tólf ára eru hvattir til að láta bólu­setja sig. Þeir sem neiti eru að sögn for­sæt­is­ráð­herr­ans að stefna sinni heilsu og ann­arra í mikla hættu. Hann var­aði við því að til útgöngu­banns gæti komið á ný ef fram haldi sem horfi í þróun far­ald­urs­ins. Útgöngu­bann í fyrri bylgjum varði í sam­tals 200 daga. Um níu millj­ónir manna búa í Ísr­a­el.

Fólk verður ekki skyldað í bólu­setn­ingu en hins vegar verður frá 8. ágúst tekið fyrir aðgang þeirra að marg­vís­legri dægradvöl svo sem kvik­mynda­hús­um, bæna­húsum og íþrótta­leik­vöngum eða hvar þar sem yfir 100 manns eða fleiri geta komið sam­an, hvort sem er inn­an­dyra eða utan. Til að kom­ast inn á slíkar sam­komur verða óbólu­settir að fram­vísa nei­kvæðu COVID-­prófi og prófið verður á þeirra eigin kostn­að, ekki skatt­greið­enda.

Auglýsing

Í öðru lagi snúa varn­irnar að eldra fólki sem er hvatt til að hitta aðeins barna­börnin utandyra á næst­unni og þá með grímu fyrir vit­um. „Við viljum hafa landið okkar opið og örugg­t,“ sagði hann.

Þriðja lag varn­anna er grímu­skylda sem verður aftur leidd í lög inn­an­dyra. Minnti Benn­ett á að rann­sóknir sýndu að grímur dragi gríð­ar­lega úr smit­hættu, um allt að 98 pró­sent.

„Látið bólu­setja ykk­ur,“ sagði hann og end­ur­tók þessa brýn­ingu: „Látið bólu­setja ykk­ur“. Vís­indin sýndu að bólu­efnin væru að virka, vel á yngra fólk en ekki eins vel á það eldra.

Enn góð vörn gegn alvar­legum ein­kennum

Heil­brigð­is­ráðu­neyti Ísra­els greindi frá því í gær að bólu­efni Pfiz­er-BioNTech veitti, sam­kvæmt nýrri rann­sókn, um 40 pró­sent vörn gegn sýk­ingu og mildum ein­kennum COVID-19. Nið­ur­staðan er unnin út frá gögnum sem safnað hefur verið síð­ast­lið­inn mánuð eða frá því delta-af­brigðið hóf að dreifast í land­inu.

Sýna­tök­urnar sem rann­sóknin byggir á gefa þó ekki rétta mynd af virkni bólu­efn­is­ins almennt því þær voru flestar gerðar í tengslum við hóp­sýk­ingar og meðal eldra fólks. Aðeins lít­ill hluti gagn­anna eru úr skimunum meðal yngra og bólu­setts fólks. Sér­fræð­ingar telja því ekki hægt að draga almennar álykt­anir út frá nið­ur­stöð­un­um. Sam­kvæmt sömu gögnum er vörn bólu­efna gegn alvar­legum ein­kennum og sjúkra­húsinn­lögnum en mikil eða á bil­inu 88-91 pró­sent.

Tæp­lega 10 þús­und manns eru með COVID-19 í Ísr­ael og hefur fjöldi til­fella að und­an­förnu verið um og yfir 900 dag hvern.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent