Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda

Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.

Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Auglýsing

Kópavogsbær segist ætla að taka ábendingar frá íbúum varðandi fjallahjólabraut við Austurkór til athugunar og upplýsa um framgang málsins eins fljótt og auðið er. Eins og Kjarninn sagði frá í vikunni fékk bærinn fjölda athugasemda frá íbúum eftir að vakin var athygli á fjallahjólabrautinni á Facebook-síðu bæjarins.

Það virtist samdóma mat flestra sem þar lögðu orð í belg að fjallahjólabrautin væri ekki tilkomumikil og að í hana vantaði allar mishæðir og annað sem nota má til þess að láta reyna á hæfni í fjallahjólreiðum.

Grautfúlir krakkar

„Malarstígur sem liggur í hring. Vei,“ skrifaði einn kaldhæðinn netverji við færslu bæjarins á Facebook. Þar hafa foreldrar einnig greint frá því að börn sín hafi verið afar svekkt með framkvæmdina, eftir að hafa beðið spennt eftir því að fá fjallahjólabraut í nærumhverfið.

Auglýsing

Bærinn brást við holskeflu athugasemda á svipuðum nótum í gær og sagðist sem áður segir ætla að taka málið til skoðunar.

Kjarninn sendi fyrirspurn á Kópavogsbæ í vikunni og óskaði eftir öllum fyrirliggjandi upplýsingum sem sveitarfélagið hefur um framkvæmdina, en engin svör hafa borist til þessa.

Fjallahjólabrautin var á meðal þeirra verkefna sem íbúar völdu í verkefninu Okkar Kópavogur í fyrra. Samkvæmt niðurstöðum íbúalýðræðisverkefnisins stóð til að verja 8 milljónum króna í verkefnið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent