Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða

Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.

Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Auglýsing

Ítölsk stjórn­völd hafa ákveðið að skylda fólk sem ætlar að sækja ýmsa verslun og þjón­ustu til að sýna fram á bólu­setn­ingu eða nýlega nið­ur­stöðu úr COVID-­prófi með sér­stökum kór­ónu­veirupassa.

Frá og með 6. ágúst verður fólk að fram­vísa slíkum passa við inn­göngu á íþrótta­leik­vanga, í söfn, kvik­mynda- og leik­hús, sund­laugar og lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar, svo dæmi séu tek­in, auk þess sem fólk verður að fram­vísa pass­anum ætli það sér að borða inn­an­dyra á veit­inga­húsi.

Passinn, sem verður staf­rænn, er hluti af evr­ópska bólu­setn­ing­ar­vott­orð­inu og heldur þar af leið­andi utan um upp­lýs­ingar um skimanir og bólu­setn­ing­ar. Þar má nálg­ast QR kóða sem þarf víða að fram­vísa. Allir sem hafa fengið í það minnsta einn skammt af bólu­efni eða hafa nýlega náð sér af COVID-19 geta fengið pass­ann. Aðrir munu þurfa að fara í skimun til að ná sér í pass­ann. Frá upp­hafi mán­aðar hefur evr­ópska bólu­setn­ing­ar­vott­orðið verið notað vegna ferða­laga fólks innan álf­unnar en stjórn­völd hafa í auknum mæli skyldað fólk til sýna fram á pass­ann til að sækja sér hina ýmsu þjón­ustu.

Auglýsing

Sigur á EM gæti hafa fjölgað smitum

Fram kemur í umfjöllun The Guar­dian að Mario Draghi for­sæt­is­ráð­herra Ítalíu hafi sagt á blaða­manna­fundi í vik­unni að nú þyrfti að grípa hratt til aðgerða þar sem smitum í land­inu væri farið að fjölga á ný. Efna­hag lands­ins hefði farið batn­andi sam­hliða auknum bólu­setn­ingum sem hefðu haldið útbreiðslu veirunnar í skefj­um. Blikur væur hins vegar á lofti vegna Delta afbrigðis kór­ónu­veirunnar enda dreifð­ist hún hraðar en önnur afbrigði og hvatti Draghi alla til að fara í sem fyrst í bólu­setn­ingu. „Ef ekki væri fyrir bólu­setn­ingar þá þyrftum við að loka öllu aft­ur,“ sagði hann.

Talið er að fögn­uður í kjöl­far sig­urs ítalska lands­liðs­ins á Evr­ópu­móti karla í fót­bolta eigi sinn þátt í fjölgun smita. Tölu­verð fjölgun smita hefur átt sér stað á und­an­förnum vikum og þá einna helst í Róm en fjöldi greindra smita innan hvers dags hefur fimm­fald­ast á síð­ustu tveimur vikum þar í borg.

Rúm­lega helm­ingur Ítala er full­bólu­settur en veru­lega hefur hægst á bólu­setn­ingum að und­an­förnu. Það er talið stafa af tvennu, ungt fólk hefur frestað því að fara í bólu­setn­ingu þangað til eftir sum­ar­frí og svo eru aðrir sem ætla ein­fald­lega ekki í bólu­setn­ingu.

Víðar þarf að sýna passa

Í vik­unni var sam­bæri­legur passi inn­leiddur í Frakk­landi. Bólu­setn­ing­ar­vott­orð eða nei­kvæð nið­ur­staða úr skimun sem er ekki eldri en 48 klukku­stunda gömul þarf til þess að sækja hina ýmsu þjón­ustu eða menn­ingu á stöðum sem geta tekið við fleiri en 50 gestum í Frakk­landi.

Í Dan­mörku hefur slíkur passi verið í gildi síðan í byrjun þessa mán­að­ar. Fólk þarf að sýna pass­ann ætli það sér að heim­sækja söfn, kvik­mynda- og leik­hús, dýra­garða og aðra sam­komu­staði. Þá er gerð krafa um fram­vísun slíks passa á veit­inga­húsum og bör­um. Kröf­urnar sem gerðar eru í Dan­mörku eru þó ekki jafn stífar og á Ítalíu og Í Frakk­landi. Pass­inn er gef­inn út til þeirra sem hafa fengið bólu­setn­ingu eða geta sýnt fram á fyrra smit. Ann­ars þarf fólk að geta sýnt fram á nei­kvæða nið­ur­stöðu úr PCR prófi sem er ekki eldri en 96 klukku­stunda gam­alt eða nei­kvæða nið­ur­stöðu úr hraða­prófi sem er ekki eldri en 72 klukku­stunda gam­alt.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent