Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu

Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.

Ferðamenn við Skógafoss.
Ferðamenn við Skógafoss.
Auglýsing

Nýjar sótt­varna­ráð­staf­anir sem snerta dag­legt líf lands­manna taka gildi á mið­nætti og eiga að vera í gildi til 13. ágúst, sam­kvæmt reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra. Þrátt fyrir að for­sæt­is­ráð­herra hafi sagt við Frétta­blaðið fyrr í vik­unni að ekki væri „hægt að draga bara sömu aðgerðir upp úr poka“ eru þær aðgerðir sem verða í gildi frá og með morg­un­deg­inum kunn­ug­legar öllum lands­mönn­um.

Fjölda­tak­mark­anir munu mið­ast við 200 manns í hverju hólfi, bæði úti og inni og eins metra nánd­ar­regla hefur verið tekin upp. Þá verður krám og veit­inga­stöðum meinað að selja áfengi eftir kl. 23 á kvöldin og þurfa að vera búin að vísa gestum sínum út og skella í lás fyrir mið­nætti. Grímu­skylda verður tekin upp að nýju í þeim aðstæðum inn­an­húss þar sem ekki er hægt að tryggja eins met­ers fjar­lægð á milli fólks. Einnig verður grímu­skylda í almenn­ings­sam­göng­um.

Óvissa um vörn við­kvæmra gegn alvar­legum veik­indum

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir í minn­is­blaði sínu til ráð­herra, þar sem aðgerð­irnar voru lagðar til, að erlendar upp­lýs­ingar sýni að þau bólu­efni sem notuð eru á Íslandi virð­ist vernda um 60 pró­sent full­bólu­settra gegn smiti af völdum delta-af­brigðis veirunnar og yfir 90 pró­sent vernd gegn alvar­legum veik­ind­um.

Auglýsing

„Nýjar upp­lýs­ingar frá Ísr­ael benda hins vegar til að vernd bólu­efnis Pfizer geti jafn­vel verið enn minni en að framan greinir bæði gegn öllu smiti og alvar­legum veik­ind­um,“ segir jafn­framt í minn­is­blaði Þór­ólfs. Sótt­varna­lækn­ir­inn segir að afleið­ingar þess að smit ber­ist í við­kvæma hópa hér­lend­is, bólu­setta og óbólu­setta, séu ófyr­ir­séðar og hætta sé á „al­var­legum afleið­ing­um.“ Fjórir eru í dag inn­lagðir á sjúkra­hús með COVID-19.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd: Almannavarnir

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra sagði við Stöð 2 eftir rík­is­stjórn­ar­fund­inn á Egils­stöðum í gær að sterk rök hefðu þurft að liggja fyrir því að grípa til hertra aðgerða inn­an­lands og hverfa þannig frá þeirri aflétt­ing­ar­á­ætlun sem kynnt var á vor­mán­uðum og lauk fyrir mán­uði síðan með algjöru afnámi allra tak­mark­ana á dag­legt líf lands­manna, í ljósi góðs gangs bólu­setn­inga.

„Þau eru komin fram að hálfu sótt­varna­yf­ir­valda með vísan í vöxt smita og óvissu með það hversu greiða leið þau smit eiga inn í við­kvæma hópa. Við tökum mark á því nún­a,“ sagði Bjarni við Stöð 2. Hann sagð­ist horfa á aðgerð­irnar nú sem „var­úð­ar­ráð­stöf­un“ og að við þyrftum að átta okkur á því að hversu alvar­legar fylgdu því að bólu­settir væru að smit­ast af delta-af­brigð­inu.

Hags­munir af því að lenda ekki á rauðum listum

Í umræð­unni und­an­farna daga hefur all­víða verið kallað eftir því að stjórn­völd horfi til heild­ar­hags­muna við ákvarð­anir um nýjar sótt­varna­ráð­staf­anir inn­an­lands. Það er, ekki ein­ungis til mögu­legrar óvissu af heilsu­fars­legum afleið­ingum far­ald­urs heldur einnig til þeirra áhrifa sem tak­mark­anir inn­an­lands hafa á efna­hags­líf­ið.

Ljóst er að margir verða fyrir fjár­hags­legu tjóni nú þegar ákveðið hefur verið að banna fjöl­mennar sam­komur fólks og stytta opn­un­ar­tíma skemmti­staða.

Sú staða er þó uppi ferða­þjón­ustan á Íslandi, sem orðið hefur fyrir miklum skakka­föllum í far­aldr­in­um, hefur ríka hags­muni af því að böndum verði komið á útbreiðslu smita inn­an­lands. Í Morg­un­blað­inu í dag er rætt við þrjá aðila í ferða­þjón­ustu sem segja allir í kór að það skipti miklu máli að Ísland lendi ekki á rauðum listum varð­andi stöðu far­ald­urs­ins inn­an­lands.

Ferðamenn við Jökulsárlón.

Alls 95 smit greindust í gær og 14 daga nýgengi smita inn­an­lands á hverja 100 þús­und íbúa er nú komið upp í 111. Ekki þarf marga daga með slíkum tölum til við­bótar til þess að Ísland lendi verði rautt á korti sótt­varna­yf­ir­valda í Evr­ópu og á lista stjórn­valda í Banda­ríkj­unum yfir ríki sem ekki ætti að ferð­ast til.

„...ef Ísland verður allt í einu rautt og talið vera háá­hættu­svæði þá myndi það hafa miklar afleið­ing­ar. Það stoppar frekar fólk að kom­a,“ segir Stein­grímur Birg­is­son for­stjóri Bíla­leigu Akur­eyrar og Hölds í sam­tali við blað­ið. Davíð Torfi Ólafs­son fram­kvæmda­stjóri Íslands­hót­ela tekur í svip­aðan streng og segir að það sé „lita­kóð­inn sem þetta allt snýst um í raun og veru,“ því ef við hættum að vera „græn“ á kort­inu megi fólk frá vissum löndum ekki ferð­ast hing­að.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra nefndi í sam­tali við RÚV í gær að ein af ástæð­unum fyrir því að rík­is­stjórnin hefði tekið ákvörðun um að grípa til tak­mark­ana inn­an­lands nú væri að það væri mik­il­vægt að Ísland lenti ekki á rauðum lista.

„Við erum að horfa til þess að það skipti miklu máli að halda þessum smit­fjölda niðri. Það er líka mik­il­vægt, ekki bara fyrir sam­fé­lagið og heilsu okkar allra, heldur líka það að Ísland lendi ekki á rauðum lista,“ sagði Katrín.

Ráð­legg­ingar sótt­varna­yf­ir­valda og hags­munir ferða­þjón­ust­unnar virð­ast því, ef til vill í fyrsta sinn síðan far­ald­ur­inn hófst í upp­hafi árs 2020, ganga hönd í hönd, hvað þessar nýju sótt­varna­ráð­staf­anir inn­an­lands varð­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent