200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst

Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.

Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
Auglýsing

Að hámarki 200 manns mega koma saman frá og með miðnætti annað kvöld. Tekin verður upp eins metra nálægðarregla og krár og veitingahús þurfa að loka dyrum sínum á miðnætti, og hætta að selja vín kl. 23. Fjöldatakmarkanir verða einnig teknar upp í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum.

Þetta ákvað ríkisstjórnin á fundi sínum á Egilsstöðum í dag, samkvæmt því sem fram kom í kvöldfréttum RÚV og í útsendingu á Vísi.

Þar útskýrðu þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra stóru línurnar í því sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa til í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.

Auglýsing

Katrín sagði við RÚV að full samstaða hefði verið innan ríkisstjórnarinnar um að grípa til þessara aðgerða. Hún sagði að stjórnin hefði talið ástæðu til að „tempra stöðuna núna“, en fundurinn á Egilsstöðum stóð yfir í tæpar þrjár klukkustundir.

Mánuður er síðan allar sóttvarnaráðstafanir innanlands voru felldar úr gildi, en nú er á ný gripið til þess ráðs að hefta mannlífið til þess að hægja á útbreiðslu COVID-19, en yfir þrjú hundruð manns hafa greinst með smit undanfarna daga.

Þessi niðurstaða þýðir meðal annars að fjölmennir tónleika- og útihátíðir sem til stóð að halda á næstu dögum og vikum geta væntanlega ekki farið fram.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent