Bain Capital orðinn stærsti hluthafi Icelandair

Hluthafafundur Icelandair Group samþykkti í dag hlutafjáraukningu félagsins vegna sölu á nýju hlutafé til bandarísks fjárfestingasjóðs, Bain Capital, sem verður með þessu stærsti hluthafi Icelandair Group.

Icelandair Group sækir sér rúma 8 milljarða króna með sölu á nýju hlutafé til bandaríska sjóðsins.
Icelandair Group sækir sér rúma 8 milljarða króna með sölu á nýju hlutafé til bandaríska sjóðsins.
Auglýsing

Sam­þykkt var á hlut­hafa­fundi Icelandair Group síð­degis í dag að auka hlutafé í félag­inu og gefa út áskrift­ar­rétt­indi í tengslum við sam­komu­lag sem félagið gerði nýverið við banda­ríska fjár­fest­inga­sjóð­inn Bain Capi­tal um að kaupa nýja hluti í félag­inu fyrir um 8,1 millj­arð króna.

Með þess­ari sam­þykkt er það stað­fest að Bain Capi­tal verður stærsti eig­andi Icelandair Group, með 16,6 pró­sent hlut. Matt­hew Evans kemur inn í stjórn Icelandair Group fyrir hönd sjóðs­ins, en Úlfar Stein­dórs­son víkur úr stjórn­inni eins og hann hafði sagst ætla að gera, yrði fall­ist á til­lög­urn­ar.

Matthew Evans, nýr stjórnarmaður í Icelandair Group.

Guð­mundur Haf­steins­son verður stjórn­ar­for­maður og Nina Jons­son verður vara­for­maður stjórnar Icelandair Group, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá félag­inu.

Bain Capital, sem var meðal ann­ars stofnað af fyrr­ver­andi for­seta­fram­bjóð­and­anum og núver­andi öldund­ar­deild­ar­þing­mann­inum Mitt Rom­ney, fær áskrift­ar­rétt­indi fyrir hlutum sem sam­svara 25 pró­sent af heild­ar­fjölda þeirra nýju hluta sem gefnir verða út. Bain Capi­tal á eign­ar­safn sem er metið á um 130 millj­arða Banda­ríkja­dala.

Auglýsing

Þessi heim­ild gildir í tíu daga frá og með birt­ingu upp­gjörs Icelandair Group fyrir annan árs­fjórð­ung, sem birt var á fimmtu­dag. „Áskrift­ar­rétt­indin veita Bain heim­ild, en ekki skyldu, til kaupa á nýjum almennum hlutum í félag­inu á sama gengi á hvern hlut að við­bættum 15 pró­sent árs­vöxt­u­m,“ sagði í til­kynn­ingu félags­ins til Kaup­hallar Íslands fyrir um mán­uði síð­an.

Sóttu síð­ast nýtt hlutafé í sept­em­ber í fyrra

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Icelandair Group fer í hluta­fjár­aukn­ingu. Félagið safn­aði alls 23 millj­örðum króna í útboði sem fór fram í sept­em­ber í fyrra, en það hefur átt í miklum rekstr­ar­vanda um ára­bil sem jókst veru­lega þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á í fyrra­vor. Fjöldi hlut­hafa fór yfir ell­efu þús­und eftir útboðið og því ljóst að fjöl­margir ein­stak­lingar keyptu fyrir litlar fjár­hæðir í því.

Alls nam tap Icelandair Group um 45 millj­­örðum króna á fyrri hluta árs­ins 2020. Stærstan hluta þess taps, sem nemur 245 millj­­ónum króna á dag, má rekja beint til kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins.

Fyrir lá að félagið átti ekki nægt laust fé til að lifa mikið lengur við óbreyttar aðstæð­ur. Tap Icelandair á árinu 2020 í heild var 51 millj­arður króna og á fyrri helm­ingi árs­ins 2021 tap­aði félagið tæpum 10,9 millj­örðum króna.

Flug­fé­lagið sækir sér nú meira hlutafé og hefur vænt­ingar um að flug­á­ætlun félags­ins árið 2022 verði um 80 pró­sent af því sem hún var árið 2019.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent