Bain Capital orðinn stærsti hluthafi Icelandair

Hluthafafundur Icelandair Group samþykkti í dag hlutafjáraukningu félagsins vegna sölu á nýju hlutafé til bandarísks fjárfestingasjóðs, Bain Capital, sem verður með þessu stærsti hluthafi Icelandair Group.

Icelandair Group sækir sér rúma 8 milljarða króna með sölu á nýju hlutafé til bandaríska sjóðsins.
Icelandair Group sækir sér rúma 8 milljarða króna með sölu á nýju hlutafé til bandaríska sjóðsins.
Auglýsing

Samþykkt var á hluthafafundi Icelandair Group síðdegis í dag að auka hlutafé í félaginu og gefa út áskriftarréttindi í tengslum við samkomulag sem félagið gerði nýverið við bandaríska fjárfestingasjóðinn Bain Capital um að kaupa nýja hluti í félaginu fyrir um 8,1 milljarð króna.

Með þessari samþykkt er það staðfest að Bain Capital verður stærsti eigandi Icelandair Group, með 16,6 prósent hlut. Matthew Evans kemur inn í stjórn Icelandair Group fyrir hönd sjóðsins, en Úlfar Steindórsson víkur úr stjórninni eins og hann hafði sagst ætla að gera, yrði fallist á tillögurnar.

Matthew Evans, nýr stjórnarmaður í Icelandair Group.

Guðmundur Hafsteinsson verður stjórnarformaður og Nina Jonsson verður varaformaður stjórnar Icelandair Group, samkvæmt tilkynningu frá félaginu.

Bain Capital, sem var meðal annars stofnað af fyrrverandi forsetaframbjóðandanum og núverandi öldundardeildarþingmanninum Mitt Romney, fær áskriftarréttindi fyrir hlutum sem samsvara 25 prósent af heildarfjölda þeirra nýju hluta sem gefnir verða út. Bain Capital á eignarsafn sem er metið á um 130 milljarða Bandaríkjadala.

Auglýsing

Þessi heimild gildir í tíu daga frá og með birtingu uppgjörs Icelandair Group fyrir annan ársfjórðung, sem birt var á fimmtudag. „Áskriftarréttindin veita Bain heimild, en ekki skyldu, til kaupa á nýjum almennum hlutum í félaginu á sama gengi á hvern hlut að viðbættum 15 prósent ársvöxtum,“ sagði í tilkynningu félagsins til Kauphallar Íslands fyrir um mánuði síðan.

Sóttu síðast nýtt hlutafé í september í fyrra

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Icelandair Group fer í hlutafjáraukningu. Félagið safnaði alls 23 milljörðum króna í útboði sem fór fram í september í fyrra, en það hefur átt í miklum rekstrarvanda um árabil sem jókst verulega þegar kórónuveirufaraldurinn skall á í fyrravor. Fjöldi hluthafa fór yfir ellefu þúsund eftir útboðið og því ljóst að fjölmargir einstaklingar keyptu fyrir litlar fjárhæðir í því.

Alls nam tap Icelandair Group um 45 millj­örðum króna á fyrri hluta árs­ins 2020. Stærstan hluta þess taps, sem nemur 245 millj­ónum króna á dag, má rekja beint til kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Fyrir lá að félagið átti ekki nægt laust fé til að lifa mikið lengur við óbreyttar aðstæður. Tap Icelandair á árinu 2020 í heild var 51 milljarður króna og á fyrri helmingi ársins 2021 tapaði félagið tæpum 10,9 milljörðum króna.

Flugfélagið sækir sér nú meira hlutafé og hefur væntingar um að flugáætlun félagsins árið 2022 verði um 80 prósent af því sem hún var árið 2019.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent