Furða sig á flatri fjallahjólabraut í Kópavogi

„Þetta er ekki fjallahjólabraut, það er nokkuð ljóst,“ segir íbúi í Kópavogi um nýja fjallahjólabraut við Austurkór, sem var valin af íbúum í kosningunni Okkar Kópavogur í fyrra. Íbúar gagnrýna skort á mishæðum í brautinni, sem átti að kosta 8 milljónir.

Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefnanna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefnanna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Auglýsing

Kópavogsbær vakti í gær athygli á nýrri fjallahjólabraut sem sett hefur verið upp við Austurkór í Kópavogi og hafa viðbrögðin við brautinni, sem var fullgerð á vordögum samkvæmt Facebook-færslu bæjarins, verið blendin. Helsta aðfinnsluefnið er það að brautin sé marflöt og hafi lítið upp á að bjóða umfram aðra malarstíga í bænum.

Ráðist var í gerð þessarar fjallahjólabrautar eftir að hún var kosin af íbúum bæjarins í verkefninu Okkar Kópavogur í fyrra. Samkvæmt niðurstöðu kosninga í Okkar Kópavogi var áætlað að verja 8 milljónum króna til verksins.

Einn íbúi bæjarins skrifar, við nokkrar undirtektir, að 8 milljónum króna virðist hafa verið varið í „flata malarstíga“ sem enginn hafi gaman af því að hjóla.

Auglýsing

„Engar mishæðir eða bakkar til að láta reyna á hæfni. Þessi "fjallahjólabraut" er í besta lagi sorglegt grín og illa farið með fé íbúa bæjarins. Það væri fróðlegt að vita hvort að hönnuður hafi nokkra reynslu af fjallahjólabrautum. Er nokkuð viss um að þetta er ekki það sem fólk var að kjósa, amk er þetta langt frá væntingum,“ skrifar þessi íbúi.

Fjallahjólabrautin þykir minna á venjulega malarstíga. Mynd: Kópavogur

„Ég kaus þessa hugmynd en þetta kaus ég sko ekki! Þetta er ekki fjallahjólabraut, það er nokkuð ljóst,“ skrifar annar íbúi bæjarins og enn einn segir að bæjaryfirvöld skuldi „börnunum í hverfinu lagfæringu á þessu sem fyrst“.

Í Facebook-færslunni frá Kópavogsbæ, þar sem vakin var athygli á verkinu, segir að ungir jafnt sem aldnir geti „hjólað og spólað“ eins og þá lystir í brautinni. En þeir íbúar sem lagt hafa orð í belg virðast efins um að í þessari fjallahjólabraut bæjarins verði mikið hjólað eða spólað.

Glæný fjallahjólabraut við Austurkór! Fjallahjólabrautin við Austurkór var kosin af íbúum bæjarins í hugmyndasöfnun...

Posted by Kópavogsbær on Wednesday, July 21, 2021

Allnokkrar fjallahjólabrautir hafa verið útbúnar hér á landi á undanförnum árum, sem æfinga- og leiksvæði fyrir börn og fullorðna í því vaxandi sporti sem fjallahjólreiðar eru.

Til dæmis var í vor opnuð fjallahjólabraut á Ásbrú í Reykjanesbæ í vor og í Garðabæ var sett upp fjallahjólabraut árið 2019, sem Landssamband hjólreiðamanna gerði góðan róm að á vefsíðu sinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent