Furða sig á flatri fjallahjólabraut í Kópavogi

„Þetta er ekki fjallahjólabraut, það er nokkuð ljóst,“ segir íbúi í Kópavogi um nýja fjallahjólabraut við Austurkór, sem var valin af íbúum í kosningunni Okkar Kópavogur í fyrra. Íbúar gagnrýna skort á mishæðum í brautinni, sem átti að kosta 8 milljónir.

Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefnanna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefnanna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Auglýsing

Kópa­vogs­bær vakti í gær athygli á nýrri fjalla­hjóla­braut sem sett hefur verið upp við Aust­ur­kór í Kópa­vogi og hafa við­brögðin við braut­inni, sem var full­gerð á vor­dögum sam­kvæmt Face­book-­færslu bæj­ar­ins, verið blend­in. Helsta aðfinnslu­efnið er það að brautin sé mar­flöt og hafi lítið upp á að bjóða umfram aðra mal­ar­stíga í bæn­um.

Ráð­ist var í gerð þess­arar fjalla­hjóla­brautar eftir að hún var kosin af íbúum bæj­ar­ins í verk­efn­inu Okkar Kópa­vogur í fyrra. Sam­kvæmt nið­ur­stöðu kosn­inga í Okkar Kópa­vogi var áætlað að verja 8 millj­ónum króna til verks­ins.

Einn íbúi bæj­ar­ins skrif­ar, við nokkrar und­ir­tekt­ir, að 8 millj­ónum króna virð­ist hafa verið varið í „flata mal­ar­stíga“ sem eng­inn hafi gaman af því að hjóla.

Auglýsing

„Engar mis­hæðir eða bakkar til að láta reyna á hæfni. Þessi "fjalla­hjóla­braut" er í besta lagi sorg­legt grín og illa farið með fé íbúa bæj­ar­ins. Það væri fróð­legt að vita hvort að hönn­uður hafi nokkra reynslu af fjalla­hjóla­braut­um. Er nokkuð viss um að þetta er ekki það sem fólk var að kjósa, amk er þetta langt frá vænt­ing­um,“ skrifar þessi íbúi.

Fjallahjólabrautin þykir minna á venjulega malarstíga. Mynd: Kópavogur

„Ég kaus þessa hug­mynd en þetta kaus ég sko ekki! Þetta er ekki fjalla­hjóla­braut, það er nokkuð ljóst,“ skrifar annar íbúi bæj­ar­ins og enn einn segir að bæj­ar­yf­ir­völd skuldi „börn­unum í hverf­inu lag­fær­ingu á þessu sem fyrst“.

Í Face­book-­færsl­unni frá Kópa­vogs­bæ, þar sem vakin var athygli á verk­inu, segir að ungir jafnt sem aldnir geti „hjólað og spólað“ eins og þá lystir í braut­inni. En þeir íbúar sem lagt hafa orð í belg virð­ast efins um að í þess­ari fjalla­hjóla­braut bæj­ar­ins verði mikið hjólað eða spólað.

Glæný fjalla­hjóla­braut við Aust­ur­kór! Fjalla­hjóla­brautin við Aust­ur­kór var kosin af íbúum bæj­ar­ins í hug­mynda­söfn­un...

Posted by Kópa­vogs­bær on Wed­nes­day, July 21, 2021

All­nokkrar fjalla­hjóla­brautir hafa verið útbúnar hér á landi á und­an­förnum árum, sem æfinga- og leik­svæði fyrir börn og full­orðna í því vax­andi sporti sem fjalla­hjól­reiðar eru.

Til dæmis var í vor opnuð fjalla­hjóla­braut á Ásbrú í Reykja­nesbæ í vor og í Garðabæ var sett upp fjalla­hjóla­braut árið 2019, sem Lands­sam­band hjól­reiða­manna gerði góðan róm að á vef­síðu sinni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent