Furða sig á flatri fjallahjólabraut í Kópavogi

„Þetta er ekki fjallahjólabraut, það er nokkuð ljóst,“ segir íbúi í Kópavogi um nýja fjallahjólabraut við Austurkór, sem var valin af íbúum í kosningunni Okkar Kópavogur í fyrra. Íbúar gagnrýna skort á mishæðum í brautinni, sem átti að kosta 8 milljónir.

Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefnanna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefnanna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Auglýsing

Kópa­vogs­bær vakti í gær athygli á nýrri fjalla­hjóla­braut sem sett hefur verið upp við Aust­ur­kór í Kópa­vogi og hafa við­brögðin við braut­inni, sem var full­gerð á vor­dögum sam­kvæmt Face­book-­færslu bæj­ar­ins, verið blend­in. Helsta aðfinnslu­efnið er það að brautin sé mar­flöt og hafi lítið upp á að bjóða umfram aðra mal­ar­stíga í bæn­um.

Ráð­ist var í gerð þess­arar fjalla­hjóla­brautar eftir að hún var kosin af íbúum bæj­ar­ins í verk­efn­inu Okkar Kópa­vogur í fyrra. Sam­kvæmt nið­ur­stöðu kosn­inga í Okkar Kópa­vogi var áætlað að verja 8 millj­ónum króna til verks­ins.

Einn íbúi bæj­ar­ins skrif­ar, við nokkrar und­ir­tekt­ir, að 8 millj­ónum króna virð­ist hafa verið varið í „flata mal­ar­stíga“ sem eng­inn hafi gaman af því að hjóla.

Auglýsing

„Engar mis­hæðir eða bakkar til að láta reyna á hæfni. Þessi "fjalla­hjóla­braut" er í besta lagi sorg­legt grín og illa farið með fé íbúa bæj­ar­ins. Það væri fróð­legt að vita hvort að hönn­uður hafi nokkra reynslu af fjalla­hjóla­braut­um. Er nokkuð viss um að þetta er ekki það sem fólk var að kjósa, amk er þetta langt frá vænt­ing­um,“ skrifar þessi íbúi.

Fjallahjólabrautin þykir minna á venjulega malarstíga. Mynd: Kópavogur

„Ég kaus þessa hug­mynd en þetta kaus ég sko ekki! Þetta er ekki fjalla­hjóla­braut, það er nokkuð ljóst,“ skrifar annar íbúi bæj­ar­ins og enn einn segir að bæj­ar­yf­ir­völd skuldi „börn­unum í hverf­inu lag­fær­ingu á þessu sem fyrst“.

Í Face­book-­færsl­unni frá Kópa­vogs­bæ, þar sem vakin var athygli á verk­inu, segir að ungir jafnt sem aldnir geti „hjólað og spólað“ eins og þá lystir í braut­inni. En þeir íbúar sem lagt hafa orð í belg virð­ast efins um að í þess­ari fjalla­hjóla­braut bæj­ar­ins verði mikið hjólað eða spólað.

Glæný fjalla­hjóla­braut við Aust­ur­kór! Fjalla­hjóla­brautin við Aust­ur­kór var kosin af íbúum bæj­ar­ins í hug­mynda­söfn­un...

Posted by Kópa­vogs­bær on Wed­nes­day, July 21, 2021

All­nokkrar fjalla­hjóla­brautir hafa verið útbúnar hér á landi á und­an­förnum árum, sem æfinga- og leik­svæði fyrir börn og full­orðna í því vax­andi sporti sem fjalla­hjól­reiðar eru.

Til dæmis var í vor opnuð fjalla­hjóla­braut á Ásbrú í Reykja­nesbæ í vor og í Garðabæ var sett upp fjalla­hjóla­braut árið 2019, sem Lands­sam­band hjól­reiða­manna gerði góðan róm að á vef­síðu sinni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
Kjarninn 22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent