Hafði áhyggjur af því að Boris Johnson gæti smitað drottninguna af COVID

Fyrrum aðalráðgjafi forsætisráðherra Breta gagnrýnir aðgerðarleysi hans í sóttvarnamálum í nýju viðtali við BBC. Hann segist hafa gripið í taumana þegar forsætisráðherrann ætlaði á fund drottningar við upphaf faraldurs.

Dominic Cummings var kosningastjóri Vote Leave samtakanna sem börðust fyrir útgöngu Breta úr ESB. Hann varð síðar aðalráðgjafi Borisar Johnson forsætisráðherra.
Dominic Cummings var kosningastjóri Vote Leave samtakanna sem börðust fyrir útgöngu Breta úr ESB. Hann varð síðar aðalráðgjafi Borisar Johnson forsætisráðherra.
Auglýsing

Boris Johnson forsætisráðherra Breta var andvígur því að koma á útgöngubanni við upphaf annarrar bylgju kórónuveiru í Bretlandi síðasta haust vegna þess að á þeim tíma voru flestir þeirra sem létust vegna veirunnar á níræðisaldri. Þetta er meðal þess sem kom fram íviðtali BBC við Dominic Cummings frá því í vikunni. Síðasta haust var mikið rætt um það innan bresku ríkisstjórnarinnar að setja á útgöngubann vegna aukins fjölda smita en Johnson var afar mótfallinn hertum sóttvarnaaðgerðum sem verkamannaflokkurinn var farinn að kalla eftir um miðjan október.

„Það er yfir meðallífslíkum. Svo nældu þér í COVID og lifðu lengur,“ á Johnson að hafa sent í textaskilaboðum til Cummings og bætti því við að hann skildi ekki tal um álag á starfsfólk bresku heilbrigðisþjónustunnar NHS. Að sögn Cummings vildi Johnson heldur að kórónuveiran fengi að ganga laus en að leggja efnahag landsins að veði.

Hafði áhyggjur af drottningunni

Cummings sagði frá því í viðtalinu að hann hefði gripið í taumana þegar Johnson hefði ætlað að funda með Elísabetu Bretadrottningu snemma í faraldrinum en drottningin er komin yfir nírætt. Cummings hefur eftir Johnson frá 18. mars í fyrra: „Ég ætla að hitta drottninguna, það er það sem ég geri á hverjum miðvikudegi. Fjandinn hafi það. Ég ætla að fara og hitta hana.“

Auglýsing

Cummings leist ekki á blikuna og segist hafa stöðvað forsætisráðherrann. „Það er fólk sem vinnur hér á skrifstofunni í sóttkví. Þú gætir verið smitaður af kórónuveirunni. Ég gæti veirð smitaður af kórónuveirunni. Þú getur ekki farið og hitt drottninguna. Hvað ef þú myndir svo smita drottninguna af kórónuveirunni? Þú getur augljóslega ekki farið,“ á Cummings að hafa sagt.

Samkvæmt umfjöllun BBC hafnar skrifstofa forsætisráðherrans að þetta hafi gerst en Cummings vill meina að Johnson hafi svarað Cummings með þeim orðum að hann hefði ekki hugsað málið til enda.

Vildi losna við Johnson úr embætti

Í viðtalinu heldur Cummings því fram að Carrie Symonds, sem þá var kærasta Johnson en þau eru nú gift, hafi reynt að hafa áhrif á starfsemi ráðuneytisins. Hún hafi til að mynda viljað að Cummings sem og fleiri embættismenn sem starfað höfðu við Vote Leave herferðina fyrir Brexit yrðu látnir taka pokann sinn. Þessu hefur talsmaður forsætisráðuneytisins hafnað, það sé forsætisráðherrann, og hann einn, sem ráði pólitískum skipunum í ráðuneytinu.

Cummings segir að skömmu eftir þingkosningarnar 2019 hafi farið af stað umræður meðal embættismanna í ráðuneytinu þar sem rætt var að skipta Johnson út fyrir einhvern annan í embætti forsætisráðherra. Spurður að því hvort það geti talist í lagi að ókjörnir embættismenn reyni að skipta forsætisráðherra út, einungis örfáum dögum eftir kosningar segir Cummings: „Þetta er bara pólitík.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent