Hafði áhyggjur af því að Boris Johnson gæti smitað drottninguna af COVID

Fyrrum aðalráðgjafi forsætisráðherra Breta gagnrýnir aðgerðarleysi hans í sóttvarnamálum í nýju viðtali við BBC. Hann segist hafa gripið í taumana þegar forsætisráðherrann ætlaði á fund drottningar við upphaf faraldurs.

Dominic Cummings var kosningastjóri Vote Leave samtakanna sem börðust fyrir útgöngu Breta úr ESB. Hann varð síðar aðalráðgjafi Borisar Johnson forsætisráðherra.
Dominic Cummings var kosningastjóri Vote Leave samtakanna sem börðust fyrir útgöngu Breta úr ESB. Hann varð síðar aðalráðgjafi Borisar Johnson forsætisráðherra.
Auglýsing

Boris Johnson forsætisráðherra Breta var andvígur því að koma á útgöngubanni við upphaf annarrar bylgju kórónuveiru í Bretlandi síðasta haust vegna þess að á þeim tíma voru flestir þeirra sem létust vegna veirunnar á níræðisaldri. Þetta er meðal þess sem kom fram íviðtali BBC við Dominic Cummings frá því í vikunni. Síðasta haust var mikið rætt um það innan bresku ríkisstjórnarinnar að setja á útgöngubann vegna aukins fjölda smita en Johnson var afar mótfallinn hertum sóttvarnaaðgerðum sem verkamannaflokkurinn var farinn að kalla eftir um miðjan október.

„Það er yfir meðallífslíkum. Svo nældu þér í COVID og lifðu lengur,“ á Johnson að hafa sent í textaskilaboðum til Cummings og bætti því við að hann skildi ekki tal um álag á starfsfólk bresku heilbrigðisþjónustunnar NHS. Að sögn Cummings vildi Johnson heldur að kórónuveiran fengi að ganga laus en að leggja efnahag landsins að veði.

Hafði áhyggjur af drottningunni

Cummings sagði frá því í viðtalinu að hann hefði gripið í taumana þegar Johnson hefði ætlað að funda með Elísabetu Bretadrottningu snemma í faraldrinum en drottningin er komin yfir nírætt. Cummings hefur eftir Johnson frá 18. mars í fyrra: „Ég ætla að hitta drottninguna, það er það sem ég geri á hverjum miðvikudegi. Fjandinn hafi það. Ég ætla að fara og hitta hana.“

Auglýsing

Cummings leist ekki á blikuna og segist hafa stöðvað forsætisráðherrann. „Það er fólk sem vinnur hér á skrifstofunni í sóttkví. Þú gætir verið smitaður af kórónuveirunni. Ég gæti veirð smitaður af kórónuveirunni. Þú getur ekki farið og hitt drottninguna. Hvað ef þú myndir svo smita drottninguna af kórónuveirunni? Þú getur augljóslega ekki farið,“ á Cummings að hafa sagt.

Samkvæmt umfjöllun BBC hafnar skrifstofa forsætisráðherrans að þetta hafi gerst en Cummings vill meina að Johnson hafi svarað Cummings með þeim orðum að hann hefði ekki hugsað málið til enda.

Vildi losna við Johnson úr embætti

Í viðtalinu heldur Cummings því fram að Carrie Symonds, sem þá var kærasta Johnson en þau eru nú gift, hafi reynt að hafa áhrif á starfsemi ráðuneytisins. Hún hafi til að mynda viljað að Cummings sem og fleiri embættismenn sem starfað höfðu við Vote Leave herferðina fyrir Brexit yrðu látnir taka pokann sinn. Þessu hefur talsmaður forsætisráðuneytisins hafnað, það sé forsætisráðherrann, og hann einn, sem ráði pólitískum skipunum í ráðuneytinu.

Cummings segir að skömmu eftir þingkosningarnar 2019 hafi farið af stað umræður meðal embættismanna í ráðuneytinu þar sem rætt var að skipta Johnson út fyrir einhvern annan í embætti forsætisráðherra. Spurður að því hvort það geti talist í lagi að ókjörnir embættismenn reyni að skipta forsætisráðherra út, einungis örfáum dögum eftir kosningar segir Cummings: „Þetta er bara pólitík.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent