Hafði áhyggjur af því að Boris Johnson gæti smitað drottninguna af COVID

Fyrrum aðalráðgjafi forsætisráðherra Breta gagnrýnir aðgerðarleysi hans í sóttvarnamálum í nýju viðtali við BBC. Hann segist hafa gripið í taumana þegar forsætisráðherrann ætlaði á fund drottningar við upphaf faraldurs.

Dominic Cummings var kosningastjóri Vote Leave samtakanna sem börðust fyrir útgöngu Breta úr ESB. Hann varð síðar aðalráðgjafi Borisar Johnson forsætisráðherra.
Dominic Cummings var kosningastjóri Vote Leave samtakanna sem börðust fyrir útgöngu Breta úr ESB. Hann varð síðar aðalráðgjafi Borisar Johnson forsætisráðherra.
Auglýsing

Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra Breta var and­vígur því að koma á útgöngu­banni við upp­haf ann­arrar bylgju kór­ónu­veiru í Bret­landi síð­asta haust vegna þess að á þeim tíma voru flestir þeirra sem lét­ust vegna veirunnar á níræð­is­aldri. Þetta er meðal þess sem kom fram ívið­tali BBC við Dom­inic Cumm­ings frá því í vik­unni. Síð­asta haust var mikið rætt um það innan bresku rík­is­stjórn­ar­innar að setja á útgöngu­bann vegna auk­ins fjölda smita en John­son var afar mót­fall­inn hertum sótt­varna­að­gerðum sem verka­manna­flokk­ur­inn var far­inn að kalla eftir um miðjan októ­ber.

„Það er yfir með­al­lífslík­um. Svo nældu þér í COVID og lifðu leng­ur,“ á John­son að hafa sent í texta­skila­boðum til Cumm­ings og bætti því við að hann skildi ekki tal um álag á starfs­fólk bresku heil­brigð­is­þjón­ust­unnar NHS. Að sögn Cumm­ings vildi John­son heldur að kór­ónu­veiran fengi að ganga laus en að leggja efna­hag lands­ins að veði.

Hafði áhyggjur af drottn­ing­unni

Cumm­ings sagði frá því í við­tal­inu að hann hefði gripið í taumana þegar John­son hefði ætlað að funda með Elísa­betu Breta­drottn­ingu snemma í far­aldr­inum en drottn­ingin er komin yfir nírætt. Cumm­ings hefur eftir John­son frá 18. mars í fyrra: „Ég ætla að hitta drottn­ing­una, það er það sem ég geri á hverjum mið­viku­degi. Fjand­inn hafi það. Ég ætla að fara og hitta hana.“

Auglýsing

Cumm­ings leist ekki á blik­una og seg­ist hafa stöðvað for­sæt­is­ráð­herr­ann. „Það er fólk sem vinnur hér á skrif­stof­unni í sótt­kví. Þú gætir verið smit­aður af kór­ónu­veirunni. Ég gæti veirð smit­aður af kór­ónu­veirunni. Þú getur ekki farið og hitt drottn­ing­una. Hvað ef þú myndir svo smita drottn­ing­una af kór­ónu­veirunni? Þú getur aug­ljós­lega ekki far­ið,“ á Cumm­ings að hafa sagt.

Sam­kvæmt umfjöllun BBC hafnar skrif­stofa for­sæt­is­ráð­herr­ans að þetta hafi gerst en Cumm­ings vill meina að John­son hafi svarað Cumm­ings með þeim orðum að hann hefði ekki hugsað málið til enda.

Vildi losna við John­son úr emb­ætti

Í við­tal­inu heldur Cumm­ings því fram að Carrie Symonds, sem þá var kærasta John­son en þau eru nú gift, hafi reynt að hafa áhrif á starf­semi ráðu­neyt­is­ins. Hún hafi til að mynda viljað að Cumm­ings sem og fleiri emb­ætt­is­menn sem starfað höfðu við Vote Leave her­ferð­ina fyrir Brexit yrðu látnir taka pok­ann sinn. Þessu hefur tals­maður for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins hafn­að, það sé for­sæt­is­ráð­herrann, og hann einn, sem ráði póli­tískum skip­unum í ráðu­neyt­inu.

Cumm­ings segir að skömmu eftir þing­kosn­ing­arnar 2019 hafi farið af stað umræður meðal emb­ætt­is­manna í ráðu­neyt­inu þar sem rætt var að skipta John­son út fyrir ein­hvern annan í emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra. Spurður að því hvort það geti talist í lagi að ókjörnir emb­ætt­is­menn reyni að skipta for­sæt­is­ráð­herra út, ein­ungis örfáum dögum eftir kosn­ingar segir Cumm­ings: „Þetta er bara póli­tík.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Umsókn um líf- og sjúkdómatryggingu frestað vegna „óljósra aukaverkana af bóluefni“
Kona sem sótti um líf- og sjúkdómatryggingu hjá TM fékk ekki trygginguna heldur var umsókninni frestað vegna óljósra aukaverkana af bóluefni. Embætti landlæknis hefur ekki heyrt af málum sem þessu.
Kjarninn 9. desember 2021
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins
Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi.
Kjarninn 9. desember 2021
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent