Hafði áhyggjur af því að Boris Johnson gæti smitað drottninguna af COVID

Fyrrum aðalráðgjafi forsætisráðherra Breta gagnrýnir aðgerðarleysi hans í sóttvarnamálum í nýju viðtali við BBC. Hann segist hafa gripið í taumana þegar forsætisráðherrann ætlaði á fund drottningar við upphaf faraldurs.

Dominic Cummings var kosningastjóri Vote Leave samtakanna sem börðust fyrir útgöngu Breta úr ESB. Hann varð síðar aðalráðgjafi Borisar Johnson forsætisráðherra.
Dominic Cummings var kosningastjóri Vote Leave samtakanna sem börðust fyrir útgöngu Breta úr ESB. Hann varð síðar aðalráðgjafi Borisar Johnson forsætisráðherra.
Auglýsing

Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra Breta var and­vígur því að koma á útgöngu­banni við upp­haf ann­arrar bylgju kór­ónu­veiru í Bret­landi síð­asta haust vegna þess að á þeim tíma voru flestir þeirra sem lét­ust vegna veirunnar á níræð­is­aldri. Þetta er meðal þess sem kom fram ívið­tali BBC við Dom­inic Cumm­ings frá því í vik­unni. Síð­asta haust var mikið rætt um það innan bresku rík­is­stjórn­ar­innar að setja á útgöngu­bann vegna auk­ins fjölda smita en John­son var afar mót­fall­inn hertum sótt­varna­að­gerðum sem verka­manna­flokk­ur­inn var far­inn að kalla eftir um miðjan októ­ber.

„Það er yfir með­al­lífslík­um. Svo nældu þér í COVID og lifðu leng­ur,“ á John­son að hafa sent í texta­skila­boðum til Cumm­ings og bætti því við að hann skildi ekki tal um álag á starfs­fólk bresku heil­brigð­is­þjón­ust­unnar NHS. Að sögn Cumm­ings vildi John­son heldur að kór­ónu­veiran fengi að ganga laus en að leggja efna­hag lands­ins að veði.

Hafði áhyggjur af drottn­ing­unni

Cumm­ings sagði frá því í við­tal­inu að hann hefði gripið í taumana þegar John­son hefði ætlað að funda með Elísa­betu Breta­drottn­ingu snemma í far­aldr­inum en drottn­ingin er komin yfir nírætt. Cumm­ings hefur eftir John­son frá 18. mars í fyrra: „Ég ætla að hitta drottn­ing­una, það er það sem ég geri á hverjum mið­viku­degi. Fjand­inn hafi það. Ég ætla að fara og hitta hana.“

Auglýsing

Cumm­ings leist ekki á blik­una og seg­ist hafa stöðvað for­sæt­is­ráð­herr­ann. „Það er fólk sem vinnur hér á skrif­stof­unni í sótt­kví. Þú gætir verið smit­aður af kór­ónu­veirunni. Ég gæti veirð smit­aður af kór­ónu­veirunni. Þú getur ekki farið og hitt drottn­ing­una. Hvað ef þú myndir svo smita drottn­ing­una af kór­ónu­veirunni? Þú getur aug­ljós­lega ekki far­ið,“ á Cumm­ings að hafa sagt.

Sam­kvæmt umfjöllun BBC hafnar skrif­stofa for­sæt­is­ráð­herr­ans að þetta hafi gerst en Cumm­ings vill meina að John­son hafi svarað Cumm­ings með þeim orðum að hann hefði ekki hugsað málið til enda.

Vildi losna við John­son úr emb­ætti

Í við­tal­inu heldur Cumm­ings því fram að Carrie Symonds, sem þá var kærasta John­son en þau eru nú gift, hafi reynt að hafa áhrif á starf­semi ráðu­neyt­is­ins. Hún hafi til að mynda viljað að Cumm­ings sem og fleiri emb­ætt­is­menn sem starfað höfðu við Vote Leave her­ferð­ina fyrir Brexit yrðu látnir taka pok­ann sinn. Þessu hefur tals­maður for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins hafn­að, það sé for­sæt­is­ráð­herrann, og hann einn, sem ráði póli­tískum skip­unum í ráðu­neyt­inu.

Cumm­ings segir að skömmu eftir þing­kosn­ing­arnar 2019 hafi farið af stað umræður meðal emb­ætt­is­manna í ráðu­neyt­inu þar sem rætt var að skipta John­son út fyrir ein­hvern annan í emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra. Spurður að því hvort það geti talist í lagi að ókjörnir emb­ætt­is­menn reyni að skipta for­sæt­is­ráð­herra út, ein­ungis örfáum dögum eftir kosn­ingar segir Cumm­ings: „Þetta er bara póli­tík.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent