Vínkaupmaður búinn að kæra forstjóra ÁTVR til lögreglu

Arnar Sigurðsson vínkaupmaður og -innflytjandi hefur beint kæru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess sem hann segir rangar sakargiftir forstjóra ÁTVR á hendur sér og fyrirtækjum sínum.

Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR.
Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR.
Auglýsing

Arnar Sigurðsson, sem rekur vefverslun sem selur vín til neytenda hér á landi í gegnum franskt félag, hefur kært Ívar J. Arndal forstjóra ÁTVR fyrir rangar sakargiftir á hendur sér, en ÁTVR beindi kæru til bæði lögreglu og skattayfirvalda á hendur Arnari og fyrirtækjum hans hérlendis og erlendis undir lok síðasta mánaðar.

Þar var Arnar sakaður um skattaundanskot með því að brjóta gegn lögum um virðisaukaskatt í vínviðskiptum sínum. Þessu hefur Arnar alfarið hafnað. Hann hefur bent á, og gerir það að nýju í kæru sinni til lögreglu í dag, að franskt félag hans sé bæði með íslenska kennitölu og virðisaukaskattsnúmerið 140848, sem skráð hafi verið hjá Skattinum í apríl.

Auglýsing

Einnig segir Arnar að félag hans gefi út reikninga með 11 prósent virðisaukaskatti í samræmi við gildandi lög og hafi gert frá því félagið hóf starfsemi hér á landi. Gjalddagi virðisaukaskatts sé einum mánuði og fimm dögum eftir lok hvers almenns uppgjörstímabils, sem í tilviki franska félagsins sé tveir mánuðir. Innheimtur virðisaukaskattur frá upphafi starfsmi félagsins sé því ekki fallinn í gjalddaga.

Arnar hefur nú kært forstjóra ÁTVR persónulega fyrir að leggja fram þessar ásakanir á hendur sér og segir í kæru sem send var á fjölmiðla í dag að telja megi ljóst að forstjóri ÁTVR „hafi borið fram kæru sína gegn betri vitund“ til þess eins að fá sig sakaðan um refsiverðan verknað.

Kæra Arnars á hendur Ívari var send á fjölmiðla síðdegis í dag, en á mánudag krafði Arnar ríkisforstjórann um afsökunarbeiðni og veitti honum frest til kl. 15 í dag til þess að bregðast við þeirri beiðni.

Hann fór fram á að forstjórinn afturkallaði kærur á hendur Arnari og fyrirtækjum hans hérlendis og erlendis og bæðist opinberlega afsökunar með heilsíðuauglýsingum í prentmiðlum og vefborðum á tveimur víðlesnustu fréttasíðum landsins. Það hefur ekki gerst.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent