Vínkaupmaður búinn að kæra forstjóra ÁTVR til lögreglu

Arnar Sigurðsson vínkaupmaður og -innflytjandi hefur beint kæru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess sem hann segir rangar sakargiftir forstjóra ÁTVR á hendur sér og fyrirtækjum sínum.

Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR.
Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR.
Auglýsing

Arnar Sig­urðs­son, sem rekur vef­verslun sem selur vín til neyt­enda hér á landi í gegnum franskt félag, hefur kært Ívar J. Arn­dal for­stjóra ÁTVR fyrir rangar sak­ar­giftir á hendur sér, en ÁTVR beindi kæru til bæði lög­reglu og skatta­yf­ir­valda á hendur Arn­ari og fyr­ir­tækjum hans hér­lendis og erlendis undir lok síð­asta mán­að­ar.

Þar var Arnar sak­aður um skattaund­an­skot með því að brjóta gegn lögum um virð­is­auka­skatt í vín­við­skiptum sín­um. Þessu hefur Arnar alfarið hafn­að. Hann hefur bent á, og gerir það að nýju í kæru sinni til lög­reglu í dag, að franskt félag hans sé bæði með íslenska kenni­tölu og virð­is­auka­skatts­núm­erið 140848, sem skráð hafi verið hjá Skatt­inum í apr­íl.

Auglýsing

Einnig segir Arnar að félag hans gefi út reikn­inga með 11 pró­sent virð­is­auka­skatti í sam­ræmi við gild­andi lög og hafi gert frá því félagið hóf starf­semi hér á landi. Gjald­dagi virð­is­auka­skatts sé einum mán­uði og fimm dögum eftir lok hvers almenns upp­gjörs­tíma­bils, sem í til­viki franska félags­ins sé tveir mán­uð­ir. Inn­heimtur virð­is­auka­skattur frá upp­hafi starfsmi félags­ins sé því ekki fall­inn í gjald­daga.

Arnar hefur nú kært for­stjóra ÁTVR per­sónu­lega fyrir að leggja fram þessar ásak­anir á hendur sér og segir í kæru sem send var á fjöl­miðla í dag að telja megi ljóst að for­stjóri ÁTVR „hafi borið fram kæru sína gegn betri vit­und“ til þess eins að fá sig sak­aðan um refsi­verðan verkn­að.

Kæra Arn­ars á hendur Ívari var send á fjöl­miðla síð­degis í dag, en á mánu­dag krafði Arnar rík­is­for­stjór­ann um afsök­un­ar­beiðni og veitti honum frest til kl. 15 í dag til þess að bregð­ast við þeirri beiðni.

Hann fór fram á að for­stjór­inn aft­ur­kall­aði kærur á hendur Arn­ari og fyr­ir­tækjum hans hér­lendis og erlendis og bæð­ist opin­ber­lega afsök­unar með heil­síðu­aug­lýs­ingum í prent­miðlum og vef­borðum á tveimur víð­lesn­ustu frétta­síðum lands­ins. Það hefur ekki gerst.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent