Vínkaupmaður búinn að kæra forstjóra ÁTVR til lögreglu

Arnar Sigurðsson vínkaupmaður og -innflytjandi hefur beint kæru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess sem hann segir rangar sakargiftir forstjóra ÁTVR á hendur sér og fyrirtækjum sínum.

Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR.
Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR.
Auglýsing

Arnar Sigurðsson, sem rekur vefverslun sem selur vín til neytenda hér á landi í gegnum franskt félag, hefur kært Ívar J. Arndal forstjóra ÁTVR fyrir rangar sakargiftir á hendur sér, en ÁTVR beindi kæru til bæði lögreglu og skattayfirvalda á hendur Arnari og fyrirtækjum hans hérlendis og erlendis undir lok síðasta mánaðar.

Þar var Arnar sakaður um skattaundanskot með því að brjóta gegn lögum um virðisaukaskatt í vínviðskiptum sínum. Þessu hefur Arnar alfarið hafnað. Hann hefur bent á, og gerir það að nýju í kæru sinni til lögreglu í dag, að franskt félag hans sé bæði með íslenska kennitölu og virðisaukaskattsnúmerið 140848, sem skráð hafi verið hjá Skattinum í apríl.

Auglýsing

Einnig segir Arnar að félag hans gefi út reikninga með 11 prósent virðisaukaskatti í samræmi við gildandi lög og hafi gert frá því félagið hóf starfsemi hér á landi. Gjalddagi virðisaukaskatts sé einum mánuði og fimm dögum eftir lok hvers almenns uppgjörstímabils, sem í tilviki franska félagsins sé tveir mánuðir. Innheimtur virðisaukaskattur frá upphafi starfsmi félagsins sé því ekki fallinn í gjalddaga.

Arnar hefur nú kært forstjóra ÁTVR persónulega fyrir að leggja fram þessar ásakanir á hendur sér og segir í kæru sem send var á fjölmiðla í dag að telja megi ljóst að forstjóri ÁTVR „hafi borið fram kæru sína gegn betri vitund“ til þess eins að fá sig sakaðan um refsiverðan verknað.

Kæra Arnars á hendur Ívari var send á fjölmiðla síðdegis í dag, en á mánudag krafði Arnar ríkisforstjórann um afsökunarbeiðni og veitti honum frest til kl. 15 í dag til þess að bregðast við þeirri beiðni.

Hann fór fram á að forstjórinn afturkallaði kærur á hendur Arnari og fyrirtækjum hans hérlendis og erlendis og bæðist opinberlega afsökunar með heilsíðuauglýsingum í prentmiðlum og vefborðum á tveimur víðlesnustu fréttasíðum landsins. Það hefur ekki gerst.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent