Krefur forstjóra ÁTVR um opinbera afsökunarbeiðni í prent- og netmiðlum

Vínkaupmaðurinn Arnar Sigurðsson fer fram á að Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR biðji hann opinberlega afsökunar og afturkalli kærur sem lagðar hafa verið fram gagnvart honum og fyrirtækjum hans.

ÁTVR hefur lagt fram kæru gegn Arnari og fyrirtækjum hans fyrir meint skattsvik.
ÁTVR hefur lagt fram kæru gegn Arnari og fyrirtækjum hans fyrir meint skattsvik.
Auglýsing

Arnar Sig­urðs­son vín­kaup­mað­ur, sem ÁTVR hefur sakað um brot á lögum um virð­is­auka­skatt, hefur farið fram að það við Ívar J. Arn­dal for­stjóra ÁTVR að hann aft­ur­kalli kærur á hendur Arn­ari og fyr­ir­tækjum hans hér­lendis og erlendis og biðji sig opin­ber­lega afsök­unar með heil­síðu­aug­lýs­ingum í prent­miðlum og vef­borðum á tveimur víð­lesn­ustu frétta­síðum lands­ins.

Þetta kemur fram í bréfi sem Arnar stíl­aði á rík­is­for­stjór­ann í dag, en kærur ÁTVR á hendur Arn­ari og félag­inu Sante ehf. og franska fyr­ir­tæk­inu San­tewines SAS voru sendar út undir lok síð­asta mán­að­ar. Arnar gefur Ívari tvo daga til að bregð­ast við kröfum sín­um.

Vín­kaup­mað­ur­inn Arnar segir að ásak­anir Ívars í sinn garð séu rangar og sé „al­var­legt mál“ og hljóti að vera for­dæma­laust „að for­stjóri rík­is­stofn­unar komi fram opin­ber­lega og ásaki sam­keppn­is­að­ila rang­lega um skatta­laga­brot.“

Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR. Mynd: ÁTVR

Hann segir að með „lág­marks fyr­ir­höfn hefði mátt leiða í ljós þá aug­ljósu stað­reynd að San­tewines SAS hefur bæði íslenska kenni­tölu og virð­is­auka­skatts­núm­er“ og gefi út reikn­inga með 11 pró­sent virð­is­auka­skatti í sam­ræmi við gild­andi lög og hafi gert frá því að félagið hóf starf­semi hér á landi.

„Allar ásak­anir um skatt­svik og und­an­skot eru róg­burð­ur“

„Hin íslenska kennitala og virð­is­auka­skatts­númer voru skráð hjá Skatt­inum í apríl sl. en félagið hóf starf­semi í maí. Gjald­dagi virð­is­auka­skatts er einum mán­uði og fimm dögum eftir lok hvers almenns upp­gjörs­tíma­bils sem í til­viki San­tewines SAS er tveir mán­uð­ir. Til dæmis er gjald­dagi vegna maí og júní þann 5. ágúst nk. Inn­heimtur virð­is­auka­skattur frá upp­hafi starf­sem­innar er því ekki í gjald­daga fall­inn. Engin van­skil hafa orð­ið. Öll aðflutn­ings­gjöld vegna inn­flutn­ings Sante ehf. á áfengi, þ.m.t. áfeng­is­gjald, virð­is­auka­skattur og skila­gjald hefur þegar verið greitt til rík­is­sjóðs. Allar ásak­anir um skatt­svik og und­an­skot eru róg­burð­ur,“ skrifar Arn­ar.

Auglýsing

Vín­kaup­mað­ur­inn gerir kröfu um að kær­urnar frá ÁTVR verði dregnar til baka án tafar og „af­sök­un­ar­beiðni verði birt með heil­síðu aug­lýs­ingum í Morg­un­blað­inu, Við­skipta­blað­inu og Frétta­blað­inu og vef­borðum í eina viku (7 daga) á vef­síð­unum vis­ir.is og mbl.­is.“

Einnig segir Arnar að í afsök­un­ar­beiðn­inni skuli koma fram að kær­urnar hafi verið dregnar til baka þar sem ekki hafi reynst fótur fyrir þeim og að beðist sé afsök­unar á því að hafa haft frammi rangar sak­ar­giftir gagn­vart honum og félög­unum Sante ehf. og San­tewines SAS.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent