52 greinst með COVID-19 innanlands á einni viku

Ellefu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sunnudag. Samtals hafa því 52 innanlandssmit greinst á einni viku.

124 eru í einangrun á Íslandi með COVID-19.
124 eru í einangrun á Íslandi með COVID-19.
Auglýsing

Af þeim ellefu sem greindust innanlands með COVID-19 í gær voru sex í sóttkví. Fimm greindust með veiruna á landamærunum i gær.

Eftir gærdaginn eru 385 manns í sóttkví og 124 í einangrun.

Fyrir viku hóf smitum innanlands skyndilega að fjölga og meirihluti þeirra sem greinst hefur var þegar orðinn fullbólusettur við greiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi fyrir helgi að bóluefni væru „klárlega“ að veita minni vernd en hann hafði vonast eftir.

Auglýsing

Bólusetningar eru nær hvergi í heiminum jafn útbreiddar og á Íslandi og ríflega 70 prósent fullorðinna eldri en sextán ára eru fullbólusettir.

Þórólfur sagði einnig fyrir helgi að hann ynni að minnisblaði til ráðherra vegna fjölgunar smita. Hann sagði m.a. koma til greina að allir framvísi neikvæðu PCR-prófi við komuna til landsins, líka bólusettir.

Bólusettir hafa ekki þurft að fara í skimun á landamærum við komuna til landsins frá síðustu mánaðamótum. Þórólfur hefur sagt ómögulegt að skima alla sem koma, slíkur sé fjöldinn.

Fréttin hefur verið uppfærð þar sem almannavarnir sendu síðdegis í gær leiðréttingu á tölum um smitin sem birtar voru um morguninn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki veirð meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði
Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.
Kjarninn 28. júlí 2021
Vel yfir 100 smit annan daginn í röð
Í þessum mánuði hafa 810 manns greinst með kórónuveiruna innanlands. Yfir 77 prósent þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar. Síðustu tvo daga hefur smitfjöldinn farið vel yfir 100.
Kjarninn 28. júlí 2021
Katrín Baldursdóttir
Hvað er frelsi?
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent