Bólusettir 73,5 prósent þeirra sem greinst hafa síðustu daga

Flestir þeir sem eru með COVID-19 hér á landi eru á aldrinum 18-29 ára eða tæp 45 prósent. Fjórtán börn eru með sjúkdóminn, þar af eitt ungbarn. Enn eru rúmlega 116 þúsund landsmenn óbólusettir.

Sérstaða Íslands þegar kemur að fjölda bólusettra er mikil og því ekki hægt að miða við reynslu nokkurs annars ríkis þegar kemur að virkni bóluefna í samfélagi án takmarkanna innanlands og fjölgunar ferðamanna.
Sérstaða Íslands þegar kemur að fjölda bólusettra er mikil og því ekki hægt að miða við reynslu nokkurs annars ríkis þegar kemur að virkni bóluefna í samfélagi án takmarkanna innanlands og fjölgunar ferðamanna.
Auglýsing

Á tólf daga tíma­bili, dag­ana 9.-20. júlí, greind­ist 151 með COVID-19 inn­an­lands. Af þeim voru 111 full­bólu­settir eða 73,5 pró­sent hóps­ins. Bólu­setn­ing var hafin hjá þrettán en 27 sem greindust á tíma­bil­inu voru óbólu­settir eða tæp­lega 18 pró­sent hóps­ins.

Ef miðað er við útgefnar tölur Hag­stof­unnar um íbúa­fjölda á Íslandi í byrjun árs eru 68,3 pró­sent lands­manna full­bólu­sett. Ef litið er aðeins til þeirra sem eru sextán ára og eldri, sem mælt er með að láta bólu­setja sig, er hlut­fallið 85,3 pró­sent.

Auglýsing

Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar voru um 73.500 íbúar lands­ins yngri en sextán ára í byrjun árs eða rétt tæp 20 pró­sent mann­fjöld­ans. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort eða hvenær bólu­setn­ing barna hefst almennt hér á landi, þó að börn með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma hafi sum hver fengið bólu­setn­ingu sem og hafa for­eldrar und­an­farið haft val um það að láta bólu­setja börn sín.

Hingað til hafa börn veikst minna en aðrir af COVID-19. Mynd: EPA

Á vefnum COVID.is eru tölur um fjölda bólu­settra á aldr­inum 0-11 ára ekki gefnar upp. Hins vegar kemur fram að 1.429 börn á aldr­inum 12-15 ára séu full­bólu­sett eða um 7,6 pró­sent ald­urs­hóps­ins. Það þýðir að 92 pró­sent þeirra eru óbólu­sett og gera má ráð fyrir að hlut­fall óbólu­settra sé mun hærra hjá enn yngri börn­um.

116 þús­und ekki bólu­settir

Ef við snúum dæm­inu öllu við og skoðum þann hóp sem hvað við­kvæm­astur er fyrir alvar­legum veik­indum af völdum COVID-19 kemur í ljós að enn eru 116.500 íbúar Íslands óbólu­sett­ir. Í elstu ald­urs­hóp­unum eru þetta örfáir ein­stak­ling­ar. Aðeins 44 mann­eskjur 90 ára og eldri eru ekki bólu­settar en þessi elsti ald­urs­hópur telur um 2.500 manns. 142 mann­eskjur á aldr­inum 80-89 ára eru óbólu­settar eða innan við 2 pró­sent hóps­ins. Aðeins 75 á aldr­inum 70-79 ára eru ekki bólu­settir sem er um 0,3 pró­sent alls hóps­ins.

Um 2 pró­sent fólks á sjö­tugs­aldri (60-69 ára) eru óbólu­sett eða 818 manns og um 4,5 pró­sent fólks á sex­tugs­aldri er óbólu­sett eða tæp­lega 2.000 ein­stak­ling­ar.

Fjöldi bólusettra meðal smitaðra síðustu daga er mjög mikill. Mynd: COVID.is

En síðan fer fjöldi óbólu­settra í hverjum ald­urs­hópi að hækka. Þannig eru 10 pró­sent fólks á aldr­inum 40-49 ára enn óbólu­sett eða rúm­lega 4.800 manns. Um 19 pró­sent fólks á fer­tugs­aldri (30-39 ára) er óbólu­sett, sam­tals yfir tíu þús­und manns. Þegar ald­urs­hóp­ur­inn 16-29 ára, sem telur um 73 þús­und manns, er hlut­fall óbólu­settra um 17 pró­sent.

Allir búsettir hér á landi sem eru sextán ára og eldri voru komnir með boð í bólu­setn­ingu í júní.

Þegar þessar tölur eru bornar saman við þann fjölda sem nú er með COVID-19 eftir aldri kemur í ljós að smitin eru flest í þeim ald­urs­hópum þar sem hlut­fall bólu­settra er hvað lægst. Þannig eru 100 manns á aldr­inum 18-29 ára sýkt og 47 ein­stak­lingar á aldr­inum 30-39 ára.

Fjöldi smitaðra eftir aldri 21. júlí. Mynd: COVID.is

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði nýverið að vörnin sem bólu­efni veita væri „klár­lega“ ekki eins og hann hafði von­ast til. Hann sagði svo í við­tali við RÚV: „Full­bólu­sett fólk getur smitast, full­bólu­sett fólk getur smitað aðra, og full­bólu­sett fólk getur veikst alvar­lega.“

Þegar bólu­efni komu á mark­að, og vörn þeirra var metin um og yfir 90 pró­sent, var ekki ljóst hvort fólk gæti engu að síður sýkst af veirunni og borið hana í aðra. Á síð­ustu vikum hefur ber­sýni­lega komið í ljós að slík áhætta er fyrir hendi. Þá er stóra spurn­ing­in, hversu góða vörn þau veita gegn alvar­legum veik­ind­um, sér­stak­lega í ljósi þess að nýtt afbrigði, delta, er komið fram á sjón­ar­svið­ið.

Heil­brigð­is­yf­ir­völd í Ísr­ael vör­uðu fyrr í vik­unni við því að vörn bólu­efna gegn delta-af­brigði kór­ónu­veirunnar væri minni en talið var. Smitum fer fjölg­andi í land­inu þrátt fyrir að meiri­hluti þjóð­ar­innar sé bólu­sett­ur. Inn í þessa jöfnu verður að taka að tak­mark­anir hafa víð­ast hvar, t.d. hér á landi og í Ísra­el, verið litlar sem engar síð­ustu vik­ur. Það gefur veirunni enn betra tæki­færi til að dreifa sér manna á milli en síð­ustu mán­uði þegar marg­vís­legar hömlur á sam­komum fólks hafa verið í gildi.

Heil­brigð­is­ráðu­neytið í Ísr­ael til­kynnti í síð­ustu viku að bólu­efnin veittu 64 pró­senta vörn gegn því að smit­ast af delta-af­brigð­inu og 93 pró­senta vörn gegn því að veikj­ast alvar­lega. Ný gögn frá Gertner-­stofn­un­inni í Tel Aviv sem birt voru um helg­ina sýna að vörn gegn veirunni hefur að lík­indum verið ofmet­in. Frek­ari nið­ur­staðna úr rann­sóknum er beð­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent