Bólusettir 73,5 prósent þeirra sem greinst hafa síðustu daga

Flestir þeir sem eru með COVID-19 hér á landi eru á aldrinum 18-29 ára eða tæp 45 prósent. Fjórtán börn eru með sjúkdóminn, þar af eitt ungbarn. Enn eru rúmlega 116 þúsund landsmenn óbólusettir.

Sérstaða Íslands þegar kemur að fjölda bólusettra er mikil og því ekki hægt að miða við reynslu nokkurs annars ríkis þegar kemur að virkni bóluefna í samfélagi án takmarkanna innanlands og fjölgunar ferðamanna.
Sérstaða Íslands þegar kemur að fjölda bólusettra er mikil og því ekki hægt að miða við reynslu nokkurs annars ríkis þegar kemur að virkni bóluefna í samfélagi án takmarkanna innanlands og fjölgunar ferðamanna.
Auglýsing

Á tólf daga tímabili, dagana 9.-20. júlí, greindist 151 með COVID-19 innanlands. Af þeim voru 111 fullbólusettir eða 73,5 prósent hópsins. Bólusetning var hafin hjá þrettán en 27 sem greindust á tímabilinu voru óbólusettir eða tæplega 18 prósent hópsins.

Ef miðað er við útgefnar tölur Hagstofunnar um íbúafjölda á Íslandi í byrjun árs eru 68,3 prósent landsmanna fullbólusett. Ef litið er aðeins til þeirra sem eru sextán ára og eldri, sem mælt er með að láta bólusetja sig, er hlutfallið 85,3 prósent.

Auglýsing

Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru um 73.500 íbúar landsins yngri en sextán ára í byrjun árs eða rétt tæp 20 prósent mannfjöldans. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort eða hvenær bólusetning barna hefst almennt hér á landi, þó að börn með undirliggjandi sjúkdóma hafi sum hver fengið bólusetningu sem og hafa foreldrar undanfarið haft val um það að láta bólusetja börn sín.

Hingað til hafa börn veikst minna en aðrir af COVID-19. Mynd: EPA

Á vefnum COVID.is eru tölur um fjölda bólusettra á aldrinum 0-11 ára ekki gefnar upp. Hins vegar kemur fram að 1.429 börn á aldrinum 12-15 ára séu fullbólusett eða um 7,6 prósent aldurshópsins. Það þýðir að 92 prósent þeirra eru óbólusett og gera má ráð fyrir að hlutfall óbólusettra sé mun hærra hjá enn yngri börnum.

116 þúsund ekki bólusettir

Ef við snúum dæminu öllu við og skoðum þann hóp sem hvað viðkvæmastur er fyrir alvarlegum veikindum af völdum COVID-19 kemur í ljós að enn eru 116.500 íbúar Íslands óbólusettir. Í elstu aldurshópunum eru þetta örfáir einstaklingar. Aðeins 44 manneskjur 90 ára og eldri eru ekki bólusettar en þessi elsti aldurshópur telur um 2.500 manns. 142 manneskjur á aldrinum 80-89 ára eru óbólusettar eða innan við 2 prósent hópsins. Aðeins 75 á aldrinum 70-79 ára eru ekki bólusettir sem er um 0,3 prósent alls hópsins.

Um 2 prósent fólks á sjötugsaldri (60-69 ára) eru óbólusett eða 818 manns og um 4,5 prósent fólks á sextugsaldri er óbólusett eða tæplega 2.000 einstaklingar.

Fjöldi bólusettra meðal smitaðra síðustu daga er mjög mikill. Mynd: COVID.is

En síðan fer fjöldi óbólusettra í hverjum aldurshópi að hækka. Þannig eru 10 prósent fólks á aldrinum 40-49 ára enn óbólusett eða rúmlega 4.800 manns. Um 19 prósent fólks á fertugsaldri (30-39 ára) er óbólusett, samtals yfir tíu þúsund manns. Þegar aldurshópurinn 16-29 ára, sem telur um 73 þúsund manns, er hlutfall óbólusettra um 17 prósent.

Allir búsettir hér á landi sem eru sextán ára og eldri voru komnir með boð í bólusetningu í júní.

Þegar þessar tölur eru bornar saman við þann fjölda sem nú er með COVID-19 eftir aldri kemur í ljós að smitin eru flest í þeim aldurshópum þar sem hlutfall bólusettra er hvað lægst. Þannig eru 100 manns á aldrinum 18-29 ára sýkt og 47 einstaklingar á aldrinum 30-39 ára.

Fjöldi smitaðra eftir aldri 21. júlí. Mynd: COVID.is

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði nýverið að vörnin sem bóluefni veita væri „klárlega“ ekki eins og hann hafði vonast til. Hann sagði svo í viðtali við RÚV: „Fullbólusett fólk getur smitast, fullbólusett fólk getur smitað aðra, og fullbólusett fólk getur veikst alvarlega.“

Þegar bóluefni komu á markað, og vörn þeirra var metin um og yfir 90 prósent, var ekki ljóst hvort fólk gæti engu að síður sýkst af veirunni og borið hana í aðra. Á síðustu vikum hefur bersýnilega komið í ljós að slík áhætta er fyrir hendi. Þá er stóra spurningin, hversu góða vörn þau veita gegn alvarlegum veikindum, sérstaklega í ljósi þess að nýtt afbrigði, delta, er komið fram á sjónarsviðið.

Heilbrigðisyfirvöld í Ísrael vöruðu fyrr í vikunni við því að vörn bóluefna gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar væri minni en talið var. Smitum fer fjölgandi í landinu þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar sé bólusettur. Inn í þessa jöfnu verður að taka að takmarkanir hafa víðast hvar, t.d. hér á landi og í Ísrael, verið litlar sem engar síðustu vikur. Það gefur veirunni enn betra tækifæri til að dreifa sér manna á milli en síðustu mánuði þegar margvíslegar hömlur á samkomum fólks hafa verið í gildi.

Heilbrigðisráðuneytið í Ísrael tilkynnti í síðustu viku að bóluefnin veittu 64 prósenta vörn gegn því að smitast af delta-afbrigðinu og 93 prósenta vörn gegn því að veikjast alvarlega. Ný gögn frá Gertner-stofnuninni í Tel Aviv sem birt voru um helgina sýna að vörn gegn veirunni hefur að líkindum verið ofmetin. Frekari niðurstaðna úr rannsóknum er beðið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent