Segir „stærstu hagstjórnarmistök síðasta árs“ hafa leitt af sér fasteignabólu

Mistök voru að beita bönkunum í efnahagslegum björgunaraðgerðum segir Kristrún Frostadóttir. Tilhneiging bankanna til að festa fé í steypu hafi leitt af sér fasteignabólu í stað verðmætasköpunar. Spenna á fasteignamarkaði er meiri en spár gerðu ráð fyrir.

Ráðast hefði þurft í beina innspýtingu fjármagns með markvissum hætti frá ríkinu til þeirra sem lentu í tekjustoppi að mati Kristrúnar.
Ráðast hefði þurft í beina innspýtingu fjármagns með markvissum hætti frá ríkinu til þeirra sem lentu í tekjustoppi að mati Kristrúnar.
Auglýsing

Það að beita banka­kerf­inu í efna­hags­legum björg­un­ar­að­gerðum vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins voru stærstu hag­stjórn­ar­mis­tök síð­asta árs að mati Kristrúnar Frosta­dótt­ur, hag­fræð­ings og odd­vita Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur. Ástandið á fast­eigna­mark­aði svipi nú til áranna 2016-17 þegar mikil spenna var í hag­kerf­inu sem var fyr­ir­sjá­an­legt að mati Kristrún­ar, miðað við þær aðgerðir sem rík­is­stjórnin í sam­vinnu við Seðla­bank­ann réðst í á síð­asta ári.

„Hug­mynda­fræði­leg tregða gerði það að verkum að eng­inn vilji var til staðar til að ráð­ast strax í beina inn­spýt­ingu fjár­magns, með mark­vissum hætti, frá rík­inu til þeirra sem lentu í tekju­stoppi vegna stór­kost­legs mark­aðs­brests – vegna nátt­úru­ham­fara og opin­berra aðgerða fyrir almanna­hag,“ skrifar Kristrún í færslu sinni á Face­book.

Auglýsing

Hún segir að sú leið sem hafi verið farin hafi ekki verið almenn­ingi í hag og leitt til verri nið­ur­stöðu fyrir alla. „Með því að úthýsa ákvörðun sem er mjög póli­tísk í eðli sínu, hverjum á að bjarga og hverjum ekki, til bank­anna varð nið­ur­staðan ekki almenn­ingi í hag. Bank­arnir reyna að minnka áhættu­töku sína, ekki hag­kerf­is­ins, og vilja helst festa fjár­magn í öruggri steypu.“

Eðli­legt sé að skuldir auk­ist í svona ástandi, skrifar Kristrún, „spurn­ingin er bara hvar sú aukn­ing á sér stað. Það er í góðu lagi að auka skuldir ef fjár­magn­inu er varið í hluti sem ýta undir sköpun starfa, halda fyr­ir­tækjum og fólki á floti, skapa tæki­færi.“ Sú áhersla bank­anna að festa fjár­magn í öruggri steypu hafi ekki skapað verð­mæti heldur leitt til gíf­ur­legra verð­hækk­ana á fast­eigna­mark­aði.

„Þetta er skamm­tíma­fix. Það er engin verð­mæta­sköpun sem felst í því að borga 10 millj­ónum meira fyrir íbúð en þú hefðir þurft í fyrra. Þetta er eigna­bóla, á mark­aði fyrir grunn­þarfir fólks. Venju­legt fólk græðir ekki á svona ástandi. Þetta hækkar bara verð á næstu eign sem þarf að kaupa, hækkar fast­eigna­skatta, hækkar verð­bólgu og skilur stærri hóp eftir án öruggs hús­næðis að lok­um,“ skrifar Kristrún.

Ástandið á fast­eigna­mark­aðnum svipar nú til áranna 2016-17 þegar mikil spenna var í hag­kerf­inu. Þetta var víst...

Posted by Kristrún Frosta­dóttir on Wed­nes­day, July 21, 2021

Verð­hækk­anir umfram spár

Tólf mán­aða verð­hækkun sér­býlis mælist nú 17 pró­sent og lækkar örlítið milli mán­aða. Tólf mán­aða hækkun fjöl­býlis er um þessar mundir 15,3 pró­sent og hefur ekki verið meiri síðan í októ­ber árið 2017. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóð­skrár Íslands sem fjallað er um í Hag­sjá Lands­bank­ans. „Hækk­anir á íbúða­verði eru nú orðnar áþekkar því sem sást á árunum 2016 og 2017 og hefur spenna auk­ist nokkuð umfram það sem spár gerðu ráð fyr­ir,“ segir í Hag­sjánni.

Þar kemur fram að ólík­legt þyki að spá um 10,5 pró­senta árs­hækkun íbúða­verðs muni halda. Spáin gerði ráð fyrir að Seðla­bank­inn myndi beita þjóð­hags­var­úð­ar­tækjum sínum til að slá á spenn­una, líkt og hann gerði í júní þegar veð­setn­ing­ar­hlut­fall fast­eigna­lána var fært niður í 80 pró­sent, úr 85 pró­sent­um. Sam­kvæmt Hag­fræði­deild Lands­bank­ans þarf meira til. „Við teljum ólík­legt að sú aðgerð ein og sér dugi til þess að slá á þá miklu eft­ir­spurn sem nú virð­ist ríkja.“

Ástandið „farið að valda Seðla­bank­anum áhyggj­um“

Met­fjöldi íbúða selst nú yfir ásettu verði eða um 43 pró­sent íbúða í sér­býli. Hlut­fallið hefur ekki verið jafn hátt frá því að mæl­ingar hófust í upp­hafi árs 2013. Hlut­fall íbúða í fjöl­býli sem selst yfir ásettu verði er 37 pró­sent. Þar að auki selj­ast um helm­ingi fleiri íbúðir í hverjum mán­uði það sem af er árs miðað við sama tíma í fyrra.

Að mati Hag­fræði­deildar er þessi mikla eft­ir­spurn afleið­ing lágra vaxta og minni einka­neyslu vegna far­ald­urs­ins. Hag­fræði­deildin hefur því gert ráð fyrir því að þessi mikla eft­ir­spurn á hús­næð­is­mark­aði sé tíma­bundin og að þegar far­aldr­inum muni linna breyt­ist neyslu­venjur fólks og þar með muni hægj­ast á eft­ir­spurn eftir stærri og dýr­ari fast­eign­um.

Hag­fræði­deildin segir það ekki ólík­legt að gripið verði til frek­ari aðgerða. „Það virð­ist hins vegar alls óvíst hvenær lífið kemst end­an­lega í samt horf og því erfitt að segja með nákvæmni til um það hvenær neyslu­venjur og eft­ir­spurn eftir hús­næði breyt­ast. Það er í það minnsta ljóst að ástandið er farið að valda Seðla­bank­anum áhyggjum og ekki ólík­legt að gripið verði til frek­ari aðgerða til þess að hægja á eft­ir­spurn­ar­aukn­ing­unn­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent