56 smit greindust innanlands – 152 á tíu dögum

223 eru nú með COVID-19 á Íslandi eftir að 56 innanlandssmit greindust í gær. Af þeim voru 43 fullbólusettir og ellefu óbólusettir.

Sýnataka
Auglýsing

Í gær greindust 56 með COVID-19 innanlands. Af þeim voru 43 fullbólusettir og ellefu óbólusettir. 38 einstaklingar, eða um 68 prósent, voru utan sóttkvíar við greiningu. 223 eru nú með sjúkdóminn og í einangrun á Íslandi.

Nýgengi innanlandssmita er komið upp í 42,5 á hverja 100 þúsund íbúa og 16,9 á landamærunum. Þessar tölur benda til þess að Ísland gæti færst af „grænum“ yfir á „appelsínugult“ innan skamms á litakóðunarkerfi því sem Evrópusambandið miðar við er kemur að ferðatakmörkunum. Í þeim útreikningum er einnig tekið tillit til hlutfall jákvæðra sýna sem tekin eru. Í gær reyndust 3,10 prósent einkennasýna sem tekin voru jákvæð af því 1.581 sem var tekið.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að ný bylgja væri hafin og að mögulega stefndi í veldisvöxt. Slíkt kallaði mögulega á það að settar yrðu aðgerðir á innanlands á ný.

Auglýsing

43 af þeim 56 sem greindust með COVID-19 í gær voru fullbólusettir. Mynd: Covid.is

Aðgerðir á landamærunum verða hertar næsta þriðjudag og bólusettir krafðir um að framvísa neikvæðu COVID-prófi við komuna til landsins. Aðeins þrjár vikur eru liðnar síðan að skimun þessa hóps á landamærunum var hætt.

Síðan þá hefur margt breyst og augljóst að veiran hefur lekið yfir landamærin í auknum mæli.

Þrennt skýrir helst fjölgun smita á Íslandi, því landi heims sem er hvað lengst komið í bólusetningum: Bólusetning minnkar líkur á smiti en kemur ekki í veg fyrir það, aflétting aðgerða og þar af leiðandi breytt hegðun fólks og í þriðja lagi landnám hæfasta afbrigði veirunnar til þessa. „Landslagið breyttist mikið með deltunni,“ segir Arnar Pálsson erfðafræðingur sem fer í viðtali við Kjarnann yfir stöðuna með vísindin að vopni.

Hann segir „ekkert furðulegt“ við það að fullbólusett fólk smitist af veirunni og smiti jafnvel aðra. „Það var fyrirséð, sérstaklega í ljósi þess hvernig hegðun fólks úti í samfélaginu hefur verið upp á síðkastið,“ segir hann við Kjarnann. Engar takmarkanir eru lengur innanlands og margir virðast hafa tekið því þannig að það þýddi, þrátt fyrir varnaðarorð yfirvalda, að öll hætta væri liðin hjá. „Yfirvöld hafa vissulega sagt að það sé full ástæða til að fara varlega en fólk virðist ekki meðtaka það sem viðvörun. Það heyrir bara „aflétting“. Það heyrir góðu fréttirnar en ekki varnaglana.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent