56 smit greindust innanlands – 152 á tíu dögum

223 eru nú með COVID-19 á Íslandi eftir að 56 innanlandssmit greindust í gær. Af þeim voru 43 fullbólusettir og ellefu óbólusettir.

Sýnataka
Auglýsing

Í gær greindust 56 með COVID-19 innanlands. Af þeim voru 43 fullbólusettir og ellefu óbólusettir. 38 einstaklingar, eða um 68 prósent, voru utan sóttkvíar við greiningu. 223 eru nú með sjúkdóminn og í einangrun á Íslandi.

Nýgengi innanlandssmita er komið upp í 42,5 á hverja 100 þúsund íbúa og 16,9 á landamærunum. Þessar tölur benda til þess að Ísland gæti færst af „grænum“ yfir á „appelsínugult“ innan skamms á litakóðunarkerfi því sem Evrópusambandið miðar við er kemur að ferðatakmörkunum. Í þeim útreikningum er einnig tekið tillit til hlutfall jákvæðra sýna sem tekin eru. Í gær reyndust 3,10 prósent einkennasýna sem tekin voru jákvæð af því 1.581 sem var tekið.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að ný bylgja væri hafin og að mögulega stefndi í veldisvöxt. Slíkt kallaði mögulega á það að settar yrðu aðgerðir á innanlands á ný.

Auglýsing

43 af þeim 56 sem greindust með COVID-19 í gær voru fullbólusettir. Mynd: Covid.is

Aðgerðir á landamærunum verða hertar næsta þriðjudag og bólusettir krafðir um að framvísa neikvæðu COVID-prófi við komuna til landsins. Aðeins þrjár vikur eru liðnar síðan að skimun þessa hóps á landamærunum var hætt.

Síðan þá hefur margt breyst og augljóst að veiran hefur lekið yfir landamærin í auknum mæli.

Þrennt skýrir helst fjölgun smita á Íslandi, því landi heims sem er hvað lengst komið í bólusetningum: Bólusetning minnkar líkur á smiti en kemur ekki í veg fyrir það, aflétting aðgerða og þar af leiðandi breytt hegðun fólks og í þriðja lagi landnám hæfasta afbrigði veirunnar til þessa. „Landslagið breyttist mikið með deltunni,“ segir Arnar Pálsson erfðafræðingur sem fer í viðtali við Kjarnann yfir stöðuna með vísindin að vopni.

Hann segir „ekkert furðulegt“ við það að fullbólusett fólk smitist af veirunni og smiti jafnvel aðra. „Það var fyrirséð, sérstaklega í ljósi þess hvernig hegðun fólks úti í samfélaginu hefur verið upp á síðkastið,“ segir hann við Kjarnann. Engar takmarkanir eru lengur innanlands og margir virðast hafa tekið því þannig að það þýddi, þrátt fyrir varnaðarorð yfirvalda, að öll hætta væri liðin hjá. „Yfirvöld hafa vissulega sagt að það sé full ástæða til að fara varlega en fólk virðist ekki meðtaka það sem viðvörun. Það heyrir bara „aflétting“. Það heyrir góðu fréttirnar en ekki varnaglana.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent