Borgarbyggð skikkuð til að afhenda íbúa endurskoðunarskýrslu

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skikkað Borgarbyggð til þess að afhenda íbúa í sveitarfélaginu skýrslu sem KPMG vann fyrir sveitarstjórnina undir lok síðasta árs. Oddviti minnihluta sveitarstjórnar segir það hið besta mál.

Meirihluti sveitarstjórnar í Borgarbyggð neitaði að láta íbúa hafa skýrslu sem KPMG vann um fjárhagsmálefni sveitarfélagsins.
Meirihluti sveitarstjórnar í Borgarbyggð neitaði að láta íbúa hafa skýrslu sem KPMG vann um fjárhagsmálefni sveitarfélagsins.
Auglýsing

Sveitarfélaginu Borgarbyggð hefur verið gert að veita íbúa í sveitarfélaginu aðgang að skýrslu sem endurskoðendasvið KPMG vann og skilaði til sveitarstjóra um skoðun á innra eftirliti og fjárhagskerfi ársins 2020 hjá sveitarfélaginu.

Þessari niðurstöðu komst úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) að fyrr í mánuðinum eftir að hafa tekið málið til meðferðar, en sveitarstjórnin hafnaði í upphafi árs að láta skýrsluna af hendi og sagði að hún ætti að teljast vinnuskjal í skilningi upplýsingalaga og gæti auk þess innihaldið upplýsingar um einstaka starfsmenn og annað sem féllu undir persónuvernd.

Guðveig Lind Eyglóardóttir oddviti Framsóknarflokks í sveitarstjórn andmælti þessari niðurstöðu meirihluta Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar og óháðra á byggðarráðsfundi í janúar og lét bóka í fundargerð við það tilefni að hún teldi „óásættanlegt“ að ekki væri hægt að greina frá helstu veikleikum og ábendingum sem sveitarfélaginu hefði borist og tillögum að úrbótum. Eðlilegast væri að byggðarráð myndi greina íbúum í meginatriðum hverjar athugasemdirnar væru.

Guðveig Lind Eyglóardóttir er oddviti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð.

Hún segir við Kjarnann, nú þegar niðurstaða í þessu kærumáli liggur fyrir, að á tímum eins og í dag þegar mikið sé talað um opna stjórnsýslu, hefði henni þótt „mjög sérstakt“ að meirihlutinn hefði staðið fast á að birta ekki skýrsluna.

Þá afstöðu telur hún skýrast af því að upplýsingarnar sem finna hafi mátt í skýrslunni hafi ekki komið vel út fyrir meirihlutann og lýsir því að upp hafi komið hálfgert „Braggamál í Borgarbyggð“ við framkvæmdir við grunnskólann í Borgarnesi og fleiri framkvæmdaverkefni í sveitarfélaginu.

„Það er miklu betra að deila vandamálunum með íbúum í staðinn fyrir að reyna að hylma yfir þau,“ segir Guðveig Lind. Hún segir það „hið besta mál“ að úrskurðarnefndin hafi nú skikkað sveitarfélagið til að láta skýrsluna af hendi til íbúans, rúmu hálfu ári eftir að óskað var eftir henni.

Betra sé að hafa allt uppi á borðum, ekki síst fyrir starfsmenn sveitarfélagsins, því ef út spyrjist að ekki megi veita einhverjar upplýsingar sem snerta störf þeirra fari íbúar í sveitarfélaginu ef til vill að draga sínar eigin ályktanir um málin.

Ekki mögulega vinnugagn

Samkvæmt úrskurði ÚNU, sem birtist á vef stjórnarráðsins í gær, getur skýrsla af þessu tagi ekki talist vinnugagn í skilningi upplýsingalaga, þar sem hún uppfyllir ekki það skilyrði að hafa verið útbúin af stjórnvaldinu sjálfu.

Auglýsing

Úrskurðarnefndin skoðaði einnig hvort að í skýrslunni frá KPMG, sem var merkt sem „trúnaðarmál“ væru einhverjar trúnaðarupplýsingar sem gæfu ástæðu til þess að takmarka aðgang að því á grundvelli annarra undanþáguákvæða upplýsingalaga. Svo var ekki.

Nefndin segir að í skýrslunni sé að finna „almennar athugasemdir og ábendingar um atriði sem fram hafa komið við endurskoðun á reikningsskilum sveitarfélagsins“ og „tillögur að lausnum og viðbrögðum við þeim“.

„Í skýrslunni er ekki sérstaklega fjallað um aðkomu nafngreindra einstaklinga, starfsmanna eða stjórnenda. Að mati úrskurðarnefndarinnar eru upplýsingarnar sem þar koma fram því ekki þess eðlis að efni skýrslunnar teljist vera viðkvæmar upplýsingar sem lúta skuli trúnaði með vísan til þeirra hagsmuna sem framangreindum undanþáguákvæðum er ætlað að vernda. Þvert á móti hefur skýrslan að geyma upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og þar með ráðstöfun opinbers fjár og hagsmuna sem telja verður að almenningur hafi almennt ríka hagsmuni af því að kynna sér,“ segir í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent