Borgarbyggð skikkuð til að afhenda íbúa endurskoðunarskýrslu

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skikkað Borgarbyggð til þess að afhenda íbúa í sveitarfélaginu skýrslu sem KPMG vann fyrir sveitarstjórnina undir lok síðasta árs. Oddviti minnihluta sveitarstjórnar segir það hið besta mál.

Meirihluti sveitarstjórnar í Borgarbyggð neitaði að láta íbúa hafa skýrslu sem KPMG vann um fjárhagsmálefni sveitarfélagsins.
Meirihluti sveitarstjórnar í Borgarbyggð neitaði að láta íbúa hafa skýrslu sem KPMG vann um fjárhagsmálefni sveitarfélagsins.
Auglýsing

Sveit­ar­fé­lag­inu Borg­ar­byggð hefur verið gert að veita íbúa í sveit­ar­fé­lag­inu aðgang að skýrslu sem end­ur­skoð­enda­svið KPMG vann og skil­aði til sveit­ar­stjóra um skoðun á innra eft­ir­liti og fjár­hags­kerfi árs­ins 2020 hjá sveit­ar­fé­lag­inu.

Þess­ari nið­ur­stöðu komst úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál (ÚNU) að fyrr í mán­uð­inum eftir að hafa tekið málið til með­ferð­ar, en sveit­ar­stjórnin hafn­aði í upp­hafi árs að láta skýrsl­una af hendi og sagði að hún ætti að telj­ast vinnu­skjal í skiln­ingi upp­lýs­inga­laga og gæti auk þess inni­haldið upp­lýs­ingar um ein­staka starfs­menn og annað sem féllu undir per­sónu­vernd.

Guð­veig Lind Eygló­ar­dóttir odd­viti Fram­sókn­ar­flokks í sveit­ar­stjórn and­mælti þess­ari nið­ur­stöðu meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri grænna og Sam­fylk­ingar og óháðra á byggð­ar­ráðs­fundi í jan­úar og lét bóka í fund­ar­gerð við það til­efni að hún teldi „óá­sætt­an­legt“ að ekki væri hægt að greina frá helstu veik­leikum og ábend­ingum sem sveit­ar­fé­lag­inu hefði borist og til­lögum að úrbót­um. Eðli­leg­ast væri að byggð­ar­ráð myndi greina íbúum í meg­in­at­riðum hverjar athuga­semd­irnar væru.

Guðveig Lind Eyglóardóttir er oddviti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð.

Hún segir við Kjarn­ann, nú þegar nið­ur­staða í þessu kæru­máli liggur fyr­ir, að á tímum eins og í dag þegar mikið sé talað um opna stjórn­sýslu, hefði henni þótt „mjög sér­stakt“ að meiri­hlut­inn hefði staðið fast á að birta ekki skýrsl­una.

Þá afstöðu telur hún skýr­ast af því að upp­lýs­ing­arnar sem finna hafi mátt í skýrsl­unni hafi ekki komið vel út fyrir meiri­hlut­ann og lýsir því að upp hafi komið hálf­gert „Bragga­mál í Borg­ar­byggð“ við fram­kvæmdir við grunn­skól­ann í Borg­ar­nesi og fleiri fram­kvæmda­verk­efni í sveit­ar­fé­lag­inu.

„Það er miklu betra að deila vanda­mál­unum með íbúum í stað­inn fyrir að reyna að hylma yfir þau,“ segir Guð­veig Lind. Hún segir það „hið besta mál“ að úrskurð­ar­nefndin hafi nú skikkað sveit­ar­fé­lagið til að láta skýrsl­una af hendi til íbú­ans, rúmu hálfu ári eftir að óskað var eftir henni.

Betra sé að hafa allt uppi á borð­um, ekki síst fyrir starfs­menn sveit­ar­fé­lags­ins, því ef út spyrj­ist að ekki megi veita ein­hverjar upp­lýs­ingar sem snerta störf þeirra fari íbúar í sveit­ar­fé­lag­inu ef til vill að draga sínar eigin álykt­anir um mál­in.

Ekki mögu­lega vinnu­gagn

Sam­kvæmt úrskurði ÚNU, sem birt­ist á vef stjórn­ar­ráðs­ins í gær, getur skýrsla af þessu tagi ekki talist vinnu­gagn í skiln­ingi upp­lýs­inga­laga, þar sem hún upp­fyllir ekki það skil­yrði að hafa verið útbúin af stjórn­vald­inu sjálfu.

Auglýsing

Úrskurð­ar­nefndin skoð­aði einnig hvort að í skýrsl­unni frá KPMG, sem var merkt sem „trún­að­ar­mál“ væru ein­hverjar trún­að­ar­upp­lýs­ingar sem gæfu ástæðu til þess að tak­marka aðgang að því á grund­velli ann­arra und­an­þágu­á­kvæða upp­lýs­inga­laga. Svo var ekki.

Nefndin segir að í skýrsl­unni sé að finna „al­mennar athuga­semdir og ábend­ingar um atriði sem fram hafa komið við end­ur­skoðun á reikn­ings­skilum sveit­ar­fé­lags­ins“ og „til­lögur að lausnum og við­brögðum við þeim“.

„Í skýrsl­unni er ekki sér­stak­lega fjallað um aðkomu nafn­greindra ein­stak­linga, starfs­manna eða stjórn­enda. Að mati úrskurð­ar­nefnd­ar­innar eru upp­lýs­ing­arnar sem þar koma fram því ekki þess eðlis að efni skýrsl­unnar telj­ist vera við­kvæmar upp­lýs­ingar sem lúta skuli trún­aði með vísan til þeirra hags­muna sem fram­an­greindum und­an­þágu­á­kvæðum er ætlað að vernda. Þvert á móti hefur skýrslan að geyma upp­lýs­ingar um rekstur sveit­ar­fé­lags­ins og þar með ráð­stöfun opin­bers fjár og hags­muna sem telja verður að almenn­ingur hafi almennt ríka hags­muni af því að kynna sér,“ segir í nið­ur­stöðu úrskurð­ar­nefnd­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent