Segir Kínverja bera mesta ábyrgð á hitnandi loftslagi

Loftslagserindreki Bandaríkjanna segist þess fullviss um að Kínverjar geti gert betur í að minnka losun. Frá því að Parísarsamkomulagið var undirritað hafa niðurgreiðslur Bandaríkjamanna til vinnslu jarðefnaeldsneytis aukist.

John Kerry er loftslagserindreki Bandaríkjanna.
John Kerry er loftslagserindreki Bandaríkjanna.
Auglýsing

Ríki heims geta enn komið í veg fyrir alvar­legar afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga svo lengi sem stjórn­völd ganga lengra í skuld­bind­ingum sínum um minni losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á næstu mán­uð­um, að mati John Kerry lofts­lags­er­ind­reka Banda­ríkj­anna. Í ræðu sem Kerry hélt í Kew Gar­dens í London hvatti hann ríki heims til þess að leggja fram nýjar áætl­anir um minnkun los­unar áður en lofts­lags­ráð­stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna, Cop 26, verður sett í Glas­gow í nóv­em­ber.

Kerry sagði lofts­lags­vána vera eitt af stærstu vanda­málum sam­tím­ans. Með því að minnka veru­lega úr losun á þessum ára­tug væri enn hægt að tryggja það að mark­miðið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins um að halda hækkun hita­stigs fyrir innan 1,5 gráð­ur.

Gagn­rýndi Kín­verja

Kerry beindi spjótum sínum sér­stak­lega að Kína í ræðu sinni. Hann sagði Kín­verja vera orðna þá þjóð sem bæri mesta ábyrgð á lofts­lags­breyt­ing­um. Þá sagði hann skuld­bind­ingar Kín­verja ekki ganga nógu langt en þær kveða á um að losun Kín­verja muni ná hámarki árið 2030 og fara lækk­andi eftir það.

Auglýsing

„Ef Kína heldur áfram að fylgja núver­andi áætlun og nær hámarki útblást­urs ekki fyrr en árið 2030 þá þarf restin af heim­inum að ná kolefn­is­hlut­leysi árið 2040 eða jafn­vel árið 2035,“ er haft eftir Kerry í frétt BBC. Hann sagð­ist vera full­viss um að Kína gæti gengið lengra en núver­andi skuld­bind­ingar þeirra segja til um og að Banda­ríkin væru mjög viljug til þess að aðstoða við það verk­efni. Ómögu­legt væri að halda hlýnun fyrir innan 1,5 gráður án metn­að­ar­fyllri mark­miða frá Kín­verj­um.

Kerry sagði að öll stærstu hag­kerfi heims þyrftu að gera betur og leggja meiri metnað í lofts­lags­málum næsta ára­tug­inn.

Banda­ríkin hafa aukið nið­ur­greiðslu til fram­leiðslu jarð­efna­elds­neytis

Frá því að Par­ís­ar­sam­komu­lagið var und­ir­ritað hafa nið­ur­greiðslur G20 ríkj­anna til kola-, olíu- og gasvinnslu numið meira en 3,3 billjónum Banda­ríkja­dala. Þetta meðal nið­ur­staða í nýrri skýrslu um hlýnun lofts­lags­ins. Sam­kvæmt umfjöllun The Guar­dian um skýrsl­una bera G20 ríkin ábyrgð á nær þremur fjórðu af útblæstri heims­ins.

Í skýrsl­unni kemur fram að nið­ur­greiðsl­urnar hafi dreg­ist saman um sem nemur tveimur pró­sentum á hverju ári frá árinu 2015 en þær námu um 636 millj­örðum Banda­ríkja­dala árið 2019. Þrátt fyrir að sam­dráttur mælist þegar horft er til allra G20 ríkj­anna er það ekki svo að þau hafi öll dregið úr nið­ur­greiðslum til vinnslu jarð­efna­elds­neyt­is. Á milli árana 2015 og 2019 juk­ust nið­ur­greiðslur til elds­neyt­is­iðn­að­ar­ins í Ástr­alíu um 48 pró­sent og um 37 pró­sent í Banda­ríkj­un­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiErlent