Segir Kínverja bera mesta ábyrgð á hitnandi loftslagi

Loftslagserindreki Bandaríkjanna segist þess fullviss um að Kínverjar geti gert betur í að minnka losun. Frá því að Parísarsamkomulagið var undirritað hafa niðurgreiðslur Bandaríkjamanna til vinnslu jarðefnaeldsneytis aukist.

John Kerry er loftslagserindreki Bandaríkjanna.
John Kerry er loftslagserindreki Bandaríkjanna.
Auglýsing

Ríki heims geta enn komið í veg fyrir alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga svo lengi sem stjórnvöld ganga lengra í skuldbindingum sínum um minni losun gróðurhúsalofttegunda á næstu mánuðum, að mati John Kerry loftslagserindreka Bandaríkjanna. Í ræðu sem Kerry hélt í Kew Gardens í London hvatti hann ríki heims til þess að leggja fram nýjar áætlanir um minnkun losunar áður en loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, Cop 26, verður sett í Glasgow í nóvember.

Kerry sagði loftslagsvána vera eitt af stærstu vandamálum samtímans. Með því að minnka verulega úr losun á þessum áratug væri enn hægt að tryggja það að markmiðið Parísarsamkomulagsins um að halda hækkun hitastigs fyrir innan 1,5 gráður.

Gagnrýndi Kínverja

Kerry beindi spjótum sínum sérstaklega að Kína í ræðu sinni. Hann sagði Kínverja vera orðna þá þjóð sem bæri mesta ábyrgð á loftslagsbreytingum. Þá sagði hann skuldbindingar Kínverja ekki ganga nógu langt en þær kveða á um að losun Kínverja muni ná hámarki árið 2030 og fara lækkandi eftir það.

Auglýsing

„Ef Kína heldur áfram að fylgja núverandi áætlun og nær hámarki útblásturs ekki fyrr en árið 2030 þá þarf restin af heiminum að ná kolefnishlutleysi árið 2040 eða jafnvel árið 2035,“ er haft eftir Kerry í frétt BBC. Hann sagðist vera fullviss um að Kína gæti gengið lengra en núverandi skuldbindingar þeirra segja til um og að Bandaríkin væru mjög viljug til þess að aðstoða við það verkefni. Ómögulegt væri að halda hlýnun fyrir innan 1,5 gráður án metnaðarfyllri markmiða frá Kínverjum.

Kerry sagði að öll stærstu hagkerfi heims þyrftu að gera betur og leggja meiri metnað í loftslagsmálum næsta áratuginn.

Bandaríkin hafa aukið niðurgreiðslu til framleiðslu jarðefnaeldsneytis

Frá því að Parísarsamkomulagið var undirritað hafa niðurgreiðslur G20 ríkjanna til kola-, olíu- og gasvinnslu numið meira en 3,3 billjónum Bandaríkjadala. Þetta meðal niðurstaða í nýrri skýrslu um hlýnun loftslagsins. Samkvæmt umfjöllun The Guardian um skýrsluna bera G20 ríkin ábyrgð á nær þremur fjórðu af útblæstri heimsins.

Í skýrslunni kemur fram að niðurgreiðslurnar hafi dregist saman um sem nemur tveimur prósentum á hverju ári frá árinu 2015 en þær námu um 636 milljörðum Bandaríkjadala árið 2019. Þrátt fyrir að samdráttur mælist þegar horft er til allra G20 ríkjanna er það ekki svo að þau hafi öll dregið úr niðurgreiðslum til vinnslu jarðefnaeldsneytis. Á milli árana 2015 og 2019 jukust niðurgreiðslur til eldsneytisiðnaðarins í Ástralíu um 48 prósent og um 37 prósent í Bandaríkjunum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent