Misjafnar kvaðir á erlendum landamærum fyrir ferðamenn frá Íslandi

Bólusettir Íslendingar geta almennt ferðast án mikilla vandkvæða til vinsælustu áfangastaðanna. Á þessu eru þó einhverjar undantekningar og almennt gildir ferðabann til Bandaríkjanna og Kanada. Staðan gæti breyst mikið verði Ísland ekki lengur grænt land.

Reglur á landamærum breyast í takt við þróun faraldursins og því mikilvægt að kynna sér reglulega hvaða reglur eru í gildi ef ætlunin er að fara til útlanda.
Reglur á landamærum breyast í takt við þróun faraldursins og því mikilvægt að kynna sér reglulega hvaða reglur eru í gildi ef ætlunin er að fara til útlanda.
Auglýsing

Frá og með þriðju­degi, 27. júlí, munu allir far­þegar sem koma til Íslands þurfa að skila inn nei­kvæðu COVID-­prófi, ýmist PCR-­prófi eða hrað­prófi, áður en haldið er af stað. Þessi nei­kvæðu próf mega að hámarki vera 72 klukku­stunda göm­ul. Þá verður einnig mælst til þess að þeir sem eru búsettir á Íslandi eða hafa tengsla­net hér á landi fari í skimun við kom­una til lands­ins, en það verður ekki skylda.

Kjarn­inn kann­aði hvaða kröfur eru gerðar til ferða­langa frá Íslandi í þeim löndum sem Íslend­ingar sækja helst heim. Sam­kvæmt könnun Ferða­mála­stofu eru þetta mark­aðs­svæðin Spánn og Portú­gal, Dan­mörk, Bret­land og Írland, Banda­ríkin og Kanada og loks Þýska­land.

Um þessar mundir er Ísland talið vera svo­kallað grænt land hjá sótt­varn­ar­yf­ir­völdum þess­ara landa. Þar af leið­andi eru ekki settar miklar kvaðir á ferða­lög bólu­settra Íslend­inga til margra þess­ara landa. Þetta gæti þó breyst umtals­vert breyt­ist staða Íslands til hins verra. Sé fólk óbólu­sett er yfir­leitt gerð krafa um fram­vísun nei­kvæðs PCR-­prófs og þá er gerð er krafa um for­skrán­ingu í þeim flest­um. Banda­ríkin og Kanada skera sig nokkuð úr enda er ferða­bann í gildi til þess­ara landa með nokkrum und­an­tekn­ing­um.

Auglýsing

Vert er að taka fram að sótt­varna­læknir mælir gegn ferða­lögum óbólu­settra til áhættu­svæða, líkt og tekið er fram á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins þar sem finna má ferða­ráð vegna COVID-19.

Spánn og Portú­gal

Allir far­þegar á leið til Spánar þurfa að for­skrá sig áður en þeir leggja af stað. Ferða­menn sem koma frá lágá­hættu­svæðum líkt og Íslandi þurfa ekki að fram­vísa neinum vott­orð­um. Eftir að for­skrán­ingu lýkur ættu íslenskir ferða­menn því að fá QR kóða sem segir að við­kom­andi eigi að fá flýti­með­ferð við kom­una til lands­ins. Á Spáni er grímu­skylda í almenn­ings­sam­göngum og þar sem ekki er hægt að halda 1,5 metra fjar­lægð á milli fólks.

Frá 1. júlí hafa star­fræn evr­ópsk COVID-19 vott­orð verði tekin gild í Portú­gal sem leyfa full­bólu­settu fólki að ferð­ast þangað án þess að þurfa að fram­vísa nei­kvæðu PCR prófi. Óbólu­settir ferða­menn þurfa sýna nei­kvætt PCR próf sem tekið hefur verið innan 72 klukku­stunda fyrir brott­för. Einnig er í boði að fram­vísa nei­kvæðu hrað­prófi sem tekið er innan við 48 klukku­stundum fyrir brott­för. Þá þurfa allir far­þegar að for­skrá sig fyrir kom­una til lands­ins.

Svip­aðar reglur gilda fyrir ferða­langa á leið til Asor­eyja og Madeira. Þó er í boði að fara í skimun við komu og fara í sótt­kví á meðan beðið er eftir nið­ur­stöðu, sem ætti að taka á bil­inu 12 til 24 klukku­stund­ir.

Mis­mun­andi reglur innan Bret­landseyja

Allir sem koma frá grænum löndum geta sótt Eng­land heim. Þó þurfa all­ir, líka þeir sem eru full­bólu­settir eða hafa smit­ast af COVID-19, að fara í PCR próf á öðrum degi eftir kom­una til lands­ins. Á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins segir að þann 19. júlí, í gær, hafi flestum tak­mörk­unum verið aflétt á Englandi. Þó þarf að nota grímur í almenn­ings­sam­göngum í London og ein­hverjar versl­anir munu áfram krefj­ast grímunotk­un­ar.

Áður en fólk frá grænum löndum ferð­ast til Skotlands, Wales og Norð­ur­-Ír­lands þarf það að taka COVID próf. Allir ferða­langar frá grænum löndum þurfa svo að fara í annað próf innan við tveimur dögum eftir kom­una til lands­ins. Þá þurfa allir að for­skrá sig fyrir brott­för til þess­ara svæða.

Á Írlandi er nóg að fram­vísa bólu­setn­ing­ar­vott­orði eða vott­orði sem sýnir fram á að ferða­maður hafi smit­ast af COVID-19 á síð­ustu 180 dögum við kom­una til lands­ins. Aðrir þurfa að fram­vísa nei­kvæðri nið­ur­stöðu úr PCR prófi sem var tekið innan við 72 klukku­stundum fyrir brott­för. Þá þurfa allir sem hyggja á ferða­lög til lands­ins að for­skrá sig fyrir brott­för.

Reglu­leg próf í Dan­mörku...

Á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins segir að bólu­settir ein­stak­lingar frá græn­um, gulum og app­el­sínu­gulum löndum þurfi ekki að fara í skimun við komu til Dan­merkur en Ísland er skil­greint sem grænt land. Óbólu­settir frá grænum löndum þurfa heldur ekki að fara í skim­un.

Reglur inn­an­lands í Dan­mörku eru frá­brugðnar reglum á Íslandi. Til að mynda er víða gerð krafa um fólk fram­vísi sér­stökum kór­ónu­veirupassa. Fólk þarf að sýna pass­ann ætli það sér að heim­sækja söfn, kvik­mynda- og leik­hús, dýra­garða og aðra sam­komu­staði. Þá er gerð krafa um fram­vísun slíks passa á veit­inga­húsum og bör­um. Í pass­anum er að finna QR kóða sem sýnir nið­ur­stöðu úr síð­astu skimun fyrir kór­ónu­veirunni. Pass­arnir eru í gildi í 96 klukku­stundir eftir síð­asta PCR próf en í 72 klukku­stundir eftir hrað­próf. Víðs­vegar um landið er hægt að fara í slík próf en þau eru ókeyp­is.

...­sem og í Þýska­landi

Staðan er nokkuð svipuð í Þýska­landi og í þeim löndum sem upp hafa verið tal­in. Þeir sem ekki eru full­bólu­settir eða hafa smit­ast af veirunni þurfa að sýna nei­kvætt PCR próf sem tekið hefur verið innan við 48 klukku­stundum fyrir brott­för.

Almenn grímu­skylda er í land­inu inn­an­dyra, svo sem í búðum og á veit­inga­stöðum og almenn­ings­sam­göng­um. Þá þarf fólk að geta sýnt fram á nýlega nei­kvæða nið­ur­stöðu úr sýna­töku ef það er ekki bólu­sett eða með vott­orð um fyrra smit, svipað og tíðkast í Dan­mörku.

„Íbúum Þýska­lands er boðið upp á ókeypis skyndi­próf (Antigen eða „Schnelltest“ á þýsku) tvisvar viku og ferða­menn geta einnig nýtt sér það, stundum fyrir smá gjald. Stundum þarf nið­ur­stöðu úr slíku prófi til þess að kom­ast í verl­anir sumar og á inn­i­svæði veit­inga­staða, en bólu­setn­ing­ar­vott­orð og vott­orð um fyrri smit eru oft­ast einnig tekin gild,“ segir á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins.

Bann við ferða­lögum til Banda­ríkj­anna og Kanada

Banda­ríkin eru tölu­vert sér á parti í þess­ari upp­taln­ingu en þar er í gildi ferða­bann gagn­vart rík­is­borg­urum Schen­gen-­ríkj­anna sem gildir þá einnig um Íslend­inga. Þó geta hand­hafar ákveð­inna árit­ana fengið und­an­þágu frá ferða­bann­inu sem sækja þarf sér­stak­lega um, líkt og fram kemur á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins.

Fyrir flug til Banda­ríkj­anna er gerð krafa um að all­ir, einnig þeir sem eru bólu­sett­ir, sýni fram á nei­kvætt próf sem er ekki eldra en 72 klukku­stunda gam­alt. Eftir kom­una til lands­ins er mælt með því að ferða­menn fari í skimun þremur til fimm dögum eftir kom­una til lands­ins. Óbólu­settir far­þegar þurfa hins vegar að sæta sótt­kví í sjö daga eftir kom­una til lands­ins og fara í COVID-19 próf þremur til fimm dögum eftir komu.

Svipað er uppi á ten­ingnum í Kanada. Landa­mærin eru ekki opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi, nema við­kom­andi sé með búsetu­rétt í Kana­da, sé kanadískur rík­is­borg­ari, náinn ætt­ingi kanadísks rík­is­borg­ara eða eigi brýnt erindi til lands­ins vegna vinnu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent