Misjafnar kvaðir á erlendum landamærum fyrir ferðamenn frá Íslandi

Bólusettir Íslendingar geta almennt ferðast án mikilla vandkvæða til vinsælustu áfangastaðanna. Á þessu eru þó einhverjar undantekningar og almennt gildir ferðabann til Bandaríkjanna og Kanada. Staðan gæti breyst mikið verði Ísland ekki lengur grænt land.

Reglur á landamærum breyast í takt við þróun faraldursins og því mikilvægt að kynna sér reglulega hvaða reglur eru í gildi ef ætlunin er að fara til útlanda.
Reglur á landamærum breyast í takt við þróun faraldursins og því mikilvægt að kynna sér reglulega hvaða reglur eru í gildi ef ætlunin er að fara til útlanda.
Auglýsing

Frá og með þriðju­degi, 27. júlí, munu allir far­þegar sem koma til Íslands þurfa að skila inn nei­kvæðu COVID-­prófi, ýmist PCR-­prófi eða hrað­prófi, áður en haldið er af stað. Þessi nei­kvæðu próf mega að hámarki vera 72 klukku­stunda göm­ul. Þá verður einnig mælst til þess að þeir sem eru búsettir á Íslandi eða hafa tengsla­net hér á landi fari í skimun við kom­una til lands­ins, en það verður ekki skylda.

Kjarn­inn kann­aði hvaða kröfur eru gerðar til ferða­langa frá Íslandi í þeim löndum sem Íslend­ingar sækja helst heim. Sam­kvæmt könnun Ferða­mála­stofu eru þetta mark­aðs­svæðin Spánn og Portú­gal, Dan­mörk, Bret­land og Írland, Banda­ríkin og Kanada og loks Þýska­land.

Um þessar mundir er Ísland talið vera svo­kallað grænt land hjá sótt­varn­ar­yf­ir­völdum þess­ara landa. Þar af leið­andi eru ekki settar miklar kvaðir á ferða­lög bólu­settra Íslend­inga til margra þess­ara landa. Þetta gæti þó breyst umtals­vert breyt­ist staða Íslands til hins verra. Sé fólk óbólu­sett er yfir­leitt gerð krafa um fram­vísun nei­kvæðs PCR-­prófs og þá er gerð er krafa um for­skrán­ingu í þeim flest­um. Banda­ríkin og Kanada skera sig nokkuð úr enda er ferða­bann í gildi til þess­ara landa með nokkrum und­an­tekn­ing­um.

Auglýsing

Vert er að taka fram að sótt­varna­læknir mælir gegn ferða­lögum óbólu­settra til áhættu­svæða, líkt og tekið er fram á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins þar sem finna má ferða­ráð vegna COVID-19.

Spánn og Portú­gal

Allir far­þegar á leið til Spánar þurfa að for­skrá sig áður en þeir leggja af stað. Ferða­menn sem koma frá lágá­hættu­svæðum líkt og Íslandi þurfa ekki að fram­vísa neinum vott­orð­um. Eftir að for­skrán­ingu lýkur ættu íslenskir ferða­menn því að fá QR kóða sem segir að við­kom­andi eigi að fá flýti­með­ferð við kom­una til lands­ins. Á Spáni er grímu­skylda í almenn­ings­sam­göngum og þar sem ekki er hægt að halda 1,5 metra fjar­lægð á milli fólks.

Frá 1. júlí hafa star­fræn evr­ópsk COVID-19 vott­orð verði tekin gild í Portú­gal sem leyfa full­bólu­settu fólki að ferð­ast þangað án þess að þurfa að fram­vísa nei­kvæðu PCR prófi. Óbólu­settir ferða­menn þurfa sýna nei­kvætt PCR próf sem tekið hefur verið innan 72 klukku­stunda fyrir brott­för. Einnig er í boði að fram­vísa nei­kvæðu hrað­prófi sem tekið er innan við 48 klukku­stundum fyrir brott­för. Þá þurfa allir far­þegar að for­skrá sig fyrir kom­una til lands­ins.

Svip­aðar reglur gilda fyrir ferða­langa á leið til Asor­eyja og Madeira. Þó er í boði að fara í skimun við komu og fara í sótt­kví á meðan beðið er eftir nið­ur­stöðu, sem ætti að taka á bil­inu 12 til 24 klukku­stund­ir.

Mis­mun­andi reglur innan Bret­landseyja

Allir sem koma frá grænum löndum geta sótt Eng­land heim. Þó þurfa all­ir, líka þeir sem eru full­bólu­settir eða hafa smit­ast af COVID-19, að fara í PCR próf á öðrum degi eftir kom­una til lands­ins. Á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins segir að þann 19. júlí, í gær, hafi flestum tak­mörk­unum verið aflétt á Englandi. Þó þarf að nota grímur í almenn­ings­sam­göngum í London og ein­hverjar versl­anir munu áfram krefj­ast grímunotk­un­ar.

Áður en fólk frá grænum löndum ferð­ast til Skotlands, Wales og Norð­ur­-Ír­lands þarf það að taka COVID próf. Allir ferða­langar frá grænum löndum þurfa svo að fara í annað próf innan við tveimur dögum eftir kom­una til lands­ins. Þá þurfa allir að for­skrá sig fyrir brott­för til þess­ara svæða.

Á Írlandi er nóg að fram­vísa bólu­setn­ing­ar­vott­orði eða vott­orði sem sýnir fram á að ferða­maður hafi smit­ast af COVID-19 á síð­ustu 180 dögum við kom­una til lands­ins. Aðrir þurfa að fram­vísa nei­kvæðri nið­ur­stöðu úr PCR prófi sem var tekið innan við 72 klukku­stundum fyrir brott­för. Þá þurfa allir sem hyggja á ferða­lög til lands­ins að for­skrá sig fyrir brott­för.

Reglu­leg próf í Dan­mörku...

Á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins segir að bólu­settir ein­stak­lingar frá græn­um, gulum og app­el­sínu­gulum löndum þurfi ekki að fara í skimun við komu til Dan­merkur en Ísland er skil­greint sem grænt land. Óbólu­settir frá grænum löndum þurfa heldur ekki að fara í skim­un.

Reglur inn­an­lands í Dan­mörku eru frá­brugðnar reglum á Íslandi. Til að mynda er víða gerð krafa um fólk fram­vísi sér­stökum kór­ónu­veirupassa. Fólk þarf að sýna pass­ann ætli það sér að heim­sækja söfn, kvik­mynda- og leik­hús, dýra­garða og aðra sam­komu­staði. Þá er gerð krafa um fram­vísun slíks passa á veit­inga­húsum og bör­um. Í pass­anum er að finna QR kóða sem sýnir nið­ur­stöðu úr síð­astu skimun fyrir kór­ónu­veirunni. Pass­arnir eru í gildi í 96 klukku­stundir eftir síð­asta PCR próf en í 72 klukku­stundir eftir hrað­próf. Víðs­vegar um landið er hægt að fara í slík próf en þau eru ókeyp­is.

...­sem og í Þýska­landi

Staðan er nokkuð svipuð í Þýska­landi og í þeim löndum sem upp hafa verið tal­in. Þeir sem ekki eru full­bólu­settir eða hafa smit­ast af veirunni þurfa að sýna nei­kvætt PCR próf sem tekið hefur verið innan við 48 klukku­stundum fyrir brott­för.

Almenn grímu­skylda er í land­inu inn­an­dyra, svo sem í búðum og á veit­inga­stöðum og almenn­ings­sam­göng­um. Þá þarf fólk að geta sýnt fram á nýlega nei­kvæða nið­ur­stöðu úr sýna­töku ef það er ekki bólu­sett eða með vott­orð um fyrra smit, svipað og tíðkast í Dan­mörku.

„Íbúum Þýska­lands er boðið upp á ókeypis skyndi­próf (Antigen eða „Schnelltest“ á þýsku) tvisvar viku og ferða­menn geta einnig nýtt sér það, stundum fyrir smá gjald. Stundum þarf nið­ur­stöðu úr slíku prófi til þess að kom­ast í verl­anir sumar og á inn­i­svæði veit­inga­staða, en bólu­setn­ing­ar­vott­orð og vott­orð um fyrri smit eru oft­ast einnig tekin gild,“ segir á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins.

Bann við ferða­lögum til Banda­ríkj­anna og Kanada

Banda­ríkin eru tölu­vert sér á parti í þess­ari upp­taln­ingu en þar er í gildi ferða­bann gagn­vart rík­is­borg­urum Schen­gen-­ríkj­anna sem gildir þá einnig um Íslend­inga. Þó geta hand­hafar ákveð­inna árit­ana fengið und­an­þágu frá ferða­bann­inu sem sækja þarf sér­stak­lega um, líkt og fram kemur á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins.

Fyrir flug til Banda­ríkj­anna er gerð krafa um að all­ir, einnig þeir sem eru bólu­sett­ir, sýni fram á nei­kvætt próf sem er ekki eldra en 72 klukku­stunda gam­alt. Eftir kom­una til lands­ins er mælt með því að ferða­menn fari í skimun þremur til fimm dögum eftir kom­una til lands­ins. Óbólu­settir far­þegar þurfa hins vegar að sæta sótt­kví í sjö daga eftir kom­una til lands­ins og fara í COVID-19 próf þremur til fimm dögum eftir komu.

Svipað er uppi á ten­ingnum í Kanada. Landa­mærin eru ekki opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi, nema við­kom­andi sé með búsetu­rétt í Kana­da, sé kanadískur rík­is­borg­ari, náinn ætt­ingi kanadísks rík­is­borg­ara eða eigi brýnt erindi til lands­ins vegna vinnu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent