EPA

Hyldýpið sem hægt var að brúa

Í heimsfaraldri þar sem barist hefur verið um bóluefni með peninga að vopni hefur heil heimsálfa verið skilin eftir með sárt ennið. Þetta eru ekkert annað en svik, segir forstjóri WHO. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir fjölda dauðsfalla í Afríku ef jafnt hefði verið gefið. „Ör á samvisku okkar allra,“ segir faraldsfræðingur.

Þeir voru vanir að taka sex eða sjö grafir á viku. Núna eru þær svo margar á degi hverj­um. „Við fundum varla fyrir fyrstu bylgj­unn­i,“ segir Habib Sagna, vörður í stærsta kirkju­garði Yoff-hverf­is­ins í Dakar, höf­uð­borg Senegal. „Í annarri bylgj­unni þá voru nokkrar útfarir vegna COVID-19 en í þess­ari þriðju... núna erum við virki­lega farin að finna fyrir því.“

Fyrir rúmu ári, þegar fyrsta bylgja far­ald­urs­ins hafði gengið yfir Asíu, Evr­ópu og Norð­ur- og Suð­ur­-Am­er­íku með skelfi­legum afleið­ingum fóru margir að spyrja sig hvað væri eig­in­lega í gangi í Afr­íku. Það þorði varla nokkur maður að segja það upp­hátt en álfan þar sem fjöl­margar far­sóttir hafa geisað síð­ustu ára­tugi, far­sóttir sem Vest­ur­landa­búar þekkja vart nöfnin á, virt­ist hafa sloppið að mestu við COVID-19. Og það þvert á ham­fara­spár margra, m.a. auð­jöf­urs­ins Bill Gates, sem sagði veik­byggð heil­brigð­is­kerfi álf­unnar eiga eftir að bresta og dauðs­föll skipta millj­ón­um.

Sú varð ekki raun­in.

Auglýsing

En hvers vegna?

Skýr­ing­arnar (og kenn­ing­arn­ar) eru margar og auð­vitað mis­jafnar eftir hverju ríki fyrir sig. Því ólíkt því sem margir halda er Afr­íka langt frá því að vera eins­leit.

Snör og sam­stillt við­brögð margra Afr­íku­ríkja þegar við upp­haf far­ald­urs­ins eru hins vegar ein skýr­ing­in. Settar voru á harðar aðgerð­ir; útgöngu­bann, ferða­bann og fleira í þeim dúr. Það verður að hafa í huga að þetta er heims­álfa þar sem ítrekað hefur verið barist við hættu­lega smit­sjúk­dóma, m.a. ebólu og kól­eru. Það er því þekk­ing til staðar til að hefta útbreiðslu.

Önnur skýr­ing felst mögu­lega í þeirri stað­reynd að Afr­íka er lang­yngsta heims­álf­an. Með­al­aldur íbú­anna er rúm­lega 19 ár á meðan hann er 42 ár í Evr­ópu og 35 ár í Banda­ríkj­un­um. Þetta þýðir að allt að því helm­ingur íbúa Afr­íku eru börn og ung­ling­ar. Og þessir ald­urs­hópar voru ólík­legri en aðrir til að smit­ast af nýju kór­ónu­veirunni og einnig ólík­legri til að veikj­ast alvar­lega.

Það má einnig leita skýr­inga í því að í löndum álf­unn­ar, sem eru mörg við mið­baug, eyða flestir íbúar bróð­ur­parti af tíma sínum utandyra ólíkt því sem þekk­ist t.d. í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um. Og þrátt fyrir að borgir séu vissu­lega að vaxa hraðar í þess­ari heims­álfu en ann­ars staðar á jarð­ar­kringl­unni býr enn stór og oft stærstur hluti íbúa í dreif­býli.

Bólusetningarhlutfall er gríðarlega misjafnt eftir heimshlutum. Í Líberíu er það 0,18 prósent. Á Íslandi er það 75 prósent.
Our world in data

Allir þessir þættir sam­an­lagðir höfðu lík­lega þau áhrif að fyrsta bylgjan reis aldrei hátt í Afr­íku. Ofan á þá alla kemur svo sú afleidda stað­reynd, það sann­leiks­korn sem var í heimsenda­spá Gates, að þar sem heil­brigð­is­kerfin eru veik, var ekki verið að taka sýni af fólki hægri vinstri líkt og í hinum vest­ræna heimi. Auk þess má ekki gleyma því að í mörgum löndum Afr­íku var COVID-19 ein­fald­lega ekki ofar­lega á for­gangs­list­an­um. Far­aldur HIV og alvar­legra barna­sjúk­dóma, svo dæmi séu tek­in, áttu skuld­laust þau topp­sæti.

En svo kom delta. Afbrigðið sem er um sex­tíu pró­sent meira smit­andi en alp­ha-af­brigðið sem var svo aftur sex­tíu pró­sent meira smit­andi en upp­runa­lega veir­an. Delta, hefur eins og á öðrum stöðum í heim­in­um, breytt öllu.

Mun­ur­inn á Afr­íku og „öðrum stöðum í heim­in­um“ er hins vegar sá að í álf­unni er innan við eitt pró­sent íbú­anna bólu­sett­ur. Þetta hlut­fall er 41 pró­sent í Evr­ópu all­ri, 50 pró­sent í Evr­ópu­sam­band­inu og Banda­ríkj­unum og 75 pró­sent á Íslandi. Ef litið er til ein­stakra ríkja Afr­íku er hlut­fallið víða langt undir 1 pró­senti. Það er til dæmis aðeins 0,2 pró­sent í Líber­íu. Þar hafa um 96 þús­und bólu­efna­skammtar verið gefnir eða jafn­margir og nú eru til á lager á Íslandi og nota á m.a. í örv­un­ar­skammta hjá full­bólu­sett­um.

Beðið eftir sýnatöku í Kenía.
EPA

Ofan á bólu­efna­skort vantar svo gjör­gæslu­rými, hlífð­ar­fatnað og flest það annað sem þarf til að verj­ast far­aldr­in­um. Strangar tak­mark­anir voru góðar og gildar sem sótt­varna­ráð­stöfun þegar þær voru settar á í mörgum ríkjum Afr­íku í fyrra. En í álfu þar sem lífs­bar­áttan er hörð frá degi til dags í útbreiddu atvinnu­leysi, upp­skeru­bresti og stríðs­á­standi, er ekki hægt að banna fólki að fara um vikum og mán­uðum sam­an.

„Þetta er ófremdar ástand,“ segir Babacar Diop, læknir á bráða­mót­töku Fann-­sjúkra­húss­ins í Dak­ar. Sjúkra­bílar aka stöðugt upp að sjúkra­hús­inu með hóstandi sjúk­linga. Diop getur ekki sinnt þeim öllum því það er skortur á súr­efni á sjúkra­hús­inu. Hann verður að vísa sjúkum frá. „Við fáum sjúk­linga sem deyja hérna fyrir utan,“ segir Diop. Hann segir töl­fræði yfir látna vegna COVID-19 í land­inu mjög van­metna. Fleiri deyi heima en á yfir­fullum sjúkra­hús­un­um.

Þriðja bylgjan er risin í Senegal eins og ann­ars staðar í Afr­íku. Og það er delta-af­brigðið sem knýr hana áfram. „Þetta afbrigði er algjör tíma­sprengja,“ segir Diop. Það eina sem fólk geti gert sé „að biðja“.

Auglýsing

Fleira ungt fólk er að smit­ast af delta en fyrri afbrigð­um. Fleira ungt fólk er einnig að veikj­ast en áður. Ungu Afr­íku­þjóð­irnar stara ofan í hyl­dýpi.

En þetta er hyl­dýpi sem hægt hefði verið að brúa. Og er það kannski enn, ef allir myndu leggj­ast á eitt.

„Þar sem ég sit og skrifa þetta er mikið mann­fall vegna COVID-19 hafið í Afr­ík­u,“ skrifar Mosoka Fallah, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri heil­brigð­is­mála­stofn­unar Líberíu í tíma­ritið Nat­ure. Fallah starfar enn á sviði heil­brigð­is­mála og nú hjá banda­rísku smit­sjúk­dóma­stofn­un­inni, NAID. Í heima­landi hans Líberíu fjölg­aði greindum til­fellum af veirunni um 144 pró­sent frá 1. júní til 21. júlí. Hann segir „al­veg örugg­lega“ um van­mat á fjölda smita að ræða.

„Sjúk­dóm­ur­inn er ban­vænni hér en ann­ars stað­ar,“ segir hann og vísar í nýjar rann­sóknir um að dán­ar­tíðni af hans völdum sé 18 pró­sent hærri í Afr­íku en að með­al­tali í heim­in­um. „Um helm­ingur þeirra sem lagður er inn á gjör­gæslu deyr á innan við þrjá­tíu dög­um.“

En nóg af töl­fræði, skrifar hann og heldur áfram: „Fjöldi grafa sem tek­inn er í Líberíu dag hvern minnir á ham­far­irnar vegna ebólu-far­ald­urs­ins árið 2014.“ Líkt og þá hafi fjöldi heil­brigð­is­starfs­manna sýkst og lát­ist af völdum COVID-19. Og þeir voru of fáir fyr­ir. Sam­fé­lags­miðlar voru áður fullir af afmælis­kveðjum og öðrum heilla­ósk­um. „Núna flæða um þá skila­boðin „hvíl í frið­i“,“ skrifar Fallah.

Allt á floti í Monróvíu, höfuðborg Líberíu.
EPA

Fallah segir tím­ann að renna út. Bregð­ast verði þegar í stað við þeim bólu­efna­skorti sem hrjái mörg Afr­íku­ríki. Hann varar alþjóða­sam­fé­lagið við því að gera sömu mis­tök og í ebólu-far­aldr­in­um. Þá hafi við­brögðin verið alltof sein. Og fólk dáið úti á götu.

Hann ótt­ast að hol­skefla smita skelli á álf­unni á næstu vikum og að löndin séu engan veg­inn nægi­lega vel und­ir­bú­in. Víða sé þegar skortur á súr­efni. Og hann eigi aðeins eftir að aukast. „Afr­íka slapp að mestu undan far­aldr­inum 2020, en ekki í ár. Okkur vantar bólu­efni og við náum vart and­an­um.“

Hann gagn­rýnir harð­lega að auð­ugri lönd heims­ins hafi ekki staðið við skuld­bind­ingar sínar í COVAX-­sam­starf­inu sem átti að tryggja bólu­efni fyrir fátæk­ari ríki. Aðeins litlu broti af bólu­efni sem heitið var til sam­starfs­ins í ár hefur verið komið til Afr­íku. Hefði verið staðið við lof­orðin hefði mátt koma í veg fyrir fjölda dauðs­falla.

For­stjóri Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar talar á sömu nótum í nýlegu við­tali við Was­hington Post. Tedros Adhanom Ghebr­eyesus er fæddur í Erít­reu en er með eþíópískt rík­is­fang. „Það er ekki hægt að nota neitt annað orð en svik yfir það sem er að ger­ast núna í Afr­ík­u,“ segir hann í við­tal­inu. Fólk sé að deyja og í veg fyrir það hefði verið hægt að koma „hefðu rík­ari þjóðir leyft þeim fátæk­ari að fá sinn rétt­mæta hlut af bólu­efn­um“.

Af þeim rúm­lega 3,7 millj­örðum bólu­efna­skammta sem dreift hefur verið á heims­vísu hefur aðeins 1,7 pró­sent farið til Afr­íku. Ghebr­eyesus hefur notað orðið „græðgi“ í þessu sam­bandi. „Heims­far­ald­ur­inn var próf. Og heims­byggðin er að falla á því.“ Þótt vissu­lega séu ýmsar hindr­anir í vegi bólu­setn­inga­her­ferða í Afr­íku séu sum ríkin vel und­ir­búin og til­búin í slag­inn. Það sem vanti sé bólu­efni.

Fólk á flótta undan eldgosi í Austur-Kongó. Förinni er heitið til nágrannaríkisins Rúanda.
EPA

Flest ríki Afr­íku hafa ekki efni á að kaupa bólu­efni beint frá fram­leið­endum þeirra. Og vegna alls konar einka­leyfa geta þau ekki fram­leitt efnin sjálf þótt vonir standi til að slíkt geti orðið í fram­tíð­inni. Hið lága bólu­setn­ing­ar­hlut­fall í Afr­íku er því fyrst og fremst til­komið vegna fjár­skorts. Vegna þess að rík­ari lönd höfðu, með pen­inga að vopni, betri samn­ings­stöðu gagn­vart lyfja­fyr­ir­tækj­unum þegar í upp­hafi og gátu því hamstrað bólu­efni. Þar var vissu­lega brýnt að bólu­setja fólk enda tvær og jafn­vel þrjár stórar bylgjur sem gengu yfir bæði Evr­ópu og Banda­ríkin á aðeins einu og hálfu ári.

En allir vissu, alveg frá upp­hafi, að ráð­ast yrði að rót vand­ans með bólu­setn­ingum alls staðar í heim­inum – til að ná árangri í bar­átt­unni við COVID-19 um allan heim. „Vest­ur­veldin hafa hagað sér með and­styggi­legum hætti þegar kemur að því að láta [Afr­íku] bólu­efni í té,“skrifar keníski rit­höf­und­ur­inn Pat­rick Gat­hara í skoð­ana­grein á vef Al Jazeera. „Þau hafa hamstrað birgðir af bólu­efnum sem þau þurfa ekki, fyrir fólk sem vill þau ekki en hafa neitað þeim sem þurfa þau og vilja um að fá þau.“ Hann vill þó líka minna á að rík­is­stjórnir í Afr­íku beri ábyrgð.

Dæmi eru um að skammtar sem eru við það að renna út hafi verið sendir með flýti frá Vest­ur­löndum til Afr­íku. Barna­hjálp Sam­ein­uðu þjóð­anna, UNICEF, hefur vakið athygli á þessu og segir að tug­þús­undir skammta hafi farið til spillis af þessum sök­um. Gat­hara varar við því að hraðafgreiðsla á bólu­efnum sem eru að kom­ast á „síð­asta neyslu­dag“ verði notuð til að fóðra þá orð­ræðu að gagns­lítið sé að senda bólu­efni til fátæk­ari ríkja – þau séu ekki not­uð.

Barist við engisprettur í Kenía.
EPA

„Hvenær munu lönd Afr­íku ná nægi­lega miklu ónæmi, hinum svo­kall­aða hjarð­ó­næm­is­þrösk­uld­i?“ spurði Bruce Aylward, lækn­ir, far­alds­fræð­ingur og einn helsti ráð­gjafi for­stjóra WHO, á upp­lýs­inga­fundi stofn­un­ar­innar í síð­ustu viku. Hann svar­aði sjálfur spurn­ing­unni: „Því miður liggur ákvörðun þar um ekki hjá Afr­íku­ríkj­unum sjálf­um. Núna er ákvörð­un­ar­valdið hjá hópi for­stjóra og stjórnum stórra fyr­ir­tækja sem selja bólu­efni, hjá löndum sem fram­leiða bólu­efni og hjá löndum sem hafa yfir að ráða samn­ingum um meiri­hluta alls bólu­efnis heims­ins.“

Ástandið í Afr­íku hefur að sögn WHO versnað hratt og dauðs­föllum fjölgað um 80 pró­sent á aðeins fjórum vik­um. For­stjór­inn Tedros Adhanom Ghebr­eyesus hvetur stjórn­völd í efn­aðri ríkjum til að leggja meira af mörkum til COVAX-­sam­starfs­ins. Hann hefur svo ítrekað biðlað til rík­is­stjórna heims­ins, síð­ast á mið­viku­dag, að bíða með örv­un­ar­bólu­setn­ingar full­bólu­settra borg­ara sinna þar til að minnsta kosti í lok sept­em­ber. Slíkt sé ekki rétt­læt­an­legt á meðan hin djúpa gjá í bólu­setn­ingum sé til staðar í heim­in­um.

Kjarn­inn birtir um þessar mundir frétta­skýr­ingar um stöðu heims­far­ald­urs­ins í hverri heims­álfu fyrir sig. Þegar hafa verið birtar greinar um Norð­ur­-Am­er­íku, Suð­ur­-Am­er­íku og Eyja­álfu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar