Álfan þar sem lambda-afbrigðið breiðist út

Víðast hvar í heiminum er það delta-afbrigði kórónuveirunnar sem er að gera mestan usla. En í Suður-Ameríku er það líka annað afbrigði, lambda, sem vísindamenn fylgjast grannt með.

Heilbrigðisstarfsmenn í Perú fá far með litlu leigubílunum upp í fjöllin með bóluefni í farteskinu.
Heilbrigðisstarfsmenn í Perú fá far með litlu leigubílunum upp í fjöllin með bóluefni í farteskinu.
Auglýsing

Í heims­hlut­anum þar sem gamma-af­brigðið skæða átti upp­tök sín er nú barist við nýjasta afbrigðið sem Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin hefur undir smá­sjánni: Lambda. Afbrigði þetta hefur verið nokk­urs konar kaf­bátur í far­aldr­inum og senni­lega van­greint, m.a. vegna lík­inda sinna við gamma- og beta-af­brigði kór­ónu­veirunn­ar. Lambda er talið elds­neytið sem m.a. hefur knúið aukn­ingu COVID-19 smita í Suð­ur­-Am­er­íku, Mið-Am­er­íku og á eyjum Kar­ab­íska hafs­ins síð­ustu vikur og þá sér­stak­lega í fátæk­ustu lönd­unum þar sem bólu­setn­ing­ar­hlut­fall er lágt.

Kjarn­inn ætlar á næstu dögum að birta frétta­skýr­ingar um stöðu far­ald­urs­ins í hverri heims­álfu fyrir sig. Sú fyrsta fjall­aði um Norð­ur­-Am­er­íku og hér verður fjallað um Suð­ur­-Am­er­íku, eða öllu heldur rómönsku Amer­íku, svæði sem nær bæði yfir Suð­ur- og Mið-Am­er­íku.

Auglýsing

Þó að aðeins átta pró­sent jarð­ar­búa búi í Rómönsku Amer­íku hafa þar greinst yfir 20 pró­sent allra smita í heims­far­aldr­inum og 32 pró­sent allra dauðs­falla orðið þar. Þrátt fyrir þessar nöt­ur­legu stað­reyndir hefur aðeins einn af hverjum tíu íbúum svæð­is­ins verið bólu­settur og í nokkrum lönd­um, t.d. í Hondúras og Gvatemala í Mið-Am­er­íku, er hlut­fallið innan við eitt pró­sent.

Dauðs­föllum og inn­lögnum á sjúkra­hús fór fækk­andi í sum­ar­byrj­un. Í júní hófst ný bylgja. Dregið hefur úr henni í nokkrum löndum álf­unnar er smitum er hins vegar að fjölga í öðr­um. Ótt­ast er að sam­hliða því eigi fleiri eftir að veikj­ast alvar­lega sér­stak­lega í ljósi þess að fleiri sýk­ingar eru farnar að grein­ast í löndum þar sem hlut­fall bólu­setn­inga er sér­lega lágt.

Lambda-af­brigðið greind­ist fyrst í Perú snemma í ágúst á síð­asta ári en í des­em­ber var það búið að breyt­ast enn frekar og fá sína ein­kenn­is­stafi innan vís­ind­anna, C.37. Það hefur síðan þá greinst í um þrjá­tíu lönd­um, þar af sjö í Suð­ur­-Am­er­íku, og er það nýjasta sem WHO flokkar sem „at­hygl­is­vert” (e. vari­ant of inter­est). Veiru­af­brigði fá aðeins þann stimpil þegar stökk­breyt­ingar eru miklar og þau þegar valdið hóp­sýk­ingum eða sam­fé­lags­smiti.

Afger­andi afbrigði í Perú

Lambda fór á var­úð­ar­lista WHO um miðjan júní eftir að það tók að grein­ast í auknum mæli á mörgum stöðum sam­tím­is. Í Perú eru rúm­lega 90 pró­sent nýrra smita af völdum þess. Sömu­leiðis þriðja hvert smit í Chile. Það er svo einnig að breið­ast út í Argent­ínu, Bras­il­íu, Kól­umbíu, Ekvador og Mexíkó.

Enn er ekki hægt að segja með vissu hversu smit­andi lambda-af­brigðið er miðað við þau sem hingað til hafa greinst en veiru­fræð­ingar eru þó á því að delta-af­brigð­ið, sem er að breið­ast hrað­ast út í heim­inum þessa stund­ina, hafi vinn­ing­inn. „Það er mögu­legt að [lambda-af­brigð­ið] sé meira smit­andi en flest önnur en við höfum ekki enn nægi­legar upp­lýs­ingar til að bera það saman við gamma- og delta-af­brigð­in,“ segir Jairo Mendez-Rico, smit­sjúk­dóma­sér­fræð­ingur hjá WHO.

Karlmaður fær súrefni fyrir utan sjúkrahús í Hondúras. Fjöldi smita eykst hratt í landinu. Mynd: EPA

„Ég er sann­færður um að við eigum eftir að sjá alvar­legt ástand blossa aftur upp í Suð­ur­-Am­er­íku á næstu vik­um,“ segir Alfonso Rodrigu­ez-Mora­les, far­alds­fræð­ingur og vara­for­seti smit­sjúk­dóma­stofn­unar Kól­umbíu.

Van­greint

Lambda-af­brigðið var ekki ofar­lega á var­úð­ar­listum sér­fræð­inga framan af þar sem það var van­greint vegna skyld­leika síns við gamma-af­brigðið – afbrigði sem fyrst greind­ist í Bras­ilíu í fyrra og olli skæðri bylgju þar í landi og víð­ar. Í Perú, svo dæmi sé tek­ið, er almennt beitt aðferðum sem ekki geta greint á milli beta-, gamma- og lambda-af­brigð­anna. Dýr tækja­bún­aður til ítar­legra rað­grein­inga er ein­fald­lega ekki til stað­ar.

Auglýsing

Lambda er ekki „nándar nærri“ jafn var­huga­vert og delta-af­brigð­ið, að mati banda­ríska smit­sjúk­dóma­sér­fræð­ings­ins S. Wesley Long. Á sjúkra­hús­inu sem hann starfar í Hou­ston greind­ist fyrsti sjúk­ling­ur­inn með lambda-af­brigðið í síð­ustu viku. „Sama hvaða stafur í gríska staf­róf­inu er næst­ur, bólu­efni eru enn okkar besta vörn,“ segir Long.

Bylgjur rísa og hníga

Þegar horft er á heild­ar­fjölda greindra smita í Suð­ur- og Mið-Am­er­íku hefur þeim fækkað síðan í júní er þau voru í hæstu hæðum frá upp­hafi far­ald­urs­ins.

Þessi þriðja bylgja far­ald­urs­ins reis hæst í Kól­umbíu í síð­ustu viku júní­mán­að­ar. Þrátt fyrir að dregið hafi úr greindum til­fellum er fjöldi smita enn mjög mik­ill sam­an­borið við önnur lönd. Brugð­ist var við með því að efla skimun og dreif­ingu bólu­efna. Í síð­ustu viku voru smitin um 38 pró­sent færri en í vik­unni áður. Engu að síður er enn að grein­ast yfir 16 þús­und til­felli á dag.

Brasilía er það land heimsins sem einna verst hefur farið út úr heimsfaraldrinum. Það á sér margar skýringar, m.a. pólitískar. Mynd: EPA

Brasilía er það land Suð­ur­-Am­er­íku sem orðið hefur hvað verst úti í far­aldr­inum til þessa. Þar hafa um 19,4 millj­ónir smita greinst. „Allt sem þú ættir ekki að gera – það hefur Brasilía gert,“ segir Pedro Hallal, far­alds­fræð­ing­ur­inn sem rann­sakað hefur COVID-19 í Bras­il­íu. Hann segir í við­tali á BBC að ný afbrigði, lágt bólu­setn­ing­ar­hlut­fall og fals­fréttir hafa orðið til þess að far­ald­ur­inn hefur nær hvergi í heim­inum orðið jafn skæður og þar. Í síð­ustu viku voru 25 pró­sent færri til­felli greind í land­inu en í vik­unni á und­an. Enn eru þó að grein­ast yfir 30 þús­und til­felli á dag.

Líkt og í Kól­umbíu og Bras­ilíu er loks tekið að draga úr smitum í Argent­ínu eftir jún­í-­bylgj­una miklu. Í síð­ustu viku voru yfir 13 þús­und ný til­felli á degi hverj­um. Yfir 100 þús­und Argent­ínu­menn hafa lát­ist vegna COVID-19.

Upp­sveifla eftir aflétt­ingar

Í Mexíkó er delta-af­brigðið að ná yfir­hönd­inni og þar hefur smitum fjölgað hratt síð­ustu daga. Á milli vikna fjölg­aði til­fellum um 96 pró­sent og fyr­ir­huguð aflétt­ing tak­mark­ana á ferða­lögum yfir landa­mærin að Banda­ríkj­unum er í upp­námi. Yfir 15 þús­und smit voru skráð í Mexíkó á mið­viku­dag og 400 dauðs­föll.

Á Kúbu er svipað uppi á ten­ingnum og þar má segja að fyrsta eig­in­lega bylgjan standi yfir. Mán­uðum saman hafði með hörðum aðgerðum tek­ist að halda veirunni í skefj­um. Eftir að þeim var aflétt nýverið hóf delta-af­brigðið að dreifast þar um og álag á heil­brigð­is­kerf­ið, sem var veikt fyr­ir, er orðið mik­ið. Til­fellum fjölg­aði um 88 pró­sent á milli vikna, sam­kvæmt gögnum New York Times. Í heild hafa um 300 þús­und greinst með veiruna á Kúbu og um þriðj­ungur þeirra nú í júlí.

Bólusetningar hafa gengið hægt í Perú. Mynd: EPA

Hvergi í heim­inum hafa hlut­falls­lega jafn­margir dáið úr COVID-19 en í Perú. Talið er að veiran hafi fellt um 0,54 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Lík­legt er talið að lambda-af­brigðið hafi valdið annarri bylgju far­ald­urs­ins sem varð í land­inu í mars og apr­íl. Um 12,5 pró­sent íbú­anna eru full­bólu­sett.

Í nágranna­rík­inu Chile hafa um 58 pró­sent þjóð­ar­innar verið bólu­sett, flestir með hinu kín­verska bólu­efni Corona­Vac. Ljóst þykir að vörnin sem það veitir er langt undir vænt­ing­um. Sam­komu­tak­mörk­unum var aflétt þegar bólu­setn­ingar voru vel á veg komn­ar. Það var gert of snemma í ljósi þess að ný og meira smit­andi afbrigði eru á kreiki, að mati per­úska veiru­sér­fræð­ings­ins Pablo Tsukayama, sem fyrstur greindi lambda-af­brigð­ið.

Ólga eykur hætt­una

Fleira en hæga­gangur í bólu­setn­ingum vekur ugg hvað far­ald­ur­inn í Suð­ur­-Am­er­íku snert­ir. Í Kól­umbíu og Bras­ilíu sem og á eyj­unum Kúbu og Haítí er mikil póli­tísk ólga og mót­mæli og óeirðir hafa átt sér stað. Það hefur gert heil­brigð­is­starfs­fólki erfitt fyrir að sinna störfum sín­um, m.a. bólu­setn­ing­um.

„Vax­andi ofbeldi, óstöð­ug­leiki og yfir­full skýli [heim­il­is­lausra] gætu orðið næstu suðu­pottar COVID-smita,“ sagði Carissa Etienne, yfir­maður Suð­ur­-Am­er­íku­deildar WHO við sjón­varps­stöð­ina CNBC nýverið. „Tak­mörkuð aðföng og ofbeldi eru líka að hindra heil­brigð­is­starfs­menn í að sinna sjúk­lingum af öryggi. Í sumum til­fellum gætu svo sjúk­lingar verið að forð­ast að leita sér aðstoðar af örygg­is­á­stæð­u­m.“

Fjöl­margir vís­inda­menn hafa sagt að far­aldri kór­ónu­veirunnar ljúki ekki fyrr en að minnsta kosti 80 pró­sent jarð­ar­búa hafi verið bólu­sett. Þangað til munu stökk­breytt afbrigði á borð við gamma, delta og lambda halda áfram að koma fram á sjón­ar­svið­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar