Álfan þar sem lambda-afbrigðið breiðist út

Víðast hvar í heiminum er það delta-afbrigði kórónuveirunnar sem er að gera mestan usla. En í Suður-Ameríku er það líka annað afbrigði, lambda, sem vísindamenn fylgjast grannt með.

Heilbrigðisstarfsmenn í Perú fá far með litlu leigubílunum upp í fjöllin með bóluefni í farteskinu.
Heilbrigðisstarfsmenn í Perú fá far með litlu leigubílunum upp í fjöllin með bóluefni í farteskinu.
Auglýsing

Í heims­hlut­anum þar sem gamma-af­brigðið skæða átti upp­tök sín er nú barist við nýjasta afbrigðið sem Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin hefur undir smá­sjánni: Lambda. Afbrigði þetta hefur verið nokk­urs konar kaf­bátur í far­aldr­inum og senni­lega van­greint, m.a. vegna lík­inda sinna við gamma- og beta-af­brigði kór­ónu­veirunn­ar. Lambda er talið elds­neytið sem m.a. hefur knúið aukn­ingu COVID-19 smita í Suð­ur­-Am­er­íku, Mið-Am­er­íku og á eyjum Kar­ab­íska hafs­ins síð­ustu vikur og þá sér­stak­lega í fátæk­ustu lönd­unum þar sem bólu­setn­ing­ar­hlut­fall er lágt.

Kjarn­inn ætlar á næstu dögum að birta frétta­skýr­ingar um stöðu far­ald­urs­ins í hverri heims­álfu fyrir sig. Sú fyrsta fjall­aði um Norð­ur­-Am­er­íku og hér verður fjallað um Suð­ur­-Am­er­íku, eða öllu heldur rómönsku Amer­íku, svæði sem nær bæði yfir Suð­ur- og Mið-Am­er­íku.

Auglýsing

Þó að aðeins átta pró­sent jarð­ar­búa búi í Rómönsku Amer­íku hafa þar greinst yfir 20 pró­sent allra smita í heims­far­aldr­inum og 32 pró­sent allra dauðs­falla orðið þar. Þrátt fyrir þessar nöt­ur­legu stað­reyndir hefur aðeins einn af hverjum tíu íbúum svæð­is­ins verið bólu­settur og í nokkrum lönd­um, t.d. í Hondúras og Gvatemala í Mið-Am­er­íku, er hlut­fallið innan við eitt pró­sent.

Dauðs­föllum og inn­lögnum á sjúkra­hús fór fækk­andi í sum­ar­byrj­un. Í júní hófst ný bylgja. Dregið hefur úr henni í nokkrum löndum álf­unnar er smitum er hins vegar að fjölga í öðr­um. Ótt­ast er að sam­hliða því eigi fleiri eftir að veikj­ast alvar­lega sér­stak­lega í ljósi þess að fleiri sýk­ingar eru farnar að grein­ast í löndum þar sem hlut­fall bólu­setn­inga er sér­lega lágt.

Lambda-af­brigðið greind­ist fyrst í Perú snemma í ágúst á síð­asta ári en í des­em­ber var það búið að breyt­ast enn frekar og fá sína ein­kenn­is­stafi innan vís­ind­anna, C.37. Það hefur síðan þá greinst í um þrjá­tíu lönd­um, þar af sjö í Suð­ur­-Am­er­íku, og er það nýjasta sem WHO flokkar sem „at­hygl­is­vert” (e. vari­ant of inter­est). Veiru­af­brigði fá aðeins þann stimpil þegar stökk­breyt­ingar eru miklar og þau þegar valdið hóp­sýk­ingum eða sam­fé­lags­smiti.

Afger­andi afbrigði í Perú

Lambda fór á var­úð­ar­lista WHO um miðjan júní eftir að það tók að grein­ast í auknum mæli á mörgum stöðum sam­tím­is. Í Perú eru rúm­lega 90 pró­sent nýrra smita af völdum þess. Sömu­leiðis þriðja hvert smit í Chile. Það er svo einnig að breið­ast út í Argent­ínu, Bras­il­íu, Kól­umbíu, Ekvador og Mexíkó.

Enn er ekki hægt að segja með vissu hversu smit­andi lambda-af­brigðið er miðað við þau sem hingað til hafa greinst en veiru­fræð­ingar eru þó á því að delta-af­brigð­ið, sem er að breið­ast hrað­ast út í heim­inum þessa stund­ina, hafi vinn­ing­inn. „Það er mögu­legt að [lambda-af­brigð­ið] sé meira smit­andi en flest önnur en við höfum ekki enn nægi­legar upp­lýs­ingar til að bera það saman við gamma- og delta-af­brigð­in,“ segir Jairo Mendez-Rico, smit­sjúk­dóma­sér­fræð­ingur hjá WHO.

Karlmaður fær súrefni fyrir utan sjúkrahús í Hondúras. Fjöldi smita eykst hratt í landinu. Mynd: EPA

„Ég er sann­færður um að við eigum eftir að sjá alvar­legt ástand blossa aftur upp í Suð­ur­-Am­er­íku á næstu vik­um,“ segir Alfonso Rodrigu­ez-Mora­les, far­alds­fræð­ingur og vara­for­seti smit­sjúk­dóma­stofn­unar Kól­umbíu.

Van­greint

Lambda-af­brigðið var ekki ofar­lega á var­úð­ar­listum sér­fræð­inga framan af þar sem það var van­greint vegna skyld­leika síns við gamma-af­brigðið – afbrigði sem fyrst greind­ist í Bras­ilíu í fyrra og olli skæðri bylgju þar í landi og víð­ar. Í Perú, svo dæmi sé tek­ið, er almennt beitt aðferðum sem ekki geta greint á milli beta-, gamma- og lambda-af­brigð­anna. Dýr tækja­bún­aður til ítar­legra rað­grein­inga er ein­fald­lega ekki til stað­ar.

Auglýsing

Lambda er ekki „nándar nærri“ jafn var­huga­vert og delta-af­brigð­ið, að mati banda­ríska smit­sjúk­dóma­sér­fræð­ings­ins S. Wesley Long. Á sjúkra­hús­inu sem hann starfar í Hou­ston greind­ist fyrsti sjúk­ling­ur­inn með lambda-af­brigðið í síð­ustu viku. „Sama hvaða stafur í gríska staf­róf­inu er næst­ur, bólu­efni eru enn okkar besta vörn,“ segir Long.

Bylgjur rísa og hníga

Þegar horft er á heild­ar­fjölda greindra smita í Suð­ur- og Mið-Am­er­íku hefur þeim fækkað síðan í júní er þau voru í hæstu hæðum frá upp­hafi far­ald­urs­ins.

Þessi þriðja bylgja far­ald­urs­ins reis hæst í Kól­umbíu í síð­ustu viku júní­mán­að­ar. Þrátt fyrir að dregið hafi úr greindum til­fellum er fjöldi smita enn mjög mik­ill sam­an­borið við önnur lönd. Brugð­ist var við með því að efla skimun og dreif­ingu bólu­efna. Í síð­ustu viku voru smitin um 38 pró­sent færri en í vik­unni áður. Engu að síður er enn að grein­ast yfir 16 þús­und til­felli á dag.

Brasilía er það land heimsins sem einna verst hefur farið út úr heimsfaraldrinum. Það á sér margar skýringar, m.a. pólitískar. Mynd: EPA

Brasilía er það land Suð­ur­-Am­er­íku sem orðið hefur hvað verst úti í far­aldr­inum til þessa. Þar hafa um 19,4 millj­ónir smita greinst. „Allt sem þú ættir ekki að gera – það hefur Brasilía gert,“ segir Pedro Hallal, far­alds­fræð­ing­ur­inn sem rann­sakað hefur COVID-19 í Bras­il­íu. Hann segir í við­tali á BBC að ný afbrigði, lágt bólu­setn­ing­ar­hlut­fall og fals­fréttir hafa orðið til þess að far­ald­ur­inn hefur nær hvergi í heim­inum orðið jafn skæður og þar. Í síð­ustu viku voru 25 pró­sent færri til­felli greind í land­inu en í vik­unni á und­an. Enn eru þó að grein­ast yfir 30 þús­und til­felli á dag.

Líkt og í Kól­umbíu og Bras­ilíu er loks tekið að draga úr smitum í Argent­ínu eftir jún­í-­bylgj­una miklu. Í síð­ustu viku voru yfir 13 þús­und ný til­felli á degi hverj­um. Yfir 100 þús­und Argent­ínu­menn hafa lát­ist vegna COVID-19.

Upp­sveifla eftir aflétt­ingar

Í Mexíkó er delta-af­brigðið að ná yfir­hönd­inni og þar hefur smitum fjölgað hratt síð­ustu daga. Á milli vikna fjölg­aði til­fellum um 96 pró­sent og fyr­ir­huguð aflétt­ing tak­mark­ana á ferða­lögum yfir landa­mærin að Banda­ríkj­unum er í upp­námi. Yfir 15 þús­und smit voru skráð í Mexíkó á mið­viku­dag og 400 dauðs­föll.

Á Kúbu er svipað uppi á ten­ingnum og þar má segja að fyrsta eig­in­lega bylgjan standi yfir. Mán­uðum saman hafði með hörðum aðgerðum tek­ist að halda veirunni í skefj­um. Eftir að þeim var aflétt nýverið hóf delta-af­brigðið að dreifast þar um og álag á heil­brigð­is­kerf­ið, sem var veikt fyr­ir, er orðið mik­ið. Til­fellum fjölg­aði um 88 pró­sent á milli vikna, sam­kvæmt gögnum New York Times. Í heild hafa um 300 þús­und greinst með veiruna á Kúbu og um þriðj­ungur þeirra nú í júlí.

Bólusetningar hafa gengið hægt í Perú. Mynd: EPA

Hvergi í heim­inum hafa hlut­falls­lega jafn­margir dáið úr COVID-19 en í Perú. Talið er að veiran hafi fellt um 0,54 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Lík­legt er talið að lambda-af­brigðið hafi valdið annarri bylgju far­ald­urs­ins sem varð í land­inu í mars og apr­íl. Um 12,5 pró­sent íbú­anna eru full­bólu­sett.

Í nágranna­rík­inu Chile hafa um 58 pró­sent þjóð­ar­innar verið bólu­sett, flestir með hinu kín­verska bólu­efni Corona­Vac. Ljóst þykir að vörnin sem það veitir er langt undir vænt­ing­um. Sam­komu­tak­mörk­unum var aflétt þegar bólu­setn­ingar voru vel á veg komn­ar. Það var gert of snemma í ljósi þess að ný og meira smit­andi afbrigði eru á kreiki, að mati per­úska veiru­sér­fræð­ings­ins Pablo Tsukayama, sem fyrstur greindi lambda-af­brigð­ið.

Ólga eykur hætt­una

Fleira en hæga­gangur í bólu­setn­ingum vekur ugg hvað far­ald­ur­inn í Suð­ur­-Am­er­íku snert­ir. Í Kól­umbíu og Bras­ilíu sem og á eyj­unum Kúbu og Haítí er mikil póli­tísk ólga og mót­mæli og óeirðir hafa átt sér stað. Það hefur gert heil­brigð­is­starfs­fólki erfitt fyrir að sinna störfum sín­um, m.a. bólu­setn­ing­um.

„Vax­andi ofbeldi, óstöð­ug­leiki og yfir­full skýli [heim­il­is­lausra] gætu orðið næstu suðu­pottar COVID-smita,“ sagði Carissa Etienne, yfir­maður Suð­ur­-Am­er­íku­deildar WHO við sjón­varps­stöð­ina CNBC nýverið. „Tak­mörkuð aðföng og ofbeldi eru líka að hindra heil­brigð­is­starfs­menn í að sinna sjúk­lingum af öryggi. Í sumum til­fellum gætu svo sjúk­lingar verið að forð­ast að leita sér aðstoðar af örygg­is­á­stæð­u­m.“

Fjöl­margir vís­inda­menn hafa sagt að far­aldri kór­ónu­veirunnar ljúki ekki fyrr en að minnsta kosti 80 pró­sent jarð­ar­búa hafi verið bólu­sett. Þangað til munu stökk­breytt afbrigði á borð við gamma, delta og lambda halda áfram að koma fram á sjón­ar­svið­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar