Velkomin í fjórðu bylgjuna: Skafl rís úr undirdjúpunum

Hópsýkingar hafa að undanförnu blossað upp á þeim svæðum í Bandaríkjunum þar sem bólusetningarhlutfallið er lágt. Vanmat á því sem er að gerast hér og hvar í landinu gæti endað með enn einni bylgju faraldursins.

Mun fjórða bylgjan springa út í Bandaríkjunum?
Mun fjórða bylgjan springa út í Bandaríkjunum?
Auglýsing

Við höfum notað ýmsar vís­anir í nátt­úru­ham­farir til að lýsa heims­far­aldr­in­um. Hann hefur farið um eins og eldur í sinu. Lík­astur felli­byl. Storm­sveip. Skollið á með flóð­um. Í öldum og bylgj­um.

Í nýrri frétta­skýr­ingu Time er enn eitt orðið til að lýsa stöðu far­ald­urs­ins fengið að láni úr ham­fara­orða­bók­inni: Útsog. Straum­strengur undir yfir­borði sjávar sem virð­ist hættu­laus, lætur ekki mikið yfir sér, en getur reynst ban­vænn. Fólk áttar sig ekki á hætt­unni fyrr en um sein­an. Við Íslend­ingar þekkjum þetta fyr­ir­bæri til dæmis úr nátt­úruperlunni Reyn­is­fjöru.

Það má fara dýpra í mynd­lík­ing­una. Tala um að skjálftar eða skriður hafi átt sér stað í mik­illi fjar­lægð. Eld­gos jafn­vel. Mynd­ast hafi bylgjur á hafflet­inum sem eng­inn varð var við í fyrstu. En þegar þær koma að landi – okkar landi eða öðrum – rísa þær upp í gríð­ar­stóra skafla.

Hættan verður mest í slíkum aðstæðum þegar búið er að taka mæl­ana úr sam­bandi. Mæl­ana sem áttu að vara okkur við. Við sofnum á verð­in­um. Og einnig ef eng­inn hlustar á flóð­bylgju­við­vör­un­ina þegar aldan er við það að skella á land. Þegar bent er á að kút­ur­inn og kork­ur­inn sem okkur voru fengnir halda ekki jafn vel vatni og von­ast var til.

Hröð fjölgun smita af kór­ónu­veirunni hér á landi hefur komið mörgum í opna skjöldu. Við töldum okkur orðin nokkuð örugg í öldurót­inu með bólu­efni að vopni. Annað virð­ist vera að koma á dag­inn þótt enn eigi eftir að koma í ljós hversu stór og hversu alvar­leg bylgjan verð­ur. Óvissa er enn og aftur framund­an.

Auglýsing

En við erum ekki ein. Skafl­inn sem er að hell­ast yfir okkur úr djúp­inu er tek­inn að rísa víðar á jörð­inni. Og þótt margir segi komið gott af hömlum á dag­legt líf fólks eru aðr­ir, m.a. vís­inda­menn, á því aflétt­ingar allra tak­mark­ana séu enn ótíma­bær­ar. Geti reynst hættu­leg­ar.

Kjarn­inn ætlar næstu daga að birta frétta­skýr­ingar um stöðu far­ald­urs kór­ónu­veirunnar innan hverrar heims­álfu fyrir sig. Í þeirri fyrstu verður sjónum beint að Norð­ur­-Am­er­íku, með áherslu á Banda­ríkin og Kanada.

Útsogið

Útsog­ið, sem notað er í skýru Time um far­ald­ur­inn í Banda­ríkj­un­um, lýsir sér þannig að smáar hóp­sýk­ingar hófu að skjóta upp koll­inum í ríkjum þar sem bólu­setn­ing er hvað styst á veg kom­in. Þær blossuðu upp hver af annarri í sýslu eftir sýslu. Ríki eftir ríki. Byrj­uðu í sunn­an­verðum mið­ríkj­unum en hafa svo liðið áfram, hægt og hljótt en örugg­lega, allt suður að Mexík­ó-flóa. Ein og ein virt­ust þær nokkuð sak­leys­is­leg­ar. Við­bún­ar. Fyr­ir­sjá­an­legar eftir til­slak­anir aðgerða síð­ustu mán­uði. En þegar horft er á þær allar í einu blasir heldur dökk mynd við.

Hópsýkingar í Bandaríkjunum á tveggja vikna tímabili í júlí, framsettar í hlutfalli við íbúafjölda. Mynd: Time/John Hopkins

Talið er að þær séu flestar af völdum hins bráðsmit­andi delta-af­brigðis og í ljósi þess og hversu útbreiddar sýk­ing­arnar eru þegar orðnar eru mörg teikn komin á loft. Smit gætu farið um eins og logi yfir akur. Eins og bál sem upp koma skyndi­lega á mörgum stöðum í einu og verða svo að umfangs­miklu eld­hafi. Og óbólu­settir yrðu ekki þeir einu sem myndu sýkj­ast. Fjórða bylgja COVID-19 er í upp­sigl­ingu í Banda­ríkj­unum og hún mun koma mörgum að óvör­um.

Víða í Banda­ríkj­unum hefur veru­lega verið dregið úr skimun vegna kór­ónu­veirunn­ar. Áherslan hefur verið lögð á bólu­setn­ing­ar. Þetta hefur gert það að verkum að þró­unin er ekki jafn aug­ljós og áður og heild­ar­myndin því heldur óskýr. Óná­kvæm.

Jenni­fer Nuzzo, einn helsti far­alds­fræð­ingur Johns Hop­k­ins-há­skóla, segir að þótt vel sé haldið utan um fjölda alvar­legra tifella í Banda­ríkj­unum séu það „allir hin­ir“ sem hún hafi áhyggjur af. „Við verðum að snúa sjón­auk­anum að öðrum hlutum him­ins­ins.“

Veitir vörn en minni en von­ast var til

Enn telja vís­inda­menn að bólu­efnin veiti vörn gegn veirunni, þrátt fyrir að öllum sé orðið ljóst að bólu­settir geti sýkst og smitað svo aðra. Það sem þeir eiga við er að bólu­efnin veiti góða vörn gegn alvar­legum veik­indum og þar af leið­andi dauða. Engu að síður telja þeir sem rætt er við í frétta­skýr­ingu Time margir hverjir fulla þörf á því að grípa einnig til ann­arra vopna – nú þegar fjórða bylgjan er farin að sýna krypp­una.

Í Los Ang­el­es-­sýslu í Kali­forníu hefur t.d. verið sett á grímu­skylda að nýju inn­an­dyra. Allir þurfa að bera grímu, ekki aðeins hinir óbólu­settu. Þetta er öfugt við til­mæli Smit­sjúk­dóma­stofn­unar Banda­ríkj­anna (CDC). En í sýsl­unni vilja menn hafa allan var­ann á. Fleiri eru lík­legar til að fylgja í kjöl­far­ið.

Börn fagna á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí. Mynd: EPA

Fólk gerir það ekki síst til að hlífa óbólu­settum börnum sín­um. Því líkt og á Íslandi eru lang­flest börn í Banda­ríkj­unum ekki enn bólu­sett. Og þrátt fyrir að þau veik­ist almennt minna af veirunni en þeir sem eldri eru myndi far­aldur á meðal þeirra alltaf hafa hættu í för með sér. Og skóla­starf hausts­ins verða í upp­námi.

Gjá á milli ríkja

Tæp­lega 400 millj­ónum skammta af bólu­efni hefur verið dreift um Banda­rík­in. Mik­ill meiri­hluti þeirra hefur þegar verið gef­inn fólki. Rétt tæpur helm­ingur íbú­anna er full­bólu­settur eða yfir 160 millj­ónir ein­stak­linga. Það er hins vegar tölu­verður munur á hlut­falls­töl­unum milli ríkja. Þannig eru rétt um 20 pró­sent íbúa í ákveðnum sýslum í t.d. Lou­isi­ana og Miss­issippi þegar bólu­sett. Í heild eru um 40 pró­sent íbúa þess fyrr­nefnda bólu­settir og aðeins 38 pró­sent þess síð­ar­nefnda. Norð­ar, t.d. í Vermont og Maine, er staðan allt önn­ur. 75 pró­sent íbúa Vermont eru bólu­settir og 68 pró­sent íbúa Maine.

Um 35 milljón til­felli af kór­ónu­veirunni hafa verið greind í Banda­ríkj­unum frá upp­hafi far­ald­urs­ins. Yfir 250 þús­und ný til­felli hafa greinst þar á einni viku. Fyrir viku voru þar að grein­ast um 10-12 þús­und til­felli á dag. Í gær voru þau um 56 þús­und. Þá var til­kynnt um 416 dauðs­föll sem rakin eru til COVID-19. Að minnsta kosti 605 þús­und manns hafa lát­ist vegna sjúk­dóms­ins í Banda­ríkj­un­um.

Auglýsing

Í nágranna­rík­inu í norðri, Kana­da, er staðan allt önnur og hefur verið að mestu frá upp­hafi far­ald­urs­ins. Þar náð­ist sá árangur nýverið að hlut­falls­lega fleiri Kanada­menn en Banda­ríkja­menn voru bólu­sett­ir. Bæði eru löndin komin fast að 50 pró­sent bólu­setn­ingu en þegar kemur til sam­keppn­innar og sam­an­burð­ar­ins sem oft getur verið harður á Kanada vinn­ing­inn í augna­blik­inu.

Bólu­setn­ing­ar­her­ferð Kanada­manna átti brös­ótta byrj­un. Þeir settu mörg egg í körf­una, pönt­uðu bólu­efni frá fjölda fyr­ir­tækja. Mán­uðum saman voru svo tafir í fram­leiðslu margra lyfja­fyr­ir­tækja að hafa áhrif sem og tafir í afhend­ingu á send­ing­um. Á sama tíma tóku Banda­ríkja­menn, sem fram­leiða sjálfir mikið magn bólu­efn­is, fram úr.

Um 1,4 milljón til­felli hafa verið stað­fest í Kanada í far­aldr­in­um. Rúm­lega 26 þús­und manns hafa lát­ist. Þar hafa líkt og víða þrjár bylgjur gengið yfir, sú síð­asta í apríl og maí. Til­fellum hefur ekki verið að fjölga milli vikna að und­an­förnu líkt og reyndin er hjá nágrönn­unum í Banda­ríkj­un­um. Um 50 pró­sent íbú­anna eru full­bólu­settir og ríf­lega 70 hafa fengið að minnsta kosti annan skammt­inn. Líkt og í Banda­ríkj­unum er þó tölu­verður munur milli svæða innan hins víð­feðma lands. Í norð­ur­hluta Yukon og á Norð­vest­ur­-­svæð­unum er hlut­fallið hæst eða um 60 pró­sent. Við Atl­ants­hafið er það nokkuð lægra og á Nýfundna­landi er það til að mynda rétt yfir 30 pró­sent.

Hópsýkingar hafa m.a. skotið upp kollinum í olíuríkinu Texas. Mynd: EPA

En það er ekki nóg að byrja bratt þegar kemur að bólu­setn­ing­um. Þótt sú hafi verið raunin í Banda­ríkj­unum hefur nú veru­lega hægt á þeim þar og háleit mark­mið Joes Bidens for­seta um að 60-70 pró­sent íbú­anna yrðu bólu­sett snemm­sum­ars er löngu fokið út um glugg­ann. Bólu­setn­ingatregða er raun­veru­legt vanda­mál sem allt strandar nú á. Biden hefur brugð­ist við með því að hvetja til þess að sett verði upp aðstaða til bólu­setn­inga á vinnu­stöðum og að starfs­mönnum verði boð­inn frí­dagur gegn því að fara í bólu­setn­ingu.

Þetta er ekki góð staða í ljósi þess að hið bráðsmit­andi delta-af­brigði veirunnar er nú komið á mikið flug vest­an­hafs eins og svo sem á flestum stöðum í heim­in­um. Afbrigðið sem „tekur yfir“ hvar sem það nær land­festu. Það er talin ástæða þess að dag­legur fjöldi smita hefur þre­fald­ast á rúm­lega tveimur vikum og hóp­sýk­ingar orðið í Texas, Arkansas og Mis­so­uri.

Ekki víst að landa­mærin verði opnuð

Stjórn­völd í bæði Banda­ríkj­unum og Kanada hafa farið var­lega í það að opna landa­mæri sín. Þannig eru ónauð­syn­leg ferða­lög bönnuð þangað þótt Banda­ríkja­menn sjálfir geti ferð­ast um víða, séu þeir bólu­settir og fari í PCR-­próf ýmist rétt fyrir heim­komu eða strax og komið er heim. Justin Tru­deau, for­sæt­is­ráð­herra Kana­da, hefur boðað opnun landamæra fyrir bólu­setta milli Kanada og Banda­ríkj­anna um miðjan ágúst. Hann hefur líka sagst ætla að opna landa­mærin fyrir ferða­mönnum frá öllum löndum með sömu skil­yrðum í sept­em­ber. Þær fyr­ir­ætl­anir kunna að breyt­ast enda setti hann þann fyr­ir­vara að staðan yrði að vera orðin góð.

Bólusetningarhlutfall er hátt á milli svæða innan Bandaríkjanna. Í New York ríki er það um 60 prósent. Mynd: Pexels

Allt virð­ist stefna í eina átt í Banda­ríkj­un­um. Að fjórða bylgjan sé við það að bresta á, verði ekk­ert að gert. Reyndar er erfitt að tala um Banda­ríkin í heild í þessu sam­bandi – ekki frekar en í fyrri bylgj­um. Djúp gjá hefur mynd­ast í bólu­setn­ingum milli ríkja – og milli sýsla innan þeirra. Smitum hefur fjölgað á svæðum þar sem hlut­fallið er lágt. Líkt og víð­ast ann­ars staðar hefur tak­mörk­unum á sam­komum og ferða­lögum fólks verið aflétt und­an­farnar vikur og mán­uði. Það var gert vegna bólu­setn­ing­anna. Þær voru björg­un­ar­hring­ur­inn.

„Að bera saman ríkin er ekki góður mæli­kvarði, við þurfum fínni greiðu til að sjá hvað er að ger­ast,“ segir far­alds­fræð­ing­ur­inn Jenni­fer Nuzzo við Time. Hún segir hóp­sýk­ing­arnar sem blossað hafa upp und­an­farnar vikur margar vera að eiga sér stað á dreif­býlli svæðum en áður. Horfa verði á smit­tölur og sjúkra­húsinn­lagnir stað­bundið – ekki á lands­vísu. Aðeins þannig sé hægt að öðl­ast yfir­sýn yfir stöð­una. Lyk­il­at­riðið sé svo að horfa á smit­tölur í takti við fjölda sýna sem tekin eru. Þeir sem eru nú að grein­ast er aðal­lega fólk sem hefur sýnt ein­hver ein­kenni sjúk­dóms­ins. Það eru þeir sem mæta í sýna­töku.

Auglýsing

Lands­lagið er því allt annað nú en í fyrstu bylgj­un­um. Margir eru áhyggju­lausir að njóta frels­is­ins sem fékkst með afnámi tak­mark­ana í kjöl­far útbreiddra bólu­setn­inga. „Við erum að haga okkur nákvæm­lega eins og við gerðum fyrir ári síð­an,“ segir Murray Cote, pró­fessor við háskóla í Texas. Þar vísar hann í síð­asta sumar þegar til­fellum af kór­ónu­veirunni fór fækk­andi. Fólk pakk­aði grímunni niður og gleymdi sér í gleð­inni. Svo kom önnur bylgj­an.

Núna er bólu­efni komið til sög­unn­ar. Það hefur róað marga. En getur verið að um svika­logn hafi verið að ræða?

Bólu­efni veita ekki full­komna vörn. Og þau veita minni vörn gegn delta-af­brigð­inu en þeim fyrri sem við höfum feng­ist við. Kannski er vörnin því um 60 pró­sent, hafa vís­inda­menn jafn­vel áætl­að, þótt eng­inn viti það enn með vissu. Það þýðir að fjórir af hverjum tíu gætu sýkst og mögu­lega veikst. Ef fjórða bylgjan skellur á þá mun það þýða fleiri sjúkra­húsinn­lagnir og fleiri dauðs­föll en orðið hafa á síð­ustu vik­um. Og ekki má svo gleyma því að í Banda­ríkj­unum er aðeins um helm­ingur íbú­anna bólu­sett­ur.

Bólu­setn­ingar Í Norð­ur­-Am­er­íku og Evr­ópu eru engu að síður marg­falt fleiri – sam­kvæmt öllum mæli­kvörðum – en t.d. í Afr­íku og Suð­ur­-Am­er­íku. Aðeins um eitt pró­sent íbúa fátæk­ustu landa heims hafa fengið að minnsta kosti annan skammt bólu­efn­is. Þessi gjá bíður ekki aðeins hætt­unni heim á þessum svæð­um. Hrika­legu mann­falli þar sem góð heil­brigð­is­þjón­usta er á fæstra færi. Hún ógnar allri heims­byggð­inni.

Delta-af­brigðið varð til á Ind­landi þar sem fáir voru bólu­settir og gríð­ar­legur fjöldi smit­að­ur.

Nákvæm­lega sömu aðstæður eru enn uppi víða um heim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar