Sólbráðinn ís

„Það yrðu hrapaleg afglöp ef stjórnmálin heimiluðu sölu á Landsvirkjun,“ skrifar Úlfar Þormóðsson rithöfundur.

Auglýsing

Dap­ur­legur dagur 24. febr­ú­ar. Ömur­leg­ur. Það ber­ast fréttir af því að styrj­öld gæti verið að brjót­ast út í Evr­ópu. Lundin þyng­ist hjá mörgum mann­in­um, það dregur úr ein­beit­ingu og lífs­gleðin dofn­ar.

En það er ekki svo með alla. Sumir sjá ný tæki­færi, eygja gróða­von. Kannski kemur Kan­inn hingað aftur og opnar fyrir hermang­ið. Það væri nú aldeilis nokk­uð.

Fyrir sex dög­um, 18. febr­úar sl., birt­ist frétt í Morg­un­blað­inu með svo­felldum inn­gangi: Hagn­aður Lands­virkj­unar á síð­asta ári nam 148,6 millj­ónum dala, jafn­virði 19,3 millj­arða króna, og tæp­lega tvö­fald­að­ist á milli ára. Stjórn fyr­ir­tæk­is­ins áformar að leggja til við aðal­fund að 15 millj­arðar króna verði greiddir í arð í rík­is­sjóð vegna síð­asta árs.

Varla þarf að taka það fram að rík­ið, við öll, eigum Lands­virkj­un. Samt er rétt að und­ir­strika það; við eigum hana sam­an.

Auglýsing

Fréttin af hagn­aði Lands­virkj­unar kitl­aði hinn sís­vanga spek­úlant eins og við var að búast: Þarna var gróða­von, hrein og klár. Þeir veltu því fyrir sér, brall­ar­arn­ir, hvernig og hvenær þeir ætti að grípa gæs­ina. Þá missti Pútín þol­in­mæð­ina og glór­una austur í Moskvu og gekk inn í Úkra­ínu. Það fengum við Íslend­ingar stað­fest í nótt eða morg­un. Hann opn­aði íslensku gróða­fíklunum leið, hann Pútín. Og þeir hlupu af stað.

Í Frétta­blað­inu í gær mátti lesa, að Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, (fyrr­ver­andi for­maður Sam­taka iðn­að­ar­ins, mark­aðs­stjóri Kjörís og verð­andi dóms­mála­ráð­herra) for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþing­is, segir ekki ólík­legt að aukin arð­semi Lands­virkj­unar leiði til auk­ins póli­tísks áhuga á blönd­uðu rekstr­ar­formi fyr­ir­tæk­is­ins. Hún telur rétt að ríkið selji stóran hlut í fyr­ir­tæk­inu. „Ég tel að það komi vel til greina að selja um 30 til 40 pró­senta hlut í Lands­virkjun til líf­eyr­is­sjóð­anna með skil­yrð­u­m,“ segir Guð­rún. Hún segir að þá yrði eign­ar­haldið áfram hjá almenn­ingi. „Á sama tíma má spyrja hvort ekki liggi óinn­leyst arð­semi í Lands­virkjun sem væri hægt að hámarka betur á meiri sam­keppn­is­grund­velli,“ segir Guð­rún.

Þar sem rit­ari þessa pistils hefur ekki burði til þess að ræða „óinn­leysta arð­semi” í Lands­virkjun gerir hann það ekki, en bendir á að þessi verð­andi dóms­mála­ráð­herra hyggst beita fyrir sig marg þvældum aðferðum til þess að eign­ast Lands­virkj­un. Önnur er sú að kynna afar umdeil­an­leg mál á tímum sem annað mál og hrika­legra brennur á þorra fólks. Hin er að nefna líf­eyr­is­sjóð­ina sem æski­lega kaup­endur því „að þá yrði eign­ar­haldið áfram hjá almenn­ingi.” Og allir kátir nema hvað? Í fram­hald­inu mundu líf­eyr­is­sjóð­irnir svo selja sín hluta­bréf og spek­úlant­arnir kaupa; heims­þekkt aðferð við einka­væð­ingu. Auk ann­ars er báðum þessum aðferðum ætlað að drepa mál­inu á dreif, kæfa umræð­una.

Daði Már Krist­ó­fers­son, pró­fessor í umhverf­is- og auð­linda­hag­fræði og vara­for­maður Við­reisnar er kvaddur til umsagnar um söl­una í Frétta­blað­inu. Það sem eftir honum er haft hlýtur að hafa lent í prent­villu­púk­anum því það er nán­ast óskilj­an­legt og verður því ekki haft eft­ir, en þol­góðum les­endum bent á Frétta­blað gær­dags­ins, síðu 4. Eigi að síður er ekki hægt annað en birta eina máls­grein eftir pró­fessor vara­for­manni. Hún er svona:

„Það er varla hægt að tala eins og Lands­virkjun sé sér­stak­lega vel rekið fyr­ir­tæki.”

Les­andi athugi það að að fyr­ir­tækið skil­aði 19 þús­und og 300 millj­óna króna hagn­aði.

Það yrðu hrapa­leg afglöp ef stjórn­málin heim­il­uðu sölu á Lands­virkj­un. En til þess að það ger­ist ekki þurfa þing­menn og lands­menn allir að vera vak­andi um nær­lendi sitt þótt þótt heitir eldar logi ann­ars staðar um stund­ar­sak­ir.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar