Stríð í Evrópu

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, skrifar um innrás Rússa í Úkraínu. „Fyrir Rússum er það ógn við þeirra tilveru að landamæraríki þeirra gangi í Evrópusambandið og sérstaklega Nató.“

Auglýsing

Stríð er hafið í Úkra­ínu. Rússar hafa látið verða af því að ráð­ast inn undir því yfir­skyni að stilla til friðar í landamæra­hér­uðum sem hafa lýst yfir sjálf­stæði.

Það er reyndar gömul aðferða­fræði frá tíma Sov­ét­ríkj­anna að færa til þjóðir og menn­ing­ar­brot til þess að tryggja það að sterk mót­spyrna gegn Moskvu væri óáreið­an­leg. Rúss­nesku­mæl­andi voru flutt til landa með aðra menn­ingu og annað tungu­mál, og inn­fæddir íbúar flutt­ir, oft nauð­ugir, annað þar sem þeir voru nýir og í minni­hluta.

Þessi aðferða­fræði er þekkt og enn eru sár eftir hana víða, svo sem hjá vinum okkar í Eystra­salts­ríkj­un­um, en það eru síður en svo einu dæm­in.

Auglýsing

Og við sáum þessa aðferða­fræði gagn­ast Rússum þegar þeir gerðu inn­rás og inn­lim­uðu Krím­skaga, þá undir því yfir­skini að vernda rúss­nesku­mæl­andi íbúa þar. Og núna eru það rúss­nesku­mæl­andi í landamæra­hér­uð­unum sem mynda aðskiln­að­ar­hreyf­ing­una. Á síð­ustu dögum hafa aðskiln­að­ar­sinnar verið að flytja íbúa hér­að­anna aust­ur, til Rúss­lands. Það gerir að verkum að hér­uðin verða ‘rúss­neskari’, aðrir en Rússar dreifast og bland­ast við rúss­neska fjöld­ann.

Þetta er í raun vopn­væð­ing á sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt­in­um. Í grunn­inn eiga auð­vitað íbúar rétt á að skil­greina hvernig þeir vilja lifa, hvaða ríki þeir vilja til­heyra. En gildir það ef stór­veldi hefur róið að því öllum árum að koma fólki með sína menn­ingu fyrir á landamæra­svæðum og flytja fólk með aðra menn­ingu burtu?

Á sama tíma hafa Rússar haldið uppi linnu­lausum árásum á upp­lýs­ing­arnar sem umheim­ur­inn notar til að átta sig á því hvað sé að ger­ast. Tala um að þetta séu lygar vest­ur­veld­anna, að í raun sé það Nató sem sé árás­ar­að­il­inn.

Á síð­ari árum er fólk orðið rétti­lega gagn­rýnna á Nató, Banda­ríkin og hern­að­ar­brölt þeirra, við eigum ekki að trúa áróðri þeirra gagn­rýn­is­laust. En mótsvarið við því að trúa áróðri Banda­ríkj­anna er ekki að kok­gleypa gagn­rýn­is­laust áróður ann­arra hern­að­ar­velda.

Í grunn­inn snýst þetta um það að Rúss­land vill tryggja áhrifa­svæðið sitt, fyrir Rússum er það ógn við þeirra til­veru að landamæra­ríki þeirra gangi í Evr­ópu­sam­bandið og sér­stak­lega Nató. Úkra­ína og önnur landamæra­ríki Rúss­lands hljóta samt að mega velja hvernig þau stilla sér upp, og þegar stórt her­veldi er í bak­garð­in­um, þá upp­lifa þau mjög sterkt að þau þurfi annað hvort að gang­ast því ríki á hönd að meira eða minna leyti, og leyfa því að vasast til um utan­rík­is­stefnu og jafn­vel inn­an­lands­mál, til að halda frið­inn, eða ganga í annað banda­lag sem geti verndað þau fyrir ágangi. Inn í þetta bland­ast líka að Rússar vilja tryggja sér hafn­ar­að­stöðu við Svarta­haf­ið. Þeir munu kannski ekki sjálfir her­taka land Úkra­ínu, heldur munu aðskiln­að­ar­sinnar sjá um það, Rúss­arnir munu senni­lega bara eyði­leggja inn­viði og her Úkra­ínu til að koma í veg fyrir að hægt verði að stöðva það.

Að mörgu leiti minnir þetta á til­burði Þýska­lands í landamæra­hér­uðum Aust­ur­ríkis í aðdrag­anda seinna stríðs, en yfir­skinið þá var einmitt að verja þýsku­mæl­andi íbúa þar.

Rússar vilja full­vissu fyrir því að Úkra­ína muni ekki fá inn­göngu í Nató, nokkurn tíma. En það er ljóst að ef það er ekki á borð­inu, þá mun landið þurfa að frið­þægja Rússa og haga sér eftir þeirra höfði í meiri­háttar mál­um.

Ef við viljum hafa áhrif á þessa atburða­r­ás, þessa hegð­un, þá verður að ganga lengra í að gera Rússum það ljóst að þessi hegðun sé ekki í boði. Þetta mun alltaf verða vanda­mál á meðan Rúss­land er ólýð­ræð­is­legt fáræð­is- eða alræð­is­ríki sem upp­lifir sér ógnað af því að ríkin í kring hall­ist að Evr­ópu­sam­band­inu og inn­leiði lýð­ræð­is­legri stjórn­ar­hætti.

Styrkur Rúss­lands felst í því hve hátt hlut­fall Evr­ópu er háð inn­flutn­ingi á gasi frá Rúss­landi (og í minna mæli olíu). Því miður eru engir inn­viðir til­búnir til að taka við þeirri þörf og ríki Evr­ópu upp­lifa sér ekki fært að skera á það við­skipta­sam­band, ekki af græðgi heldur af því að fólk myndi deyja án þess að hafa gas til hit­un­ar, eld­unar og orku­fram­leiðslu. Fyrsta skrefið í því að losa okkur út úr því er að búa til val­kost við þetta gas, og auð­vitað væri ósk­andi að það gæti verið vind-, sól­ar- og jarð­varma­orka, eða ný tækni svo sem sam­runa­orka. En raun­hæf­asti kost­ur­inn er því miður senni­lega að byggja upp kjarn­orku­ver aft­ur. Það er eina tæknin sem er til­búin og nægi­lega þróuð til að byggja upp á þeim skala sem þarf til að losa Evr­ópu undan gas­fíkn­inni á milli­-­stuttum tíma (kannski 10-15 árum á að giska).

En, það er samt of seint, við verðum að bregð­ast við hraðar en sú aðferð getur boð­ið. Ég for­dæmi þessa inn­rás heils­hugar og hvet íslensk stjórn­völd til að vísa sendi­herra Rúss­lands úr landi og slíta á stjórn­mála­sam­band og öll við­skipti við Rúss­land og Hvíta-Rúss­land. Ég hvet ríki Evr­ópu til að gera hið sama. Við getum ekki við­haldið auð og valdi Pútíns og kóna hans, þó svo það að standa gegn þeim þýði sárs­auka­fullar umbreyt­ingar í orku­bú­skap.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Pírata og for­seti borg­ar­stjórnar Reykja­vík­ur­borg­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar