Stríð í Evrópu

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, skrifar um innrás Rússa í Úkraínu. „Fyrir Rússum er það ógn við þeirra tilveru að landamæraríki þeirra gangi í Evrópusambandið og sérstaklega Nató.“

Auglýsing

Stríð er hafið í Úkra­ínu. Rússar hafa látið verða af því að ráð­ast inn undir því yfir­skyni að stilla til friðar í landamæra­hér­uðum sem hafa lýst yfir sjálf­stæði.

Það er reyndar gömul aðferða­fræði frá tíma Sov­ét­ríkj­anna að færa til þjóðir og menn­ing­ar­brot til þess að tryggja það að sterk mót­spyrna gegn Moskvu væri óáreið­an­leg. Rúss­nesku­mæl­andi voru flutt til landa með aðra menn­ingu og annað tungu­mál, og inn­fæddir íbúar flutt­ir, oft nauð­ugir, annað þar sem þeir voru nýir og í minni­hluta.

Þessi aðferða­fræði er þekkt og enn eru sár eftir hana víða, svo sem hjá vinum okkar í Eystra­salts­ríkj­un­um, en það eru síður en svo einu dæm­in.

Auglýsing

Og við sáum þessa aðferða­fræði gagn­ast Rússum þegar þeir gerðu inn­rás og inn­lim­uðu Krím­skaga, þá undir því yfir­skini að vernda rúss­nesku­mæl­andi íbúa þar. Og núna eru það rúss­nesku­mæl­andi í landamæra­hér­uð­unum sem mynda aðskiln­að­ar­hreyf­ing­una. Á síð­ustu dögum hafa aðskiln­að­ar­sinnar verið að flytja íbúa hér­að­anna aust­ur, til Rúss­lands. Það gerir að verkum að hér­uðin verða ‘rúss­neskari’, aðrir en Rússar dreifast og bland­ast við rúss­neska fjöld­ann.

Þetta er í raun vopn­væð­ing á sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt­in­um. Í grunn­inn eiga auð­vitað íbúar rétt á að skil­greina hvernig þeir vilja lifa, hvaða ríki þeir vilja til­heyra. En gildir það ef stór­veldi hefur róið að því öllum árum að koma fólki með sína menn­ingu fyrir á landamæra­svæðum og flytja fólk með aðra menn­ingu burtu?

Á sama tíma hafa Rússar haldið uppi linnu­lausum árásum á upp­lýs­ing­arnar sem umheim­ur­inn notar til að átta sig á því hvað sé að ger­ast. Tala um að þetta séu lygar vest­ur­veld­anna, að í raun sé það Nató sem sé árás­ar­að­il­inn.

Á síð­ari árum er fólk orðið rétti­lega gagn­rýnna á Nató, Banda­ríkin og hern­að­ar­brölt þeirra, við eigum ekki að trúa áróðri þeirra gagn­rýn­is­laust. En mótsvarið við því að trúa áróðri Banda­ríkj­anna er ekki að kok­gleypa gagn­rýn­is­laust áróður ann­arra hern­að­ar­velda.

Í grunn­inn snýst þetta um það að Rúss­land vill tryggja áhrifa­svæðið sitt, fyrir Rússum er það ógn við þeirra til­veru að landamæra­ríki þeirra gangi í Evr­ópu­sam­bandið og sér­stak­lega Nató. Úkra­ína og önnur landamæra­ríki Rúss­lands hljóta samt að mega velja hvernig þau stilla sér upp, og þegar stórt her­veldi er í bak­garð­in­um, þá upp­lifa þau mjög sterkt að þau þurfi annað hvort að gang­ast því ríki á hönd að meira eða minna leyti, og leyfa því að vasast til um utan­rík­is­stefnu og jafn­vel inn­an­lands­mál, til að halda frið­inn, eða ganga í annað banda­lag sem geti verndað þau fyrir ágangi. Inn í þetta bland­ast líka að Rússar vilja tryggja sér hafn­ar­að­stöðu við Svarta­haf­ið. Þeir munu kannski ekki sjálfir her­taka land Úkra­ínu, heldur munu aðskiln­að­ar­sinnar sjá um það, Rúss­arnir munu senni­lega bara eyði­leggja inn­viði og her Úkra­ínu til að koma í veg fyrir að hægt verði að stöðva það.

Að mörgu leiti minnir þetta á til­burði Þýska­lands í landamæra­hér­uðum Aust­ur­ríkis í aðdrag­anda seinna stríðs, en yfir­skinið þá var einmitt að verja þýsku­mæl­andi íbúa þar.

Rússar vilja full­vissu fyrir því að Úkra­ína muni ekki fá inn­göngu í Nató, nokkurn tíma. En það er ljóst að ef það er ekki á borð­inu, þá mun landið þurfa að frið­þægja Rússa og haga sér eftir þeirra höfði í meiri­háttar mál­um.

Ef við viljum hafa áhrif á þessa atburða­r­ás, þessa hegð­un, þá verður að ganga lengra í að gera Rússum það ljóst að þessi hegðun sé ekki í boði. Þetta mun alltaf verða vanda­mál á meðan Rúss­land er ólýð­ræð­is­legt fáræð­is- eða alræð­is­ríki sem upp­lifir sér ógnað af því að ríkin í kring hall­ist að Evr­ópu­sam­band­inu og inn­leiði lýð­ræð­is­legri stjórn­ar­hætti.

Styrkur Rúss­lands felst í því hve hátt hlut­fall Evr­ópu er háð inn­flutn­ingi á gasi frá Rúss­landi (og í minna mæli olíu). Því miður eru engir inn­viðir til­búnir til að taka við þeirri þörf og ríki Evr­ópu upp­lifa sér ekki fært að skera á það við­skipta­sam­band, ekki af græðgi heldur af því að fólk myndi deyja án þess að hafa gas til hit­un­ar, eld­unar og orku­fram­leiðslu. Fyrsta skrefið í því að losa okkur út úr því er að búa til val­kost við þetta gas, og auð­vitað væri ósk­andi að það gæti verið vind-, sól­ar- og jarð­varma­orka, eða ný tækni svo sem sam­runa­orka. En raun­hæf­asti kost­ur­inn er því miður senni­lega að byggja upp kjarn­orku­ver aft­ur. Það er eina tæknin sem er til­búin og nægi­lega þróuð til að byggja upp á þeim skala sem þarf til að losa Evr­ópu undan gas­fíkn­inni á milli­-­stuttum tíma (kannski 10-15 árum á að giska).

En, það er samt of seint, við verðum að bregð­ast við hraðar en sú aðferð getur boð­ið. Ég for­dæmi þessa inn­rás heils­hugar og hvet íslensk stjórn­völd til að vísa sendi­herra Rúss­lands úr landi og slíta á stjórn­mála­sam­band og öll við­skipti við Rúss­land og Hvíta-Rúss­land. Ég hvet ríki Evr­ópu til að gera hið sama. Við getum ekki við­haldið auð og valdi Pútíns og kóna hans, þó svo það að standa gegn þeim þýði sárs­auka­fullar umbreyt­ingar í orku­bú­skap.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Pírata og for­seti borg­ar­stjórnar Reykja­vík­ur­borg­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar