Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020

Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.

Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Auglýsing

Laun alþing­is­manna, ráð­herra, ráðu­neyt­is­stjóra og ann­arra æðstu emb­ætt­is­manna hækk­uðu um 6,3 pró­sent frá 1. jan­úar síð­ast­liðn­um. Þetta kemur fram í svari fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið. 

Laun þing­manna munu við þetta hækka um tæpar 70 þús­und krónur á mán­uði og verða 1.170.569 krónur á mán­uð. Laun for­sæt­is­ráð­herra hækka um 127 þús­und krónur á mán­uði og verða 2.149.200 krónur á mán­uði og laun ráð­herra munu hækka í 1.941.328 krónur á mán­uði, eða um 115.055 krónur á mán­uði.

Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, sendi erindi til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins fyrir skemmstu þar sem hann óskaði eftir því að laun hans myndu ekki hækka í launum í sum­ar. Laun hans verða því einnig fryst til 2021, en þau eru 2.985.00 krónur á mán­uði.

Tug­pró­senta launa­hækk­anir

Kjara­ráð ákvað í októ­ber 2016 að hækka laun for­­­­­­­seta Íslands, þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­­manna og laun ráð­herra. Sam­­­­­­­kvæmt úrskurði kjara­ráðs urðu laun for­­­­­­­seta Íslands 2.985.000 krónur á mán­uði, þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­­manna 1.101.194 krónur á mán­uði, laun for­­­­­­­sæt­is­ráð­herra að með­­­­­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaupi varð 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­­­­­­­arra ráð­herra að með­­­­­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaupi urðu 1.826.273 krónur á mán­uði. Laun þing­­­­­­­­manna hækk­­­­­­­­uðu hlut­­­­­­­­falls­­­­­­­­lega mest við ákvörðun Kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­­­­­­­sent.

Auglýsing
Sam­­þykkt var á Alþingi í sum­arið 2018 að leggja kjara­ráð nið­ur. Þess í stað átti að hækka laun í æðstu emb­ætt­is­manna og kjör­inna full­trúa í takti við þróun launa­vísi­tölu. 

Fyrsta hækk­unin átti að taka gildi í fyrra­sumar og taka við af hækkun vísi­töl­unnar árið 2018. Í tengslum við gerð Lífs­kjara­samn­ing­anna var ákveðið að fresta þeirri hækkun til 1. jan­úar 2020. 

Frest­uðu síð­ari hækkun en ekki þeirri fyrri

Fyrir skemmst var greint frá því að Alþingi hefði sam­þykkt að lög­á­kveðin hækkun sem var áætluð 1. júlí 2020 yrði frestað til 1. jan­úar 2021. Þetta var gert vegna yfir­stand­andi aðstæðna sem rekja má til útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómnum og þeirra miklu efna­hags­legu afleið­inga sem hún hefur í för með sér. 

Hún verður í sam­ræmi við hækkun á launa­vísi­tölu Hag­stof­unnar vegna árs­ins 2019. Sú frestun hefur þó, sam­kvæmt svari ráðu­neyt­is­ins til Kjarn­ans, engin áhrif á gild­is­töku launa­hækk­un­ar­innar sem frestað var í fyrra.

Atvinnu­á­stand án for­dæma

Sem við­bragð við yfir­stand­andi efna­hags­vanda var sam­þykkt á Alþingi frum­varp sem veitir ein­stak­lingum tíma­bundna heim­ild til að semja um lækkað starfs­hlut­fall við atvinnu­rek­anda sinn, og nýti sér það að fá hluta­bætur úr Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði. Sam­kvæmt úrræð­inu, sem gildir sem stendur til 1. júní, get­ur ­starfs­fólk sem er með allt að 700 þús­und krónur í mán­að­ar­laun fengið allt að 90 pró­sent launa sinna á tíma­bil­inu ann­ars vegar frá vinnu­veit­anda og hins vegar í formi atvinnu­leys­is­bóta. Þeir sem eru með undir 400 þús­und krónur á mán­uði fá 100 pró­sent launa sinna. 

Rúm­lega 31 þús­und manns hafa sótt um úrræðið og stór hluti þess hóps nýtur nú skertra launa­kjara.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent