Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020

Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.

Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Auglýsing

Laun alþingismanna, ráðherra, ráðuneytisstjóra og annarra æðstu embættismanna hækkuðu um 6,3 prósent frá 1. janúar síðastliðnum. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans um málið. 

Laun þingmanna munu við þetta hækka um tæpar 70 þúsund krónur á mánuði og verða 1.170.569 krónur á mánuð. Laun forsætisráðherra hækka um 127 þúsund krónur á mánuði og verða 2.149.200 krónur á mánuði og laun ráðherra munu hækka í 1.941.328 krónur á mánuði, eða um 115.055 krónur á mánuði.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi erindi til fjármála- og efnahagsráðuneytisins fyrir skemmstu þar sem hann óskaði eftir því að laun hans myndu ekki hækka í launum í sumar. Laun hans verða því einnig fryst til 2021, en þau eru 2.985.00 krónur á mánuði.

Tugprósenta launahækkanir

Kjara­ráð ákvað í októ­ber 2016 að hækka laun for­­­­­­seta Íslands, þing­far­­­­­­ar­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­manna og laun ráð­herra. Sam­­­­­­kvæmt úrskurði kjara­ráðs urðu laun for­­­­­­seta Íslands 2.985.000 krónur á mán­uði, þing­far­­­­­­ar­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­manna 1.101.194 krónur á mán­uði, laun for­­­­­­sæt­is­ráð­herra að með­­­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­­ar­­­­­­kaupi varð 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­­­­­­arra ráð­herra að með­­­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­­ar­­­­­­kaupi urðu 1.826.273 krónur á mán­uði. Laun þing­­­­­­­manna hækk­­­­­­­uðu hlut­­­­­­­falls­­­­­­­lega mest við ákvörðun Kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­­­­­­sent.

Auglýsing
Sam­­þykkt var á Alþingi í sumarið 2018 að leggja kjara­ráð niður. Þess í stað átti að hækka laun í æðstu embættismanna og kjörinna fulltrúa í takti við þróun launavísitölu. 

Fyrsta hækkunin átti að taka gildi í fyrrasumar og taka við af hækkun vísitölunnar árið 2018. Í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna var ákveðið að fresta þeirri hækkun til 1. janúar 2020. 

Frestuðu síðari hækkun en ekki þeirri fyrri

Fyrir skemmst var greint frá því að Alþingi hefði samþykkt að lögákveðin hækkun sem var áætluð 1. júlí 2020 yrði frestað til 1. janúar 2021. Þetta var gert vegna yfirstandandi aðstæðna sem rekja má til útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum og þeirra miklu efnahagslegu afleiðinga sem hún hefur í för með sér. 

Hún verður í samræmi við hækkun á launavísitölu Hagstofunnar vegna ársins 2019. Sú frestun hefur þó, samkvæmt svari ráðuneytisins til Kjarnans, engin áhrif á gildistöku launahækkunarinnar sem frestað var í fyrra.

Atvinnuástand án fordæma

Sem viðbragð við yfirstandandi efnahagsvanda var samþykkt á Alþingi frumvarp sem veitir einstaklingum tímabundna heimild til að semja um lækkað starfshlutfall við atvinnurekanda sinn, og nýti sér það að fá hlutabætur úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Samkvæmt úrræðinu, sem gildir sem stendur til 1. júní, getur starfsfólk sem er með allt að 700 þúsund krónur í mánaðarlaun fengið allt að 90 prósent launa sinna á tímabilinu annars vegar frá vinnuveitanda og hins vegar í formi atvinnuleysisbóta. Þeir sem eru með undir 400 þúsund krónur á mánuði fá 100 prósent launa sinna. 

Rúmlega 31 þúsund manns hafa sótt um úrræðið og stór hluti þess hóps nýtur nú skertra launakjara.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent