Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020

Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.

Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Auglýsing

Laun alþing­is­manna, ráð­herra, ráðu­neyt­is­stjóra og ann­arra æðstu emb­ætt­is­manna hækk­uðu um 6,3 pró­sent frá 1. jan­úar síð­ast­liðn­um. Þetta kemur fram í svari fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið. 

Laun þing­manna munu við þetta hækka um tæpar 70 þús­und krónur á mán­uði og verða 1.170.569 krónur á mán­uð. Laun for­sæt­is­ráð­herra hækka um 127 þús­und krónur á mán­uði og verða 2.149.200 krónur á mán­uði og laun ráð­herra munu hækka í 1.941.328 krónur á mán­uði, eða um 115.055 krónur á mán­uði.

Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, sendi erindi til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins fyrir skemmstu þar sem hann óskaði eftir því að laun hans myndu ekki hækka í launum í sum­ar. Laun hans verða því einnig fryst til 2021, en þau eru 2.985.00 krónur á mán­uði.

Tug­pró­senta launa­hækk­anir

Kjara­ráð ákvað í októ­ber 2016 að hækka laun for­­­­­­­seta Íslands, þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­­manna og laun ráð­herra. Sam­­­­­­­kvæmt úrskurði kjara­ráðs urðu laun for­­­­­­­seta Íslands 2.985.000 krónur á mán­uði, þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­­manna 1.101.194 krónur á mán­uði, laun for­­­­­­­sæt­is­ráð­herra að með­­­­­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaupi varð 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­­­­­­­arra ráð­herra að með­­­­­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaupi urðu 1.826.273 krónur á mán­uði. Laun þing­­­­­­­­manna hækk­­­­­­­­uðu hlut­­­­­­­­falls­­­­­­­­lega mest við ákvörðun Kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­­­­­­­sent.

Auglýsing
Sam­­þykkt var á Alþingi í sum­arið 2018 að leggja kjara­ráð nið­ur. Þess í stað átti að hækka laun í æðstu emb­ætt­is­manna og kjör­inna full­trúa í takti við þróun launa­vísi­tölu. 

Fyrsta hækk­unin átti að taka gildi í fyrra­sumar og taka við af hækkun vísi­töl­unnar árið 2018. Í tengslum við gerð Lífs­kjara­samn­ing­anna var ákveðið að fresta þeirri hækkun til 1. jan­úar 2020. 

Frest­uðu síð­ari hækkun en ekki þeirri fyrri

Fyrir skemmst var greint frá því að Alþingi hefði sam­þykkt að lög­á­kveðin hækkun sem var áætluð 1. júlí 2020 yrði frestað til 1. jan­úar 2021. Þetta var gert vegna yfir­stand­andi aðstæðna sem rekja má til útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómnum og þeirra miklu efna­hags­legu afleið­inga sem hún hefur í för með sér. 

Hún verður í sam­ræmi við hækkun á launa­vísi­tölu Hag­stof­unnar vegna árs­ins 2019. Sú frestun hefur þó, sam­kvæmt svari ráðu­neyt­is­ins til Kjarn­ans, engin áhrif á gild­is­töku launa­hækk­un­ar­innar sem frestað var í fyrra.

Atvinnu­á­stand án for­dæma

Sem við­bragð við yfir­stand­andi efna­hags­vanda var sam­þykkt á Alþingi frum­varp sem veitir ein­stak­lingum tíma­bundna heim­ild til að semja um lækkað starfs­hlut­fall við atvinnu­rek­anda sinn, og nýti sér það að fá hluta­bætur úr Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði. Sam­kvæmt úrræð­inu, sem gildir sem stendur til 1. júní, get­ur ­starfs­fólk sem er með allt að 700 þús­und krónur í mán­að­ar­laun fengið allt að 90 pró­sent launa sinna á tíma­bil­inu ann­ars vegar frá vinnu­veit­anda og hins vegar í formi atvinnu­leys­is­bóta. Þeir sem eru með undir 400 þús­und krónur á mán­uði fá 100 pró­sent launa sinna. 

Rúm­lega 31 þús­und manns hafa sótt um úrræðið og stór hluti þess hóps nýtur nú skertra launa­kjara.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent