Aðalfundur Icelandair Group samþykkti milljarða bónuskerfi fyrir stjórnendur

Þrátt fyrir andstöðu eins stærsta hluthafa Icelandair Group samþykkti aðalfundur félagsins að innleiða hvatakerfi fyrir lykilstarfsmenn. Félagið hefur tapað um 80 milljörðum á fjórum árum og sótt sér 33 milljarða króna í nýtt hlutafé.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, er á meðal þeirra sem hvatakerfið mun ná til.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, er á meðal þeirra sem hvatakerfið mun ná til.
Auglýsing

Aðal­fundur Icelandair Group sam­þykkti naum­lega í dag til­lögu stjórnar um nýja starfs­kjara­stefnu og kaup­rétt­ar­kerfi fyrir fram­kvæmda­stjórn og lyk­il­starfs­menn. Einn stærsti hlut­hafi félags­ins, líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi, greindi frá því í gær að hann myndi greiða atkvæði gegn til­lög­unn­i. 

Til­­­laga stjórn­­­ar­innar sner­ist um að setja á fót hvata­­­kerfi hóp­inn. Mark­miðið með inn­­­­­leið­ing­u ­hvata­­­kerf­is­ins var  meðal ann­­­ars sagt vera að draga úr líkum á að lyk­il­­­starfs­­­menn yfir­­­­­gefi Icelandair Group með litlum fyr­ir­vara.

Í kerf­inu felst að hóp­­­ur­inn mun geta fengið allt af 25 pró­­­sent af árs­­­launum sínum í bónus í formi kaup­réttar á hlutum í Icelandair Group. Fyr­ir­hugað er að gefa út 250 milljón hluti í ár vegna kerf­is­ins og alls 900 milljón hluti á þriggja ára tíma­bili. Miðað við mark­aðsvirði Icelandair Group í dag er virði þeirra hluta sem greiða á út sem kaupauka um tveir millj­­­arðar króna. Hægt verður að inn­­­­­leysa umrædda kaup­rétti að þremur árum liðn­­­­­um. 

Sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum frá Gildi, sem er fimmti stærsti hlut­hafi Icelandair Group, var það mat stjórn­­enda hans að til­­lagan um hvata­­kerfið væri of umfangs­­mikil og að sjóð­­ur­inn myndi því greiða atkvæði gegn öllu sem sneri að upp­­­setn­ingu þess. Heim­ildir Kjarn­ans hermdu einnig að það hefði verið til umræðu hjá öðrum stórum hlut­höfum að greiða atkvæði gegn til­­lög­unn­i. Sú and­staða hefur þó ekki raun­gerst þar sem til­lagan var, líkt og áður sagði, sam­þykkt. Það að til­lagan hafi verið sam­þykkt með naumum meiri­hluta bendir þó til tölu­verðrar and­stöðu, en 43 pró­sent hlut­hafa voru á aðal­fund­inum sem var raf­rænn.

​​Töp­uðu 13,7 millj­­­örðum í fyrra

Icelandair Group tap­aði 13,7 millj­­­­­­örðum króna á árinu 2021 miðað við gengi krónu í lok þess árs en félagið gerir upp í Banda­­­­­­ríkja­döl­­­­­­um. Þar af tap­aði félagið 5,1 millj­­­­­­arði króna á síð­­­­­­­­­­­ustu þremur mán­uðum árs­ins. 

Rekstr­­­­­­ar­tap á síð­­­­­­asta ári var 17,7 millj­­­­­­arðar króna, en end­an­­­­­­legt tap dróst saman vegna þess að aðrar tekjur voru jákvæð­­­­­­ar. Þar á meðal voru sala eigna, í Iceland Tra­vel og Icelandair Hot­els, og tekju­­­­­­færsla vegna reikn­aðra vaxta á vaxta­­­­­­lausri frestun á greiðslu skatta.

Tap Icelandair Group á árinu 2020 var 51 millj­­­­­­­arður króna, árið 2019 tap­aði það 7,8 millj­­­­­­­arðar króna og á árinu 2018 var tapið um 6,8 millj­­­­­­­arðar króna. Því hefur sam­­­­­­­stæðan tapað yfir 79 millj­­­­­­­örðum króna á síð­­­­­­­­­­­­­ustu fjórum árum.

Auglýsing
Í skýrslu til­nefn­inga­nefndar Icelandair Group, sem var birt í Kaup­höll Íslands fyrir skemmstu sagði að það væri við­var­andi áhætta fyrir félagið að lyk­il­­­­starfs­­­­menn hætti þar sem þeir fái ekki næg­i­­­­lega vel greitt fyrir störf sín, en þrír úr fram­­­­kvæmda­­­­stjóri Icelandair Group hafa hætt störfum frá síð­­­­asta aðal­­­­fundi. Í við­­­­tölum sem nefndin tók við stjórn­­­­endur og stjórn­­­­­­­ar­­­­menn í félag­inu kom fram að þeir teldu þörf á „sterk­­­­ari varð­­­­veislu­á­ætlun ásamt end­­­­ur­­­­skoð­uðu starfs­kjara­­­­fyr­ir­komu­lagi æðstu stjórn­­­­enda“.

Laun for­­­stjóra hækk­­­uðu um næstum 50 pró­­­sent

Einn lyk­il­­­mann­anna sem fær kaupauka- og kaup­rétt­­­ar­greiðslur nú þegar bón­us­­­kerfið hefur verið sam­­­þykkt er Bogi Níls Boga­­­son, for­­­stjóri Icelandair Group. 

Kjarn­inn greindi frá því í síð­­asta mán­uði að ​hann hafi fengið 518 þús­und Banda­­­­­ríkja­dali í laun og hlunn­indi á síð­­­­­asta ári. Á árs­loka­­­­­gengi árs­ins 2021 eru það 67,5 millj­­­­­ónir króna eða 5,6 millj­­­­­ónir króna á mán­uði. Til við­­­­­bótar fékk Bogi Nils 119,6 þús­und Banda­­­­­ríkja­dali í líf­eyr­is­greiðsl­­­­­ur, eða 15,6 millj­­­­­ónir króna á ofan­­­­­greindu gengi. Það þýðir að laun, hlunn­indi og líf­eyr­is­greiðslur hans á síð­­­­­asta ári voru sam­tals 83,1 millj­­­­­ónir króna, eða rúm­­­­­lega 6,9 millj­­­­­ónir króna að með­­­­­al­tali á mán­uð­i. 

­Laun Boga hækk­­­­­uðu umtals­vert milli ára. Hann var með 355 þús­und Banda­­­­­ríkja­dali í laun á árinu 2020 og fékk þá 76 þús­und Banda­­­­­ríkja­dali í líf­eyr­is­­­­­sjóðs­greiðslur frá félag­inu. Þegar þessar tölur eru umreikn­aðar í íslenskar krónur á árs­loka­­­­­gengi síð­­­­­asta árs þýða þær að laun og hlunn­indi Boga voru 46,3 millj­­­­­ónir króna á árinu 2020, eða tæp­­­­­lega 3,9 millj­­­­­ónir króna á mán­uði, og líf­eyr­is­­­­­sjóðs­greiðsl­­­­­urnar alls 9,9 millj­­­­­ónir króna. Sam­tals voru laun, hlunn­indi og líf­eyr­is­­­­­sjóðs­greiðslur Boga á árinu 2020 því 56,2 millj­­­­­ónir króna miðað við árs­loka­­­­­gengi 2021, eða 4,7 millj­­­­­ónir króna á mán­uð­i. ​

Laun, hlunn­indi og líf­eyr­is­­­­­sjóðs­greiðslur Boga hækk­­­­­uðu því um 48 pró­­­­­sent í Banda­­­­­ríkja­dölum talið milli ára.

Kjarn­inn sendi fyr­ir­­­­­spurn til Icelandair Group vegna máls­ins og óskaði eftir útskýr­ingum á launa­hækkun for­­­­­stjóra. Í svari upp­­­­­lýs­inga­­­­­full­­­­­trúa félags­­­­­ins sagði að breyt­ing­una megi „lang­­­­­mestu leyti rekja til þess að á árinu 2020 tók for­­­­­stjóri á sig 30 pró­­­­­sent launa­­­­­lækkun stærstan hluta árs­ins. Þess má geta í þessu sam­hengi að árs­­­­­reikn­ingur félags­­­­­ins er í USD en öll laun á Íslandi, þ.m.t. for­­­­­stjóra eru greidd í íslenskum krón­­­­­um. Með­­­­­al­­­­­gengi íslensku krón­unnar gagn­vart USD styrkt­ist á milli ára og ýkir það hækk­­­­­un­ina í árs­­­­­reikn­ingn­­­­­um.“

Gengi íslensku krón­unnar gagn­vart Banda­­­­­ríkja­­­­­dal veikt­ist um 2,5 pró­­­­­sent á síð­­­­­asta ári.

Hluta­fjár­­­aukn­ingar í far­aldr­inum

Icelandair Group fór í nokkrar hluta­fjár­­­aukn­ingar eftir að kór­ón­u­veiru­far­ald­­­ur­inn skall á. Félagið safn­aði alls 23 millj­­­­örðum króna í útboði sem fór fram í sept­­­­em­ber 2020, en það hefur átt í miklum rekstr­­­­ar­­­­vanda um ára­bil sem jókst veru­­­­lega þegar kór­ón­u­veiru­far­ald­­­­ur­inn reið yfir. 

Icelandair Group gerði svo bind­andi sam­komu­lag við banda­ríska fjár­­­­­­­fest­ing­­­­ar­­­­sjóð­inn Bain Capi­tal um að hann keypti nýtt hlutafé í flug­­­­­­­fé­lag­inu í fyrra­sum­­­­­ar. Sam­­­­kvæmt sam­komu­lag­inu greiddi Bain Capi­tal 8,1 millj­­­­arð króna og eign­að­ist fyrir vikið 16,6 pró­­­­sent hlut í Icelandair Group. Bain Capi­tal átti 15,7 pró­­­sent hlut í Icelandair Group um síð­­­­­ustu ára­­­mót og var lang stærsti eig­andi félags­­­ins. Aðrir stórir eig­endur eru íslenskir líf­eyr­is­­sjóð­­ir. Til við­bótar hafa verið sóttir nokkrir millj­arðar króna og alls nemur umfang þess fjár sem Icelandair Group hefur sótt sér 33 millj­örðum króna.

Þrátt fyrir mik­inn tap­­­rekstur hefur hluta­bréfa­verð í Icelandair Group rúm­­­lega tvö­­­fald­­­ast frá því að hluta­bréfa­út­­­­­boðið í sept­­­em­ber 2020 fór fram. Hlut­hafar í árs­­­lok voru 15.287 og fjölg­aði um 1.779 í fyrra. 

Ekk­ert eitt fyr­ir­tæki fékk meiri fyr­ir­greiðslu úr rík­­is­­sjóði vegna kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins en Icelandair Group. Á meðal þess sem félagið fékk var rík­­is­á­­byrgð á lána­línu upp á 16,5 millj­­arða króna. Icelandair Group sagði upp lána­lín­unni á sama tíma og hug­­myndir um hið nýja hvata­­kerfi voru gerðar opin­ber­­ar. 

Þá hefur Icelandair Group end­­ur­­samið, af mik­illi hörku, við helstu stétt­­ar­­fé­lög starfs­­manna sinna. Sagði meðal ann­­ars 95 pró­­sent flug­­freyja upp á meðan að á kjara­við­ræðum við þær stóð. Eftir að þær kol­­­felldu kjara­­­samn­ing var talað um að ráða fólk úr öðru stétt­­­ar­­­fé­lagi.

Í ræðu sinni á aðal­fund­inum í dag sagði Bogi Nils að heild­ar­skatt­spor Icelandair Group, sem felur í sér alla greidda skatta og gjöld til ríkis og sveit­ar­fé­laga vegna, líka vegna launa starfs­manna, hafi verið yfir 26 millj­arðar króna. Þegar búið væri að draga frá það sem Icelandair fékk úr rík­is­sjóði vegna far­ald­urs­ins væri þetta „fimm­föld sú fjár­hæð sem félagið nýtti sér í gegnum úrræði rík­is­stjórn­ar­inn­ar“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent