Aðalfundur Icelandair Group samþykkti milljarða bónuskerfi fyrir stjórnendur

Þrátt fyrir andstöðu eins stærsta hluthafa Icelandair Group samþykkti aðalfundur félagsins að innleiða hvatakerfi fyrir lykilstarfsmenn. Félagið hefur tapað um 80 milljörðum á fjórum árum og sótt sér 33 milljarða króna í nýtt hlutafé.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, er á meðal þeirra sem hvatakerfið mun ná til.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, er á meðal þeirra sem hvatakerfið mun ná til.
Auglýsing

Aðal­fundur Icelandair Group sam­þykkti naum­lega í dag til­lögu stjórnar um nýja starfs­kjara­stefnu og kaup­rétt­ar­kerfi fyrir fram­kvæmda­stjórn og lyk­il­starfs­menn. Einn stærsti hlut­hafi félags­ins, líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi, greindi frá því í gær að hann myndi greiða atkvæði gegn til­lög­unn­i. 

Til­­­laga stjórn­­­ar­innar sner­ist um að setja á fót hvata­­­kerfi hóp­inn. Mark­miðið með inn­­­­­leið­ing­u ­hvata­­­kerf­is­ins var  meðal ann­­­ars sagt vera að draga úr líkum á að lyk­il­­­starfs­­­menn yfir­­­­­gefi Icelandair Group með litlum fyr­ir­vara.

Í kerf­inu felst að hóp­­­ur­inn mun geta fengið allt af 25 pró­­­sent af árs­­­launum sínum í bónus í formi kaup­réttar á hlutum í Icelandair Group. Fyr­ir­hugað er að gefa út 250 milljón hluti í ár vegna kerf­is­ins og alls 900 milljón hluti á þriggja ára tíma­bili. Miðað við mark­aðsvirði Icelandair Group í dag er virði þeirra hluta sem greiða á út sem kaupauka um tveir millj­­­arðar króna. Hægt verður að inn­­­­­leysa umrædda kaup­rétti að þremur árum liðn­­­­­um. 

Sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum frá Gildi, sem er fimmti stærsti hlut­hafi Icelandair Group, var það mat stjórn­­enda hans að til­­lagan um hvata­­kerfið væri of umfangs­­mikil og að sjóð­­ur­inn myndi því greiða atkvæði gegn öllu sem sneri að upp­­­setn­ingu þess. Heim­ildir Kjarn­ans hermdu einnig að það hefði verið til umræðu hjá öðrum stórum hlut­höfum að greiða atkvæði gegn til­­lög­unn­i. Sú and­staða hefur þó ekki raun­gerst þar sem til­lagan var, líkt og áður sagði, sam­þykkt. Það að til­lagan hafi verið sam­þykkt með naumum meiri­hluta bendir þó til tölu­verðrar and­stöðu, en 43 pró­sent hlut­hafa voru á aðal­fund­inum sem var raf­rænn.

​​Töp­uðu 13,7 millj­­­örðum í fyrra

Icelandair Group tap­aði 13,7 millj­­­­­­örðum króna á árinu 2021 miðað við gengi krónu í lok þess árs en félagið gerir upp í Banda­­­­­­ríkja­döl­­­­­­um. Þar af tap­aði félagið 5,1 millj­­­­­­arði króna á síð­­­­­­­­­­­ustu þremur mán­uðum árs­ins. 

Rekstr­­­­­­ar­tap á síð­­­­­­asta ári var 17,7 millj­­­­­­arðar króna, en end­an­­­­­­legt tap dróst saman vegna þess að aðrar tekjur voru jákvæð­­­­­­ar. Þar á meðal voru sala eigna, í Iceland Tra­vel og Icelandair Hot­els, og tekju­­­­­­færsla vegna reikn­aðra vaxta á vaxta­­­­­­lausri frestun á greiðslu skatta.

Tap Icelandair Group á árinu 2020 var 51 millj­­­­­­­arður króna, árið 2019 tap­aði það 7,8 millj­­­­­­­arðar króna og á árinu 2018 var tapið um 6,8 millj­­­­­­­arðar króna. Því hefur sam­­­­­­­stæðan tapað yfir 79 millj­­­­­­­örðum króna á síð­­­­­­­­­­­­­ustu fjórum árum.

Auglýsing
Í skýrslu til­nefn­inga­nefndar Icelandair Group, sem var birt í Kaup­höll Íslands fyrir skemmstu sagði að það væri við­var­andi áhætta fyrir félagið að lyk­il­­­­starfs­­­­menn hætti þar sem þeir fái ekki næg­i­­­­lega vel greitt fyrir störf sín, en þrír úr fram­­­­kvæmda­­­­stjóri Icelandair Group hafa hætt störfum frá síð­­­­asta aðal­­­­fundi. Í við­­­­tölum sem nefndin tók við stjórn­­­­endur og stjórn­­­­­­­ar­­­­menn í félag­inu kom fram að þeir teldu þörf á „sterk­­­­ari varð­­­­veislu­á­ætlun ásamt end­­­­ur­­­­skoð­uðu starfs­kjara­­­­fyr­ir­komu­lagi æðstu stjórn­­­­enda“.

Laun for­­­stjóra hækk­­­uðu um næstum 50 pró­­­sent

Einn lyk­il­­­mann­anna sem fær kaupauka- og kaup­rétt­­­ar­greiðslur nú þegar bón­us­­­kerfið hefur verið sam­­­þykkt er Bogi Níls Boga­­­son, for­­­stjóri Icelandair Group. 

Kjarn­inn greindi frá því í síð­­asta mán­uði að ​hann hafi fengið 518 þús­und Banda­­­­­ríkja­dali í laun og hlunn­indi á síð­­­­­asta ári. Á árs­loka­­­­­gengi árs­ins 2021 eru það 67,5 millj­­­­­ónir króna eða 5,6 millj­­­­­ónir króna á mán­uði. Til við­­­­­bótar fékk Bogi Nils 119,6 þús­und Banda­­­­­ríkja­dali í líf­eyr­is­greiðsl­­­­­ur, eða 15,6 millj­­­­­ónir króna á ofan­­­­­greindu gengi. Það þýðir að laun, hlunn­indi og líf­eyr­is­greiðslur hans á síð­­­­­asta ári voru sam­tals 83,1 millj­­­­­ónir króna, eða rúm­­­­­lega 6,9 millj­­­­­ónir króna að með­­­­­al­tali á mán­uð­i. 

­Laun Boga hækk­­­­­uðu umtals­vert milli ára. Hann var með 355 þús­und Banda­­­­­ríkja­dali í laun á árinu 2020 og fékk þá 76 þús­und Banda­­­­­ríkja­dali í líf­eyr­is­­­­­sjóðs­greiðslur frá félag­inu. Þegar þessar tölur eru umreikn­aðar í íslenskar krónur á árs­loka­­­­­gengi síð­­­­­asta árs þýða þær að laun og hlunn­indi Boga voru 46,3 millj­­­­­ónir króna á árinu 2020, eða tæp­­­­­lega 3,9 millj­­­­­ónir króna á mán­uði, og líf­eyr­is­­­­­sjóðs­greiðsl­­­­­urnar alls 9,9 millj­­­­­ónir króna. Sam­tals voru laun, hlunn­indi og líf­eyr­is­­­­­sjóðs­greiðslur Boga á árinu 2020 því 56,2 millj­­­­­ónir króna miðað við árs­loka­­­­­gengi 2021, eða 4,7 millj­­­­­ónir króna á mán­uð­i. ​

Laun, hlunn­indi og líf­eyr­is­­­­­sjóðs­greiðslur Boga hækk­­­­­uðu því um 48 pró­­­­­sent í Banda­­­­­ríkja­dölum talið milli ára.

Kjarn­inn sendi fyr­ir­­­­­spurn til Icelandair Group vegna máls­ins og óskaði eftir útskýr­ingum á launa­hækkun for­­­­­stjóra. Í svari upp­­­­­lýs­inga­­­­­full­­­­­trúa félags­­­­­ins sagði að breyt­ing­una megi „lang­­­­­mestu leyti rekja til þess að á árinu 2020 tók for­­­­­stjóri á sig 30 pró­­­­­sent launa­­­­­lækkun stærstan hluta árs­ins. Þess má geta í þessu sam­hengi að árs­­­­­reikn­ingur félags­­­­­ins er í USD en öll laun á Íslandi, þ.m.t. for­­­­­stjóra eru greidd í íslenskum krón­­­­­um. Með­­­­­al­­­­­gengi íslensku krón­unnar gagn­vart USD styrkt­ist á milli ára og ýkir það hækk­­­­­un­ina í árs­­­­­reikn­ingn­­­­­um.“

Gengi íslensku krón­unnar gagn­vart Banda­­­­­ríkja­­­­­dal veikt­ist um 2,5 pró­­­­­sent á síð­­­­­asta ári.

Hluta­fjár­­­aukn­ingar í far­aldr­inum

Icelandair Group fór í nokkrar hluta­fjár­­­aukn­ingar eftir að kór­ón­u­veiru­far­ald­­­ur­inn skall á. Félagið safn­aði alls 23 millj­­­­örðum króna í útboði sem fór fram í sept­­­­em­ber 2020, en það hefur átt í miklum rekstr­­­­ar­­­­vanda um ára­bil sem jókst veru­­­­lega þegar kór­ón­u­veiru­far­ald­­­­ur­inn reið yfir. 

Icelandair Group gerði svo bind­andi sam­komu­lag við banda­ríska fjár­­­­­­­fest­ing­­­­ar­­­­sjóð­inn Bain Capi­tal um að hann keypti nýtt hlutafé í flug­­­­­­­fé­lag­inu í fyrra­sum­­­­­ar. Sam­­­­kvæmt sam­komu­lag­inu greiddi Bain Capi­tal 8,1 millj­­­­arð króna og eign­að­ist fyrir vikið 16,6 pró­­­­sent hlut í Icelandair Group. Bain Capi­tal átti 15,7 pró­­­sent hlut í Icelandair Group um síð­­­­­ustu ára­­­mót og var lang stærsti eig­andi félags­­­ins. Aðrir stórir eig­endur eru íslenskir líf­eyr­is­­sjóð­­ir. Til við­bótar hafa verið sóttir nokkrir millj­arðar króna og alls nemur umfang þess fjár sem Icelandair Group hefur sótt sér 33 millj­örðum króna.

Þrátt fyrir mik­inn tap­­­rekstur hefur hluta­bréfa­verð í Icelandair Group rúm­­­lega tvö­­­fald­­­ast frá því að hluta­bréfa­út­­­­­boðið í sept­­­em­ber 2020 fór fram. Hlut­hafar í árs­­­lok voru 15.287 og fjölg­aði um 1.779 í fyrra. 

Ekk­ert eitt fyr­ir­tæki fékk meiri fyr­ir­greiðslu úr rík­­is­­sjóði vegna kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins en Icelandair Group. Á meðal þess sem félagið fékk var rík­­is­á­­byrgð á lána­línu upp á 16,5 millj­­arða króna. Icelandair Group sagði upp lána­lín­unni á sama tíma og hug­­myndir um hið nýja hvata­­kerfi voru gerðar opin­ber­­ar. 

Þá hefur Icelandair Group end­­ur­­samið, af mik­illi hörku, við helstu stétt­­ar­­fé­lög starfs­­manna sinna. Sagði meðal ann­­ars 95 pró­­sent flug­­freyja upp á meðan að á kjara­við­ræðum við þær stóð. Eftir að þær kol­­­felldu kjara­­­samn­ing var talað um að ráða fólk úr öðru stétt­­­ar­­­fé­lagi.

Í ræðu sinni á aðal­fund­inum í dag sagði Bogi Nils að heild­ar­skatt­spor Icelandair Group, sem felur í sér alla greidda skatta og gjöld til ríkis og sveit­ar­fé­laga vegna, líka vegna launa starfs­manna, hafi verið yfir 26 millj­arðar króna. Þegar búið væri að draga frá það sem Icelandair fékk úr rík­is­sjóði vegna far­ald­urs­ins væri þetta „fimm­föld sú fjár­hæð sem félagið nýtti sér í gegnum úrræði rík­is­stjórn­ar­inn­ar“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent