Gildi vill breytingar á tillögu um kaupréttarkerfi æðstu stjórnenda Símans

Þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins telur að breyta þurfi tillögu um kaupréttaráætlun fyrir æðstu stjórnendur Símans. Það sé ekki forsenda til að umbuna stjórnendum með slíkum hætti ef hluthafar fá ekki viðunandi arðsemi á sína fjárfestingu í félaginu.

Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi hefur lagt fram breyt­ing­ar­til­lögu við til­lögu stjórnar Sím­ans um kaup­rétt­ar­á­ætlun fyrir for­stjóra, æðstu stjórn­endur og lyk­il­starfs­menn félags­ins. Í til­lög­unni er lagt til að nýt­ing­ar­verð kaup­rétt­ar­samn­inga að ávinnslu­tíma liðnum verði leið­rétt með þriggja pró­senta árlegum vöxtum ofan á áhættu­lausa vexti í stað fjög­urra pró­senta árlegra vaxta, líkt og stjórn Sím­ans hafði lagt til. 

Gildi er fjórði stærsti eig­andi Sím­ans með 8,12 pró­sent hlut. Fjár­fest­inga­fé­lagið Stoðir er stærsti eig­and­inn með 15,41 pró­sent hlut og for­stjóri þess, Jón Sig­urðs­son, er stjórn­ar­for­maður Sím­ans. Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna er næst stærsti eig­and­inn með 11,52 pró­sent eign­ar­hlut og Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LSR) á sam­tals 13,67 pró­sent. Sam­an­lagt eiga þrír stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins því þriðj­ung í Sím­an­um. 

Engir kaup­réttir nema hlut­hafar fái við­un­andi arð­semi

Í grein­ar­gerð sem fylgir með breyt­ing­ar­til­lögu Gildis kemur fram að það skipti sjóð­inn máli að umfang kerf­is­ins sé við­eig­andi. Á hinn bóg­inn telur sjóð­ur­inn rétt að nýt­ing­ar­verð kerf­is­ins hækki meira en sem nemur fjög­urra pró­senta árlegum vöxtum og vill að nýt­ing­ar­verð hækki sem nemur áhættu­lausum vöxtum til við­bótar við þriggja pró­senta árlega vexti. „Þetta er lagt til í því skyni að tengja betur saman hags­muni kaup­rétt­ar­hafa og hlut­hafa með því að færa nýt­ing­ar­verðið nær þeirri ávöxt­un­ar­kröfu sem gerð er til hluta­bréfa. Það felur í sér að ekki sé for­senda til að umb­una stjórn­endum með þessum hætti ef hlut­hafar fá ekki við­un­andi arð­semi á sína fjár­fest­ingu í félag­in­u.“

Auglýsing
Að mati Gildis er breyt­ing­ar­til­lagan eðli­leg í ljósi núver­andi heild­ar­launa stjórn­enda Sím­ans og ann­arra mögu­leika þeirra á árang­urstengdum greiðsl­um. Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, var til að mynda með tæp­­lega 6,4 millj­­ónir króna á mán­uði að með­­al­tali í fyrra, að teknu til­­liti til líf­eyr­is­greiðslna. Það er 16,5 pró­­sent meira en árið áður. 

Erf­iður tíma­punktur til inn­leið­ingar

Í lok grein­ar­gerðar sinnar vill Gildi benda á að núver­andi mark­aðs­að­stæður gætu „verið erf­iður tíma­punktur til inn­leið­ingar á kaup­rétt­ar­kerfum þannig að þau þjóni til­gangi sínum og tengi raun­veru­lega saman lang­tíma­hags­muni stjórn­enda og hlut­hafa“. Þar er vænt­an­lega vísað í það að hluta­bréf hafa lækkað skarpt í virði hér­lendis það sem af er ári, eða um 15,5 pró­sent. Hluta­bréf í Sím­anum hafa lækkað um 6,6 pró­sent síð­ast­lið­inn mán­uð. 

Gildi segir að sjóð­ur­inn telji  eðli­legt, verði til­lagan sam­þykkt, að tíma­punktur úthlut­unar og upp­hafs­gengi verði „vand­lega ígrundað af stjórn félags­ins með hags­muni félags­ins, stjórn­enda og hlut­hafa að leið­ar­ljósi.“

Gildi var einn þeirra líf­eyr­is­sjóða sem lagð­ist gegn til­lögu stjórnar um kaupauka- og kaup­rétt­ar­kerfi hjá Icelandair Group á aðal­fundi þess félags í síð­ustu viku. Sú til­laga var sam­þykkt með naumum meiri­hluta.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent