Matreiðslubækur vinsælt lesefni hjá Dönum – fæstir elda upp úr þeim

Danir eru miklir áhugamenn um mat og margir þeirra eru allt of þungir. Það ætti því ekki að koma á óvart að þessi mikla mat­ar­þjóð skuli hafa áhuga fyrir að lesa um mat og skoða upp­skrift­ir.

hakkeboef-a6469ba0.1.jpg
Auglýsing

Kjarn­inn end­­­­ur­birtir nú valda pistla Borg­þórs Arn­gríms­­­­sonar sem sam­hliða eru gefnir út sem hlað­varps­þætt­­­­ir. Frétta­­­­skýr­ingar Borg­þórs njóta mik­illa vin­­­­sælda og sú sem er end­­­­ur­birt hér að neðan var upp­­­­haf­­­­lega birt þann 25. mars 2015.

Það er alkunna að Danir eru miklir áhuga­­menn um mat. Borða mik­ið, tala mikið um mat, eyða miklum tíma í að skoða mat í búðum og dreymir jafn­­vel mat. Þessi mikli mat­­ar­á­hugi hefur líka sett mark sitt á þjóð­ina, margir eru alltof þungir og þrátt fyrir hverja holl­ust­u­her­­ferð­ina á fætur annarri á und­an­­förnum árum, og fögur ára­­móta­heit breytir það litlu: bað­vigtin sýnir það og sann­­ar.

Það kemur þess vegna ekki á óvart að þessi mikla mat­­ar­­þjóð skuli hafa áhuga fyrir að lesa um mat og skoða upp­­­skrift­­ir. Dönsku dag­blöðin eru öll með sér­­stakar mat­­ar­­síð­­­ur, sum þeirra jaf­vel með mat­­seðil vik­unn­­ar, þar sem lín­­urnar eru lagðar um hvað „fa­milien Dan­­mark“ geti haft á borðum og þurfi ekki að láta hend­ingu ráða hvað fer í pott­ana.  Viku­blöð­in, Famile Journal, Hjemmet, Alt for Damerne og öll hin birta fjöld­ann allan af upp­­­skriftum í hverju tölu­­blaði.

Ara­grúi mat­reiðslu­­bóka á hverju ári

Ár­­lega koma út hér í Dan­­mörku um það bil 80 nýjar mat­reiðslu­bækur (fyrir utan end­­ur­út­­­gáf­­ur), talan fer hækk­­andi ár frá ári. Fyrir nokkrum ára­tugum létu flestir sér nægja að eiga tvær til þrjár mat­reiðslu­bæk­­ur, oft og tíðum þver­hand­­ar­­þykka doðranta sem inn­i­héldu, auk upp­­­skrift­anna, marg­vís­­legar upp­­lýs­ingar um með­­­ferð og geymslu mat­væla o.s.frv. (Matur og drykkur fröken Helgu Sig­­urð­­ar­dóttur er í þessum anda).

Auglýsing

Þekkt­ust danskra mat­reiðslu­­bóka er lík­­­lega Frø­­ken Jen­­sens Koge­­bog, hún kom fyrst kom út árið 1901 og hefur verið end­­ur­út­­­gefin að minnsta kosti 30 sinnum og selst í hund­ruðum þús­unda ein­­taka og selst enn þann dag í dag jafnt og þétt. Þessi met­­sölu­­bók á fátt sam­eig­in­­legt með hinum nýtísku­­legu mat­reiðslu­­bókum nútím­ans, þar sem mikil áhersla er lögð á ljós­­myndir til skýr­ingar og vand­aðan glans­­papp­ír. Í þessum bókum er líka hrá­efnið mun fjöl­breytt­­ara en hjá frø­­ken Jen­­sen, enda tím­­arnir breytt­­ir. Les­endur fá vatn í munn­inn við það eitt að skoða mynd­­irnar og upp­­­skrift­­irnar og hugsa með sér:  þetta prófa ég næst!

Lang­­fæstir elda upp úr mat­reiðslu­­bók­unum

En, þetta næst kemur bara aldrei, eða mjög sjald­­an. Nýleg rann­­sókn sér­­fræð­ings hjá Kon­ung­­lega bóka­safn­inu leiddi nefn­i­­lega í ljós það sem marga reyndar grun­aði. Fólk kaupir nýju bæk­­urnar og skoðar þær sér til skemmt­unar en notar þær svo aldrei. „Manni fall­­ast bara hendur þegar maður sér mynd­­irnar og allt sem þarf að kaupa til að elda þetta fína í bók­un­um“ sagði eld­hús­vanur karl í við­tali við áður­­­nefndan sér­­fræð­ing.

Nið­­ur­­staða rann­­sókn­­ar­innar var sú að Danir hafi mjög gaman af að lesa um allt þetta nýja í mat­­ar­­gerð­inni og skoða mynd­­irnar en þegar kemur að sjálfri mat­reiðsl­unni þá er það medisterpylsa, steikt rauð­­spretta og síld, hakkebøf eða svína­kót­i­­lettur sem enda á disk­inum með kart­öflum og rauð­káli.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar