Dularfull dauðsföll auðmanna sem tengdust Pútín

Einn féll út um glugga. Annar lést í meðferð hjá græðara. Sá þriðji (og reyndar sjá fjórði líka) fannst hengdur. Sá fimmti á að hafa stungið fjölskylduna og svo sjálfan sig. Undarlegar kringumstæður hafa einkennt andlát þekktra Rússa undanfarið.

Pútín
Auglýsing

Rúss­neskir vald­hafar hafa í gegnum tíð­ina verið sak­aðir af vest­ur­veld­unum um van­traust og að þola illa gagn­rýni. Eftir að Vla­dimír Pútín for­seti lands­ins hóf að und­ir­búa inn­rás í Úkra­ínu hefur staða þeirra sem áður nutu góðs af fylgi sínu við hann en hafa leyft sér að efast um til­efnið eða ekki stutt hann með ráðum og dáð veikst veru­lega. Og spurn­ingar hafa vaknað um hvort að dauðs­föll auð­manna, svo­nefndra ólíg­ar­ka, síð­ustu mán­uði séu aðeins til­vilj­un. Þetta er ekki eins­leitur hópur nýlegra gagn­rýnenda Pútíns, svo vitað sé. Sumir voru enn hlið­hollir hon­um, höfðu að minnsta kosti ekki opin­ber­lega gagn­rýnt hann. En aðrir höfðu sagt, jafn­vel hátt og skýrt og opin­ber­lega, að það væri rangt að ráð­ast inn í Úkra­ínu.

Auglýsing

Þannig var því farið með Ravil Maga­nov, stjórn­ar­for­mann Lukoil, stærsta olíu- og gas­fyr­ir­tækis Rúss­lands sem ekki er lengur í rík­i­s­eigu. Maga­nov og aðrir stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins gagn­rýndu inn­rás­ina og kröfð­ust þess opin­ber­lega að endir yrði bund­inn á stríðs­rekst­ur­inn.

Maga­nov lést í síð­ustu viku. Tvennum sögum fer af and­láti hans. Í yfir­lýs­ingu Lukoil segir að hann hafi lát­ist eftir „al­var­leg veik­indi“ en rík­is­rekna frétta­stofan TASS segir hann hafa fallið út um glugga á sjúkra­húsi í Moskvu. Nánar til­tekið af sjöttu hæð. Því var einnig haldið fram að hann hefði hrasað og fallið er hann ætl­aði að fá sér sígar­ettu. Sígar­ettu­pakki í glugga­kist­unni er sagður styðja þá kenn­ingu. Einnig hefur komið fram að lög­reglan telji að um sjálfs­víg hafi verið að ræða.

Maga­nov er átt­undi rúss­neski kaup­sýslu­mað­ur­inn sem hefur lát­ist við dul­ar­fullar kring­um­stæður frá því í jan­úar og sjötti valda­mað­ur­inn sem tengd­ist tveimur stærstu orku­fyr­ir­tækjum Rúss­lands, rík­is­fyr­ir­tækið Gazprom, sem miklar spill­ing­ar­sögur fara af, og Lukoil.

Pútín og Maganov á góðri stundu. Mynd: EPA

Maga­nov er ekki fyrsti yfir­maður Lukoil sem hefur dáið nýverið með svip­legum hætti. Aleksandr Subbot­in, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, fannst lát­inn í kjall­ara húss í úthverfi Moskvu í maí. Fjöl­miðlar sögðu húsið hafa verið í eigu græð­ara sem kall­aði sig Shaman Magua. Magua bauð fólki ein­hvers konar hreins­un­ar­með­feðr­ir.

Magua, sem heitir réttu nafni Aleksei Pind­ur­in, er sam­kvæmt fjöl­miðlum sagður hafa upp­lýst við skýrslu­tökur að Subbotin hefði verið undir áhrifum fíkni­efna og áfengis er hann kom að heim­ili hans og hefði kraf­ist þess að fá hreins­un­ar­með­ferð við þynnku.

Lög­reglan sagði að Subbot­in, sem var millj­arða­mær­ingur og áhrifa­maður mik­ill, hefði lát­ist úr hjarta­bil­un.

Í lok jan­úar fannst Leonid Shulman, yfir­maður inn­viða­fjár­fest­inga hjá Gazprom Invest, örendur á bað­her­berg­is­gólfi sveita­set­urs í nágrenni St. Pét­urs­borg­ar. Rík­is­rekna frétta­stofan RIA sagði lög­regl­una segja að um sjálfs­víg hefði verið að ræða. Bréf hefði fund­ist hjá lík­inu þar sem Shulman er sagður hafa skrifað að þján­ingar vegna meiðsla á fæti hafi orðið honum off­viða. Miklar efa­semdir hafa vaknað um þessar útskýr­ingar og bent hefur verið á að Shulman hafi vegna starfa sinna fyrir Gazprom búið yfir mik­il­vægum upp­lýs­ingum um vafa­sama við­skipta­hætti fyr­ir­tæk­is­ins.

Alex­ander Tyu­la­kov, fjár­mála­stjóri hjá Gazprom, fannst hengdur í bíl­skúr við heim­ili sitt í St. Pét­urs­borg 25. febr­ú­ar, dag­inn eftir að rúss­neskar her­sveitir rudd­ust inn í Úkra­ínu. Einka­rekna dag­blaðið Novaya Gazeta hafði eftir heim­ild­ar­mönnum innan lög­regl­unnar að örygg­is­sveit á vegum Gazprom hefði mætt á vett­vang á sama tíma og lög­regl­an.

Morð og sjálfs­víg

Vla­d­is­lav Avayev, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­for­stjóri Gazprom-­banka, stærsta einka­rekna banka Rúss­lands og þriðja stærsta banka lands­ins, fannst lát­inn í apríl í íbúð sinni í Moskvu ásamt eig­in­konu sinni og dótt­ur. Önnur dóttir Avayev kom að fjöl­skyldu sinni lát­inni. Opin­berir aðilar héldu því fram að hann hefði myrt mæðgurnar og svo tekið eigið líf og sögðu þeirri kenn­ingu til stuðn­ings að byssa hefði fund­ist í hönd Avayev. Um þetta hafa fyrr­ver­andi sam­starfs­menn hann efast og minna á að Avayev hafi áður verið ráð­gjafi Pútíns.

„Hans starf fólst í einka­banka­þjón­ustu sem þýddi að hann átti í sam­skiptum við mjög mik­il­væga við­skipta­vin­i,“ sagði Igor Volobu­ev, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­for­stjóri Gazprombank við CNN. „Hann var ábyrgur fyrir gríð­ar­legum pen­inga­fjár­hæð­um. Þannig að, drap hann sig? Ég held ekki. Ég held að hann hafi vitað eitt­hvað og þess vegna hafi hann verið ógn.“

Sergei Protos­enya, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri hjá Novatek, stærsta gas­fram­leið­anda Rúss­lands, fannst lát­inn í sum­ar­húsi sínu á Spáni um miðjan apr­íl. Lík eig­in­konu hans og dóttur voru einnig í hús­inu. Málið er sann­ar­lega óhugn­an­legt því mæðgurnar höfðu verið stungnar til bana og Protos­enya var hengd­ur.

Rúss­lensk yfir­völd sögð­ust telja að um morð og sjálfs­víg hafi verið að ræða en því hefur sonur hjón­anna og vinir þeirra hafnað og segj­ast telja að morð­vett­vang­ur­inn hafi verið svið­sett­ur.

Lög­reglan í Kata­lóníu er enn að rann­saka dauðs­föll­in.

Auglýsing

Vla­dimir Lyakis­hev, eig­andi Bratya Kara­vayevi-veit­inga­húsa­keðj­unn­ar, fannst lát­inn 4. maí. Rúss­lenski rík­is­fjöl­mið­ill­inn RBC segir að hann hafi lát­ist af skotsári úti á svölum íbúðar sinn­ar.

Júrí Voronov, stofn­andi og stjórn­ar­for­maður skipa­fé­lags­ins Astra-S­hipp­ing, sem er með rík við­skipta­tengsl við Gazprom, fannst lát­inn í sund­laug. Rúss­neskir fjöl­miðlar segja skotsár hafa verið á líki hans og að byssa hafi fund­ist á staðn­um.

Við­skipta­jöf­ur­inn Mik­hail Watford, sem fæddur var í Úkra­ínu, fannst lát­inn í Sur­rey í Bret­landi aðeins nokkrum dögum eftir að Rússar gerðu inn­rás­ina. Hann stund­aði við­skipti með olíu og gas í Rúss­landi og hafði einnig komið sér upp veg­legu fast­eigna­safni í London. Yfir­völd sögðu dán­ar­or­sök vera heng­ingu.

Rann­sókn á and­láti hans stendur enn yfir.

Var­huga­verðir gluggar

Eftir lát Maga­novs fóru líka margir að velta fyrir sér hvers vegna það gerð­ist reglu­lega að rúss­neskir mekt­ar- og emb­ætt­is­menn féllu til bana út um glugga.

Nokkur dæmi:

Í októ­ber í fyrra féll rúss­neskur erind­reki út um glugga á rúss­neska sendi­ráð­inu í Berlín og lést. Þýskum fjöl­miðlum reynd­ist erfitt að kom­ast að því hver hann var en rann­sókn­ar­fjöl­mið­ill­inn Bell­ingcat taldi að um hefði verið að ræða Kirill Zhalo, son Alexei Zhalo sem var yfir­maður hjá FSB, stofnun sem var að miklu leyti arf­taki leyni­þjón­ust­unnar KGB.

Í des­em­ber í fyrra féll Yegor Prosvirn­in, sem stofn­aði þekktar blogg­síður um rúss­nesk stjórn­mál, til bana út um glugga á fjöl­býl­is­húsi í Moskvu. Prosvirnin hafði stutt Pútín í því að inn­lima Krím­skaga árið 2014 en hóf síð­ustu ár að gagn­rýna hann harð­lega og spá því að borg­ara­styrj­öld væri í upp­sigl­ingu í Rúss­landi.

Um miðjan ágúst í ár fannst lík Dan Rapoport fyrir framan lúx­us-­fjöl­býl­is­hús í Was­hington-­borg. Hann var lett­neskur og banda­rískur rík­is­borg­ari, hafði starfað hjá fyr­ir­tækjum í eigu Rússa og verið fjár­mála­ráð­gjafi í sam­eig­in­legu olíu­verk­efni Rússa og Banda­ríkj­anna í Síber­íu.

Rapoport hafði efn­ast gríð­ar­lega og verið í náum tengslum við stjórn­völd í Kremlin en féll úr náð­inni hjá Pútín er hann hóf að styðja stjórn­ar­and­stæð­ing­inn Alexei Navalní.

Lög­reglan í Was­hington er enn að rann­saka and­lát hans.

Læknar hrapa

Við­skipta­fé­lagi Rapoports lést einnig eftir fall út um glugga á fjöl­býl­is­húsi í Moskvu árið 2017.

Í COVID-far­aldr­inum féllu að minnsta kosti fjórir heil­brigð­is­starfs­menn, þar af þrír lækn­ar, út um glugga í Rúss­landi á stuttu tíma­bili, frá apríl til maí árið 2020. Aðeins einn þeirra lifði af. Stjórn­völd í Rúss­landi héldu þétt að sér spil­unum varð­andi umfang far­ald­urs­ins á þessum tíma en líkt og ann­ars staðar í heim­inum var fyrsta bylgjan mjög skæð og gríð­ar­legt álag á öllu heil­brigð­is­starfs­fólki.

Að end­ingu má nefna and­lát rúss­neska vís­inda­manns­ins Alex­ander Kag­an­skí í des­em­ber 2020. Á þeim tíma var hann að vinna að þróun bólu­efnis gegn COVID-19. Hann er sagður hafa fallið út um glugga á háhýsi sem hann bjó í í St. Pét­urs­borg. Lög­reglan hélt því fram að hann hefði stungið sjálfan sig og svo stokkið út um glugg­ann.

Að segja frá hvað gengur á í Rúss­landi er ekki ein­falt fyrir þar­lenda blaða­menn. Dæmin sýna að það það getur verið hættu­legt að starfa við það fag að segja fréttir eins og þær eru – fréttir sem stjórn­völd vilja síður að séu sagð­ar. Nýjasta dæmið er um blaða­mann­inn Ivan Safronov. Hann var nýverið dæmdur til 22 ára vistar í örygg­is­fang­elsi fyrir föð­ur­lands­svik. Hann er sak­aður um að hafa lekið rík­is­leynd­ar­málum en gögnin voru hins vegar dóms­skjöl sem engin leynd hvíldi yfir, segir frétta­rit­ari BBC í Moskvu. Raun­veru­leg ástæða þess að hann var dæmdur í fang­elsi sé aug­ljós: Hann skrif­aði greinar um rúss­neska her­inn. „Þetta er harð­asta refs­ing fyrir land­ráð í nútíma­sögu Rúss­land,“ sagði í leið­ara eins rús­sensks dag­blaðs. „Ivan myrti eng­an. Ef hann hefði gert það hefði hann fengið væg­ari dóm.“

Greinin er byggð á fréttum og frétta­skýr­ingum nokk­urra vest­rænna fjöl­miðla: BBC, Reuters, AP, Newsweek o.fl.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar