Ætla að tryggja að „Beergate“ endi ekki eins og „Partygate“

Leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi fékk sér bjór með vinnufélögum í apríl í fyrra. Lögregla rannsakar uppákomuna en Verkamannaflokkurinn segir gögn sýna fram á að sóttvarnareglur hafi ekki verið brotnar eins og í tilfelli forsætisráðherra.

Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi.
Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi.
Auglýsing

Verka­manna­flokk­ur­inn í Bret­landi seg­ist hafa sann­anir fyrir því að Keir Star­mer, leið­togi flokks­ins, og starfs­lið hans hafi haldið áfram að sinna vinnu eftir að hafa snætt skyndi­bita og drukkið bjór á skrif­stofu þing­manns flokks­ins.

Umrætt atvik er til rann­sóknar hjá lög­regl­unni í Dur­ham sem mögu­legt brot á gild­andi sótt­varna­regl­um. Atvikið átti sér stað 30. apríl 2021 á skrif­stofu þing­manns­ins May Foy í Dur­ham. Á mynd­skeiði sem er nú í dreif­ingu sést Star­mer fá sér bjór með sam­starfs­fólki sínu.

Upp­á­koman hefur fengið við­ur­nefnið „Beerga­te“ og þykir óneit­an­lega svipa til „Par­tyga­te“-hneyksl­is­ins svo­kall­aða þar sem Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra gerð­ist brot­legur gegn ströngum sótt­varna­reglum sem voru í gildi á tímum heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. Breska lög­­reglan sektaði John­­son, Carrie John­­son eig­in­­konu hans og Rishi Sunak, fjár­­­mála­ráð­herra Bret­lands, fyrir að vera við­­stödd afmæl­is­­veislu for­­sæt­is­ráð­herra sem fram fór í Down­ing­stræti 10 19. júní 2020. John­son hefur ítrekað beðist afsök­unar á afmæl­is­veisl­unni, sem og tveimur sam­kvæmum til við­bótar þar sem hann var við­stadd­ur, en telur sekt­ina ekki ástæðu til afsagn­ar.

Auglýsing
Starmer hefur hins vegar lofað að hann muni segja af sér, verði hann sektaður vegna brota á sótt­varna­regl­um. Verka­manna­flokk­ur­inn full­yrðir hins vegar að hægt sé að færa sönnur á að atvikið síð­ast­liðið vor hafi ekki verið gegn gild­andi sótt­varna­reglum þar sem aug­ljós­lega hafi verið um vinnu­tengdan við­burð að ræða vegna auka­kosn­inga í Harlepool sem haldnar voru vegna afsagnar þing­manns í kjör­dæm­inu.

Sam­kvæmt heim­ildum The Guar­dian hefur þing­flokk­ur­inn tekið saman gögn, meðal ann­ars mynd­skeið, skjöl og sam­skipti úr WhatsApp sem sýna fram á að hóp­ur­inn sem fékk sér að borða saman hafi snúið aftur til vinnu að því loknu og verið að störfum til klukkan eitt eftir mið­nætti.

„Við höfum verið hrein­skilin með það að engar reglur voru brotn­ar. Við munum leggja fram gögn sem sanna að fólk var við störf fyrir og eftir máls­verð­inn.“ segir heim­ild­ar­maður flokks­ins.

Í yfir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér á mánu­dag sagði Star­mer að engin lög hefðu verið brot­in. Star­mer hefur ítrekað kallað eftir afsögn John­son og Rishi Sunak fjár­mála­ráð­herra, sem var einnig sektað­ur. Star­mer segir málin ólík og bendir á að gild­andi sótt­varna­reglur á þessum tíma hafi vissu­lega bannað sam­komur inn­an­dyra en að vinnu­tengdir við­burðir hafi verið und­an­skildir og það hafi verið til­fellið, hann hafi „ein­fa­d­lega verið að fá sér að borða og vinna fram­eft­ir“.

Star­mer tók því vissa áhættu með því að leggja póli­tísk örlög sín í hendur lög­regl­unnar í Dur­ham. Af hverju ákvað hann að gera það? Að öllum lík­indum þar sem hinn kost­ur­inn, að segja ekk­ert, er álit­inn verri af honum sjálfum og póli­tískum ráð­gjöf­um. Nú er staðan í raun ein­föld: Ef lög­reglan sektar Star­mer mun hann segja af sér, ann­ars ekki. Búast má við nið­ur­stöðu lög­reglu innan tveggja mán­aða.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiErlent