Ætla að tryggja að „Beergate“ endi ekki eins og „Partygate“

Leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi fékk sér bjór með vinnufélögum í apríl í fyrra. Lögregla rannsakar uppákomuna en Verkamannaflokkurinn segir gögn sýna fram á að sóttvarnareglur hafi ekki verið brotnar eins og í tilfelli forsætisráðherra.

Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi.
Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi.
Auglýsing

Verka­manna­flokk­ur­inn í Bret­landi seg­ist hafa sann­anir fyrir því að Keir Star­mer, leið­togi flokks­ins, og starfs­lið hans hafi haldið áfram að sinna vinnu eftir að hafa snætt skyndi­bita og drukkið bjór á skrif­stofu þing­manns flokks­ins.

Umrætt atvik er til rann­sóknar hjá lög­regl­unni í Dur­ham sem mögu­legt brot á gild­andi sótt­varna­regl­um. Atvikið átti sér stað 30. apríl 2021 á skrif­stofu þing­manns­ins May Foy í Dur­ham. Á mynd­skeiði sem er nú í dreif­ingu sést Star­mer fá sér bjór með sam­starfs­fólki sínu.

Upp­á­koman hefur fengið við­ur­nefnið „Beerga­te“ og þykir óneit­an­lega svipa til „Par­tyga­te“-hneyksl­is­ins svo­kall­aða þar sem Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra gerð­ist brot­legur gegn ströngum sótt­varna­reglum sem voru í gildi á tímum heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. Breska lög­­reglan sektaði John­­son, Carrie John­­son eig­in­­konu hans og Rishi Sunak, fjár­­­mála­ráð­herra Bret­lands, fyrir að vera við­­stödd afmæl­is­­veislu for­­sæt­is­ráð­herra sem fram fór í Down­ing­stræti 10 19. júní 2020. John­son hefur ítrekað beðist afsök­unar á afmæl­is­veisl­unni, sem og tveimur sam­kvæmum til við­bótar þar sem hann var við­stadd­ur, en telur sekt­ina ekki ástæðu til afsagn­ar.

Auglýsing
Starmer hefur hins vegar lofað að hann muni segja af sér, verði hann sektaður vegna brota á sótt­varna­regl­um. Verka­manna­flokk­ur­inn full­yrðir hins vegar að hægt sé að færa sönnur á að atvikið síð­ast­liðið vor hafi ekki verið gegn gild­andi sótt­varna­reglum þar sem aug­ljós­lega hafi verið um vinnu­tengdan við­burð að ræða vegna auka­kosn­inga í Harlepool sem haldnar voru vegna afsagnar þing­manns í kjör­dæm­inu.

Sam­kvæmt heim­ildum The Guar­dian hefur þing­flokk­ur­inn tekið saman gögn, meðal ann­ars mynd­skeið, skjöl og sam­skipti úr WhatsApp sem sýna fram á að hóp­ur­inn sem fékk sér að borða saman hafi snúið aftur til vinnu að því loknu og verið að störfum til klukkan eitt eftir mið­nætti.

„Við höfum verið hrein­skilin með það að engar reglur voru brotn­ar. Við munum leggja fram gögn sem sanna að fólk var við störf fyrir og eftir máls­verð­inn.“ segir heim­ild­ar­maður flokks­ins.

Í yfir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér á mánu­dag sagði Star­mer að engin lög hefðu verið brot­in. Star­mer hefur ítrekað kallað eftir afsögn John­son og Rishi Sunak fjár­mála­ráð­herra, sem var einnig sektað­ur. Star­mer segir málin ólík og bendir á að gild­andi sótt­varna­reglur á þessum tíma hafi vissu­lega bannað sam­komur inn­an­dyra en að vinnu­tengdir við­burðir hafi verið und­an­skildir og það hafi verið til­fellið, hann hafi „ein­fa­d­lega verið að fá sér að borða og vinna fram­eft­ir“.

Star­mer tók því vissa áhættu með því að leggja póli­tísk örlög sín í hendur lög­regl­unnar í Dur­ham. Af hverju ákvað hann að gera það? Að öllum lík­indum þar sem hinn kost­ur­inn, að segja ekk­ert, er álit­inn verri af honum sjálfum og póli­tískum ráð­gjöf­um. Nú er staðan í raun ein­föld: Ef lög­reglan sektar Star­mer mun hann segja af sér, ann­ars ekki. Búast má við nið­ur­stöðu lög­reglu innan tveggja mán­aða.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent