Fjósamaður, fjöllistakona og frú í framboði

Rúmlega 70 lögfræðingar og lögmenn eru á lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Tæpur þriðjungur er í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sjö fangaverðir eiga sæti á listum og ein göldrótt tónlistarkona. Tvær Stellur eru í framboði.

Kattakona, hornleikari, galdrakona, fuglaathugandi og knattspyrnukona eru meðal frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningunum.
Kattakona, hornleikari, galdrakona, fuglaathugandi og knattspyrnukona eru meðal frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningunum.
Auglýsing

Þau eru afar fjöl­breytt starfs­heitin og ann­ars konar titlar þess fólks sem er á fram­boðs­listum til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga sem fram fara í dag. Sem dæmi eru 249 fram­bjóð­endur kenn­ar­ar, 213 bændur bjóða fram krafta sína og tíu tamn­inga­menn. 72 lög­fræð­ingar og lög­menn eru í kjöri og 23 hús­mæð­ur. Sömu­leiðis eiga 23 núver­andi eða fyrr­ver­andi alþing­is­menn sæti á list­un­um.

Aðeins einn horn­leik­ari er í fram­boði. Það er hann Helgi Þ. Svav­ars­son, sem er á lista Vinstri grænna á Akur­eyri. Það verður að telj­ast ólík­legt að hann nái kjöri. Það hefur ekk­ert með hornið hans að gera eða hvernig hann leikur á það heldur þá stað­reynd að hann skipar 17. sæti list­ans. En aðeins ell­efu sæti eru í boði í bæj­ar­stjórn­inni og munu þau skipt­ast á milli þeirra lista sem koma inn mönn­um.

Einn fram­bjóð­andi titlar sig fjósam­ann og annar skilta­kall. Þá er ein fjöl­lista­kona í fram­boði og ein frú. Sjö fanga­verðir eru á lista og fimm ljós­mæð­ur. Fugla­at­hug­andi skipar sæti á lista Vinstri grænna í Árborg og tveir plötu­snúðar bjóða sig fram – annar í Hvera­gerði og hinn í Hafn­ar­firði.

Auglýsing

Mest er fjöl­breytnin eflaust á Katta­list­anum sem býður fram á Akur­eyri undir for­ystu Snorra Ásmunds­sonar lista­manns. Með honum á lista eru mark­þjálfi, tón­list­ar­mað­ur, rit­höf­und­ur, lista­kona, hús­móð­ir, mál­ari og svo auð­vit­að: Katta­kona.

Við­skeytið „stjóri“ er í starfs­heiti 672 fram­bjóð­enda. Mögu­lega eru hlut­falls­lega flestir stjórn­endur á Kjós­ar­list­an­um. Sjö skipa list­ann, þar af þrír fram­kvæmda­stjór­ar, einn hót­el­stjóri og einn deild­ar­stjóri. Sá sjötti er lög­fræð­ingur og sá sjö­undi múr­ari.

Hlut­falls­lega er bændur flestir á Tjör­neslist­anum því helm­ingur þeirra sem bjóða sig fram stunda búskap. Tíu eru á list­anum og í hópnum eru tvær hús­mæður sem er einnig hátt hlut­fall þeirrar stéttar miðað við önnur fram­boð. Sjálf­kjörið verður í Tjör­nes­hreppi í þetta sinn því aðeins einn listi er í fram­boði.

Tugir lögfræðinga og lögmanna eru í kjöri. Mynd: Pixels

Lög­menn og lög­fræð­ingar eru hlut­falls­lega flestir á listum Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Tutt­ugu slík­ir, af þeim 72 sem gefa kost á sér, skipa lista flokks­ins víðs­vegar um land­ið. Til sam­an­burðar þá eru aðeins þrír lög­fræð­ingar og lög­menn í fram­boði fyrir Vinstri græn.

Sextán lækn­ar, þar af fjórir dýra­lækn­ar, eru í kjöri. Mun fleiri hjúkr­un­ar­fræð­ingar eru á fram­boðs­list­unum eða 49. Þá eru fjöl­margir náms­menn í fram­boði eða sam­tals 232. Nám þeirra er alls kon­ar. Einn stundar nám í hús­gagna­smíði, annar í búfræði og nokkrir eru í hjúkr­un­ar­fræði. Þá er nemi í lands­lags­arki­tektúr á lista í Bol­ung­ar­vík, flugnemi á lista í Garða­bæ, þjóð­fræði­nemi í fram­boði fyrir Vinstri græn í Hafn­ar­firði og nemi í almanna­tengslum fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Reykja­vík.

Rúm­lega sex­tíu „kon­ur“ eiga sæti á list­um. Það er að segja mann­eskjur sem hafa orðið „kona“ í starfs­heiti sínu: Fjöl­lista­kona, afgreiðslu­kona, sjúkra­flutn­inga­kona, hágreiðslu­kona, fyrr­ver­andi alþing­is­kona, knatt­spyrnu­kona, söng­kona, verka­kona, lista­kona, lög­reglu­kona, gler­l­ista­kona, athafna­kona, stjórn­ar­kona, fisk­vinnslu­kona og leik­kona. Að ógleymdri afreks­konu í Cross­fit. Sú er engin önnur en Katrín Tanja Dav­íðs­dóttir sem tvisvar hefur sigrað á heims­leik­unum í cross­fit. Katrín skipar 16. sætið hjá sjálf­stæð­is­mönnum í Reykja­vík. Ein göldrótt tón­list­ar­kona er svo í fram­boði fyrir Pírata í Reykja­vík.

Fimm ljósmæður eru á framboðslistum. Mynd: Pexels

Fimm fram­bjóð­endur eru ein­hvers konar „stýr­ur“. Á list­unum er skóla­stýra, fram­kvæmda­stýra, kynn­ing­ar­stýra og sér­kennslu­stýra og auk þess ein bæj­ar­stýra en þann titil ber Íris Róberts­dóttir sem setið hefur við stjórn­ar­taumana í Vest­manna­eyjum síð­ustu fjögur árin.

„Stjór­arn­ir“ eru mun fleiri eða 672 tals­ins enda orðið algengt í starfs­heitum fólks af öllum kynj­um. Einn við­burða­stjóri er í fram­boði og einn upp­lif­un­ar­stjóri. Svo eru 20 skip­stjórar á listum og auð­vitað fjöl­margir fram­kvæmda­stjórar auk teym­is­stjóra og skóla­stjóra svo dæmi séu nefnd.

559 „fræð­ing­ar“ bjóða fram krafta sína, þar af fjórir skóg­fræð­ingar og svo vill til að þeir eru flestir ofar­lega á þeim listum sem þeir bjóða sig fram fyr­ir.

Alls konar sér­fræð­ingar í umhverf­inu

Umhverf­is­málin hafa verið áber­andi í sam­fé­lags­um­ræð­unni og stjórn­málum síð­ustu ár. Lofts­lagsógnin vofir yfir og orku­skipti eru m.a. sú leið sem feta á út úr þeim vanda. Skiptar skoð­anir eru svo hvort virkja þurfi meira til orku­skipta og því víst að nátt­úru­vernd og orku­mál verða fyr­ir­ferð­ar­mikil í póli­tík­inni á næstu miss­erum, áfram sem hingað til. Þeir sem bera þekk­ingu á þessum mála­flokki í starfs­heiti sínu eru m.a. tveir sér­fræð­ingar hjá Umhverf­is­stofn­un, annar er í fram­boði fyrir Vinstri græn á Akur­eyri og hinn fyrir Sam­fylk­ing­una í Reykja­vík. Þá er umhverf­is­verk­fræð­ingur á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Garðabæ og annar slíkur í fram­boði fyrir VG í Reykja­vík. Umhverf­is- og auð­linda­fræð­ingur býður sig fram fyrir Sam­fylk­ing­una í Mos­fellsbæ og umhverf­is- og orku­fræð­ingur fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Múla­þingi. Umhverf­is­skipu­lags­fræð­ingur er á lista Fram­sóknar í Árborg og vara­for­maður Ungra umhverf­issinna skipar 14. sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í sama sveit­ar­fé­lagi.

Fólk nátt­úr­unnar

Nátt­úran sjálf er svo í starfstitli fimm fram­bjóð­enda. Nátt­úru­fræð­ingur er á Vopna­fjarð­ar­list­anum og annar slíkur er í fram­boði fyrir Vinstri græn í Múla­þingi. Nátt­úru- og land­fræð­ingur skipar annað sæti á lista VG í Fjarða­byggð og nátt­úru­landa­fræð­ingur fer fram fyrir Pírata í Akur­eyr­ar­bæ. Nátt­úru­vá­r­sér­fræð­ingur er svo í kjöri fyrir Sam­fylk­ing­una í Kópa­vogi.

Svo má geta þess að tvær Stellur eru í fram­boði. Við­skipta­fræð­ing­ur­inn Stella Stef­áns­dóttir skipar 8. sæti á lista sjálf­stæð­is­manna í Garðabæ og Kol­brún Stella Ind­riða­þótt­ir, einnig við­skipta­fræð­ingur en líka bóndi, er á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Húna­þingi vestra.

Sextán læknar eru í framboði, þar af fjórir dýralæknar. Mynd: Pexels

Nöfn fram­boð­anna eru svo einnig skemmti­lega ólík og alls kon­ar.

Byggða­list­inn, Bæj­ar­list­inn, Íbúa­list­inn, Nýtt afl og Ný sýn eru þeirra á með­al.

Í sveit­ar­stjórn­ar­mál­unum eru flokkslín­urnar oft ekki jafn skýrar og í land­spóli­tík­inni og bera nöfn lista þess glögg­lega merki: Fram­sókn og frjáls­ir, Fram­sókn og aðrir fram­fara­sinn­ar, Fram­sókn og félags­hyggju­fólk og listi Fram­sókn­ar­fé­lags Grinda­vík­ur. Í þessum svip­aða anda eru svo Fram­fara­list­inn, Fram­boðs­listi um fram­sýni og fyr­ir­hyggju og Listi fram­fara­sinna.

Þá bjóða VG og óháðir fram, Sjálf­stæð­is­menn og óháð­ir, Sjálf­stæð­is­menn og aðrir lýð­ræð­is­sinn­ar, Sam­fylk­ing og óháð­ir, Sam­fylk­ingin og annað félags­hyggju­fólk, Mið­flokk­ur­inn og óháð­ir, Mið­flokk­ur­inn og sjálf­stæðir og Píratar og óháð­ir.

Mörg fram­boð vilja kenna sig við sitt sveit­ar­fé­lag með ein­hverjum hætti og fara ýmsar leiðir að því:

Okkar Hvera­gerði, Saman í sveit, Vinir Kópa­vogs, Vinir Mos­fells­bæj­ar, Áfram Árborg, Stranda­banda­lag­ið, Strand­ar­list­inn, Strönd­ungur og Fyrir Heimaey eru dæmi þar um.

Auglýsing

Frum­leg­heitin eru svo enn meiri hjá nokkrum fram­boð­um:

Gerum þetta saman (Blöndu­ós) Katta­list­inn (Ak­ur­eyr­i), Máttur meyja og manna (Bol­ung­ar­vík), Rödd unga fólks­ins (Grinda­vík), Gróska, Allra (Mýr­dals­hrepp­ur), Listi sam­fé­lags­ins, Umbót, Bein leið, Öfl­ugt sam­fé­lag, Umhyggja – umhverfi – upp­bygg­ing og ekki má gleyma Kex fram­boði í Sveit­ar­fé­lag­inu Horna­firði. Slag­orð þess nýja fram­boðs er: „Við viljum að allir íbúar hafi rödd, þess vegna er Kex við öll.“

Í dag verða kjörnar 64 sveit­ar­stjórn­ir. Í tveimur sveit­ar­fé­lögum kom aðeins fram einn fram­boðs­listi og fara því engar kosn­ingar þar fram því fram­bjóð­endur telj­ast sjálf­kjörn­ir. Í þrettán sveit­ar­fé­lögum kom ekki fram neinn fram­boðs­listi og þar verða því haldnar svo­kall­aðar óbundnar kosn­ing­ar, per­sónu­kjör. Allir með lög­heim­ili á staðnum og eru á kosn­inga­aldri eru fram­boði nema þeir skorist sér­stak­lega undan því og hafi til þess gildar ástæð­ur. Í þeim sveit­ar­fé­lögum þar sem per­sónu­kjör fer fram eru yfir 3.000 manns því „í fram­boð­i“. Á þeim 179 listum sem boðnir voru fram á land­inu öllu eiga svo yfir 6.000 manns sæti. Það er því dágott hlut­fall íbúa lands­ins sem er í kjöri með einum eða öðrum hætti.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent