Vill að stærri kvikmyndaverkefni fái 35 prósent endurgreiðslu kostnaðar

Menningar- og viðskiptaráðherra hefur kynnt fyrir ríkisstjórninni drög að frumvarpi þar sem lagt er til að verkefni sem uppfylla ákveðin skilyrði og teljast stærri verkefni og til lengri tíma njóti 35% hlutfalls endurgreiðslu af framleiðslukostnaði.

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Auglýsing

Lilja Dögg Alfreðs­dóttir menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra kynnti fyrir rík­is­stjórn síð­ast­lið­inn föstu­dag drög að end­ur­skoðun laga um end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerðar á Íslandi. Þar er lagt til að afmörkuð stærri verk­efni, sem upp­fylla ákveðin skil­yrði sem fram koma í lög­un­um, eigi rétt á 35 pró­sent end­ur­greiðslu af fram­leiðslu­kostn­aði.

Þetta kemur fram í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Þá segir í svar­inu að mark­miðið sé að Ísland verði sam­keppn­is­hæft við nágranna­löndin sem sum hver bjóða upp á hærri end­ur­greiðslur – 35 pró­sent að ákveðnum skil­yrðum upp­fylltum – og séu breyt­ing­arnar til þess fallnar að laða að bæði stærri og lengri kvik­mynda- og sjón­varps­efni til lands­ins.

Auglýsing

„Við vitum að það er mik­ill áhugi á þessum áformum okkar um laga­breyt­ingu á end­ur­greiðsl­unum og við höfum haft málið í algjörum for­gangi enda mikið hags­muna­mál,“ segir Lilja í svar­inu.

Lág­marks fram­leiðslu­kostn­að­ur, verk­efni til lengri tíma og fjöldi starfs­manna sem vinna að verk­efn­inu

Drög að frum­varp­inu eru nú í sam­ráðs­gátt stjórn­valda en þar er lagt til, eins og áður seg­ir, að verk­efni sem upp­fylla ákveðin skil­yrði og telj­ast stærri verk­efni og til lengri tíma njóti 35 pró­sent hlut­falls end­ur­greiðslu af fram­leiðslu­kostn­aði. Önnur verk­efni njóti áfram 25 pró­sent end­ur­greiðslu­hlut­falls eins og verið hef­ur.

Til að eiga rétt á 35 pró­sent end­ur­greiðslu þurfa öll þrjú skil­yrðin að vera upp­fyllt.

1. Lág­marks fram­leiðslu­kostn­að­ur.

Með frum­varp­inu er lagt til að fyrsta við­miðið verði tengt við skil­greindan fram­leiðslu­kostnað sem fellur til hér á landi og heim­ilt er að draga frá tekjum af atvinnu­rekstri sam­kvæmt ákvæðum laga um tekju­skatt. Með því er skilið á milli „stærri“ og „smærri“ verk­efna, sam­an­ber áherslur úr stjórn­ar­sátt­mála. Lagt er til að við­miðið sé að fram­leiðslu­kostn­aður sem fellur til við fram­leiðslu við­kom­andi kvik­myndar eða sjón­varps­efnis hér á landi sé að lág­marki 200 m.kr.

2. Verk­efni til lengri tíma á Íslandi.

Með frum­varp­inu er í öðru lagi lagt til að til að eiga rétt á 35 pró­sent end­ur­greiðslu sé gerð krafa um að fram­leiðslu­verk­efni sé til lengri tíma hér á landi þar sem töku­dagar á Íslandi eru að lág­marki 30. Heim­ilt er að telja eft­ir­vinnslu verk­efnis á Íslandi í þeirri tölu.

3. Fjöldi starfs­manna sem vinna að verk­efni.

Með frum­varp­inu er lagt til það þriðja við­mið, til að eiga rétt á 35 pró­sent end­ur­greiðslu, að fjöldi starfs­manna sem vinna beint að verk­efn­inu séu að lág­marki 50. Nær það jafnt til inn­lendra sem erlendra starfs­manna. Er með því greint á milli „stærri“ og „smærri“ verk­efna með hlið­sjón af almennum efna­hags­legum áhrifa verk­efna.

Flýttu vinn­unni við frum­varpið

Fram kemur í frétta­til­kynn­ingu um málið að starfs­hópur hafi verið að störfum við end­ur­skoðun lag­anna, en verk­efni hans sé að end­ur­skoða end­ur­greiðslu­hlut­fall lag­anna og skoða útfærslur til hækk­un­ar, að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­um. Frum­varpið sé áfram í vinnslu innan menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neytis í sam­ráði við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið. Upp­haf­leg áform ráðu­neyt­is­ins gerðu ráð fyrir að frum­varp þessa efnis yrði lagt fram á haust­þingi 2022. Ákveðið hefur verið að flýta vinn­unni og leggja frum­varpið fram nú á vor­þingi, segir í til­kynn­ing­unni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent