COVID-pillan lofar góðu

Veirueyðandi lyf sem gefið er sjúklingum fljótlega eftir að þeir sýkjast af kórónuveirunni lofar góðu að sögn framleiðandans Merck. Rannsóknir á fleiri slíkum lyfjum standa yfir.

COVID-pillan gæti komið á markað innan skamms. Hún verður, að minnsta kosti fyrst í stað, aðeins gefin þeim sjúklingum sem eru í mestri áhættu á alvalegum veikindum.
COVID-pillan gæti komið á markað innan skamms. Hún verður, að minnsta kosti fyrst í stað, aðeins gefin þeim sjúklingum sem eru í mestri áhættu á alvalegum veikindum.
Auglýsing

Lyfja­fram­leið­and­inn Merck ætlar að sækja um leyfi til að mark­aðs­setja fyrsta veiru­eyð­andi lyfið gegn COVID-19. Klínískar rann­sóknir lofa góðu og sýna að veru­lega minni hættu á sjúkra­húsinn­lögn og dauða hjá fólki í háá­hættu­hóp­um, sé lyfið gefið því fljót­lega eftir að sýk­ing af völdum kór­ónu­veirunnar upp­götvast.

Í frétt New York Times um málið segir að lyfja­með­ferðin gæti orðið ný og áhrifa­rík við­bót við með­ferð sjúk­dóms­ins og þar með enn eitt verk­færið í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn.

Í frétt­inni er haft eftir Robert Shafer, sér­fræð­ingi í veiru­fræðum við Stan­for­d-há­skóla, að hin nýja lyfja­með­ferð gæti bjargað þús­undum manns­lífa um allan heim.

Auglýsing

Lyf Merck yrði gefið í pillu­formi og sam­kvæmt rann­sóknum er virknin mest þegar sýktir taka fjórar töflur á dag í fimm daga. Lyfið kemur í veg fyrir að kór­ónu­veiran nái að fjölga sér. Tvö önnur sam­bæri­leg lyf eru einnig í þró­un, annað á vegum Pfizer og hitt á vegum lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Atea Pharmaceut­icals and Roche. Vonir eru bundnar við að þau komi einnig á markað innan fárra mán­aða.

Í yfir­lýs­ingu sem Merck sendi frá sér í dag segir að óháð nefnd sér­fræð­inga telji rann­sóknir á lyf­inu þegar sýna fram á góða virkni þess og að frek­ari rann­sókna sé því ekki þörf. Einnig kemur fram að Mat­væla- og lyfja­stofnun Banda­ríkj­anna hafi sam­þykkt þann ráða­hag.

Klínísku rann­sókn­irnar hafa staðið yfir síðan snemma í ágúst. Í þeim hafa 775 sjálf­boða­liðar tekið þátt. Af þeim sem gefið var lyfið minnk­aði hætta á sjúkra­húsinn­lögn og dauða af völdum COVID-19 um 50 pró­sent, án alvar­legra auka­verkana, í sam­an­burði við þá sem fengu lyf­leysu. Sjö pró­sent þeirra sem fengu lyfið í rann­sókn­inni voru lagðir inn á sjúkra­hús. Eng­inn þeirra lést. Hins vegar lögð­ust 14 pró­sent þeirra sem fengu lyf­leysu inn og af þeim lét­ust átta manns.

Banda­rísk stjórn­völd hafa þegar lagt inn pöntun af COVID-lyfi Merck sem duga á til að með­höndla 1,7 millj­ónir sjúk­linga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent