Bólusetning barna: Þriggja ára í Kína en fimm ára í Bandaríkjunum

Í umræðu um bólusetningu barna gegn COVID-19 hefur verið tekist á um hvort ávinningurinn sé meiri en möguleg áhætta. Eftir því sem hlutfall bólusettra í heiminum hækkar færist umræðan nær bólusetningu barna. En við hvaða aldur skal miða?

Kínversk yfirvöld hyggjast hefja bólusetningu þriggja ára barna á næstunni. Í Kambódíu er bólusetning barna á aldrinum 6-12 ára hafin.
Kínversk yfirvöld hyggjast hefja bólusetningu þriggja ára barna á næstunni. Í Kambódíu er bólusetning barna á aldrinum 6-12 ára hafin.
Auglýsing

Börn allt niður í þriggja ára verða bólu­sett gegn COVID-19 í Kína á næst­unni ef áform kín­verskra yfir­valda ganga eft­ir. Aðeins á Kúbu hafa svo ung börn verið bólu­sett en þar hafa börn allt niður í tveggja ára verið bólu­sett. Í flestum öðrum ríkjum mið­ast bólu­setn­ing barna við 12 ára aldur enn sem komið er.

Bólu­setn­ing ungra barna er liður í stefnu kín­verskra yfir­valda að koma í veg fyrir útbreiðslu kór­ónu­veirunnar á ný. Hér­aðs­yf­ir­völd í að minnsta kosti fimm hér­uðum í Kína hyggj­ast hefja bólu­setn­ingu barna á aldr­inum 3-11 ára á næst­unni. Af 1,4 millj­örðum Kín­verja hefur rúm­lega millj­arður verið bólu­sett­ur.

Auglýsing

„Ég vil að minnsta kosti ekki að hann verði fyrst­ur“

Tvö bólu­efni, Sin­oph­arm og Sina­vac, hafa fengið mark­aðs­leyfi hjá þessum yngsta ald­urs­hópi en bæði koma frá kín­verskum fram­leið­endum og eru aðeins notuð í Kína. Wang Lu, sem býr í borg­inni Fuzhou í suð­ur­hluta Fuji­an-hér­aðs, er óviss hvort hún vilji láta bólu­setja þriggja ára gamlan son sinn, aðal­lega þar sem hún er óviss um öryggi bólu­efn­is­ins. „Ég vil að minnsta kosti ekki að hann verði fyrst­ur,“ segir Lu í sam­tali við AP-frétta­stof­una. Wu Cong, móðir sjö ára stúlku í Shang­hai, telur bólu­setn­ingu gegn COVID-19 ekki vera frá­brugðna hefð­bund­inni inflú­ensu­bólu­setn­ingu. „Ég hef ekki miklar áhyggj­ur.“

Bólu­setn­ing barna undir 12 ára aldri er hafin víða í Asíu, meðal ann­ars í Kam­bó­díu þar sem sér­stök bólu­setn­ing­ar­her­ferð barna á aldr­inum 6-12 ára hófst 17. sept­em­ber eftir að smitun í land­inu fór að fjölga.

Yfir 3,8 millj­arðar jarð­ar­búa hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu­efni gegn COVID-19 eða um helm­ingur íbúa heims­ins. Töl­fræði­upp­lýs­ingar um bólu­setn­ingar barna liggja ekki fyrir en stór hluti ríkja heims­ins hafa haf­ist handa við bólu­setn­ingu 12 ára og eldri og nú er litið til næsta ald­urs­hóps fyrir neð­an: 5-11 ára. Mat­væla- og lyfja­stofnun Banda­ríkj­anna (FDA) vinnur „myrkr­anna á milli við að gera bólu­setn­ingar aðgengi­legar börnum yngri en 12 ára“, líkt og segir í til­kynn­ingu frá stofn­un­inni frá því á föstu­dag. Ráð­gjafar banda­rískra stjórn­valda á sviði heil­brigð­is­mála komu saman í dag til að ræða hvort veita eigi bólu­efni Pfizer gegn COVID-19 bráða­birgða­leyfi fyrir börn á aldr­inum 5-11 ára. Ant­hony Fauci, yfir­maður smit­sjúk­dóma­stofn­unar Banda­ríkj­anna, hefur áður gefið út að haf­ist verið handa við að bólu­setja 5-11 ára börn í fyrri hluta nóv­em­ber og að stór hluti þeirra verði full­bólu­settur í lok árs.

Bólu­setn­ing barna 6-11 ára hefj­ist hér á landi eftir ára­mót

Á Íslandi eru tæp 64% barna á aldr­inum 12-15 ára full­bólu­sett en bólu­setn­ing þessa hóps hófst í ágúst. Ekk­ert smit hefur greinst í þessum ald­urs­hópi. Stjórn­völd hér á landi greindu frá því í gær að þess er vænst að fljót­lega verði unnt að bjóða börnum á aldr­inum 6-11 ára bólu­setn­ingu með bólu­efni Pfiz­er. Rann­sóknum á notkun bólu­efn­is­ins fyrir þennan ald­urs­hóp er lokið og er reiknað með að leyfi fyrir notkun lyfs­ins handa börnum á þessum aldri verði veitt fyrir ára­mót.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent