Bólusetning barna: Þriggja ára í Kína en fimm ára í Bandaríkjunum

Í umræðu um bólusetningu barna gegn COVID-19 hefur verið tekist á um hvort ávinningurinn sé meiri en möguleg áhætta. Eftir því sem hlutfall bólusettra í heiminum hækkar færist umræðan nær bólusetningu barna. En við hvaða aldur skal miða?

Kínversk yfirvöld hyggjast hefja bólusetningu þriggja ára barna á næstunni. Í Kambódíu er bólusetning barna á aldrinum 6-12 ára hafin.
Kínversk yfirvöld hyggjast hefja bólusetningu þriggja ára barna á næstunni. Í Kambódíu er bólusetning barna á aldrinum 6-12 ára hafin.
Auglýsing

Börn allt niður í þriggja ára verða bólu­sett gegn COVID-19 í Kína á næst­unni ef áform kín­verskra yfir­valda ganga eft­ir. Aðeins á Kúbu hafa svo ung börn verið bólu­sett en þar hafa börn allt niður í tveggja ára verið bólu­sett. Í flestum öðrum ríkjum mið­ast bólu­setn­ing barna við 12 ára aldur enn sem komið er.

Bólu­setn­ing ungra barna er liður í stefnu kín­verskra yfir­valda að koma í veg fyrir útbreiðslu kór­ónu­veirunnar á ný. Hér­aðs­yf­ir­völd í að minnsta kosti fimm hér­uðum í Kína hyggj­ast hefja bólu­setn­ingu barna á aldr­inum 3-11 ára á næst­unni. Af 1,4 millj­örðum Kín­verja hefur rúm­lega millj­arður verið bólu­sett­ur.

Auglýsing

„Ég vil að minnsta kosti ekki að hann verði fyrst­ur“

Tvö bólu­efni, Sin­oph­arm og Sina­vac, hafa fengið mark­aðs­leyfi hjá þessum yngsta ald­urs­hópi en bæði koma frá kín­verskum fram­leið­endum og eru aðeins notuð í Kína. Wang Lu, sem býr í borg­inni Fuzhou í suð­ur­hluta Fuji­an-hér­aðs, er óviss hvort hún vilji láta bólu­setja þriggja ára gamlan son sinn, aðal­lega þar sem hún er óviss um öryggi bólu­efn­is­ins. „Ég vil að minnsta kosti ekki að hann verði fyrst­ur,“ segir Lu í sam­tali við AP-frétta­stof­una. Wu Cong, móðir sjö ára stúlku í Shang­hai, telur bólu­setn­ingu gegn COVID-19 ekki vera frá­brugðna hefð­bund­inni inflú­ensu­bólu­setn­ingu. „Ég hef ekki miklar áhyggj­ur.“

Bólu­setn­ing barna undir 12 ára aldri er hafin víða í Asíu, meðal ann­ars í Kam­bó­díu þar sem sér­stök bólu­setn­ing­ar­her­ferð barna á aldr­inum 6-12 ára hófst 17. sept­em­ber eftir að smitun í land­inu fór að fjölga.

Yfir 3,8 millj­arðar jarð­ar­búa hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu­efni gegn COVID-19 eða um helm­ingur íbúa heims­ins. Töl­fræði­upp­lýs­ingar um bólu­setn­ingar barna liggja ekki fyrir en stór hluti ríkja heims­ins hafa haf­ist handa við bólu­setn­ingu 12 ára og eldri og nú er litið til næsta ald­urs­hóps fyrir neð­an: 5-11 ára. Mat­væla- og lyfja­stofnun Banda­ríkj­anna (FDA) vinnur „myrkr­anna á milli við að gera bólu­setn­ingar aðgengi­legar börnum yngri en 12 ára“, líkt og segir í til­kynn­ingu frá stofn­un­inni frá því á föstu­dag. Ráð­gjafar banda­rískra stjórn­valda á sviði heil­brigð­is­mála komu saman í dag til að ræða hvort veita eigi bólu­efni Pfizer gegn COVID-19 bráða­birgða­leyfi fyrir börn á aldr­inum 5-11 ára. Ant­hony Fauci, yfir­maður smit­sjúk­dóma­stofn­unar Banda­ríkj­anna, hefur áður gefið út að haf­ist verið handa við að bólu­setja 5-11 ára börn í fyrri hluta nóv­em­ber og að stór hluti þeirra verði full­bólu­settur í lok árs.

Bólu­setn­ing barna 6-11 ára hefj­ist hér á landi eftir ára­mót

Á Íslandi eru tæp 64% barna á aldr­inum 12-15 ára full­bólu­sett en bólu­setn­ing þessa hóps hófst í ágúst. Ekk­ert smit hefur greinst í þessum ald­urs­hópi. Stjórn­völd hér á landi greindu frá því í gær að þess er vænst að fljót­lega verði unnt að bjóða börnum á aldr­inum 6-11 ára bólu­setn­ingu með bólu­efni Pfiz­er. Rann­sóknum á notkun bólu­efn­is­ins fyrir þennan ald­urs­hóp er lokið og er reiknað með að leyfi fyrir notkun lyfs­ins handa börnum á þessum aldri verði veitt fyrir ára­mót.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent