„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“

Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

„Al­mennt má segja að skóla­starf hafi gengið ágæt­lega frá skóla­byrj­un. Áherslan hefur verið á sem eðli­leg­ast skóla­starf eins og kostur er á öllum skóla­stig­um, og almennt hefur ekki verið mikið um smit í mörgum leik- og grunn­skólum á lands­vísu, þó vissu­lega hafi nokkrir skólar í Reykja­vík og Akur­eyri þurft að glíma við end­ur­tekin smit.“

Þetta kemur fram í svari mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans en Lilja Alfreðs­dóttir ráð­herra mennta­mála lagði fram minn­is­blað á rík­is­stjórn­ar­fundi í morgun þar sem farið yfir hvernig skóla­starf í leik- og grunn­skólum hefði gengið í haust.

Í svar­inu segir að nýlega hafi ráðu­neytið óskað eftir upp­lýs­ingum frá stærstu sveit­ar­fé­lög­unum um hvernig fram­kvæmd skóla­starfs hafi verið til þessa hjá þeim.

Auglýsing

„Af svörum þeirra að dæma er lagt mikið upp úr því að fara í einu og öllu eftir ráð­legg­ingum smitrakn­ing­arteymis og að vinna eftir þeim leið­bein­ingum sem gefnar voru út í ágúst. Einnig hefur fram komið í máli sveit­ar­fé­laga að skap­ast hefur umtals­vert álag á stjórn­endur skóla í tengslum við ábyrgð á smitrakn­ingu innan hvers skóla en afar knappur tími hefur verið ætl­aður í þá vinnu, og hefur hún oft farið fram á kvöld­in,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins.

Í kjöl­farið átti sótt­varn­ar­læknir fund með full­trúum mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is, heil­brigð­is­ráðu­neyt­is, almanna­vörn­um, full­trúum fræðslu­skrif­stofa sveit­ar­fé­laga og rakn­ingateymis í lok síð­ustu viku.

Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu var farið yfir stöðu mála með það að mark­miði að draga úr álagi innan skól­anna tengdu smitrakn­ing­um. Fram kemur í svar­inu að einnig sé sam­ráð haft við for­ystu skóla­stjórn­enda og kenn­ara. Horft verði til þess að stytta sótt­kví og ein­angr­un, efla upp­lýs­inga­miðlun og ráð­gjöf af hálfu almanna­varna og smitrakn­ing­arteymis til skóla, og styðja frekar við smitrakn­ingu. Í sam­ráði við skóla­sam­fé­lagið og sótt­varn­ar­lækni verði því áfram unnið að skil­virk­ari og ein­fald­ari fram­kvæmd sótt­varna­ráð­staf­ana og smitrakn­ing­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent