Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir

Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.

Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Auglýsing

Fjöl­miðla­nefnd hefur sætt nokk­urri gagn­rýni und­an­farna daga, eftir að stofn­unin birti í lok síð­ustu viku ákvarð­anir þar sem, í fyrsta skipti, refsi­vend­inum var beint að hlað­varps­þátt­um. Þrír hlað­varps­þættir hafa núna í um það bil eitt ár verið með mál til með­ferðar hjá nefnd­inni vegna ólög­mætra aug­lýs­inga – og nú liggja nið­ur­stöð­urnar ljósar fyr­ir.

Fót­bolta­spjall­þátt­ur­inn Dr. Foot­ball var sektaður um hálfa milljón króna fyrir að sinna ekki skrán­ing­ar­skyldu sinni sem hlað­varp og fyrir að aug­lýsa áfengi, en hlað­varps­þætt­irnir Steve Dag­skrá og Fantasy Gandalf, sem síðar fékk nafnið The Mike Show, sluppu við sekt­ar­á­kvarð­anir af hálfu nefnd­ar­inn­ar, þrátt fyrir að hafa fengið ákúrur fyrir veð­mála- og áfeng­is­aug­lýs­ing­ar.

Í álitum nefnd­ar­innar má lesa að það hafi verið þar sem þátta­stjórn­endur þeirra sýndu fjöl­miðla­nefnd meiri sam­starfsvilja en Dr. Foot­ball, sem er haldið úti af Hjörvari Haf­liða­syni, spark­spek­ingi, og hættu að birta þær aug­lýs­ingar sem fjöl­miðla­nefnd taldi í ósam­ræmi við lög.

Auglýsing

Árslangur elt­inga­leikur

Kjarn­inn fjall­aði um upp­haf elt­inga­leiks fjöl­miðla­nefndar við þessi hlað­vörp síð­asta haust, en þá höfðu for­svars­menn þeirra allra fengið bréf með óskum um að þeir skráðu hlað­varps­þætt­ina sem fjöl­miðla.

Þetta kom ýmsum spánskt fyrir sjón­ir, enda hefur fjöl­mörgum sjálf­stæðum hlað­varps­þáttum haldið úti hér á landi um hin ýmsu mál­efni og það var alveg nýtt að fjöl­miðla­nefnd væri að leggja þann skiln­ing fram að þau féllu undir lög um fjöl­miðla.

Hvenær verður hlað­varp fjöl­mið­ill, spurði Kjarn­inn fjöl­miðla­nefnd síð­asta haust, og fékk þau svör að það „væri ekki þannig að öll hlað­vörp myndu telj­­ast fjöl­miðlar í skiln­ingi laga um fjöl­miðla“ en að fjöl­miðla­­nefnd skoð­aði hvert til­­vik fyrir sig.

„Þegar lögin voru sett var ekki hægt að sjá fyrir þá þróun sem orðið hefur á hlað­varps­­mark­aðnum með til­­komu nýrrar tækni og mið­l­un­­ar­­leiða. Hlað­vörp voru áður fyrr mun minni í sniðum og meira í lík­­ingu við blogg­­síð­­­ur. Á síð­­­ustu árum hafa hlað­vörp hins vegar notið sífellt meiri vin­­sælda og stækkað í takt við það. Mörg þeirra hafa nú fjölda kostenda eða aug­lýs­inga og þús­undir hlust­­ana á hvern þátt,“ sagði í skrif­­legu svari Ant­ons Emils Ing­i­mar­s­­son­­ar, lög­­fræð­ings fjöl­miðla­­nefnd­­ar, við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans.

Fyrr á þessu ári setti fjöl­miðla­nefnd síðan upp sér­staka upp­lýs­inga­síðu á vef sín­um, þar sem rakið hvað það sé sem geri sum hlað­vörp að fjöl­miðlum og þar má sömu­leiðis finna leið­bein­ingar um skrán­ingu hlað­varpa hjá fjöl­miðla­nefnd.

Á þessum upp­lýs­inga­vef segir að ef hlað­varp upp­fylli skil­yrði laga um fjöl­miðla og ef af því sé fjár­hags­legur ávinn­ing­ur, sé það „sterk vís­bend­ing um að skrá beri hlað­varpið sem fjöl­miðil hjá fjöl­miðla­nefnd.“

Fjöl­miðla­nefnd með sitt eigið hlað­varp – þar sem rætt var um hlað­vörp

Í hlað­varps­þætti á vegum fjöl­miðla­nefndar, sem birt­ist í sept­em­ber­mán­uði, var fjallað um hlað­vörp. Þar ræddi Skúli B. Geir­dal starfs­maður nefnd­ar­innar við Hall­dóru Þor­steins­dóttur hér­aðs­dóm­ara og sér­fræð­ing í fjöl­miðla­rétti um þetta form miðl­un­ar. Hún sagði að hlað­vörp gætu talist fjöl­miðlar rétt eins og útvarp, en meta þyrfti hvert dæmi fyrir sig.

„Þegar að við erum að skil­greina fjöl­miðla almennt þá er miðað við að þar sé ein­hver til­tekin rit­stjórn og þetta sem felst í þessum áþreif­an­legu dæmum sem við höfum um fjöl­miðla eins og til dæmis frétta­flutn­ing­ur, stjórn á efn­inu sem er miðlað og það með reglu­legri tíðni, útbreiðslu og dreif­ingu til manna. Ef við getum heim­fært hlað­varp undir þessi skil­yrði þá er hlað­varp ekk­ert minni fjöl­mið­ill en útvarp,“ sagði Hall­dóra í þætt­in­um.

Hall­dóra ræddi um að þörf væri á því að „mæta þessum nýju miðl­um“ eins og hlað­vörp, en einnig sam­fé­lags­miðla, með því að láta til­teknar reglur gilda um þessa nýju miðla. En um þetta eru skiptar skoð­an­ir.

Mogg­inn spyr hvenær OnlyFans-­stjörnur þurfi að skrá sig

Fjöl­miðla­nefnd hefur und­an­farna daga fengið nokkuð harða gagn­rýni fyrir ákvarð­anir sínar í tengslum við hlað­vörp­in.

Andrés Magn­ús­son, blaða­maður á Morg­un­blað­inu og áður fjöl­miðlarýnir á Við­skipta­blað­inu, sagði nefnd­ina vera „fífl“ í færslu á Twitter þar sem hann lét frétt um sekt­ar­á­kvörð­un­ina á Dr. Foot­ball fylgja.

„Ógeð­felld eft­ir­lits­stofn­un, sem hvorki fram­fylgir né fer sjálf eftir þeim lögum sem hún á að starfa eft­ir. Það ætti eng­inn ærlegur fjöl­miðla­maður að virða hana svar­s,“ skrif­aði Andr­és.

Fjölmiðlanefnd hlustaði vel eftir þeim viðskiptaboðum sem birtust í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, eins og lesa má í ákvörðun nefndarinnar.

Í leið­ara Morg­un­blaðs­ins í dag er einnig vikið að fjöl­miðla­nefnd og því haldið fram að það virð­ist ætlan nefnd­ar­innar að fá öll hlað­vörð lands­ins til þess að skrá­setja sig sem fjöl­miðla, „með til­heyr­andi ómaki, skrif­finnsku og kostn­að­i.“ „Er næst á dag­skrá að hinar hold­legu stjörnur OnlyFans skrái sig hjá Fjöl­miðla­nefnd með nákvæmri lýs­ingu á rit­stjórn­ar­stefnu og efn­is­tök­um?“ spurði Mogg­inn.

Úr öðrum áttum heyr­ast síðan þau við­horf að það hafi verið tíma­bært að fjöl­miðla­nefnd stigi inn í sístækk­andi hlað­varps­mark­að­inn og sinnti eft­ir­liti með áfeng­is- og veð­mála­aug­lýs­ing­um, enda er það eftir allt saman vilji stjórn­valda að slíkar aug­lýs­ingar séu bann­að­ar.

Telur að fjöl­miðla­nefnd mætti vera fjöl­menn­ari

Skúli Bragi Geir­dal, sem er verk­efna­stjóri miðla­læsis hjá fjöl­miðla­nefnd, mætti í Bítið á Bylgj­unni í morgun til þess að útskýra hvenær hlað­varp yrði að fjöl­miðli.

Þátt­ar­stjórn­endur spurðu Skúla meðal ann­ars að því í við­tal­inu hvort það væri nauð­syn­legt að vera með fjöl­miðla­nefnd sem eft­ir­lits­að­ila á fjöl­miðla­mark­aði, en nauð­syn nefnd­ar­innar er stundum dregin í efa af þeim sem finnst eft­ir­litið ganga úr hófi fram.

Skúli svar­aði því ját­andi og sagði okkur skylt að vera með eft­ir­lit með fjöl­miðlum sökum þátt­töku Íslands í EES. Hann gaf til kynna að hann teldi íslensku fjöl­miðla­nefnd­ina jafn­vel þurfa meiri mann­skap til að rækja hlut­verk sitt, miðað við stærð íslenska mark­að­ar­ins.

„Við erum fimm manns hjá fjöl­miðla­nefnd, svipað og hjá Gíbralt­ar, við mættum gefa meira í,“ sagði Skúli og rakti að hlut­verk nefnd­ar­innar væri ekki ein­ungis að hafa eft­ir­lit með aug­lýs­ingum í fjöl­miðl­um, en nefnd­inni er sam­kvæmt fjöl­miðla­lögum ætlað að efla fjöl­miðla­læsi, fjöl­breytni og fjöl­ræði í fjöl­miðl­um, standa vörð um tján­ing­ar­frelsi og rétt almenn­ings til upp­lýs­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
Kjarninn 29. september 2022
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar