Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir

Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.

Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Auglýsing

Fjöl­miðla­nefnd hefur sætt nokk­urri gagn­rýni und­an­farna daga, eftir að stofn­unin birti í lok síð­ustu viku ákvarð­anir þar sem, í fyrsta skipti, refsi­vend­inum var beint að hlað­varps­þátt­um. Þrír hlað­varps­þættir hafa núna í um það bil eitt ár verið með mál til með­ferðar hjá nefnd­inni vegna ólög­mætra aug­lýs­inga – og nú liggja nið­ur­stöð­urnar ljósar fyr­ir.

Fót­bolta­spjall­þátt­ur­inn Dr. Foot­ball var sektaður um hálfa milljón króna fyrir að sinna ekki skrán­ing­ar­skyldu sinni sem hlað­varp og fyrir að aug­lýsa áfengi, en hlað­varps­þætt­irnir Steve Dag­skrá og Fantasy Gandalf, sem síðar fékk nafnið The Mike Show, sluppu við sekt­ar­á­kvarð­anir af hálfu nefnd­ar­inn­ar, þrátt fyrir að hafa fengið ákúrur fyrir veð­mála- og áfeng­is­aug­lýs­ing­ar.

Í álitum nefnd­ar­innar má lesa að það hafi verið þar sem þátta­stjórn­endur þeirra sýndu fjöl­miðla­nefnd meiri sam­starfsvilja en Dr. Foot­ball, sem er haldið úti af Hjörvari Haf­liða­syni, spark­spek­ingi, og hættu að birta þær aug­lýs­ingar sem fjöl­miðla­nefnd taldi í ósam­ræmi við lög.

Auglýsing

Árslangur elt­inga­leikur

Kjarn­inn fjall­aði um upp­haf elt­inga­leiks fjöl­miðla­nefndar við þessi hlað­vörp síð­asta haust, en þá höfðu for­svars­menn þeirra allra fengið bréf með óskum um að þeir skráðu hlað­varps­þætt­ina sem fjöl­miðla.

Þetta kom ýmsum spánskt fyrir sjón­ir, enda hefur fjöl­mörgum sjálf­stæðum hlað­varps­þáttum haldið úti hér á landi um hin ýmsu mál­efni og það var alveg nýtt að fjöl­miðla­nefnd væri að leggja þann skiln­ing fram að þau féllu undir lög um fjöl­miðla.

Hvenær verður hlað­varp fjöl­mið­ill, spurði Kjarn­inn fjöl­miðla­nefnd síð­asta haust, og fékk þau svör að það „væri ekki þannig að öll hlað­vörp myndu telj­­ast fjöl­miðlar í skiln­ingi laga um fjöl­miðla“ en að fjöl­miðla­­nefnd skoð­aði hvert til­­vik fyrir sig.

„Þegar lögin voru sett var ekki hægt að sjá fyrir þá þróun sem orðið hefur á hlað­varps­­mark­aðnum með til­­komu nýrrar tækni og mið­l­un­­ar­­leiða. Hlað­vörp voru áður fyrr mun minni í sniðum og meira í lík­­ingu við blogg­­síð­­­ur. Á síð­­­ustu árum hafa hlað­vörp hins vegar notið sífellt meiri vin­­sælda og stækkað í takt við það. Mörg þeirra hafa nú fjölda kostenda eða aug­lýs­inga og þús­undir hlust­­ana á hvern þátt,“ sagði í skrif­­legu svari Ant­ons Emils Ing­i­mar­s­­son­­ar, lög­­fræð­ings fjöl­miðla­­nefnd­­ar, við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans.

Fyrr á þessu ári setti fjöl­miðla­nefnd síðan upp sér­staka upp­lýs­inga­síðu á vef sín­um, þar sem rakið hvað það sé sem geri sum hlað­vörp að fjöl­miðlum og þar má sömu­leiðis finna leið­bein­ingar um skrán­ingu hlað­varpa hjá fjöl­miðla­nefnd.

Á þessum upp­lýs­inga­vef segir að ef hlað­varp upp­fylli skil­yrði laga um fjöl­miðla og ef af því sé fjár­hags­legur ávinn­ing­ur, sé það „sterk vís­bend­ing um að skrá beri hlað­varpið sem fjöl­miðil hjá fjöl­miðla­nefnd.“

Fjöl­miðla­nefnd með sitt eigið hlað­varp – þar sem rætt var um hlað­vörp

Í hlað­varps­þætti á vegum fjöl­miðla­nefndar, sem birt­ist í sept­em­ber­mán­uði, var fjallað um hlað­vörp. Þar ræddi Skúli B. Geir­dal starfs­maður nefnd­ar­innar við Hall­dóru Þor­steins­dóttur hér­aðs­dóm­ara og sér­fræð­ing í fjöl­miðla­rétti um þetta form miðl­un­ar. Hún sagði að hlað­vörp gætu talist fjöl­miðlar rétt eins og útvarp, en meta þyrfti hvert dæmi fyrir sig.

„Þegar að við erum að skil­greina fjöl­miðla almennt þá er miðað við að þar sé ein­hver til­tekin rit­stjórn og þetta sem felst í þessum áþreif­an­legu dæmum sem við höfum um fjöl­miðla eins og til dæmis frétta­flutn­ing­ur, stjórn á efn­inu sem er miðlað og það með reglu­legri tíðni, útbreiðslu og dreif­ingu til manna. Ef við getum heim­fært hlað­varp undir þessi skil­yrði þá er hlað­varp ekk­ert minni fjöl­mið­ill en útvarp,“ sagði Hall­dóra í þætt­in­um.

Hall­dóra ræddi um að þörf væri á því að „mæta þessum nýju miðl­um“ eins og hlað­vörp, en einnig sam­fé­lags­miðla, með því að láta til­teknar reglur gilda um þessa nýju miðla. En um þetta eru skiptar skoð­an­ir.

Mogg­inn spyr hvenær OnlyFans-­stjörnur þurfi að skrá sig

Fjöl­miðla­nefnd hefur und­an­farna daga fengið nokkuð harða gagn­rýni fyrir ákvarð­anir sínar í tengslum við hlað­vörp­in.

Andrés Magn­ús­son, blaða­maður á Morg­un­blað­inu og áður fjöl­miðlarýnir á Við­skipta­blað­inu, sagði nefnd­ina vera „fífl“ í færslu á Twitter þar sem hann lét frétt um sekt­ar­á­kvörð­un­ina á Dr. Foot­ball fylgja.

„Ógeð­felld eft­ir­lits­stofn­un, sem hvorki fram­fylgir né fer sjálf eftir þeim lögum sem hún á að starfa eft­ir. Það ætti eng­inn ærlegur fjöl­miðla­maður að virða hana svar­s,“ skrif­aði Andr­és.

Fjölmiðlanefnd hlustaði vel eftir þeim viðskiptaboðum sem birtust í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, eins og lesa má í ákvörðun nefndarinnar.

Í leið­ara Morg­un­blaðs­ins í dag er einnig vikið að fjöl­miðla­nefnd og því haldið fram að það virð­ist ætlan nefnd­ar­innar að fá öll hlað­vörð lands­ins til þess að skrá­setja sig sem fjöl­miðla, „með til­heyr­andi ómaki, skrif­finnsku og kostn­að­i.“ „Er næst á dag­skrá að hinar hold­legu stjörnur OnlyFans skrái sig hjá Fjöl­miðla­nefnd með nákvæmri lýs­ingu á rit­stjórn­ar­stefnu og efn­is­tök­um?“ spurði Mogg­inn.

Úr öðrum áttum heyr­ast síðan þau við­horf að það hafi verið tíma­bært að fjöl­miðla­nefnd stigi inn í sístækk­andi hlað­varps­mark­að­inn og sinnti eft­ir­liti með áfeng­is- og veð­mála­aug­lýs­ing­um, enda er það eftir allt saman vilji stjórn­valda að slíkar aug­lýs­ingar séu bann­að­ar.

Telur að fjöl­miðla­nefnd mætti vera fjöl­menn­ari

Skúli Bragi Geir­dal, sem er verk­efna­stjóri miðla­læsis hjá fjöl­miðla­nefnd, mætti í Bítið á Bylgj­unni í morgun til þess að útskýra hvenær hlað­varp yrði að fjöl­miðli.

Þátt­ar­stjórn­endur spurðu Skúla meðal ann­ars að því í við­tal­inu hvort það væri nauð­syn­legt að vera með fjöl­miðla­nefnd sem eft­ir­lits­að­ila á fjöl­miðla­mark­aði, en nauð­syn nefnd­ar­innar er stundum dregin í efa af þeim sem finnst eft­ir­litið ganga úr hófi fram.

Skúli svar­aði því ját­andi og sagði okkur skylt að vera með eft­ir­lit með fjöl­miðlum sökum þátt­töku Íslands í EES. Hann gaf til kynna að hann teldi íslensku fjöl­miðla­nefnd­ina jafn­vel þurfa meiri mann­skap til að rækja hlut­verk sitt, miðað við stærð íslenska mark­að­ar­ins.

„Við erum fimm manns hjá fjöl­miðla­nefnd, svipað og hjá Gíbralt­ar, við mættum gefa meira í,“ sagði Skúli og rakti að hlut­verk nefnd­ar­innar væri ekki ein­ungis að hafa eft­ir­lit með aug­lýs­ingum í fjöl­miðl­um, en nefnd­inni er sam­kvæmt fjöl­miðla­lögum ætlað að efla fjöl­miðla­læsi, fjöl­breytni og fjöl­ræði í fjöl­miðl­um, standa vörð um tján­ing­ar­frelsi og rétt almenn­ings til upp­lýs­inga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar