Fjölmiðlanefnd vill að sum hlaðvörp skrái sig sem fjölmiðla

Fjölmiðlanefnd hefur beðið þrjá íslenska hlaðvarpsþætti um að skrá sig formlega sem fjölmiðla og er að skoða að biðja fleiri um hið sama. Kveikjan að þessum beiðnum nefndarinnar virðast vera ábendingar um ólöglegar veðmálaauglýsingar.

Fjölmiðlanefnd hefur beint því til þriggja íslenska hlaðvarpsþátta að þeir séu fjölmiðlar og beðið þá um að skrá sig sem slíka hjá nefndinni.
Fjölmiðlanefnd hefur beint því til þriggja íslenska hlaðvarpsþátta að þeir séu fjölmiðlar og beðið þá um að skrá sig sem slíka hjá nefndinni.
Auglýsing

Stjórn­endur þriggja íslenskra hlað­varps­þátta hafa að und­an­förnu fengið bréf frá fjöl­miðla­nefnd, stjórn­sýslu­nefnd sem hefur eft­ir­lit með lög­gjöf um fjöl­miðla, þar sem óskað er eftir því að hlað­vörpin skrái sig form­lega sem fjöl­miðla. 

Til skoð­unar er að senda slíkar beiðnir á fleiri hlað­varps­stjórn­end­ur, sam­kvæmt svari fjöl­miðla­nefndar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, en nefndin hefur að und­an­förnu verið að skoða íslenska hlað­varps­mark­að­inn.

Ekki öll hlað­vörp fjöl­miðl­ar, bara sum

Hlað­vörp eru til­tölu­lega nýtt form miðl­unar og vax­andi þáttur af fjöl­miðla­neyslu margra. Margir hefð­bundnir fjöl­miðlar eru með sínar hlað­varps­rásir og miðla efni þar, eins og Kjarn­inn hefur gert árum sam­an. En einnig hafa sjálf­stæðir hlað­varps­þættir um hin ýmsu efni sprottið fram og náð eyrum margra. Það eru slíkir þættir sem fjöl­miðla­nefnd er nú að beina sjónum sínum að.

Ekk­ert sjálf­stætt hlað­varp er í dag skráð sem fjöl­mið­ill, sam­kvæmt athugun blaða­manns á yfir­liti yfir skráða fjöl­miðla á vef fjöl­miðla­nefnd­ar. 

Sam­kvæmt svörum frá nefnd­inni falla hlað­vörp hins vegar undir lög um fjöl­miðla, „svo lengi sem þau upp­fylla skil­yrði lag­anna um að telj­ast fjöl­miðl­ar.“

Auglýsing

Fjöl­mið­ill er, sam­kvæmt lögum um fjöl­miðla frá árinu 2011, „hvers konar mið­ill sem með reglu­bundnum hætti miðlar til almenn­ings efni er lýtur rit­stjórn. Til fjöl­miðla telj­ast m.a. dag­blöð og tíma­rit, ásamt fylgi­ritum þeirra, net­miðl­ar, hljóð- og mynd­miðlar og aðrir sam­bæri­legir miðl­ar.“

„Það er því ekki þannig að öll hlað­vörp myndu telj­ast fjöl­miðlar í skiln­ingi laga um fjöl­miðla en fjöl­miðla­nefnd metur hvert til­vik fyrir sig. Þegar lögin voru sett var ekki hægt að sjá fyrir þá þróun sem orðið hefur á hlað­varps­mark­aðnum með til­komu nýrrar tækni og miðl­un­ar­leiða. Hlað­vörp voru áður fyrr mun minni í sniðum og meira í lík­ingu við blogg­síð­ur. Á síð­ustu árum hafa hlað­vörp hins vegar notið sífellt meiri vin­sælda og stækkað í takt við það. Mörg þeirra hafa nú fjölda kostenda eða aug­lýs­inga og þús­undir hlust­ana á hvern þátt,“ segir í skrif­legu svari Ant­ons Emils Ingi­mars­son­ar, lög­fræð­ings fjöl­miðla­nefnd­ar, við fyr­ir­spurn blaða­manns sem beint var til nefnd­ar­inn­ar.

Ábend­ingar um ólög­legar aug­lýs­ingar virð­ast kveikjan

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hafa að minnsta kosti tvö þeirra þriggja hlað­varpa sem fjöl­miðla­nefnd vill að skrái sig sem fjöl­miðla við sama tæki­færi fengið meld­ingu frá nefnd­inni vegna ólög­mætra við­skipta­boða í þátt­un­um.

Þar er átt við aug­lýs­ingar frá veð­mála­vef­síð­unni Cool­bet, sem hefur aug­lýst tölu­vert mikið í íslenskum hlað­varps­þáttum sem fjalla um fót­bolta og aðrar íþrótt­ir, en hefur ekki leyfi til þess að reka sína starf­semi hér á landi.

Fjöl­miðla­nefnd hefur óskað eftir upp­lýs­ingum og sjón­ar­miðum frá hlað­vörp­unum vegna ætl­aðra brota þeirra gegn fjöl­miðla­lög­um.

Veðmálavefsíðan Coolbet er með höfuðstöðvar í Eistlandi, en stundar mikið markaðsstarf á íslensku og er með þúsundir íslenskra notenda. Mynd: Skjáskot af Twitter-reikningi fyrirtækisins.

Fjallað er um veð­mála­aug­lýs­ingar í lögum um fjöl­miðla og það er á grunni ábend­inga um ætluð brot hlað­varpanna gegn þeim laga­á­kvæðum sem fjöl­miðla­nefnd er að hafa sam­band. Síðan eru hlað­vörpin beðin um að skrá sig sem fjöl­miðla í leið­inni.

Þess má geta að ekki er ein­göngu bannað sam­kvæmt fjöl­miðla­lögum að aug­lýsa veð­mála­starf­semi sem ekki hefur leyfi hér á landi, heldur er það einnig bannað sam­kvæmt lögum um happ­drætti og geta fésektir eða allt að sex mán­aða fang­els­is­refs­ing legið við slíkum brot­um.

En hvenær verður hlað­varp fjöl­mið­ill?

Eins og áður segir er það mat fjöl­miðla­nefndar að sum hlað­vörp séu fjöl­miðl­ar, en önnur ekki. Blaða­maður spurði hvaða við­miða væri horft til þegar nefndin væri að leggja mat á þetta.

„Við mat á því hvort hlað­varp telj­ist fjöl­mið­ill er m.a. horft til skil­grein­inga laga um fjöl­miðla ásamt lög­skýr­ing­ar­gögnum og til 2. gr. starfs­reglna fjöl­miðla­nefndar nr. 1363. Regl­urnar eru hins vegar frá 27. des­em­ber 2011 og líkt og á við um lögin sjálf var ekki hægt að sjá fyrir þá þróun sem orðið hefur á hlað­varps­mark­aðnum með til­komu nýrrar tækni og miðl­un­ar­leiða. Fjöl­miðla­nefnd horfir því einnig til ann­arra þátta við á mat því hvort hlað­varp telj­ist fjöl­mið­ill í skiln­ingi lag­anna,“ segir í svari fjöl­miðla­nefnd­ar.

Í starfs­regl­unum segir meðal ann­ars að það sé „skýr vís­bend­ing“ um að miðlun efni falli undir hug­takið fjöl­mið­ill þegar fjöl­miðla­veita hafi af því atvinnu að miðla fjöl­miðla­efni.

Úr starfsreglum fjölmiðlanefndar.

Vistun utan Íslands ekki úrslita­at­riði

Blaða­maður spurði einnig hvort það breytti ein­hverju um það hvort hlað­vörp gætu talist íslenskir fjöl­miðlar ef öll hýs­ing þeirra væri utan land­stein­anna, en hlað­vörpum er flestum ein­ungis dreift inn á erlendar streymi­veitur

„Það að hlað­varp sé vistað að öllu leyti utan Íslands er ekki úrslita­at­riði um hvort það geti talist fjöl­mið­ill sam­kvæmt lögum um fjöl­miðla eða ekki,“ ­segir í svari fjöl­miðla­nefndar um það atriði.

Þar segir einnig að nefndin þurfi „að skoða og meta hvert til­vik fyrir sig,“ og að á meðal þeirra þátta sem litið sé til við skil­grein­ingu á því hvort fjöl­mið­ill telst miðla efni handa almenn­ingi hér á landi í skiln­ingi fjöl­miðla­laga er það hvort rit­stjórn­ar­efni og við­skipta­boðum sé miðlað á íslensku.

Í svar­inu er síðan vísað til dóms hér­aðs­dóms Reykja­víkur frá árinu 2018, í máli 365 miðla gegn fjöl­miðla­nefnd, sem sner­ist um tíma­ritið Gla­mo­ur. 

Þar komst hér­aðs­dómur að þeirri nið­ur­stöðu að Gla­mour heyrði undir lög­sögu íslenska rík­is­ins, þrátt fyrir að útgáfu­fé­lag þess væri skráð til heim­ilis í Bret­landi, meðal ann­ars á grund­velli þess að rit­stjórn­ar­efni og aug­lýs­ingar í tíma­rit­inu væru á íslensku og efni fjöl­mið­ils­ins því beint að íslenskum almenn­ing­i. 

365 miðlar höfðu borið því við að útgáfu­fé­lag tíma­rits­ins væri skráð í Bret­landi og því utan lög­sögu íslenska rík­is­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent