Núllstefna kínverskra yfirvalda gegn COVID-19 virðist óhagganleg

Kínversk yfirvöld hafa frá upphafi heimsfaraldurs COVID-19 sýnt veirunni lítið umburðarlyndi. Ólíkt öðrum löndum ætlar Kína ekki að „lifa með veirunni“ og svokölluð núllstefna yfirvalda virðist óhagganleg þrátt fyrir víðtæk efnahagsleg áhrif.

Sýnataka vegna COVID-19 í Beijing. Smitum hefur farið fjölgandi í Kína og Hong Kong upp á síðkastið, þrátt fyrir að harðar sóttvarnaraðgerðir séu enn í gildi.
Sýnataka vegna COVID-19 í Beijing. Smitum hefur farið fjölgandi í Kína og Hong Kong upp á síðkastið, þrátt fyrir að harðar sóttvarnaraðgerðir séu enn í gildi.
Auglýsing

Kór­ónu­veirusmitum fer fjölg­andi í Kína og Hong Kong og hafa ekki verið fleiri í tvö ár, þrátt fyrir að sótt­varn­ar­að­gerðir séu hvergi jafn harðar í heim­in­um.

Flest lönd fylgja þeirri stefnu í dag að „lifa með veirunn­i“. Annað er uppi á ten­ingnum í Kína þar sem veirunni hefur ekki verið sýnd neitt umburð­ar­lyndi frá því að hún braust fyrst út þar í landi, og í heim­inum öll­um, undir lok árs 2019. Yfir­völd hafa rekið eins konar núll­stefnu (e. zer­o-toler­ance) gegn heims­far­aldr­inum og gripið til harðra aðgerða, svo sem útgöngu­banns, í hvert sinn sem ný smit­bylgja gerir vart við sig.

Auglýsing

4.770 smit greindust í Kína síð­asta sól­ar­hring. Lang­flest smitin má rekja til hér­að­anna Jilin og Lia­on­ing í norð­aust­ur­hluta lands­ins. Níu millj­ónir búa í iðn­að­ar­borg­inni Sjenj­ang í Jil­in-hér­aði þar sem alls­herj­ar­lokun og útgöngu­bann tók gildi í öllu hér­að­inu á mánu­dag.

Ómíkron reynst núll­stefn­unni áskorun

Xi Jin­p­ing, for­seti Kína, hefur lof­samað núll­stefnu yfir­valda og segir að með útgöngu­bönnum og umfangs­mik­illi sýna­töku hafi Kína farið þá leið í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn sem virkar best.

Ómíkron-af­brigði kór­ónu­veirunnar hefur hins vegar reynst ákveðin áskorun gegn núll­stefn­unni. Veiran hefur ekki náð jafn mik­illi útbreiðslu í Kína í tvö ár og þetta er í fyrsta sinn sem yfir­völd hafa gripið til þess að setja á útgöngu­bann í hér­aði eins og það leggur sig síðan útgöngu­bann var sett á í Wuhan-hér­aði í upp­hafi far­ald­urs­ins í árs­byrjun 2020.

­Staðan er enn verri í Hong Kong, sem hefur hingað til nán­ast verið laust við veiruna, en nú grein­ast yfir 30 þús­und smit dag­lega og um 200 hafa látið lífið á degi hverjum síð­ustu daga. Heil­brg­iðis­kerfi borg­ar­innar er komið að þol­mörkum og hefur sjúk­lingum verið raðað á sjúkra­börur utandyra á meðan það bíður eftir þjón­ustu.

Núll­stefna kín­verskra yfir­valda í bar­átt­unni við COVID-19 er enn í gildi en ýmis teikn eru á lofti um vilja til að slaka á tak­mörk­un­um. Raddir þess efnis að ekki sé hægt að halda stefn­unni áfram enda­laust eru farnar að heyrast, sér­stak­lega vegna nei­kvæðra efna­hags­legra áhrifa sem það hefur að setja á hvert útgöngu­bannið á fætur öðru. Sjö daga útgöngu­bann sem sett var á í hafn­ar­borg­inni Shenzhen í síð­ustu viku er til að mynda talið geta valdið miklu hökti í alþjóð­legum vöru­flutn­ingum og fram­leiðslu á raf­tækj­um. Og dæmin eru miklu fleiri.

Smit­uðum ekki lengur skylt að leggj­ast inn á spít­ala

Stefnu­breyt­ingu er farið að gæta meðal stjórn­valda, sem vilja þó fara mjög hægt í sak­irn­ar. Í þess­ari viku greindi heil­brigð­is­nefnd Kína frá reglu­breyt­ingum þess efnis að sjúk­lingar með væg ein­kenni þurfa ekki að leggj­ast inn á spít­ala heldur verði þeim sinnt utan hans í smærri hóp­um. Reglur um sótt­kví hafa einnig verið rýmkað­ar.

„Hér áður fyrr var hver ein­asti sem smit­að­ist af veirunni lagður inn á spít­ala, hvort sem um var að ræða mikil eða væg ein­kenn­i,“ segir Jin Dong-yan, pró­fessor við háskól­ann í Hong Kong, í sam­tali við BBC. Jin segir að yfir­völd séu smám saman að gera sér grein fyrir að margir sem smit­ast þurfa ekki á mik­illi aðhlynn­ingu eða umönnun að halda.

Á síð­asta ári sagði Zhang Wen­hong, einn fremsti far­ald­urs­fræð­ingur Kína, að Kína yrði á end­anum að marka sér þá stefnu að lifa og starfa með veirunni. Orð hans mættu harðri gagn­rýni og var Zhang kall­aður svik­ari og sak­aður um að vera í vit­orði með ríkjum sem vildu grafa undan aðgerðum kín­verskra yfir­valda gegn far­aldr­in­um.

Bráðabirgðaaðstoðu hefur verið komið upp fyrir utan spítala í Hong Kong vegna nýrrar smitbylgju kórónuveirunnar.

Fyrsta skrefið að losna við ótt­ann

Færsla sem Zhang birti á sam­fé­lags­miðlum nýlega fékk hins vegar önnur við­brögð frá yfir­völd­um. Í henni segir hann að yfir­völd ættu sann­ar­lega að við­halda núll­stefnu sinni gegn far­aldr­inum en á sama tíma ættu þau ekki að hræð­ast það að fær­ast smám saman í átt­ina að langvar­andi aðgerða­á­ætl­un.

„Að losna við ótt­ann er fyrsta skrefið sem við verðum að taka,“ segir Zhan meðal ann­ars í færslu sinni. Þar bendir hann einnig á að ómíkron-af­brigðið sé væg­ara en þau sem á undan hafa komið og í löndum þar sem bólu­setn­ing­ar­hlut­fall er hátt og ákveðið hjarð­ó­næmi til staðar sé hefð­bundin flensa í raun ban­vænni en ómíkron-af­brigð­ið. Orðum far­ald­urs­fræð­ings­ins var betur tekið í þetta sinn, hann var að minnsta kosti ekki gagn­rýndur opin­ber­lega af yfir­völd­um.

Hversu lengi mun núll­stefnan halda út?

Huang Yanz­hong, pró­fessor í hnatt­rænni heilsu og nefnd­ar­maður í alþjóða­tengsla­nefnd Kína, seg­ist skynja minnk­andi stuðn­ing almenn­ings við núll­stefnu yfir­valda. „Mín til­finn­ing er sú að fólk sé ein­fald­lega komið með nóg, sér­stak­lega í stærri borgum eins og Shang­hai. Fólk styður núll­stefn­una almennt en á sama tíma grefur útbreiðsla ómíkron-af­brigð­is­ins undan stuðn­ingn­um.“

Stóra spurn­ingin er hversu lengi Kína getur haldið út? Sér­fræð­ingar telja að ekki sé von á stórum stefnu­breyt­ingum á þessu ári, sér­stak­lega þar sem hver smit­bylgjan á fætur annarri virð­ist vera að ná fót­festu víðs­vegar í land­inu. Auk þess ótt­ast margir að heil­brigð­is­kerfið ráði ekki við aflétt­ingu sótt­varna­að­gerða og að slíkt myndi leiða til fjölda dauðs­falla, líkt og er að ger­ast í Hong Kong.

„Erum við til­búin að takast á við vand­ann í skamman tíma með fjölgun til­fella og dauðs­falla til að öðl­ast stöð­ug­leika til lengri tíma?“ spyr Huang. Sér­fræð­ingar telja litlar sem engar líkur á að svo sé, að minnsta kosti ekki á þessum tíma­punkti.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent