Húsnæðisverð hækkaði meira á Íslandi í faraldrinum en á hinum Norðurlöndunum

Ný norræn skýrsla sýnir að norrænu hagkerfin hafi tekist á við heimsfaraldurinn betur en flest önnur ríki Evrópu þótt neikvæð áhrif hafi allsstaðar verið umtalsverð. Neikvæðu áhrifin voru meiri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum.

Ríkisstjórnin kynnti nokkra efnahagslega aðgerðarpakka til að mæta afleiðingum kórónuveirufaraldursins á síðustu tveimur árum.
Ríkisstjórnin kynnti nokkra efnahagslega aðgerðarpakka til að mæta afleiðingum kórónuveirufaraldursins á síðustu tveimur árum.
Auglýsing

Hús­næð­is­verð hækk­aði meira á Íslandi en á hinum Norð­ur­lönd­unum í kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um, lands­fram­leiðsla dróst meira saman hér­lendis en á þeim og atvinnu­leysi varð meira. 

Þetta kemur fram í skýrsl­unni State of the Nor­dic Reg­ion sem rann­sókn­ar­stofnun Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar (Nor­dreg­io)  hefur unnið og var birt í dag.

Þar kemur fram að mót­væg­is­að­gerðir stjórn­valda á Norð­ur­lönd­unum hafi hjálpað til við að milda efna­hags­legt högg far­ald­urs­ins. Sam­an­tekt í skýrsl­unni sýnir að Ísland hafi eytt minnstu hlut­falli af lands­fram­leiðslu slíkar aðgerðir af Norð­ur­lönd­unum en hafi sett mest, rúm­lega tíu pró­sent af lands­fram­leiðslu, í bein útgjöld sem end­ur­heimt­ast ekki. Á hinum Norð­ur­lönd­unum var stærra hlut­falli af skatt­greiðslum frestað, eigið fé lagt til eða lán veitt. Þau fóru með öðrum orðum bland­aðri leið en Ísland, sem dældi aðal­lega fjár­munum inn í fyr­ir­tæki lands­ins í formi ýmis konar styrkja. 

Úr skýrslunni State of the Nordic Region sem kom út í dag.

Verg lands­fram­leiðsla dróst mest saman á Íslandi af öllum Norð­ur­lönd­unum á fyrsta tæpa ári far­ald­urs­ins, eða um 6,5 pró­sent árið 2020. Til sam­an­burðar dróst hún saman um 2,1 til 2,9 pró­sent í Dan­mörku, Sví­þjóð og Finn­landi og ein­ungis um 0,8 pró­sent í Nor­eg­i. 

Atvinnu­leysi sem mæld­ist mest 17,8 pró­sent í apríl 2020, varð meira hér­lendis í far­aldr­in­um  en í nágranna­lönd­un­um. Það hefur þó jafnað sig skarpt og mæld­ist 5,2 pró­sent í síð­asta mán­uði. Það er svipað atvinnu­leysi og var fyrir far­ald­ur­inn þegar slétt fimm pró­sent íbúa Íslands á vinnu­mark­aði mæld­ust án atvinnu, en það var hæsta hlut­fall sem hafði mælst frá vor­inu 2012. 

Hækk­anir á hús­næð­is­verði mestar á Íslandi

Í skýrsl­unni er hækkun á hús­næð­is­verði skoðuð sér­stak­lega og þar kemur í ljós að það hafi almennt hækkað tals­vert á öllum Norð­ur­lönd­un­um. Mest hækk­aði það þó á Íslandi en hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur allt í allt hækkað um 31,3 pró­sent frá því í mars 2020 og um 22,5 pró­sent síð­ast­liðið ár. Þar á eftir koma verð­hækk­anir hús­næðis í Sví­þjóð, Dan­mörku og Nor­egi á meðan Finn­land skar sig nokkuð úr með hóf­legri verð­hækk­unum og stöðugri hús­næð­is­mark­aði.

Auglýsing
Ýmsir þættir hafa spilað inn í miklar hækk­anir hér­lend­is. Stjórn­völd og Seðla­banki Íslands gripu til að mynda til aðgerða á borð við vaxta­lækk­ana, afnám sveiflu­jöfn­un­ar­auka og lækk­unar banka­skatts sem juku útlána­mátt við­skipta­banka um mörg hund­ruð millj­arða króna. Það svig­rúm var fyrst og síð­ast notað til að lána til hús­næð­is­kaupa á mark­aði þar sem eft­ir­spurn var þegar umfram fram­boð. Fyrir vikið hefur sölu­tími íbúða dreg­ist hratt saman og í síð­asta mán­uði seld­ist tæp­lega helm­ingur íbúða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu yfir ásettu verði. Fyrir tveimur árum fóru um tíu pró­sent íbúða á svæð­inu yfir ásettu verð­i. 

Vax­andi gjá milli tekju­hópa

Heilt yfir sýnir skýrsla Nor­dregio að nor­rænu hag­kerfin hafi tek­ist á við heims­far­ald­ur­inn betur en flest önnur ríki Evr­ópu þótt nei­kvæð áhrif hafi all­staðar verið umtals­verð. 

Gustaf Nor­lén, einn rit­stjóra State of the Nor­dic Reg­ion og grein­andi hjá Nor­dreg­io, segir mót­væg­is­að­gerðir í efna­hags­málum virð­ast hafa skilað nokkuð góðum árangri á Íslandi, þar sem ferða­þjón­usta sé stór atvinnu­grein sem varð fyrir miklum áhrifum af heims­far­aldr­in­um. 

Í skýrsl­unni segir að heims­far­ald­ur­inn hafi þó leitt í ljós vax­andi félags­lega gjá á milli ólíkra svæða og þjóð­fé­lags­hópa á Norð­ur­lönd­um, sér­stak­lega milli ólíkra tekju­hópa og milli lands­byggðar og þétt­býl­is­staða.  Nor­lén þetta eiga sér­stak­lega við um hópa sem standa veikar eins og aldr­aða, þá sem fæddir eru erlendis og ungt fólk. Það hafi orðið fyr­ir­ ­nei­kvæð­ustu áhrifum heims­far­ald­urs­ins, bæði hvað varðar heilsu og fjár­hag. „En jafn­framt sjáum við að stuðn­ings­að­gerðir stjórn­valda við fyr­ir­tæki og laun­þega hafa stuðlað að færri gjald­þrotum og tals­vert hrað­ari bata en eftir fjár­málakrepp­una 2008.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent