Kristrún: „Þvílík hræsni“

Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir að vaxta­bótum sem nýtt­ust tekju­lágu fólki og ungu fólki hafi verið skipt út fyrir 30 millj­arða króna skatt­afslátt til ein­stak­linga í efri hluta tekju­stig­ans.

Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Kristrún Frosta­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar segir að sam­fé­lag jafnra tæki­færa sé að „renna okkur úr greip­um“ vegna þess stjórn­ar­fars sem sé við lýði hér á landi.

Þetta kom fram í ræðu hennar undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag.

Vís­aði hún í nýtt mán­að­­ar­yf­­ir­lit Alþýð­u­­sam­­bands Íslands (ASÍ) sem birt var í dag og Kjarn­inn fjall­aði um en í því er umfangs­­mikil umfjöllun um hús­næð­is­­stuðn­­ing rík­­is­­sjóðs sem byggir á sér­­keyrslum sem fengnar eru úr skatta­­gögn­­um.

Auglýsing

Hús­næð­is­stuðn­ingur runnið frá tekju­lægstu hóp­unum yfir til þriggja tekju­hæstu tíund­anna

Kristrún sagði að töl­urnar sýndu hvernig hús­næð­is­stuðn­ingur hefði á und­an­förnum ára­tug runnið frá tekju­lægstu hóp­unum yfir til þriggja tekju­hæstu tíund­anna.

„­Nið­ur­stöð­urnar eru slá­andi. Rík­is­stjórnin hefur mark­visst fært fjár­muni úr vaxta­bóta­kerf­inu yfir í úrræði sem gerir fólki kleift að nýta sér­eign­ar­sparnað sinn skatt­frjálst til að greiða inn á hús­næð­is­lán. Þetta hljómar mjög sak­laust en þetta er veru­leg stefnu­breyt­ing í okkar vel­ferð­ar­sam­fé­lagi því að langstærsti hluti þessa skatt­afslátt­ar, rúm­lega 30 millj­arðar króna frá árinu 2015, nýt­ist tekju­hæstu 30 pró­sent lands­manna. Helm­ingur af úrræð­inu rennur til tekju­hæstu 10 pró­sent í land­inu.

Hversu oft höfum við hlustað á ræður stjórn­ar­liða um mik­il­vægi þess að for­gangs­raða fjár­mun­um? Því­lík hræsni. Vaxta­bótum sem nýtt­ust tekju­lágu fólki og ungu fólki var skipt út fyrir 30 millj­arða króna skatt­afslátt til ein­stak­linga í efri hluta tekju­stig­ans, 30 millj­arðar sem aðal­lega fara til fólks yfir fer­tugu þrátt fyrir að hús­næð­is­vand­inn sé meðal ungs fólks og tekju­lágs fólks,“ sagði Kristrún.

Benti hún á að rík­is­stjórnin þyrfti ekki að bera ábyrgð á þessum 30 millj­örðum því þetta væru fram­tíð­ar­skatt­tekj­ur.

„Á hverjum mun þetta 30 millj­arða króna tekju­tap í fram­tíð­inni bitna? Jú, unga fólk­inu sem hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra er alltaf að tala um að treysti á svo­kallað útgjalda­að­hald rík­is­sjóðs vegna fram­tíð­ar­skulda, sama unga fólk­inu og þurfti að skuld­setja sig marg­falt fyrir fyrstu eign vegna mark­vissrar stefnu rík­is­stjórn­ar­innar und­an­far­inn ára­tug, að beina fjár­magni frá þeim sem virki­lega þurfa í almenn úrræði á hús­næð­is­mark­aði sem pumpa upp hús­næð­is­verð. Sam­fé­lag jafnra tæki­færa er að renna okkur úr greipum vegna þessa stjórn­ar­far­s,“ sagði hún að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent